Morgunblaðið - 21.03.2012, Page 30

Morgunblaðið - 21.03.2012, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2012 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði frum- sýnir á morgun, fimmtudag, leikritið Ævintýri Múnkhásens, um baróninn kunna sem kallaður hefur verið heimsins mesti lygari. Þetta er sögð lygileg sýning fyrir alla aldurshópa, full af ólíkindum, glensi og töfrum leikhússins. Aðstandendur sýning- arinnar eru kunnir fyrir fjölþætta reynslu sína úr leikhúsi, sjónvarpi, kvikmyndum og tónlist. Sævar Sig- urgeirsson skrifar handritið og Ágústa Skúladóttir leikstýrir. Þau unnu áður saman að tveimur Grímu- verðlaunasýningum, Klaufum og kóngsdætrum og Bólu-Hjálmari. Meðal leikenda eru Gunnar Helga- son, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Magnús Guðmundsson og Gunnar Björn Guðmundsson, sem stígur nú aftur á svið eftir hlé en hann hefur á síðustu árum getið sér orð sem leik- stjóri áramótaskaupa og kvik- myndanna Astrópíu og Gauragangs. Handritshöfundurinn Sævar er meðlimur hljómsveitarinnar Ljótu hálfvitanna og félagar hans í sveit- inni, Þorgeir Tryggvason, Ármann Guðmundsson og Eggert Hilmarsson semja tónlistina. Leikmynd gerir Ax- el Hallkell Jóhannesson, en hann á að baki langan og farsælan feril sem leikmyndahönnuður. „Ég held að Þorgeir vinur minn Tryggvason eigi heiðurinn að hug- myndinni að því að gera verk úr sög- um Múnkhásens, hann sáði því fræi hjá Ágústu leikstjóra fyrir mörgum árum,“ segir Sævar og bætir við að Ágústa hafi platað sig í handritsgerð- ina. Hann segir það hafa verið skemmtilega áskorun að finna út hvernig væri hægt að koma hinum heimskunnu ýkjusögum á leiksvið. „En ég hef áður unnið með Ágústu og það er gríðarlega gaman að leggja fyrir hana leikstjórnarlegar gildrur. Ég leyfi mér svolítið sem handrits- höfundur að horfa fram hjá þeirri staðreynd að það sem ég set á blað sé óframkvæmanlegt, því ég veit að hún mun finna lausnirnar að því í sam- vinnu leikhópinn. Hún hefur þróað með sér afskaplega skemmtilega nálgun á þessa tegund frásagnarleik- húss, og þótt það sé ekki endilega til peningur eða stórkostlegur tækni- búnaður, þá getur maður alltaf treyst því að lausnirnar verða óvæntar og skemmtilegar. Og þær eru bara býsna sannfærandi, enda miklir snill- ingar með okkur.“ Upprifjun gamals manns Þegar Múnkhásen sneri heim úr hernum, eftir bardaga í Rússlandi og Tyrklandi, sagði hann krassandi sög- ur af ævintýrum sínum, þar sem hann átti m.a. að hafa setið á fljúgandi fall- byssukúlum, ferðast til tunglsins, hrapað inn að miðju jarðar, bjargast úr díki með því að draga sjálfan sig og hestinn með upp á hárinu og unnið ótal önnur ómannleg afrek. „Þetta eru sundurlausar frásagnir og það var önnur áskorun,“ segir Sævar. „Það þurfti því að vinsa úr og skapa ferli í söguna og frásagn- arramma. Við byrjum þar sem Múnkhásen er orðinn gamall og kon- an hans er þarna líka, fjörgömul og með Alzheimer. Hann rifjar upp og sögurnar bresta á, þjónar og aðstoð- arlið detta inn í að leika sögurnar.“ Líka er brostið í söng. Sævar gerir söngtextana en fyrrnefndir félagar hans í Ljótu hálfvitunum tónlistina. „Tónlistin er ekki í stóru hlutverki en það eru nokkur sönglög. Þegar við erum komin að miðju jarðar brestur síðan á stutt neðanjarðar-rokk- ópera,“ segir hann dularfullur. Sara Blandon fær þar að þenja raddböndin og Ágústa Eva fær „líka sóló- söngnúmer“. Fríður flokkur snillinga „Þessi efniviður, ýkjusögur barons von Münchhausens, hefur verið á teikniborðinu hjá okkur Sævari í nokkur ár,“ segir leikstjóri. „Við höfum ætlað að koma þessu að hjá öðrum leikhúsum en það ekki tek- ist, Gaflaraleikhúsið vildi síðan setja upp sýningu í sínum þrönga stakki, fyrir krónur og klink, og þá ákváðum við að takast á við þetta stórverk- efni.“ Ágústa segir Sævar hafa spunnið stórskemmtilega leikgerð úr sögum barónsins. „Gunnar Helgason leikur baróninn gamlan og hann fer að rifja þessar sögur upp fyrir frúna. Þjón- arnir bregða sér í hlutverk hans ungs; Magnús Guðmundsson verður Múnkhásen ungur, Ágústa Eva Gúrkuprinsessan; þar þræðist ást- arsaga inn í ævintýraferðalagið. Við förum í margar þekktustu sögurnar, þetta eru ótrúleg ævintýri. Við hefðum getað séð þetta fyrir okkur með flóknum tæknibúnaði en nú erum við komin í fátæka leikhúsið og þá er galdurinn að finna óvæntu listina í einfaldleika frásagnarleik- hússins. Það er mikið sprell í sýning- unni en hún er líka ljóðræn og falleg; þetta er mikið leikhús leikaranna,“ lofar hún. „Enda er þetta fríður flokkur sannra snillinga.“ Frægar ýkjusögur á svið Ljósmynd/Eddi Mesti lygarinn Gunnar Helgason í hlutverki Múnkhásens. Baróninn sagðist í frægum sögunum meðal annars hafa setið á fljúgandi fallbyssukúlum, ferðast til tunglsins upp baunagras og hrapað inn að miðju jarðar.  Gaflaraleikhúsið sýnir Ævintýri Múnkhásens  Finna galdurinn í ævintýrinu  „Mikið sprell í sýningunni en hún er líka ljóðræn og falleg,“ segir leikstjórinn Fingramál nefnist sýning sem opn- uð verður í dag kl. 17 í Hönn- unarsafni Íslands. Þar verða sýnd verk eftir sex íslenska hönnuði sem allir eiga það sameiginlegt að vinna með prjón, þ.e. Mundi, Aft- ur, Erna Einarsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Volki, Hrafnhildur Arnardóttur aka. Shoplifter. Verkin á sýningunni eru unnin innan ákveðins ramma en þau bera það með sér að hönnuðirnir hafa fullt listrænt frelsi til að tjá sig með hugmyndaflugi sínu. Fant- asían í vinnu hönnuða verður ekki alltaf sýnileg þegar hönnun er komin á lokastig en hér er stað- næmst áður en ytri aðstæður, eins og markaður og tíska, taka í taumana. Fantasían gerð sýnileg „Bæheimska stúlkan“ var vegna mistaka ritað „Bóheimska stúlkan“ í dómi Ríkarðs Ö. Pálssonar í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á því. LEIÐRÉTT „Endurútgáfa Negrastrákanna: For- dómar og kynþáttahyggja á Íslandi“ er yfirskrift erindis sem Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við HÍ, flytur á fundi í Vísindafélagi Íslendinga sem haldinn er í sam- vinnu við Þjóðminjasafn Íslands í sal Þjóðminjasafnsins í dag kl. 12:00. Í erindinu skoðar Kristín umræð- ur sem spruttu upp þegar bókin var endurútgefin árið 2007 og spyr hvað þær segi okkur um kynþáttahyggju í íslensku samhengi. Vísurnar voru upphaflega þýddar árið 1922 og bókin myndskreytt af Guðmundi Thorsteinssyni, betur þekktum sem Muggur. Samkvæmt upplýsingum frá Kristínu er talið að vísurnar hafi upphaflega verið samdar í Banda- ríkjunum árið 1864 og þá byggðar á enn eldri útgáfu. Bókin var endur- útgefin nokkrum sinnum en án þess þó að nokkur sýnileg umræða ætti sér stað sem tengdi bókina við kyn- þáttafordóma fyrr en árið 2007. Kristín undirstrikar að rann- sóknir á kynþáttahyggju þurfi að taka mið af alþjóðlegum rann- sóknum samhliða auknu tilliti til staðbundins samhengis og skörunar við aðra þætti samsömunar og for- dóma. Fordómar og kynþáttahyggja til skoð- unar í tengslum við Negrastrákana „Við upptök Njálu: AM 162 B fol. delta.“ nefnist hádegiserindi sem Svan- hildur Óskarsdóttir og Ludger Zeevaert flytja í Þjóðmenningarhúsinu í dag kl. 12.15. Texti Njáls sögu stendur á yfir 60 handritum og handrits- brotum sem í aldri spanna næstum sexhundruð ár. Þau elstu eru frá um 1300, þar á meðal eru fræg handrit eins og Reykjabók og Gráskinna. Þor- móðsbók er einnig í þessum hópi, en svo nefnist handritið sem Svanhildur og Zeevaert ætla að fjalla og kemur sú nafngift af því að handritið var um tíma í eigu Þormóðar Torfasonar. Elstu handrit Njálu bera með sér að textinn var engan veginn staðlaður, töluverður munur er til dæmis á texta Reykjabókar og Gráskinnu. Þormóðsbók hefur einnig sérstaka leshætti sem greinir hana frá öðrum handritum. Í erindinu verður fjallað um sér- kenni Þormóðsbókar, dregið fram það sem vitað er um feril handritsins og tekin fáein dæmi um orðalag sem greinir það frá öðrum Njáluhandritum. Njála eins og hún birtist í Þormóðsbók Guðrún Ingólfsdóttir flytur erindi sem nefnist „Í hverri bók er manns- andi“ um handritasyrpur, bók- menningu, þekkingu og sjálfsmynd karla og kvenna á 18. öld á rann- sóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í kvöld kl. 20 í Reykjavík- urakademíunni í JL-húsinu á Hringbraut 21. Guðrún er doktor í íslenskum bókmenntum frá HÍ, en meginviðfangsefni doktors- ritgerðar hennar er bókmenning Íslendinga á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar. Sjálfsmynd á 18. öld • HILLUR FYRIR ALLT OG ALLA • Í BÍLSKÚRINN, GEYMSLUNA, • HEIMILIÐ OG FYRIRTÆKIÐ • ENGAR SKRÚFUR • SMELLT SAMAN Nethyl 3-3a ▪ 110 Reykjavík Sími 535 3600 ▪ hillur.is 20 ára SKOÐIÐ ÚRVALIÐ Á HILLUR.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.