Morgunblaðið - 21.03.2012, Side 12

Morgunblaðið - 21.03.2012, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012 BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Lögregla hefur undanfarin ár kallað eftir auknum rannsóknarheimildum til að fást við alvarlega skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Sitt sýn- ist hverjum um hvernig eigi að koma til móts við þessar óskir. Innanrík- isráðherra hefur með frumvarpi stig- ið skref í þessa átt en fyrir Alþingi liggur jafnframt þingsályktunar- tillaga um að ganga eigi lengra. Frumvarpi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra var dreift á Al- þingi í liðinni viku. Ögmundur hefur lagt áherslu á að þær heimildir sem veittar eru með frumvarpinu séu mjög afmarkaðar. Ekki standi til að veita lögreglu sambærilegar heim- ildir og annars staðar á Norðurlönd- unum, þar séu við lýði leyniþjónustur „og við erum alls ekki að fara út á slíkar brautir“, sagði hann í viðtali við Morgunblaðið. Í greinargerð með frumvarpinu var jafnframt sérstaklega tekið fram að þær heimildir sem lagðar væru til með frumvarpinu beindust gegn skipulögðum glæpasamtökum sem stunduðu glæpastarfsemi í ávinnings- skyni „en ekki öðrum hópum, svo sem pólitískum samtökum eða grasrót- arhópum“. Skilgreiningar á því hvað teljast forvirkar rannsóknarheimildir eru misjafnar en í opinberri umræðu er yfirleitt átt við að þeim sé beitt við rannsókn á málum án þess að fyrir liggi rökstuddur grunur um refsivert athæfi, m.a. með hlerunum og ann- arri upplýsingaöflun, þar sem mark- miðið er að koma í veg fyrir afbrot og fylgjast með atferli sem getur ógnað öryggi almennings og ríkisins. Þegar forveri Ögmundar í emb- ætti, Ragna Árnadóttir, lýsti því yfir í ágúst 2010 að hún hefði í hyggju að láta vinna frumvarp um að færa lög- reglu forvirkar rannsóknarheimildir til að berjast gegn glæpastarfsemi brugðust félagsmenn í VG hart við. Ögmundur Jónasson sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið að aðvör- unarbjöllurnar hringdu strax. „Svona hugmyndir hafa áður verið slegnar út af borðinu, af ótta við að við færum að feta okkur inn á starfsaðferðir lög- regluríkja,“ sagði hann. Björn Bjarnason, sem var dóms- málaráðherra frá 2003 til 2009, hafði sumarið 2008 látið vinna frumvarps- drög um hvernig mætti færa lögreglu heimildir til forvirkra rannsókn- araðferða. Hann hafði m.a. sýnt for- ystumönnum í öllum þingflokkum drögin en lagði frumvarpið ekki fram á Alþingi og drögin hafa ekki birst op- inberlega. Eðlismunur á tillögum Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Björn að hann hefði ekki lagt fram frumvarpið þar sem ljóst hefði verið að um það hefði orðið ágrein- ingur. Í frumvarpi hans hefði verið gert ráð fyrir að stofna öryggis- lögreglu eða leyniþjónustu sem myndi sæta ströngu opinberu eftirliti. „Hvorki þingsályktunartillaga Sivjar né frum- varp Ögmundar ganga eins langt og gert var ráð fyrir í mínu frumvarpi. Það má segja að menn séu sammála um nauðsyn þess að auka heimildir lögreglu en það er raunverulegur eðl- ismunur á þeim tillögum sem nú eru til umræðu og því sem ég var með í höndunum,“ sagði hann. Um frum- varp Ögmundar sagði hann: „Fyrir Ögmund er þetta stórt skref en þetta er lítið skref fyrir þá sem hafa hugsað málið á öðrum nótum.“ Björn greindi frá frumvarpsdrög- unum í fyrirlestri á Bifröst í sept- ember 2008. Þar kom fram að við- fangsefni forvirkra rannsókna ættu m.a. að vera landráð, hryðjuverk, brotastarfsemi og njósnastarfsemi er- lendra ríkja. Í umræðu undanfarinna daga um forvirkar rannsóknarheim- ildir hefur hins vegar einungis verið rætt um hvernig þær megi nota í bar- áttu við glæpasamtök. Í þingsályktun Sivjar, sem fjallað er um hér til hliðar, er lagt til að lög- reglu hér á landi verði veittar sam- bærilegar heimildir og lögreglu í öðr- um norrænum ríkjum. Einungis er rætt um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Björn benti á að þrátt fyrir að hvergi í greinargerðinni með þings- ályktunartillögunni væri rætt um leyniþjónustu væri engu að síður vís- að til árangurs sem danska og sænska öryggislögreglan hefði náð við að koma í veg fyrir hryðjuverk á Jyl- landsposten. „En það er eins og menn treysti sér ekki til að ganga alla leið,“ sagði Björn. Menn hrykkju gjarnan í baklás ef minnst væri á leyniþjónustu, jafnvel þótt þeir væru í raun að tala um verkefni sem slíkar stofnanir inntu af hendi. Björn sagði að á endanum væru það þingmenn sem réðu hvernig þess- um málum yrði skipað. Þeir hefðu nú bæði tillögur Ögmundar og þings- ályktunartillöguna til að fjalla um. Eitt lítið skref getur verið stórt  Ráðherra tekur fram að auknar heimildir beinist ekki að pólitískum samtökum og grasrótarhópum  Ræða um verkefni sem leyniþjónustur sinna en nefna ekki leyniþjónustur á nafn  Á valdi Alþingis Glæpastarfsemi Skipulögð glæpasamtök stunda m.a. fíkniefnaviðskipti, mansal, skipuleggja innbrot og sölu á þýfi. Morgunblaðið/Júlíus Auknar heimildir » Með frumvarpi Ögmundar Jónassonar um auknar heim- ildir til lögreglu yrði lögreglu fengin heimild til að hefja rannsókn á grundvelli vitn- eskju eða gruns um að verið væri að undirbúa eða leggja á ráðin um að fremja brot sem fellur undir ákvæði um bann við starfsemi skipulagðra glæpasamtaka. » Jafnframt yrði lögreglu heimilað að notast við rann- sóknarúrræði á borð við sím- hlustanir þegar grunur leikur á að verið sé að undirbúa brot, þó svo refsirammi brotsins sé fjögur ár en ekki átta ár eins og nú áskilið. » Frumvarpið hefur verið lagt fram á Alþingi en Ögmundur hefur ekki mælt fyrir því. Björn Bjarnason Siv Friðleifsdóttir og fleiri þing- menn úr Framsóknarflokki, Sam- fylkingu og Sjálfstæðisflokki hafa í tvígang lagt fram þingsályktun- artillögu um að fela innanrík- isráðherra að leggja fyrir Alþingi frumvarp sem „veiti lögreglunni sambærilegar heimildir og lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til fyrirbyggj- andi aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi (forvirkar rann- sóknarheimildir)“. Tillagan sem nú er til meðferðar hjá allsherjarnefnd var lögð fram á Alþingi 4. október 2011. Siv segir að í sjálfu sér hefði mátt afgreiða tillöguna út úr nefnd- inni og láta Alþingi taka afstöðu til hennar. Vegna þess að von hefði verið á frumvarpi frá innanrík- isráðherra um auknar heimildir hafi verið ákveðið að bíða. Henni sýnist hins vegar að frumvarpið gangi mun skemmra en þingsályktun- artillagan geri ráð fyrir „og bæti litlu við þær heimildir sem lögregla hefur nú þegar“, segir hún. „Maður sér það líka í grein- argerðinni hvað það er sem veld- ur því að hann vill ekki veita lög- reglu þessar heimildir. Það er nefnt sérstak- lega að heimild- unum verði ekki beitt á stjórnmála- og grasrót- arsamtök. Þetta finnst mér afar veik rök. Það eru svo miklir al- mannahagsmunir í þessu máli. Við eigum bara að vinna að þessum rannsóknum á sama grunni og gert er annars staðar á Norðurlönd- unum. Hér er um alþjóðlega glæpa- starfsemi að ræða,“ segir hún. Siv telur meiri líkur en minni á að meirihluti sé á Alþingi fyrir efni þingsályktunartillögunnar. Einnig sé mögulegt að gera breyting- artillögu við frumvarp Ögmundar þannig að heimildirnar verði rýmri. Þá reyni einfaldlega á vilja meiri- hluta Alþingis í þessum efnum. Bætir litlu við heimildir FÁI SÖMU HEIMILDIR OG LÖGREGLA Í ÖÐRUM NORÐURLÖNDUM Siv Friðleifsdóttir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sam- þykkti á fundi sínum í gær að leggja til að kos- ið verði um til- lögur Stjórnlaga- ráðs að nýrri stjórnarskrá samhliða forseta- kosningunum 30. júní. Um ráðgefandi þjóðaratkvæði verður að ræða en Alþingi hefur síðasta orðið. Fólk verður einnig innt álits á fimm atriðum sér- staklega: Hvort náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign, hvort ákvæði um þjóðkirkju skuli standa óhaggað og einnig um jöfnun at- kvæðavægis. Ennfremur hvort ákveðinn hluti þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðis, 10%, 15% eða 20%. Þá verður spurt hvort auka eigi möguleika á persónu- kjöri. kjon@mbl.is Kosið sérstaklega um fimm atriði Kosið til Stjórnlagaþings Er kominn tími á að endurnýja innihurðina? Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Þær eru yfirfelldar með sam- lokukörmum sem auka hljóðeinangrun og brunavörn. Margar útfærslur eru fáanlegar í öllum viðartegundum. Sjón er sögu ríkari. Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.