Morgunblaðið - 23.03.2012, Page 19
ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík • Sími: 552 3939 • Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 23:30 • Opið um helgar frá 18:00 - 23:30 • frakkar@islandia.is • www.3frakkar.com
ÞRÍR FRAKKAR
Café & Restaurant
...Grrratineraðar gellur
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012
Afkoma Smáralindar á árinu 2011
var jákvæð um 1,034 milljónir, sem
eru veruleg umskipti í rekstri frá
árinu 2010.
Dótturfélag Landsbankans, Reg-
inn, tók Smáralindina yfir seinni
hluta árs 2009 og árið 2010 var versl-
unarhúsnæðið sett í söluferli en ekki
bárust ásættanleg tilboð þannig að
ráðist var í allsherjar endurskoðun á
rekstrinum. Á árinu 2011 var félagið
endurfjármagnað með verðtryggð-
um lánum frá Landsbanka og Ís-
landsbanka og öll erlend lán félags-
ins, ásamt skuldabréfaflokki í
Kauphöllinni greidd upp.
Í fréttatilkynningu frá Smáralind
kemur fram að fjárfestingar þess á
árinu 2011 voru 198 milljónir. Eigna-
safn félagsins var endurmetið um
áramótin í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla.
Reistu skemmtigarð
Aðspurður hvort um mikil um-
skipti sé að ræða í rekstrinum segir
Sturla Gunnar Eðvarðsson að svo sé.
„Það varð samdráttur hér eins og
alls staðar í þjóðfélaginu árið 2008,“
segir Sturla, en hann var gerður að
framkvæmdastjóra félagsins 2010.
„En núna er hvert einasta pláss í
Smáralindinni nýtt, okkur tókst að fá
góðar verslanir inn í hús.
Þar sem það gengur svona vel að
þá stefnir móðurfélagið að því að
fara í skráningu í Kauphöllinni á öðr-
um ársfjórðungi. En ef þú vilt vita
eitthvað meira um það ættirðu
kannski að tala við þá hjá Regin.
Við finnum annars fyrir mikilli eft-
irspurn eftir verslunarrými og við
höfum notað velgengnina til að
styrkja stöðu okkar.
Við reistum til dæmis 2000 fer-
metra skemmtigarð á tveimur hæð-
um þar sem Vetrargarðurinn var áð-
ur. Skemmtigarðurinn hefur gert
mikið fyrir veitingarekstur á svæð-
inu og það er upplifun fyrir alla ald-
urshópa að koma í hann,“ segir
Sturla.
borkur@mbl.is
Umskipti í rekstri
Smáralindar
Fjölgun gesta fyrstu mánuði ársins 2012 er um 12%
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Verslunarmiðstöð Verslun landsmanna minnkaði verulega á árinu 2008 en
nú er hún að taka verulega við sér, segir Sturla Eðvarðsson hjá Smáralind.
Smáralindin
» Í Smáralindina koma yfir
4 milljónir manna á ári.
» Félagið verður 11 ára í ár.
» Afkoma félagsins 2011
var jákvæð um 1.034 millj-
ónir.
» Um áramót var eigið fé
félagsins aukið um 3 millj-
arða og var eiginfjárhlutfall
Smáralindar í árslok 40%.
STUTTAR FRÉTTIR
● Hagnaður Eim-
skipafélagsins á
árinu 2011 eftir
skatta var um 2,1
milljarður króna og
rekstrarhagnaður
(EBITDA) um 7
milljarðar króna.
Eiginfjárhlutfallið
var 62,3% í lok
ársins. Flutn-
ingamagn í sigl-
ingakerfum félagsins á Norður-
Atlantshafi jókst um rúm 5% á milli ára.
Afkoman er í takt við væntingar stjórn-
enda, segir Gylfi Sigfússon, forstjóri
Eimskips, í tilkynningu frá félaginu.
Sjö milljarða rekstrar-
hagnaður Eimskips
Flutningamagnið
jókst um 5%.
● Nær allir stjórnendur 400 stærstu fyr-
irtækja landsins telja aðstæður í atvinnu-
lífinu enn slæmar en þeim fjölgar sem bú-
ast við að þær batni eftir sex mánuði.
Þetta er helsta niðurstaða könnunar á
stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyr-
irtækja landsins sem gerð var í febrúar og
mars og birt er á vef Samtaka atvinnulífs-
ins.
Yfirleitt er nægt framboð af starfsfólki
og skortur á því afmarkaður við tilteknar
greinar. Að jafnaði er hvorki búist við fjölgun starfsmanna á næstunni né mikilli
aukningu fjárfestinga á árinu. Verðbólguvæntingar hafa aukist mikið að und-
anförnu, sem og væntingar um hækkun stýrivaxta, og búist er við því að gengi
krónunnar veikist áfram.
Mikill meirihluti stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins telur aðstæður í atvinnu-
lífinu slæmar og hefur það mat lítið breyst undanfarin ár. Nú telja 64% stjórnenda
aðstæður slæmar en hlutfallið var 67% í síðustu könnun sem gerð var í lok síðast-
liðins árs. Rúmur þriðjungur telur að þær séu hvorki góðar né slæmar en aðeins 2%
að þær séu góðar. Sem fyrr er hljóðið þyngra á landsbyggðinni, en fjórir af hverjum
fimm stjórnendum á landsbyggðinni telja aðstæður slæmar en þrír af hverjum
fimm á höfuðborgarsvæðinu.
64% stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins
telja aðstæður í atvinnulífinu slæmar
Aðstæður Meirihluti segir þær slæmar.
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.+/
+//.00
+,-.1+
,,.22+
,+.1-3
+3.-2-
+21.11
+.4,+,
+/0
+--.51
+,-.0/
+//./,
+,1.53
,,.2/-
,+.32,
+3.-/+
+23.+4
+.4,4-
+/0.43
+--.42
,,1./0-3
+,-.1/
,55.0
+,1.04
,,.0-+
,+.3/-
+3.10-
+23.42
+.42
+/4.+-
+--.//
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á