Morgunblaðið - 21.03.2012, Síða 28

Morgunblaðið - 21.03.2012, Síða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012 Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Eitt leiðir af öðru og fyrr en varir verður þú hluti af hópi sem þig hefur alltaf langað til þess að tilheyra. Hálfnað er verk þá hafið er. (20. apríl - 20. maí)  Naut Taktu ekki neinar meiri háttar ákvarð- anir í fjármálum í dag; þær geta beðið til morguns. Látið hins vegar í ykkur heyra sé fólk með yfirgang. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þótt þú hafir margt á þinni könnu er engin ástæða til þess að láta aðvaranir annarra sem vind um eyru þjóta. Fáðu að- stoð, ef það er það sem þarf. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er allt í sómanum hjá þér um þessar mundir í vinnunni svo þú getur leyft þér að slaka svolítið á. Sitthvað bendir til þess að þú sért í verslunarham. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú veist öðrum betur hvað þér er fyrir bestu svo vertu óhræddur við að fara þínar leiðir. Hlustaðu í einlægni og umhyggju- semi, alveg eins og þú vilt að aðrir hlusti á þig. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Að taka áhættu í einhverju sem við- kemur tjáskiptum er snjallara en kann að virðast í fyrstu. Þú þarft að taka áhættu vegna þess að þú veist ekki hvernig hlutirnir eiga eftir að þróast. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Samband sem legið hefur í dvala und- anfarin misseri verður að nokkurs konar drifkrafti í lífi þínu. Rómantík? Viðskipti? Það er undir þér komið. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Lukkan virðist vera í þínu liði í dag. Taktu til í húsinu og hentu því sem þú hefur ekki lengur not fyrir. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það færir þér heppni að breyta áætlunum þínum, ekki síst ef þú lætur hug- boð ráða gerðum sínum. Ekki fylgja neinum án þess að íhuga málið. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er ekki allt gull sem glóir og margt fyrirheitið fer fyrir lítið þegar til kast- anna kemur. Sestu niður með fjölskyldunni til að ræða um framtíðarþarfir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú stendur í þeim sporum að þér finnst þú hafa gleymt einhverju mikilvægu en getur ómögulega sagt til um hvað það er. Dagurinn verður góður þrátt fyrir allt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það hefur ekkert upp á sig að vera að skæla út af hlutum sem lítill vandi er að kippa í liðinn. Reyndu að forðast erfiðar samræður við fólk með völd í dag. Guðmundur Stefánsson skrifarhugleiðingu um Hveragerði og skáldskap: „Þegar þorp voru að myndast áð- ur fyrr inni í dreifbýlissveitarfélög- um varð oft rígur um gangstíga, götuljós o.fl. í þorpinu, sem sveita- mönnum þótti ekki réttlátt að þeir bæru kostnað af. Þegar Hveragerð- ishreppur var stofnaður hafði verið nokkur rígur milli Hvergerðinga og Ölfusinga um þessi mál og að- skilnaðinn, sem Hvergerðingar sóttust eftir. Þegar nýstofnuðum Hveragerðishreppi hafði verið markað land, var ljóst að hvergi var hægt að hafa kirkjugarð innann hreppsins, bæði vegna jarðhitans og þess, hve grunnur jarðvegurinn var ofan á hrauninu. Svo bæði þá og síðan hafa þeir orðið að fara sína hinstu ferð í Ölfusið, – í kirkjugarð- inn á Kotströnd. Eftir aðskilnaðinn orti Gunnar Benediktsson þetta: Hér er kominn hreppur nýr. Hann er sagður kostarýr. Þegar lífs menn brjóta brýr, bæði segi og skrifa, er í hreppnum engin mold í að grafa látið hold. Hér neyðast menn til að nuddast við að lifa. Svo er aftur önnur sveit, ákaflega kostafeit. Ég enga fegri augum leit, um það tala og skrifa. Þar er þessi þykka mold, þar má grafa látið hold. Þar eru menn sem þurfa ekki að lifa. Ólafur Stefánsson er vísnafróður með afbrigðum og prjónar við upp- rifjun Guðmundar: „Gunnar Ben. og séra Helgi [Sveinsson] voru næstu nágrannar. Leiðslukerfi var frumstætt á fyrstu árum þorpsins. Kona Gunnars sá til séra Helga þar sem hann var að reka trétappa í rör í garði þeirra. Hún lét prestinn hafa þessa vísu: Drottins þjónn á fjórum fótum fyrir utan gluggann minn, leka sá, en ljúfur þagði, læddi tappa í gatið inn. Séra Helgi svaraði: Þótt ég træði tappa í gat, tel ég saklaust væri úr því Gunnar einskis mat ágætt tækifæri. Haraldur Hjálmarsson orti á sín- um tíma eftir pöntun: Fanney elskar Halla hold, hún vill lát’ann barna. „Meðan gróa grös í mold og glóir nokkur stjarna.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Hveragerði, kirkju- garði og leiðslukerfi Mottumars hefur hitt í mark. Íeinn mánuð breytist ásjóna fjölda karla með afgerandi hætti. Sumir líta út eins og forsprakkar skipulagðrar glæpastarfsemi á Balk- anskaga, aðrir eins og sýslumenn og hreppstjórar á Íslandi á átjándu öld og enn aðrir eins og þýskir lög- reglumenn. Sumir verða virðulegir við að láta skegghárin spretta yfir efri vörinni, en aðrir verða hálf- hlægilegir og útilokað að taka mark á þeim. Sama hvað þeir segja og gera, skeggið tekur alla athyglina. Nú er mottumarsinn rúmlega hálfn- aður og þegar hafa rúmlega 15 millj- ónir króna safnast. Markmið Krabbameinsfélagsins er hins vegar að safna 35 milljónum króna þannig að betur má ef duga skal. x x x Víkverji hefur leyft yfirvaraskegg-inu að spretta. Áheitin hafa ekki beinlínis streymt inn, en Víkverji telur á sig leggjandi að vera ljótur í einn mánuð fyrir málstaðinn. Hann er ekki ókunnugur krabbameini og veit að allur stuðningur við barátt- una gegn því skiptir máli. x x x Efstur í einstaklingskeppninni ímottumars er Kristján Björn Tryggvason. Í kynningu hans kemur fram að hann er stuðningsfulltrúi hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir fólk, sem hefur fengið krabbamein, og að- standendur þeirra. Kristján Björn fékk heilaæxli fyrir sex árum, sem nú er horfið eins og kemur fram í frásögn hans á heimasíðu Krabba- meinsfélagsins. Hann hefur nú safn- að rúmlega 650 þúsund krónum og stefnir að því að ná 800 þúsund krón- um áður en mottumars er á enda. x x x Á vefsíðu Krabbameinsfélagsinskemur fram að árlega greinist á Íslandi að meðaltali 716 karlar með krabbamein. „Árlega deyja að með- altali um 250,“ segir þar. „Þetta eru synir, bræður, pabbar, afar, vinir og makar. Þitt framlag skiptir miklu máli. Við getum haft áhrif, því rann- sóknir sýna að koma má í veg fyrir að minnsta kosti 1 af 3 krabbamein- um með t.a.m. fræðslu og for- vörnum.“ Víkverji Orð dagsins: Kærleikurinn er lang- lyndur, hann er góðviljaður. Kærleik- urinn öfundar ekki. (I. Kor. 12, 4.) OG NÚ, INNGANGURINN AÐ ÓPERUNNI CARMEN... SPILAÐUR A MÆJU IÐRILDI... ÉG ÞAR AÐ LÆRA AÐ LESA SMÁALETRIÐ Á HENNAR ALRÆMDU HNJÁSIMBALA! HVAÐ ER AÐ ÞÉR? LESTIR HUNDAR HOPPA OG SKOPPA ÞEGAR HÚSBÓNDI ÞEIRRA KEMUR HEIM ÉG HE ALDREI SÉÐ EINS KALDHÆÐIÐ HOPP OG SKOPP HELGA, HVAÐ ER Í MATINN? NAUTASTEIK MEÐ KARTÖLUMÚS OG MAÍS- BAUNUM HRÓLUR ELSKAR NAUTASTEIKINA MÍNA HVERNIG GEKK STENUMÓTIÐ HJÁ ÞÉR OG SPÁKONUNNI? KANNASTU VIÐ ÞAÐ ÞEGAR ÞÚ ERT Á STENUMÓTI OG HIN MANNESKJAN KLÁRAR SETNINGARNAR ÞÍNAR YRIR ÞIG? ÞAÐ ER GÓÐS VITI EN HÚN BYRJAR LÍKA SETNINGARNAR MÍNAR ÚPS! G re tt ir S m áf ól k H ró lf ur hr æ ði le gi Fe rd in an d G æ sa m am m a og G rí m ur Svarið við spurningu dagsins HVAÐ ER Í MATINN? Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar@fylgifiskar.is - fylgifiskar.is Tilbúnir fiskréttir · Ferskur fiskur Heitur matur í hádeginu · Veisluþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.