Morgunblaðið - 21.03.2012, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.03.2012, Qupperneq 27
fiskimannasambands Íslands 1945, vann á radíóverkstæði Landssím- ans og talsambandinu við útlönd 1946-47, var kennari á Eiðum 1948- 52 og síðan stundakennari þar til 1965, stöðvarstjóri endurvarps- stöðvarinnar á Eiðum 1948-65, stöðvarstjóri Pósts og síma í Nes- kaupstað 1965-70, á Siglufirði 1970- 72 og umdæmisstjóri Póst- og símastofnunar í Austurlands- umdæmi 1972-77. Er nýhættur að þýða bækur Gissur hefur þýtt um hundrað og sextíu bækur auk ýmissa annarra þýðinga, þar af sex bækur á síðasta áratug. Síðast kom út þýdd bók af Gissuri bókin, Hvar ertu nú, eftir Mary Higgins Clarke, en hann hætti að þýða bækur fyrir tveimur árum. Gissur var umdæmisstjóri Rot- ary á Íslandi 1975-76, fararstjóri fyrsta námsskiptahóps Rotary sem fór til annarra landa, og er Paul Harrys-félagi í Rotary-hreyfing- unni. Fjölskylda Gissur kvæntist 12.9. 1931 Mjall- hvíti Margréti Jóhannsdóttur, f. 22.10. 1911, d. 21.11. 1972, hús- móður. Þau slitu samvistum 1942. Foreldrar Mjallhvítar voru Jóhann Pétur Pétursson frá Sjávarborg í Skagafirði, sjómaður í Reykjavík, og k.h., Jóhanna Júlíusdóttir hús- móðir. Börn Gissurar og Mjallhvítar eru Jóhanna Unnur Erlingsson, f. 16.1. 1932, þýðandi og fyrrv. ritstjóri, bú- sett í Reykjavík, var gift Jóni Sig- urðssyni tónlistarmanni sem er lát- inn og eignuðust þau átta börn; Kristján, f. 1.2. 1933, fyrrv. síma- verkstjóri, tónlistarkennari og kirkjuorganisti, búsettur á Eiðum, kvæntur Bjarneyju Bjarnadóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn; Erlingur Þór, f. 2.3. 1934, d. í nóv- ember 2008, véltæknifræðingur í Svíþjóð, var kvæntur Erlu Hilm- arsdóttur og eignuðust þau sex börn; Pétur, f. 17.5. 1935, fyrrv. togaraskipstjóri í Reykjavík, var kvæntur Guðrúnu Mikaelsdóttur og eiga þau þrjú börn; Kristín, f. 17.4. 1938, húsmóðir á Seyðisfirði, gift Páli Vilhjálmssyni skipstjóra og eiga þau fimm börn; Jón Örn, f. 29.9. 1939, bifreiðastjóri í Sand- gerði, kvæntur Brynhildi Guð- mundsdóttur og á hann sex börn. Gissur kvæntist 16.9. 1944 Valgerði Óskarsdóttur, f. 2.12. 1917, d . 10.10. 2006, húsmóður. Foreldrar Valgerðar voru Óskar Guðmunds- son, húsamálari í Winnipeg, og k.h., Magnúsína Eyjólfsdóttir húsmóðir. Sex tónelskir ættliðir Fyrir tveimur árum fæddist drengur í sjötta lið frá Gissurri, Bragi að nafni. Faðir drengsins er Fjölnir Ólafsson söngvari, sonur Ólafs Kjartans óperusöngvara, son- ar Sigurðar Rúnars tónlistarmanns (Didda fiðlu), sonar Jóhönnu Unnar sem er dóttir Gissurrar. Kjördóttir Gissurar og Valgerðar er Auður Harpa, f. 14.1. 1951, sjúkraliði í Reykjavík, var gift Steingrími Jónssyni, sem er látinn, rennismið, og eignuðust þau þrjú börn. Systkini Gissurar: Jón, f. 25.4. 1908, fórst með Heklunni 29.6. 1941, vélstjóri í Reykjavík; Stef- anía, f. 22.4. 1910, nú látin, hús- móðir í Kanada; Gunnþórunn, f. 10.8. 1911, d. 12.9. 1997, húsmóðir í Reykjavík; Sveinbjörn, f. 28.3. 1913, d. 8.2. 1996, vélstjóri í Reykjavík; Þorsteinn, f. 21.7. 1914, d. 2001, rennismiður í Reykjavík; Soffía, f. 18.6. 1916, d. 24.6. 1916; Óli Filipp- us, f. 11.7. 1917, d. 14.12. 1955, verkamaður í Reykjavík; Ásta Kristín, f. 12.6. 1920, d. 8.7. 2005, grasalæknir í Reykjavík; Soffía, f. 24.9. 1922, d. 16.7. 2004, húsmóðir í Reykjavík; Regína, f. 30.9. 1923, húsmóðir í Reykjavík; Einar Sveinn, f. 3.3. 1926, lengst af vöru- bílstjóri, nú búsettur í Garðinum. Foreldrar Gissurar voru Erling- ur Filippusson, f. 13.12. 1873, d. 25.1. 1967, búfræðingur og grasa- læknir í Reykjavík, og k.h., Kristín Jónsdóttir, f. 21.7. 1881, d. 28.5. 1934, húsmóðir. Úr frændgarði Gissurar Ó. Erlingssonar Ólafur Stefánsson b. á Gilsárvöllum Soffía Sigurðardóttir húsfr. á Gilsárvöllum Þórunn Sigurðardóttir ljósm. í Ytri-Ásum Geirlaug Jónsdóttir frá Þverá Stefán Eyjólfsson b. í Kálfafellskoti Gissur Ó. Erlingsson Erlingur Filippusson búfr. og grasalæknir í Rvík Kristín Jónsdóttir húsfr. í Rvík Stefanía Ólafsdóttir ljósm. á Gilsárvöllum Jón Stefánsson b. á Gilsárvöllum Filippus Stefánsson silfursm. í Kálfafellskoti Grasa-Þórunn grasalæknir og ljósm. í Kálfafellskoti Ásta Erlingsdóttir grasalæknir í Rvík) Elísabet Sigurðardóttir húsfr. á Bakka Katrín Þórarinsdóttir húsfr. á Ljótsstöðum Gunnar Gunnarsson rirhöfundur Einar Bjarnason b. á Heiði á Síð Jón Einarsson hreppstj. í Mundakoti Ragnar í Smára Gísli Jónsson b. í Ytri-Ásum Rannveig Jónsdóttir Sveinn Eiríksson b. í Ásum Gísli Sveinsson alþingsforseti Sveinn Sveinsson b. á Fossi Páll Sveinsson sandgræðslu- stjóri Runólfur Sveinsson sandgræðslu- stjóri Eiríkur Jónsson ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012 103 Gissur Ólafur Erlingsson 90 Ásgeir Pétursson Guðlaug Magnúsdóttir 80 Guðrún Briem Hafsteinn Sigurþórsson Halla Guðmundsdóttir Margrét Þórðardóttir 75 Björn B. Steffensen Eggert Guðmundsson 70 Arnaldur Snorrason Elín Guðmundsdóttir Guðmundur Steingrímsson Sigríður M. Tómasdóttir 60 Árni Bragason Benedikt Sveinbjörnsson Haukur Sævar Halldórsson Jón Gestsson Magnús Þorgrímsson Matthías Pálsson Sigríður Björg Einarsdóttir Svava Jónsdóttir 50 Auður Þóra Árnadóttir Árni Jökull Guðmundsson Eyþór Rafn Gissurarson Friðrika Eygló Gunnarsdóttir Hannes Guðmundsson Ingibjörg G. Haraldsdóttir Seth Semando Surban Sólveig Jónasdóttir 40 Ásta Óskarsdóttir Bára Guðmundsdóttir Birgir Brynleifsson Bryndís Hugrún Kristinsdóttir Brynja Böðvarsdóttir Finnur Kolbeinsson Hjörleifur Halldórsson Hróðný Njarðardóttir Hulda Pétursdóttir Jón Tryggvi Jónsson Ottó Karl Tulinius Pawel Grabowski Sigurdór Halldórsson Sigurður Ingi Friðriksson Sigurgeir Benjamínsson Veniamin Bragin 30 Agnieszka Karolina Marciniak Benjamín Árni Hallbjörnsson Einar Sævar Eggertsson Lísa Rut Björnsdóttir Stefanía Helga Pálmarsdóttir Svanhvít Pétursdóttir Vladislav Lavrenov Ylfa Guðný Sigurðardóttir Þórey Kristín Aðalsteinsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Sigurþóra fæddist á Blönduósi en ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. Hún stundar nú MA-nám við Háskóla Íslands í vinnusálfræði. Eiginmaður Rúnar Unn- þórsson, f. 1971, lektor í verkfræði við Háskóla Ís- lands. Börn þeirra eru Bergur Snær, f. 1996; Margrét Rán, f. 2003; Eyj- ólfur Felix, f. 2006. Foreldrar Bergur Fel- ixson, f. 1937, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 1942, hjúkrunarfræðingur. Sigurþóra Stein- unn Bergsdóttir 30 ára Ólafur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði og hefur átt þar heima alla tíð. Ólafur lauk sveinsprófi í húsasmíði 2006 frá Iðnskólanum í Hafn- arfirði og hefur starfað við húsasmíðar síðan. Kona Olga Möller, f. 1988, leikskólakennari. Sonur Ólafs og Olgu er Elvis Ólafsson, f. 2010. Foreldrar Helgi Hauks- son, f. 1952, tækni- fræðingur, og Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, f. 1959, framhaldsskóla- kennari. Ólafur Daði Helgason Jón Þorkelsson Vídalín fæddist íGörðum á Álftanesi 21. mars1666, sonur Þorkels, prests í Görðum Arngrímssonar, lærða Jóns- sonar. Móðir hans var Margrét Þor- steinsdóttir, prests í Holti undir Eyjafjöllum Jónssonar, prests, skálds og píslarvotts í Vest- mannaeyjum Þorsteinssonar. Eiginkona Jóns var Sigríður yngri, dóttir Jóns Vigfússonar, bisk- ups á Hólum, og Guðríðar Þórð- ardóttur. Sigríður þótti óvenju vel menntuð af kvenmanni að vera á þeirra tíðar mælikvarða og kenndi m.a. latínu. Jón Vídalín og Hallgrímur Pét- ursson voru án efa áhrifamestu fulltrúar píetismans á Íslandi. Hall- grímur varð auðvitað mun virtara og áhrifameira skáld er fram liðu stund- ir, en Jón var hins vegar lærðari, náði lengra á veraldlega vísu og varð snemma afar áhrifamikill með Vídal- ínspostillu sinni, húslestrapostillu með einni predikun fyrir hvern há- tíðisdag ársins. Hún var líklega meira lesin en nokkur önnur íslensk bók hér á landi um tveggja alda skeið og hafði mikil og langvarandi áhrif á trúarlíf og menningu þjóðarinnar. Jón var fyrst í námi hjá Páli Björnssyni í Selárdal, lauk guðfræði- prófi frá Kaupmannahafnarháskóla en skráði sig síðan í danska sjóher- inn og sinnti herþjónustu þar í tvö ár. Móðir hans fékk hann þó keypt- ann lausan með hjálp landfógeta, og eftir heimkomuna, 1691, fékk Jón skjótan frama. Hann varð kennari við Skálholtsskóla 1692, dóm- kirkjuprestur í Skálholti 1693, síðan prestur í Görðum og var valinn bisk- up í Skálholti 1697. Jón var talinn andríkasti predikari og mesti mælskumaður sinnar tíðar. Hann þótti alþýðlegur og laus við alla tilgerð og prjál, gjafmildur við fátæka og tók oft að sér efnilega unglinga endurgjaldslaust. Hins vegar skorti hann aðhaldssemi í fjár- málum, þótti nokkuð drykkfelldur, erfiður með víni og skapstór, jafnvel haldinn skapofsa. Um andríki Jóns og skapofsann hafa spunnist ýmsar þjóðsögur. Jón biskup andaðist í Bisk- upsbrekku á Uxahryggjaleið 30. ágúst 1720. Hann var þá á leið vestur að Staðarstað, veiktist skyndilega og komst ekki lengra. Kross var reistur á staðnum fyrir nokkrum árum til minningar um þennan andríka og al- þýðlega kirkjunnar mann. Merkir Íslendingar Jón Vídalín 30 ára Hallur Þór fæddist í Bolungarvík en ólst upp á Húsavík. Hann er stúd- ent frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri og hefur verið flutningabílstjóri í tólf ár. Kona Unnur Ósk Gísla- dóttir, f. 1983, nemi við Háskólann á Akureyri. Börn Halls Þórs og Unnar Óskar eru Kristey Marín, f. 2005, og Hallgrímur Fannar, f. 2010. Foreldrar Hallgrímur Hallsson, f. 1962, bóndi á Árhólum í Laxárdal, og Erla Þ. Ásgeirsdóttir, f. 1960, húsvörður. Hallur Þór Hallgrímsson Bankastræti 12 | 101 Reykjavík | 551 4007 | skartgripirogur.is Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-17. Fermingargjafir í úrvali 12.700 kr. 15.800 kr. 8.900 kr. 9.700 kr. 8.900 kr. 9.700 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.