Morgunblaðið - 21.03.2012, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.03.2012, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012 Stuttar fréttir ... ● Marel hefur ráð- ið 20 nýja starfs- menn frá áramót- um og stefnir að umtalsverðri fjölg- un starfsmanna það sem eftir lifir árs. „Við sjáum fram á að ef okkar áætlanir ganga eft- ir munum við vera búin að bæta við um 400 starfsmönnum um allan heim í árslok, þar af 70 til 90 á Íslandi. Það gerir Ísland sennilega að hlutfallslega mest vaxandi einingunni, að und- anskildum þeim einingum sem eru á miklum vaxtarmörkuðum, svo sem Kína,“ sagði Hrund Rudolfsdóttir, fram- kvæmdastjóri starfsþróunar hjá Marel, í samtali við mbl.is í gær. Sjá nánar Marel ætlar að ráða 90 manns á mbl.is. Marel ræður fjölda manns á þessu ári Hrund Rudolfsdóttir Um 17.600 einstaklingar og 2.700 fyrirtæki hafa fengið afskriftir, eft- irgjafir eða leiðréttingar á skuldum frá stofnun bankans sem nemur um 343 milljörðum króna. Birnu varð tíðrætt um árangur Ergo, sem er fjármögnunarþjónusta bankans, en þeir eru með yfir 50% markaðshlutdeild í nýjum lánum á markaði bíla- og tækjalána. Bankinn er á síðustu metrunum við að losa sig við rekstrarfélög, en í höndum bankans eru enn rekstrar- félög einsog Bláfugl ehf., IG Invest og Jarðboranir hf. en stefnt er að því að losa sig við þessar eignir á næstu mánuðum. Þá verða enn eftir ýmsar fasteignir í höndum bankans, meðal annars stór hlutur bankans í eign- arhaldsfélaginu Fasteign ehf., en stefnt er að því að losa bankann við þessar eignir sem fyrst. Hagnaður ársins 1,9 milljarðar  Gengislánadómurinn gæti kostað Íslandsbanka 12 milljarða Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ársuppgjör Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sat fyrir svörum blaðamanna í gær um ársuppgjör bankans fyrir árið 2011. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Hagnaður ársins eftir skatta hjá Ís- landsbanka af reglulegri starfsemi var 13,9 milljarðar samanborið við 17,8 milljarða árið 2010. Aftur á móti fer hagnaðurinn nið- ur í 1,9 milljarða þegar svokallaðir einskiptisliðir hafa verið teknir inní reikningana en á síðasta ári var hagnaðurinn 29,4 milljarðar eftir að sá liður var tekinn inní vegna virð- isbreytinga á útlánum til hins betra. Svokallaðir einskiptisliðir er kostnaður eða tekjur sem koma að- eins upp einu sinni. Á fjórða ársfjórðungi gætir áhrifa vegna virðisrýrnunar á viðskiptavild í kjölfar yfirtöku Byrs sem veldur einskiptiskostnaði upp á 17,9 millj- arða króna. Er þar með skráð við- skiptavild í reikningum aðeins 544 milljónir. Nettó gjaldfærsla vegna endurmats lánasafnsins nam 1,3 milljörðum króna, samanborið við 14,5 milljarða króna tekjufærslu í fyrra. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi með bankastjóra Ís- landsbanka, Birnu Einarsdóttur í gær, þar sem hún kynnti helstu nið- urstöður um ársuppgjör bankans fyrir 2011. Áætlaður kostnaður af dómi Hæstaréttar um vaxtareikning gengislána frá því í febrúar nemur 12,1 milljarði króna. Aðspurð taldi hún áhrif gengislánadómsins ekki vera vanreiknuð og þótt þau yrðu mun meiri ætti bankinn að hafa borð fyrir báru til að standa það af sér. Arðsemi eiginfjár af reglulegri starfsemi eftir skatta var 11,0% á ársgrundvelli. Sé tekið tillit til einskiptiskostnaðar var arðsemi eiginfjár 1,5%. Íslandsbanki » Heildareignir námu 759,9 milljörðum króna við árslok, samanborið við 683,2 milljarða árið 2010 » Heildarinnlán námu 525,8 milljörðum króna við árslok, samanborið við 423,4 milljarða árið 2010 » Bankinn var fyrstur til að skrá sértryggð skuldabréf að upphæð 4 milljarðar króna í kauphöllinni á Íslandi. » Eigið fé nam 123,7 millj- örðum við árslok og jókst um 2% á tímabilinu. Húsasmiðjan verður formlega hluti af Bygma, einni stærstu bygginga- vörukeðju í Dan- mörku frá og með deginum í dag. Í tilkynn- ingu segir að Húsasmiðjan verði þó áfram íslenskt fyrirtæki. Verslanir og starfsfólk Húsa- smiðjunnar verða þar með hluti af yfir 2.100 manna starfsliði Bygma- samstæðunnar sem rekur 93 versl- anir í Danmörku, Svíþjóð og Fær- eyjum. Nafn fyrirtækisins helst óbreytt og verða verslanir áfram reknar undir merkjum Húsasmiðj- unnar. Bygma festi kaup á Húsasmiðj- unni í desember á síðasta ári. Verður hluti af Bygma Húsasmiðjan Orð- in hluti af Bygma.  Húsasmiðjan þó íslenskt fyrirtæki                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./- +00.-, +,1./ ,,.2+2 ,+.3-3 +3.1,, +2/.-3 +.- +02.4 +1-.02 +,1.5- ,55.5+ +,/.5/ ,,.2/3 ,+.0,, +3.1// +2/.01 +.-544 +02.03 +11.20 ,,/./,,1 +,1.2- ,55.- +,/.44 ,,.442 ,+.031 +3./2, +23.24 +.-533 +04.-1 +11.3- Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan mars 2012 er 113,4 stig sem er hækkun um 0,4% frá fyrri mánuði. Þetta er miðað við að vísitalan var sett á 100 í desember 2009. Verð á innlendu efni hækkaði um 0,9%, sem skýrir að mestu hækkun vísitölunnar milli mánaða. Vísitalan gildir í apríl 2012. Þetta kemur fram í tölum Hagstof- unnar. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísi- tala byggingarkostnaðar hækkað um 10,6%. Byggingarkostnaður hækkað um 10,6% Byggingarkostnaður Vísitalan hefur hækkað um 10,6% sl. 12 mánuði. Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 153 milljörðum króna á árinu 2011 samanborið við tæpa 133 millj- arða á árinu 2010. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Aflaverð- mæti jókst þannig um 20,3 milljarða króna eða 15,3% á milli ára. Skýr- ingin á þessu er fyrst og fremst verð- mætaaukning vegna makríls og loðnu. Aflaverðmæti botnfisks var tæpir 96 milljarðar króna og jókst um 2,4%. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 56,9% milli ára og nam 43,3 millj- örðum. Stafar sú aukning að stærst- um hluta af verðmætaaukningu makrílaflans, sem nam tæpum 18 milljörðum króna á árinu 2011 og jókst um 10 milljarða milli ára. Verð- mæti loðnuaflans nam 8,9 milljörðum króna og jókst um 237% á milli ára. Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innan- lands nam 63,8 milljörðum króna á árinu 2011 og jókst um 17,5% frá fyrra ári. Aflaverðmæti sjófrysting- ar var 62,5 milljarðar sem er 26,3% aukning frá fyrra ári. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands nam um 19,3 milljörðum króna, sem er 1,8% aukning milli ára. Morgunblaðið/Albert Kemp Makríll Verðmæti makrílsaflans jókst um 10 milljarða milli ára. Aflaverðmæti jókst um 20,3 milljarða www.falkinn.is ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... Raftæknivörur Mótorvarrofar og spólurofar Það borgar sig að nota það besta! E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Skynjarar Töfluskápar Hraðabreytar Öryggisliðar Aflrofar Iðntölvur th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.