Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ
A
llt er breytingum, tísku
og tíðaranda háð. Skart-
gripirnir frá Jens eru þar
ekki undanskildir og hafa
þeir þróast með og hönn-
unin hefur tekið stakkaskiptum í
gegnum tíðina.
„Skartgripur frá Jens ehf. hefur í
gegnum tíðina verið vinsæl ferming-
argjöf,“ segir Ingibjörg Snorradótt-
ir hjá Jens ehf. „Við lítum svo á að
fyrirtækið hafi alltaf verið braut-
ryðjandi í íslenskri skartgripahönn-
un og hefur hönnunin notið mikilla
vinsælda. Hágæða skartgripur og
falleg hönnun lifir lengi,“ segir hún
og bætir við að margir noti enn
skartgripi sem þeir fengu í ferming-
argjöf fyrir um 40 árum, og hafa þá
komið með skartgripina á verk-
stæðið og látið pússa þá upp og gera
aftur eins og nýja.
Skart í gegnum tíðina
Spurð um breytingarnar segir
Ingibjörg greinileg sérkenni á
skarti milli tímabila. „Ferming-
arskartgripirnir frá 1965-1989 voru
mun stærri en þeir skartgripir sem
fermingarbörn fá í dag. Þetta má
jafnvel rekja til þess að áður fyrr
var hugsunin á bakvið ferming-
arskartgrip sú að viðkomandi ætti
að nota hlutinn þegar hann yrði
eldri, en í dag er viðhorfið breytt og
vill fólk gefa eithvað sem ferming-
arbarnið notar strax,“ útskýrir hún.
„Þessi breyting kemur til vegna
þess að ungt fólk í dag er mun
gjarnara á að bera skartgripi en hér
áður fyrr.“
Saga fermingargjafa er því
áhugaverð og gaman að velta því
fyrir sér hvernig þróun á formi,
stærð og litum skartgripa hefur ver-
ið í gegnum tíðina.
Gullsmíðaverkstæði Jens Guð-
jónssonar var stofnað árið 1965,
Jens Guðjónsson og Jón Snorri Sig-
urðsson unnu hlið við hlið og hófu
smíð á skartgripum sem höfðu alveg
nýjan stíl sem var mjög ólíkur því
sem áður hafði verið.
„Það sem helst einkenndi skart-
gripi þessa tímabils, frá 1965-1969,
var brennd áferð, litur silfursins og
óreglulegt form skartgripanna sem
minnti á hraunið í náttúru Íslands. Í
hringum var óreglulega formið oft
rammað inn í klassískri skál,“ segir
Ingibjörg. „Hálsmenin voru gjarnan
römmuð inn með skarpri, háglans-
andi umgjörð sem var skemmtilegur
kontrast á móti grófri áferð gripsins
sjálfs.“
Frjálslegur áttundi áratugur
Á árunum 1970 til 1979 þróuðust
skartgripirnir áfram og var hönn-
unin farin að breytast þannig að
formin voru orðin frjálsari, að sögn
Ingibjargar. „Skálarnar og ramm-
arnir sem áður höfðu verið sem um-
gjörð voru nú leyst upp í óreglulegri
form sem minntu oft á rós. Um-
gjörðin var ekki lengur háglansandi
og klassísk heldur fékk hún sömu
brenndu áferðina sem fyrirtækið
var orðið þekkt fyrir. Ramminn var
því orðinn hluti af óreglulegu formi
verksins. Litirnir í skartgripunum
urðu á þessum tíma sívinsælli og
skartgripirnir urðu mun stærri og
vogaðri en áður.“
Eitís og íslenskir steinar
Á árunum frá 1980-1989 eru form-
in farin að þróast enn meira í aðrar
áttir. „Formin voru enn frjálslegri
og gripirnir stækkuðu,“ bendir Ingi-
björg á. „Notkun íslenskra steina
hafði slegið í gegn og því einkennd-
ust fermingarskartgripirnir af verk-
um sem voru skreytt með þessum
steinum. Liturinn í silfrinu vék fyrir
svartri oxiteringu sem ýkti dýpt,
skugga og grófleika hönnunar-
innar.“
Eftir 1990 fóru gullsmiðir Jens
ehf. að blanda messing og kopar með
silfrinu. Fermingarskartgripirnir
voru gjarnan steinalausir en þó voru
íslenskir steinar líka notaðir.
„Seinni hluta tímabilsins slógu lit-
aðir steinar í gegn. Þetta voru stein-
ar á borð við rauðan rúbín, bláan saf-
ír og grænan emerald.
Litagleðin jókst á þessum árum,
bæði var blandað ólíkum lit í málm-
um og steinum en almennt minnk-
uðu skartgripir á þessum árum
vegna mikilla verðhækkana á hrá-
efni.“
Útlitið frá aldamótum
Frá aldamótum hefur hönnun
fermingarskartgripa breyst tölu-
vert, að mati Ingibjargar. Skartgip-
irnir eru gjarnan steinlausir en mikil
glit-tíska hefur haldið við litagleð-
inni, litríkir zirkon-steinar sem eru
með glitrandi skurði hafa því verið
mjög vinsælir í fermingarskart-
gripum. „Vegna aukinnar eft-
irspurnar eftir skartgripum sem
krefjast minna viðhalds hafa rhodi-
umhúðaðir skartgripir verið mjög
vinsælir í fermingargjafir. Rhodium-
húðin gefur silfrinu skarpan, bjartan
lit og hefur þann eiginleika að síður
fellur á silfrið,“ útskýrir Ingibjörg.
Hin langa saga fyrirtækisins end-
urspeglast svo í Uppsteyt, nýjustu
línu Jens ehf. „Þrátt fyrir nýstárlega
hönnun Uppsteyts má segja að löng
saga fyrirtækisins hafi fest í sessi
ákveðinn stíl skartgripa. Íslensku
steinarnir eru sívinsælir og gróf
áferð og voguð hönnun heldur áfram
að vera vinsæl fermingargjöf,“ segir
Ingibjörg Snorradóttir hjá Jens ehf.
að lokum.
jonagnar@mbl.is
Fermingarhringur frá árunum
1990-1999.
Fermingarhringur
frá 1965-1969. Svipmikill Uppsteyt-hringur frá
Jens. Hann kostar 7.900 kr.
Fermingarhálsmen frá árunum
1965-1969.
Fermingarskart í hálfa öld
Fjölskyldufyrirtækið Jens ehf. hefur starfað í 47 ár og
hefur frá upphafi verið þekkt fyrir vandað handverk og
skemmtilega notkun steina og blöndun málma.
Fermingarhringur frá Jens,
2000-2012.
Fermingarhálsmen frá árunum
1990-1999.
Fermingarhálsmen frá Jens,
2000-2012.
Fermingarhálsmen
frá árunum 1970-
1979.
Fermingarhálsmen,
1980-1989.
Skínandi fallegir eyrnalokkar úr
Uppsteyt frá Jens. Þeir kosta
8.200 kr.
Þessi óhefðbundni en fallegi
kross er úr línunni Uppsteyt frá
Jens og kostar 11.900 kr.
Fermingarhringur frá
Jens, 1980-1989.
Fermingarhringur
frá Jens frá ár-
unum 1970-1979.