Morgunblaðið - 21.03.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.03.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skúli Hansen skulih@mbl.is Fyrirtækið Carbon Recycling Int- ernational ehf. (CRI) og Sorpa kanna nú í sameiningu möguleikann á því að reisa og reka verksmiðju sem framleiðir fljótandi ökutækja- eldsneyti, metanól, úr sorpi af höf- uðborgarsvæðinu. „Við erum mjög bjartsýnir á þetta verkefni. Við höfum verið að vinna með erlendum aðilum sem hafa prófað þessa tækni, þannig að við sjáum engin mikil ljón í veg- inum,“ segir Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróun- ar CRI, aðspurður hvort hann telji meiri eða minni líkur á að fram- leiðslan verði að raunveruleika. Hann bætir við að þó svo að ýmiss konar hagnýt atriði á borð við stað- setningu verksmiðjunnar, leyfisveit- ingar og annað þvíumlíkt séu eftir líti þetta tæknilega séð allt mjög vel út. CRI starfrækir nú þegar elds- neytisverksmiðju til framleiðslu á endurnýjanlegu metanóli í Svarts- engi og rannsóknarverksmiðju við Höfðabakka. Mikil tækifæri í boði „Ef að líkum lætur verður þetta alveg ný verksmiðja frekar en að þetta yrði viðbót við verksmiðjuna við Svartsengi og það er fleira sem kemur þar inn í myndina því þetta er það mikið magn að við viljum vera nálægt höfn og hafa auðveld- ara aðgengi að dreifileiðum í kring- um borgina,“ segir Benedikt. Að hans sögn er hægt að fram- leiða töluvert magn af metanóli hér á landi en stefnt er að því að nýja verksmiðjan framleiði allt að 50 milljónir lítra á ári. „Þessi aðferð sem við notum úti í Svartsengi byggist á rafgreiningu og það er ekkert út í hött að segja að um 200 megawött af raforku gætu gefið okkur yfir 200 milljón lítra,“ segir Benedikt en að hans sögn notar bílafloti landsins um 350 milljónir lítra af eldsneyti á ári, þar af um 200 milljónir lítra af bensíni og um 150 milljónir lítra af dísilolíu. Allir bensínbílar geta notað eldsneyti sem er blandað með litlu magni af metanóli en Benedikt segist vonast til þess að framleiðslan leiði til auk- ins innflutnings á svokölluðum fjöl- orkubílum sem geta notað mun hærri metanólblöndur en venjulegir bensínbílar. „Þetta eru bílar sem framleiðendur hafa vottað þannig að þeir geti notað allt upp í 85% af alkóhóli og 15% af bensíni,“ segir Benedikt í samtali við blaðamann Morgunblaðsins spurður út í það hvernig fjölorkubílar virka. Metanólverksmiðja Verksmiðja CRI í Svartsengi við Grindavík. Svona eldnseytisverksmiðjur gætu mögulega leyst af hólmi ruslahauga hér á landi í framtíðinni en þær geta unnið metanól úr flestum tegundum sorps. Metanól gæti komið í stað bensíns á Íslandi  Hægt er að framleiða um 200 milljónir lítra af metanóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði enn í gærkvöldi að tveimur mönnum sem reyndu að sprengja sér leið inn í skartgripaverslunina GÞ Skartgripi í Bankastræti, rétt fyrir klukkan fimm í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu virðist einhvers konar tæki hafa verið límt á rúðuna og það sprengt í þeim tilgangi að brjótast inn í verslunina. Þeir sem reyndu að sprengja rúðunu höfðu þó ekki erindi sem erfiði en rúðan var gerð úr þreföldu öryggisgleri og stóð því af sér sprenginguna. Sprengjubrot fundust í allt að 30 metra fjarlægð frá rúðunni. Engu var stolið úr skartgripaversluninni. Lögreglan fékk tilkynningu um sprengingu í Bankastræti klukkan 4:46 í gærmorgun. Lögreglumenn voru fljótir á vettvang en náðu þó ekki að hafa hendur í hári sprengjuvarganna. Tveir menn sáust á vettvangi í Bankastræti um það leyti sem sprengjan sprakk. Þeir náðust á mynd og sáust sprengja sprengjuna með kveiki- þræði. Annar mannanna var í rauðri hettuúlpu. Að sögn lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu hefur hún undir höndum gögn sem hún er að vinna út frá en vill þó ekki tjá sig nánar um málið á þessu stigi. Að sögn Ólafs G. Jósefssonar, eiganda verslunarinnar, er um að ræða eina vinsælustu rúðu landsins en hún var brotin í þrígang í fyrra. Hann segir tjón verslunarinnar vegna skemmda af völdum glersins nema hundruðum þúsunda ís- lenskra króna. Tveggja sprengju- manna leitað eftir tilraun til ráns  Reyndu að sprengja sér leið inn í skartgripaverslun  Tjónið mikið Morgunblaðið/Sigurgeir S. Vinsæl rúða Í fyrra var rúðan brot- in í þrígang að sögn eiganda GÞ. Fram kom í sam- tali fréttamanns mbl.is við Svan- dísi Svavars- dóttur umhverf- isráðherra í gær að vinna við gerð þingsályktun- artillögu um rammaáætlun um nýtingu og verndun orku- auðlinda væri á lokametrunum. Bendir því allt til þess að málið verði afgreitt í ríkisstjórn í vikunni. Það er á forræði tveggja ráðherra, auk Svandísar er það Oddný Harð- ardóttir fjármálaráðherra, sem einnig fer með iðnaðarmál. kjon@mbl.is Rammaáætlun á lokametrunum Svandís Svavarsdóttir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Þingflokkar stjórnarflokkanna munu á sameiginlegum fundi í dag fjalla um tillögur Steingríms J. Sig- fússonar sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnun. Leigutími á kvóta er sagður verða 20 ár en komið til móts við útgerðar- menn, sem vilja mun lengri leigu- tíma, með því að setja inn skýr ákvæði um endurnýjunarrétt. Fullyrt er að þessi breyting frá til- lögum Jóns Bjarnasonar í fyrra ætti að duga til að stórút- gerðir þurfi ekki að óttast að kvót- inn verði tekinn af þeim. Ekki er ljóst hvaða breyt- ingar verða á auð- lindagjaldinu. Heimildarmenn segja að ákvæði í frumvarpi Jóns sem miðuðu að því að setja skorður við samþjöppun og krosseigna- tengslum muni detta út. En margir þingmenn Samfylkingarinnar standa fast á því að nógu mikið af aflaheimildum fari í opna leigupotta til þess að tryggt sé að nýliðar geti hafið útgerð en þurfi ekki að leigja kvóta af öðrum útgerðum. Hefur Ól- ína Þorvarðardóttir sagt að ekki verði hvikað frá þessu skilyrði enda sé það líka eina leiðin til að tryggja gegnsæi og jafnræði í verðmyndun á kvóta á markaði. Greiðslur fyrir afla- heimildirnar myndu síðan fara í auð- lindasjóð til samfélagslegra verk- efna. Þannig verði einnig komið til móts við byggðasjónarmið, segja samfylk- ingarmenn, og brugðist við að- finnslum mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna sem áleit að í núgildandi skipulagi væri atvinnu- frelsi ekki virt. Heimildarmenn segja líklegt að ráðherra leggi frumvarp um málið fyrir ríkisstjórnina á föstudag. Fram til þessa hafi hann eingöngu lagt fram minnisblöð og drög. Skýr ákvæði um endurnýjun  Stjórnarþingmenn ræða tillögur ráðherra um nýtt kvótafrumvarp í dag  Samfylkingin heimtar að leigupottar tryggi nýliðun og gegnsæi í verðmyndun Steingrímur J. Sigfússon „Þarna erum við að sýna fram á það, í raun og veru, með þessum tilraunum að það væri hægt að taka þetta sorp og gera úr því verðmæti og koma í veg fyrir að það þyrfti að fara á sorphauga,“ segir Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI, og bætir við: „Þetta yrði þá miðað við það að taka á móti sorpi framtíðarinnar og koma því í þessa vinnslu. Í raun og veru væri ekkert því til fyrirstöðu að hætta nánast allri urðun, það yrði þá einungis ákveðið sorp sem er algjörlega ónýtanlegt á annan hátt sem færi á urðunarstaði.“ Að sögn Benedikts eru Íslendingar langt á eftir nágrannaríkjunum í þessum málaflokki, en þau hafa mörg hver dregið úr eða jafnvel að mestu leyti hætt urðun sorps. Hann bendir á að ríki Norður-Evrópu séu almennt mjög framarlega á þessu sviði. Framleiða verðmæti úr sorpi METANÓLFRAMLEIÐSLA GÆTI GERT SORPHAUGA ÓÞARFA Benedikt Stefánsson Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Uppþvottavél SN 46M203SK á frábæru verði. 13 manna. Sex kerfi. Mjög hljóðlát. Tímastytting þvottakerfa. Tækifærisverð: 129.900 kr. stgr. (Fullt verð: 159.900 kr.) Tækifæri A T A R N A Skannaðu kóðann til að sjá viðtal við skartgripasalann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.