Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ A llt er breytingum, tísku og tíðaranda háð. Skart- gripirnir frá Jens eru þar ekki undanskildir og hafa þeir þróast með og hönn- unin hefur tekið stakkaskiptum í gegnum tíðina. „Skartgripur frá Jens ehf. hefur í gegnum tíðina verið vinsæl ferming- argjöf,“ segir Ingibjörg Snorradótt- ir hjá Jens ehf. „Við lítum svo á að fyrirtækið hafi alltaf verið braut- ryðjandi í íslenskri skartgripahönn- un og hefur hönnunin notið mikilla vinsælda. Hágæða skartgripur og falleg hönnun lifir lengi,“ segir hún og bætir við að margir noti enn skartgripi sem þeir fengu í ferming- argjöf fyrir um 40 árum, og hafa þá komið með skartgripina á verk- stæðið og látið pússa þá upp og gera aftur eins og nýja. Skart í gegnum tíðina Spurð um breytingarnar segir Ingibjörg greinileg sérkenni á skarti milli tímabila. „Ferming- arskartgripirnir frá 1965-1989 voru mun stærri en þeir skartgripir sem fermingarbörn fá í dag. Þetta má jafnvel rekja til þess að áður fyrr var hugsunin á bakvið ferming- arskartgrip sú að viðkomandi ætti að nota hlutinn þegar hann yrði eldri, en í dag er viðhorfið breytt og vill fólk gefa eithvað sem ferming- arbarnið notar strax,“ útskýrir hún. „Þessi breyting kemur til vegna þess að ungt fólk í dag er mun gjarnara á að bera skartgripi en hér áður fyrr.“ Saga fermingargjafa er því áhugaverð og gaman að velta því fyrir sér hvernig þróun á formi, stærð og litum skartgripa hefur ver- ið í gegnum tíðina. Gullsmíðaverkstæði Jens Guð- jónssonar var stofnað árið 1965, Jens Guðjónsson og Jón Snorri Sig- urðsson unnu hlið við hlið og hófu smíð á skartgripum sem höfðu alveg nýjan stíl sem var mjög ólíkur því sem áður hafði verið. „Það sem helst einkenndi skart- gripi þessa tímabils, frá 1965-1969, var brennd áferð, litur silfursins og óreglulegt form skartgripanna sem minnti á hraunið í náttúru Íslands. Í hringum var óreglulega formið oft rammað inn í klassískri skál,“ segir Ingibjörg. „Hálsmenin voru gjarnan römmuð inn með skarpri, háglans- andi umgjörð sem var skemmtilegur kontrast á móti grófri áferð gripsins sjálfs.“ Frjálslegur áttundi áratugur Á árunum 1970 til 1979 þróuðust skartgripirnir áfram og var hönn- unin farin að breytast þannig að formin voru orðin frjálsari, að sögn Ingibjargar. „Skálarnar og ramm- arnir sem áður höfðu verið sem um- gjörð voru nú leyst upp í óreglulegri form sem minntu oft á rós. Um- gjörðin var ekki lengur háglansandi og klassísk heldur fékk hún sömu brenndu áferðina sem fyrirtækið var orðið þekkt fyrir. Ramminn var því orðinn hluti af óreglulegu formi verksins. Litirnir í skartgripunum urðu á þessum tíma sívinsælli og skartgripirnir urðu mun stærri og vogaðri en áður.“ Eitís og íslenskir steinar Á árunum frá 1980-1989 eru form- in farin að þróast enn meira í aðrar áttir. „Formin voru enn frjálslegri og gripirnir stækkuðu,“ bendir Ingi- björg á. „Notkun íslenskra steina hafði slegið í gegn og því einkennd- ust fermingarskartgripirnir af verk- um sem voru skreytt með þessum steinum. Liturinn í silfrinu vék fyrir svartri oxiteringu sem ýkti dýpt, skugga og grófleika hönnunar- innar.“ Eftir 1990 fóru gullsmiðir Jens ehf. að blanda messing og kopar með silfrinu. Fermingarskartgripirnir voru gjarnan steinalausir en þó voru íslenskir steinar líka notaðir. „Seinni hluta tímabilsins slógu lit- aðir steinar í gegn. Þetta voru stein- ar á borð við rauðan rúbín, bláan saf- ír og grænan emerald. Litagleðin jókst á þessum árum, bæði var blandað ólíkum lit í málm- um og steinum en almennt minnk- uðu skartgripir á þessum árum vegna mikilla verðhækkana á hrá- efni.“ Útlitið frá aldamótum Frá aldamótum hefur hönnun fermingarskartgripa breyst tölu- vert, að mati Ingibjargar. Skartgip- irnir eru gjarnan steinlausir en mikil glit-tíska hefur haldið við litagleð- inni, litríkir zirkon-steinar sem eru með glitrandi skurði hafa því verið mjög vinsælir í fermingarskart- gripum. „Vegna aukinnar eft- irspurnar eftir skartgripum sem krefjast minna viðhalds hafa rhodi- umhúðaðir skartgripir verið mjög vinsælir í fermingargjafir. Rhodium- húðin gefur silfrinu skarpan, bjartan lit og hefur þann eiginleika að síður fellur á silfrið,“ útskýrir Ingibjörg. Hin langa saga fyrirtækisins end- urspeglast svo í Uppsteyt, nýjustu línu Jens ehf. „Þrátt fyrir nýstárlega hönnun Uppsteyts má segja að löng saga fyrirtækisins hafi fest í sessi ákveðinn stíl skartgripa. Íslensku steinarnir eru sívinsælir og gróf áferð og voguð hönnun heldur áfram að vera vinsæl fermingargjöf,“ segir Ingibjörg Snorradóttir hjá Jens ehf. að lokum. jonagnar@mbl.is Fermingarhringur frá árunum 1990-1999. Fermingarhringur frá 1965-1969. Svipmikill Uppsteyt-hringur frá Jens. Hann kostar 7.900 kr. Fermingarhálsmen frá árunum 1965-1969. Fermingarskart í hálfa öld Fjölskyldufyrirtækið Jens ehf. hefur starfað í 47 ár og hefur frá upphafi verið þekkt fyrir vandað handverk og skemmtilega notkun steina og blöndun málma. Fermingarhringur frá Jens, 2000-2012. Fermingarhálsmen frá árunum 1990-1999. Fermingarhálsmen frá Jens, 2000-2012. Fermingarhálsmen frá árunum 1970- 1979. Fermingarhálsmen, 1980-1989. Skínandi fallegir eyrnalokkar úr Uppsteyt frá Jens. Þeir kosta 8.200 kr. Þessi óhefðbundni en fallegi kross er úr línunni Uppsteyt frá Jens og kostar 11.900 kr. Fermingarhringur frá Jens, 1980-1989. Fermingarhringur frá Jens frá ár- unum 1970-1979.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.