Morgunblaðið - 23.03.2012, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2012
Minnsta öndin Urtendur synda á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Urtöndin er minnsta önd í Evrópu. Íslenska urtöndin er að mestu leyti farfugl, en nokkur hundruð urtanda hafa þó vetursetu hér.
Ómar
Á dögunum lýsti ráð-
herra efnahagsmála,
Steingrímur J. Sigfús-
son, því í blaðagrein að
enn væru þeir til sem
ekki hefðu meðtekið
þann árangur í efna-
hagsmálum sem rík-
isstjórnin hefur náð.
Þeir hinir sömu öm-
uðust meðal annars yfir
því að fjárfesting í at-
vinnulífinu væri ekki næg og stög-
uðust á því að hagvöxturinn væri allt
of mikið drifinn áfram af aukinni
einkaneyslu. Eftir hrun bankakerf-
isins hefur það verið gagnrýnt að yf-
irvöld hlustuðu ekki nægjanlega vel á
þá sem vöruðu við því að hagvöxtur
áranna fyrir hrun hefði verið að hluta
til innistæðulaus, drifinn áfram af of
miklum lántökum. Viðbrögð núver-
andi efnahagsmálaráðherra við gagn-
rýni um einkaneysludrifinn hagvöxt
eru umhugsunarefni og ráðherrann
virðist horfa fram hjá þeim fjölmörgu
hættumerkjum sem nú blasa við í
efnahagslífinu.
Vaxandi vanskil fyrirtækja
Fyrirtækið Creditinfo birti á dög-
unum gögn um vanskil fyrirtækja.
Þar kom fram að um 6.300 fyrirtæki
væru nú í vanskilum, um fimmtungur
allra fyrirtækja á Ísland og áætlað
væri að hátt í tvö þúsund fyrirtæki
myndu bætast við á þennan lista á
næstu mánuðum. Þessar tölur gefa til
kynna að íslensk fyrirtæki eiga við
vaxandi vandamál að etja, sem meðal
annars koma fram í of litlum fjárfest-
ingum og því að störfum fjölgar ekki.
Atvinnuleysi óbreytt
Á liðnu ári mældist vissulega um-
talsverður hagvöxtur. En hann var
drifinn áfram af neyslu og auknum
sjávarafla, fyrst og fremst makríl.
Það sem veldur áhyggjum er hversu
hægt gengur að vinna á atvinnu-
leysinu þrátt fyrir hagvöxt. Hagvöxt-
urinn skilaði ekki nægjanlega mörg-
um nýjum störfum, atvinnuleysi er
ennþá yfir sjö prósentum. Nýjustu
tölur Hagstofunnar styðja þessa nið-
urstöðu. Ekkert hefur miðað í þess-
um efnum, þrátt fyrir síendurteknar
yfirlýsingar forsætisráðherra um
væntanlega fjölgun starfa.
Ósjálfbær einkaneysla
Aukin einkaneysla á sér einkum
rætur í kjarasamningum sem byggðir
voru á þeirri forsendu að fjárfesting
myndi aukast mjög hratt á samnings-
tímanum. Jafnframt tók stór hluti
landsmanna út hluta af séreignarlíf-
eyri á liðnu ári og jókst neysla sam-
fara því. Einnig hefur yfirdráttur
heimilanna aukist hratt
að undanförnu og er
óþarfi að útlista hversu
alvarlegt merki það er.
Fjárfestingar ónóg-
ar
Fjárfestingin í at-
vinnulífinu hefur vissu-
lega tekið við sér, enda
hafði hún farið niður í
algert lágmark. En sú
aukning er langt í frá
nægjanleg til þess að
standa undir þeim hagvexti sem við
þurfum til þess að vinna niður at-
vinnuleysið. Fjárfestingar þurfa því
að aukast miklu meira til þess að hag-
kerfið komist aftur á réttan kjöl og á
það bæði við erlendar sem og inn-
lendar fjárfestingar. Frumforsenda
þess að svo megi verða er að það
dragi verulega úr pólitískri óvissu í
landinu.
Verðbólga og fasteignabóla
Á sama tíma og þessi óveðurs-
merki hrannast upp, er verðbólga
langt yfir markmiði Seðlabankans og
sjá má merki um eignabólu á fast-
eignamarkaði. Verðbólgan hækkar
lán heimilanna og étur upp kaup-
hækkanir, kjör almennings munu
rýrna vegna þessa og yfirvofandi er
vaxtahækkun Seðlabankans. Þar með
hækkar vaxtakostnaður bæði heim-
ilanna og fyrirtækjanna, og hærri
vextir draga úr hvata til að fjárfesta.
Upplausn og klofningur
Þessi vandamál verða erfiðari við-
fangs vegna þess að búið er að skapa
mikla óvissu um ýmis grundvall-
aratriði í samfélagi okkar. Breytingar
á stjórnarskránni hafa farið í ein-
hvern furðufarveg, sjávarútvegs-
málin eru í uppnámi og augljóst er að
orkunýtingarstefnan er í gíslingu
vegna ósættis innan ríkisstjórn-
arflokkanna. Gjaldeyrishöftin
herðast enn og það vantar allan kraft
af hálfu ríkisstjórnarinnar til að leysa
þann mikla vanda. Því miður er það
staðreynd að pólitísk óvissa og að-
gerðaleysi er vaxandi efnahags-
vandamál á Íslandi, einmitt á þeim
tíma sem við þurfum mest á að halda
festu og ábyrgð í störfum rík-
isstjórnar og Alþingis.
Eftir Illuga
Gunnarsson
» Fyrirtækið Credit-
info birti á dögunum
gögn um vanskil fyrir-
tækja. Þar kom fram að
um 6.300 fyrirtæki væru
nú í vanskilum
Illugi Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.
Veikleikar í
hagstjórninni
Hið nýja Alþingi
kemur mér sífellt
meira og meira á
óvart. Ekki af því að
það hvarfli að mér að
þar sitji eitthvað
öðruvísi fólk eða ver
gefið en áður var. Ég
býst við að greind-
arstigið sé svipað og
að þingmennirnir vilji
verða að gagni og ná
árangri. Þeir eru alls
ekki verri ræðumenn en þar hafa
setið og margir nokkuð góðir. En
Alþingi er ekki sá hornsteinn í
umræðu og vinnubrögðum sem
það á að vera. Enn er það hjáleiga
ríkisstjórnarinnar og ber þess
merki að margt gengur á afturfót-
unum á þeim bæ. Ætla ég þó alls
ekki að halda því fram að rík-
isstjórnin hafi ekki náð að vinna
úr mörgum erfiðum verkefnum
eftir hrun, það hefur vissulega
tekist. Það tókst einnig hinum
sakfelda Geir H. Haarde, fyrrver-
andi forsætisráðherra, með neyð-
arlögunum haustið 2008. Neyð-
arlögin voru sett til að höggva
skuldir óreiðumanna og einka-
banka frá bryggju Íslands. Þar
átti sér stað björgunaraðgerð sem
skipti öllu máli þá og um alla
framtíð og flestir þingmenn
studdu. Líklega losuðum við Ís-
lendinga við átta til tíu þúsund
milljarða í þessari lagasetningu
einni. Alþingi nær hinsvegar ekki
sjálfstæði sínu og virðingu nema
að taka ákvörðun um að sækja
þau völd sem þingið á að hafa og
styrkja Alþingi á kostnað fram-
kvæmdavaldsins, ríkisstjórnar og
ráðuneyta. Þar á ég við faglega
lögfræðilega og skipulega.
„Æi, þegiðu“ og
,,forsetaræfillinn“
Alþingi starfar fyrir opnum
tjöldum í málstofunni og allir geta
fylgst með orðræðunni sem þar
fer fram. Hinsvegar er mikið talað
um að opna allt og gefa fólki kost
á að vera upplýst jafnóðum, þar
fara stjórnarliðar oft fyrir liði.
Mikið hefur verið hrært í þing-
sköpum Alþingis síðustu ár og þau
verða flóknari og flóknari og öllum
erfiðari eftir því sem þeim er
meira breytt með orðaflækjum.
Forseti Alþingis hefur þann nýja
sið að djöflast á þingbjöllunni og
reynir að hamra flóknar reglur
sem enginn þingmaður nær að
skilja eða nema þrátt fyrir löng
námskeið í upphafi þingmennsk-
unnar. Þetta þvarg setur ljótan
blett á störf þingsins
og er eyðilegging á
ræðum þingmanna og
virðingu Alþingis. Við
hlið forsetans situr
jafnan embætt-
ismaður oftast skrif-
stofustjórinn sjálfur
sem stöðugt áminnir
forsetann að leiðrétta
þingmanninn og
kenna honum rétta
siði. Bjallan glymur
og glymur. En svo
þegar kemur að ljótu
orðbragði þá heyrir
forsetinn ekkert og vítir ekki
dólgslega framgöngu eins og
dæmin sanna sem eru vissulega
brot á þingsköpum. Einn þing-
maður sagði nýlega í ræðu ,,for-
setaræfillinn.“ Sá var að tala um
forseta Íslands, þá voru engar vít-
ur. Forsetinn er að vísu ekki vin-
sæll í stjórnarliðinu eftir að hafa
skapað einn þjóðarvilja gegn Ice-
save. Voru það ekki 98% þeirra
rúmlega 70% atkvæðisbærra
manna sem tóku þátt í fyrstu
þjóðaratkvæðagreiðslunni um það
undarlega mál og höfnuðu samn-
ingi ríkisstjórnarinnar við Bretana
og Hollendingana? Ísland væri
trúlega gjaldþrota hefði sá ósann-
gjarni skuldabaggi verið sam-
þykktur. Ráðherra sagði á dög-
unum ,,æi, þegiðu,“ við annan
þingmann engar vítur áttu sér
stað. Allt þetta hefur að vísu gerst
í þingsögunni áður eins og orðin
,,skítlegteðli,“ „gunga og drusla“
og „þegiðu Vilhjálmur,“ bera með
sér og eru oft rifjuð upp. Ég
minnist þess að þingmaður sagði
við mig einhverju sinni „æi, þeg-
iðu Guðni“, við drukkum að vísu
kaffi saman á eftir og jöfnuðum
málin sjálfir. Auðvitað á forseti
fyrst og fremst að víta svona
munnsöfnuð og halda fast í prúð-
mennsku og drengilega umræðu.
Nú færast víturnar út í nefnd-
irnar. Svo gerðist það undarlega á
dögunum að þingmaðurinn, Vigdís
Hauksdóttir, skýrði frá því á fés-
bók sinni sitjandi á nefndarfundi,
einum tuttugu mínútum eftir að
erindrekar stjórnlagaþingsins
höfðu yfirgefið nefndina. En þeir
höfðu lagt til að horfið yrði frá
skoðanakönnun sem fáir að vísu
skilja um margorð drög að nýrri
stjórnarskrá. Þá vítir forseti þing-
manninn strax samkvæmt frétt
sem óðamála flokkssystir forset-
ans flytur Alþingi. Hér áður fyrr
fyrir tíma fésbókarinnar hefðum
við Össur Skarphéðinsson gert
okkur erindi og gengið út til að
,,pissa“, en í leiðinni hringt erindið
til fréttamanna og engum þótt
merkilegt að svo stór frétt færi
strax í loftið. Frétt sem alla þjóð-
ina varðar um og snýr að umræðu
um stjórnarskrána. Stjórnarskráin
er biblía réttlætisins og leikregln-
anna í lýðræðisríki. Hvernig var
nú hin brotlega frétt á fésbók Vig-
dísar skoðum það, hún skrifar
,,Stórfrétt – nú var eiginlega end-
anlega verið að slá út þjóð-
aratkvæðagreiðslu um skýrslu
stjórnlagaráðs samhliða forseta
kosningunum.“ Hvað er vítavert í
þessari frétt, gestirnir farnir, er-
indið skýrt, ekki vitnað beint í þá
eða nöfn þeirra nefnd. Kannski
bara vont fyrir forsætisráðherra
vegna gefinna loforða. Ætlaði
nefndin að senda út fréttatilkynn-
ingu eða hvernig átti að koma
skilaboðum þingmanna stjórnlaga-
þingsins til þingsins eða almenn-
ings? Var þessi mikla frétt ævar-
andi leyndarmál? Hvenær er
fundur lokaður hálflokaður eða op-
inn? Allt sem gerist í nefndum eru
upplýsingar fyrir þingmenn sem
þeir ræða í flokkum sínum og
þinginu og hafa gert alla tíð.
Hvað er til ráða forseti vor?
Auðvitað er þetta allt vitleysa og
engin leið að framfylgja svona
reglum. Svo varð ég vitni að því
að stjórnmálaforingi kallaði flokk
sértrúarsöfnuð í ákveðnu um-
deildu máli. Þá sagðist forseti iðr-
aðist þess að hafa ekki vítt hann,
enda kölluðu sárþjáðir þingmenn
safnaðarins ummælin argasta níð.
Ekki ljótt orð trúarsöfnuður eða
sértrúarsöfnuður, ja, stærri orð
hafa nú fallið og umdeildari. Jæja,
það er ekki auðvelt að venjast
reglunum hjá hinu nýja Alþingi.
Er ekki rétt, ágætu þingmenn og
virðulegi forseti Alþingis, Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir, að
einfalda reglurnar á ný, minnka
formlegheitin um hæstvirtan og
háttvirtan og opna nefndirnar
þannig að starf þeirra fari jafnvel
fram í heyrandi hljóði. Ellegar að
banna tölvurnar og gemsann og
þá fésbókina í leiðinni inni á fund-
unum og loka herlegheitunum.
Eftir Guðna
Ágústsson »Mikið hefur verið
hrært í þingsköpum
Alþingis síðustu ár og
þau verða flóknari og
flóknari og öllum erf-
iðari eftir því sem þeim
er meira breytt með
orðaflækjum.
Guðni
Ágústsson
Höfundur er fv. alþm og fv. varafor-
seti Alþingis.
„Nú þykir mér tíra á
tíkarskarinu,“ á Alþingi