Morgunblaðið - 21.03.2012, Page 21

Morgunblaðið - 21.03.2012, Page 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012 Það var athyglisvert að fylgjast með Steingrími J. Sigfússyni bera vitni fyrir Landsdómi. Greinilegt var að þar fór maður með slæma samvisku. Steingrímur féll á próf- inu, þessi orðhákur varð sér til skammar þegar hann ræddi um gjaldeyrisskiptasamning norrænu Seðlabankanna. Þar byrjaði hann á að fara mikinn, og sagðist hafa heyrt umkvartanir um að Íslend- ingar hefðu ekki staðið við skil- málana. Aðspurður hvaða atriði hefðu verið umkvörtunarefni, sagð- ist hann ekki muna það þar sem hann hefði ekki skjalið fyrir framan sig. Verjandi Geirs lét þá afhenda honum skjalið og spurði hvaða at- riði hefðu verið gerðar athuga- semdir við. Þá vafðist Steingrími tunga um tönn, og hann játaði sig sigraðan. Hann féll á prófinu. Það kom líka fram hversu póli- tísk réttarhöld þetta eru þegar hann minntist ekki einu orði á þátt Jóhönnu Sigurðardóttur, en það var einmitt hennar þáttur sem sneri að Íbúðalánasjóði sem var það eina þar sem ekki var nógu vel haldið á málum. Það minntist Steingrímur J. Sigfússon ekki á. Þá talaði Steingrímur um að hann hefði varað við á Alþingi að hann hefði áhyggjur af bankakerfinu. Steingrímur J. var í átján ár í stjórnarand- stöðu, og hvað sem gert var kallaði hann allt- af úlfur úlfur. Ef hefði alltaf verið hlustað á hann hefðu engar framfarir orðið á Íslandi og við lík- lega öll komin undir fátækramörk. Það hlustar enginn á bilaða plötu. Við sjáum það á stjórnarstefnunni núna að þangað stefnir hann með okkur. Allir sem sáu Steingrím J. Sig- fússon ganga út úr Þjóðmenningar- húsinu, sáu skömmustulegan mann með slæma samvisku yfirgefa hús- ið. Kannski hefur flogið í gegnum huga hans að fyrst Landsdómur hefur verið virkjaður, þá er mjög líklegt að hann verði á saka- mannabekk þar næst, vegna Ice- save I, og kaupanna á sparisjóði Keflavíkur. Þegar svo fréttamenn reyndu að spyrja hann um þennan dæmalausa málflutning sinn, í vitnastúku varð hann afundinn og kom sér undan að svara. Lífið er þannig að menn uppskera eins og þeir sá. Það er komið að því að Steingrímur J. Sigfússon standi fyrir máli sínu. ÓMAR SIGURÐSSON skipstjóri. Sök bítur sekan Frá Ómari Sigurðssyni Ómar Sigurðsson Bréf til blaðsins Það eru engin ný sannindi að mannrétt- indabrot eru framin hvert sem litið er. Okkur sem störfum með börn- um og unglingum geng- ur hins vegar misvel að vekja þau til umhugs- unar um þýðingu mann- réttinda. Oftar náum við þó því skrefi að unga fólkið tekur ákvörðun um að bera virðingu fyr- ir öðru fólki óháð menningarbak- grunni þess. Slíkt vekur vonir. En betur má ef duga skal. Verkefnið er að hvetja hinn unga einstakling til að verða virkur borgari sem áttar sig á vandanum hverju sinni, hefur áhyggjur af honum og kann að beita sér í baráttu fyrir breytingum. Skilningur, hæfni og viðhorf Í Kompás, handbók Evrópuráðs- ins í mannréttindafræðslu með ungu fólki, er mannréttindafræðslu skipt í þrjú meginsvið (bls. 18-19): „Að efla vitund um mannréttinda- mál og auka skilning á þeim svo að fólk átti sig á því þegar mannréttindi eru brotin. Að byggja upp hæfni og kunnáttu sem er nauðsynleg til þess að vernda mannréttindi. Að skapa viðhorf þar sem virðing er borin fyrir mannréttindum þannig að fólk brjóti ekki af ásetningi á rétt- indum annarra.“ Við fyrstu sýn má vera að þessi þrjú markmið virðist í órafjarlægð frá þeim markmiðum sem ungt fólk setur sér í eigin lífi. En er því svo far- ið? Þegar þau tvö megingildi sem hugmyndin um mannréttindi er byggð á, mannleg reisn og jöfnuður, eru rædd í hópi ungs fólks, kemur fljótt í ljós að þau vilja í sjálf njóta mannlegrar reisnar og að þeim sé ekki mismunað. Auk þess vilja þau langflest að þannig sé einnig komið fram við aðra. Hér stígum við fyrstu skrefin. Það er áhuginn og forvitnin hjá þátttakendunum sem ræður för. 49 mannréttinda- fræðsluverkefni Sífellt fleiri notast nú við Kompás, handbókina sem vitnað var í hér að framan. Þar er að finna verkefni sem bæði eru til þess fallin að vekja áhuga og for- vitni hjá þátttak- endum á öllum aldri, sem og slík sem ná að dýpka skilning þátt- takenda á mannrétt- indum og auka færni þeirra í að fóta sig í lýðræðislegu þjóð- félagi. Kompás hefur að geyma 49 verkefni sem henta vel í mann- réttindafræðslu og byggjast á virkri þátttöku ein- staklinganna. Verkefni okkar sem störfum með ungu fólki er að koma af stað um- ræðu og vangaveltum um mannrétt- indi sem verndarskjöld fyrir okkur. Skapandi umræða þar að lútandi get- ur fljótlega farið frá spurningunni um hvernig við getum nýtt okkur mannréttindi fyrir okkur sjálf, yfir í vangaveltur hvernig mannréttindi geti nýst til að byggja betri heim – fyrir okkur öll! Oftar en ekki fær kennarinn eða æskulýðsleiðtoginn að upplifa að þekkingin býr í hópi ung- mennanna og að þau þurfa engan „fullorðinn“ til þess að segja sér að hvers kyns óréttlæti tengist mann- réttindum, hvort heldur það er fá- tækt, umhverfisspjöll, heilbrigð- ismál, vinnuskilyrði, pólitísk kúgun, kosningaréttur, erfðatækni, málefni minnihlutahópa eða hryðjuverka- starfsemi svo dæmi séu nefnd. Á sama tíma eru þau þakklát fyrir umræðustjórn hins fullorðna því að þeim þykir það oft stór áskorun að takast á við þau ólíku sjónarhorn sem eru uppi um viðkomandi mál í jafn- ingjahópnum, sér í lagi þegar skoð- anir sem brjóta í bága við mannrétt- indi hafa fest í sessi í hópnum. Venjulegt fólk tekur höndum saman Í Kompási er einnig að finna sér- stakan kafla um aðgerðastefnu og hlutverk frjálsra félagasamtaka. Þar segir m.a. (bls. 288): „Hlutverk slíkra samtaka er eink- um mikilvægt fyrir manninn – og konuna – á götunni, ekki bara vegna þess að slík samtök taka oft einstök mál upp á sína arma, heldur líka vegna þess að þau gefa venjulegu fólki færi á að beita sér fyrir vernd mannréttinda. Þegar allt kemur til alls er það venjulegt fólk sem mynd- ar slík samtök!“ Styrkleiki Kompáss er einmitt sá að hann er fyrir venjulegt fólk. Ekki er gert ráð fyrir því að sé sem stýrir verkefni úr Kompási með hópi ungs fólks hafi hlotið sérmenntun á vett- vangi mannréttindamála eða í að- ferðafræði mannréttindafræðslu. Að- eins er gert ráð fyrir því að um áhugasaman einstaklinga sé að ræða sem tekur sér tíma í undirbúning svo að hópurinn geti notið þess að taka þátt í viðkomandi verkefni. Barnasáttmálinn Í því samhengi sem hér er ritað er vert að nefna Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna, en Ísland hefur skuldbundið sig til þess að virða hann (sjáwww.barnasattmali.is). Réttur ungmenna á að tjá skoðanir sínar og að tekið sé tillit til þeirra, í öllum málum þeim viðkomandi, byggist sérstaklega á þessum sáttmála. Um leið og því ber að fagna að stigin hafa verið markviss skref í þessa átt hér heima, er ljóst að þörf er á mark- vissri færniþjálfun meðal ungs fólks ef sá árangur á að nást. Hér getur sú aðferðafræði sem býr að baki verk- efnanna í Kompási reynst mjög hjálpleg. Verkefnin í Kompási eiga það sam- eiginlegt að þau höfðu þegar reynst mjög vel á vettvangi mannréttinda- fræðslu áður en að útgáfu bók- arinnar kom. Í Kompási eru sam- ankomin 49 slík verkefni. Ritstjórn bókarinnar valdi úr fjölda innsendra tillagna og aðlagaði verkefnin útgáfu bókarinnar, sannfærð um mikilvægi verkefnanna. En þau minna um leið á þörfina að aðlaga verkefnin hverjum hópi og aðstæðum. Unga fólkið og mannréttindin Eftir Pétur Björgvin Þorsteinsson » Gefa þarf mannrétt- indafræðslu meira rými í starfi með börn- um og unglingum. Hvetja þarf ungt fólk til að láta mannréttindi til sín taka. Pétur Björgvin Þorsteinsson Höfundur er Evrópufræðingur (MA) og djákni í Glerárkirkju. www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Reykjavík Hæðasmára 6 | Kópavogi Sími: 585 8700 Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? ...og öll fjölskyldan nýtur góðs af! Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennir hvernig eigi að útbúa einfaldan en næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri og á hvaða fæðutegundum sé gott að byrja og hvenær. Hún fer einnig yfir það hvernig eigi að meðhöndla hráefni og búa til holla rétti fyrir börnin og foreldrana. Dagsetning: Miðvikudaginn 28. mars Tími: kl. 20:00 til 22:00 Verð: 3.500 kr. Staður: Borgartún 24 Skráning: ebba@purebba.com eða í síma: 775-4004 Þetta er námskeið sem nýtist allri fjölskyldunni vel. Námskeið Grillhúsið Sprengisandi og Tryggvagötu - Sími 527 5000 - grillhusid.is Alvöru helgar-brunch Nú er kominn tími á alvöru helgar-brunch: Steikt beikon, spælt egg, steiktar pylsur, pönnu- kökur með sírópi, grillaður tómatur, kartöfluten- ingar, ristað brauð, ostur, marmelaði, sneiðar af ferskum ávöxtum, ávaxtasafi og te eða kaffi. Ótrúlega gómsæt byrjun á góðum degi. Verð kr. 1.590 pr. mann. 50% afsláttur fyrir börn undir 12 ára. Alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 11:00 til 14:30. Grillandi gott!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.