Morgunblaðið - 23.03.2012, Blaðsíða 10
Við höfum átt í stormasömu sambandi í fjölda ára. Við hittumst fyrst afeinhverri alvöru á unglingsárunum. Stundum hittumst við bara einusinni í viku, jafnvel bara einu sinni í mánuði en stundum er eins ogstrengur á milli okkar sé órjúfanlegur og við verðum að hittast mörg-
um sinnum á dag. Samband okkar hefur aldrei verið gott, aldrei. Það hefur
kannski komið einn og einn dagur þar sem ég hef verið sátt en dagar gremju og
óánægu eru svo sannarlega miklu, miklu fleiri. Það er svo loksins núna að ég
hef náð nægjanlegum þroska til að skilja að það er kominn tími á aðskilnað.
Þetta gengur ekki lengur. Ég setti mér því óvenjulegt áramótaheit, við mynd-
um ekkert hittast á þessu ári. Og ótrúlegt en satt, mér hefur tekist að standa
við það. Hver veit nema það muni teygjast úr þessu
áramótaheiti og samskiptum okkur sé lokið fyrir fullt
og allt, um aldur og ævi. Það er sjálfsagt ólíklegt en
það er núverandi draumur minn. Hvers vegna ætti ég
svo sem að vera að púkka upp á einhvern sem segir
mér að ég sé ekki nógu góð í hvert skipti sem við hitt-
umst. Hingað og ekki lengra. Við erum skilin að
skiptum, ég og baðvigtin mín. Það eru ófáir morgn-
arnir sem við höfum hist og hún hefur ákvarðað ham-
ingju mína þann daginn. Hún hefur ósjaldan sett svip
sinn á mataræðið mitt. Í veislum hef ég sneitt hjá
dýrindis kræsingum þar sem við vigtin áttum í erjum
áður en í veisluna var farið. Svo kem ég heim úr veisl-
unum og reiðist út í vigtina fyrir að hafa tekið frá mér þessar ljúffengu kökur
og borða eins og eitt eða tvö súkkulaðistykki, bara til að
sýna henni að það er ég sem ræð. Ég tel mig vera að ná
áttum á því hvað það er sem ég þarf að gera til að lifa
heilbrigðu lífi, til að huga mínum og líkama líði vel þau
ár sem ég á eftir. Jú, vissulega þarf ég að hreyfa mig,
helst í um hálftíma á dag, ég þarf að borða holla og
fjölbreytta fæðu, ég þarf að takast á við krefjandi
verkefni til að þjálfa þetta gráleita og slímuga efni í
höfðinu, ég þarf að verja tíma með mínum nánustu,
ég þarf að vera meðvituð um líðan mína og leita
læknis ef ég tel eitthvað athugavert við hana, ég má
ekki neita mér um lystisemdir lífsins (eins og til
dæmis súkkulaði) og kannski fyrst og síðast þarf
ég að vera sátt við sjálfa mig. Ég segi því; Vertu
sæl vigt, megirðu hverfa úr lífi mínu að eilífu.
Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.Is
HeimurSignýjar
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
M
ig hefur alltaf langað
til að verða leikari
og ég stefni að því
að fá að leika aðal-
hlutverk á stóra
sviðinu í Borgarleikhúsinu og í
Þjóðleikhúsinu,“ segir Esther
Helga Klemenzardóttir ellefu ára
sem veit greinilega hvað hún vill,
rétt eins og hún Lína Langsokkur
sem hún leikur í samnefndu leikriti
sem Leikfélag Hveragerðis sýnir
um þessar mundir. Esther hefur
vakið mikla athygli fyrir góða
frammistöðu í hlutverkinu, enda
kann hún vel við sig uppi á sviði.
Það er hættulegt
að þegja of lengi
Sumir segja að hún gæti alveg verið að leika sjálfa sig, svo lík sé hún stelpunni
rauðhærðu og uppátækjasömu sem býr með apa og doppóttum hesti og er dóttir
sjóræningja. Esther Helga Klemenzardóttir hefur slegið í gegn í hlutverki Línu
Langsokks hjá Leikfélagi Hveragerðis.
Ljósmyndir/Dagskráin Fréttablað Suðurlands.
Káta stelpan sterka Esther kann vel við sig í hlutverki Línu Langsokks.
Hér er hún ásamt leikstjóranum Sigurgeiri Hilmari Friðþjófssyni.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012
Fjarðargata 13-15 ~ 220 Hafnarfjörður ~ Sími 565 5666
fjordur.is
Vinaleg verslunarmiðstöð
Manúela Ósk Harðardóttir heldur úti
skemmtilegu bloggi undir slóðinni
manuelaosk.com. Þar setur hún inn
allskonar færslur, margt áhugavert
úr tískuheiminum sem hún fylgist
greinilega vel með. En hún setur líka
inn myndir úr eigin daglegu lífi, alls-
konar skemmtilegheit. Eins og til
dæmis þá málshætti sem hún og
börnin fengu úr páskaeggjum þegar
þau tóku forskot á sæluna um dag-
inn. Hún setti líka nýlega inn myndir
af tveimur flíkum sem hún keypti í
Kolaportinu, en þar rakst hún á Max
Mara og Escada, merkjavöru sem hún
hélt að væri ekki hægt að finna í
portinu góða. Hún setur líka stundum
inn alls konar hugleiðingar og gull-
korn sem hún finnur á netinu, til
dæmis þessi orð sem sögð eru koma
frá Georg Elliot:
„It is never too late to be who you
might have been.“
Vefsíðan www.manuelaosk.com
Tískugaur David Beckham skreytti bloggið einn daginn í janúar á þessu ári.
Tíska og fleira á bloggi Manuelu
Hátíð franskrar tungu er haldin árlega
um allan heim en þá er fagnað fjöl-
breytileika franska málsins og menn-
ingu frönskumælandi þjóða.
Í tilefni af þessum alþjóðlega við-
burði mun franska sendiráðið sýna ein-
stakt samansafn af vinsælustu sjón-
varpsauglýsingum síðustu áratuga, frá
hinum frönskumælandi heimi. Þar sem
ýmis lönd hafa tengsl við frönskuna
eru auglýsingarnar á ólíkum tungu-
málum s.s. frönsku, rómönsku og víet-
nömsku. Saman mynda þær tveggja
klukkustunda kvikmynd sem verður
sýnd allan daginn á KEX Hostel, í dag,
föstudag 23. mars, frá klukkan 11-23.
Endilega…
…sjáið franskt
auglýsingafár
Amélie Franskri tungu fagnað í dag.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Glæsilegur hópur Allir kátir að lokinni frumsýningu og unga kynslóðin í meirihluta leikarahópsins.
»Hvers vegnaætti ég svo
sem að vera að
púkka upp á ein-
hvern sem segir mér
að ég sé ekki nógu
góð í hvert skipti
sem við hittumst.