Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 36
N ærri fermingaraldri eru krakkar orðnir vel meðvitaðir um tískuna og finnst mikilvægt að fylgja straumum henn- ar. Það gildir jafnt um hár- greiðslu, fatnað og skó; allt frá toppi til táar ef þannig mætti að orði komast. „Hvað skófatnað áhrærir sjáum við marga skemmtilega tískustrauma um þessar mundir,“ segir Hildur Björk Guðmundsdóttir sem rekur skóverslunina Bata í Smáralind í Kópavogi. Svartur og grár eru sígildir litir Allir Bataskór koma frá Ítalíu. Er fyrirtækið einn stærsti skó- framleiðandi heims en á þess veg- um eru reknar um 5.000 verslanir um veröld víða. „Ítalar eru mjög virkir í nýjustu hönnun og straumum. Það sem hefur alltaf mótað tískuna er hvaða flíkum eða skóm stjörnur kvikmyndanna klæðast. Tíska í fatnaði helst í hendur við skóframleiðslu og eru litir þar mikið atriði. Núna finnst mér tískan vera að leita alveg aft- ur til 1930 til 1940. Hollywood- tíska þess tíma er ráðandi í skó- fatnaði og ég geri ráð fyrir að áhrif þessa verði mjög áberandi í vor og sumar,“ segir Hildur. Ballerínu- og þykkbotnaskór eru vinsælir meðal ferming- arstúlkna í dag. Einu má gilda hver liturinn er, hann ræðst alltaf af því hvaða litur hæfir fötunum. Hjá strákum eru margir að taka sportlega leðurskó og eða jafnvel herraskó í bítlastíl; svarta eða gráa sem eru sígildir litir. „Rosalega flottir skór“ „Ég var fyrir nokkrum dögum suður á Ítalíu og það er greinilegt að skótískan er í mikilli gerjun um þessar mundir. Haustið verður ofsalega spennandi og margt áhugavert kemur á markað þá,“ segir Hildur og bætir við að gjarnan vilji fermingarbörnin tvö- faldan umgang af fermingarskóm; annars vegar spariskó og hins vegar skó til dæmis fyrir mynda- tökuna eða fyrir önnur þau skemmtilegu tilefni sem unglings- árunum fylgja. „Strákarnir voru stundum í Buffaloskóm en slíkir komust í tísku um 1990 eða þegar Spice Girls voru upp á sitt besta. Skóla- félagi minn í Garðabæ, Pétur Jó- hann Sigfússon, var í Buffaloskóm í Næturvaktinni enda veitti honum ekki af því, en tískan hefur þróast síðan þá. Núna eru þessir skór þannig að sólinn er um 2-4 cm og hællinn verður um 13 cm. Þetta geta verið rosalega flottir skór, hvort sem þeir eru með háum hælum eða sléttbotna en þá selj- um við í ljósgrænu og appels- ínugulu sem eru vinsælustu lit- irnir í dag. Sannkallaðir vorlitir. Stelpurnar vilja líka frekar þægi- lega lágbotna skó í skemmtilegum sumarlitum, til dæmis ball- erínuskó í bleiku, gulu, rauðu og appelsínugulu. Slíkt eru skór sem stelpurnar nota í allt sumar og fram á haust,“ segir Hildur sem undir merkjum Bata starfrækir eina verslun í Smáralind og stefn- ir að því að opna aðra síðar á árinu. Þá verður nú í mars opnuð heimasíðan Bata.is núna í mars þar sem hægt verður að skoða skó og kaupa – sem bæði má sækja í verslunina og fá senda hvert á land sem er. sbs@mbl.is Ballerínustíll hjá stúlk- unum og bítlaskór á strákana, Tískan í mikilli gerjun. Fermingarbörnin vilja gjarnan tvöfaldan umgang af skóm. Holly- wood-tíska fyrri ára er komin aftur, segir Hildur Björk Guðmundsdóttir í Bata í Smáralind. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kaupmaður Tíska í fatnaði helst í hendur við skóframleiðslu og eru litir þar mikið atriði. Núna leitar alveg aftur til 1930 til 1940, segir Hildur Björk ’Rosalega flottirskór, hvort semþeir eru með háumhælum eða sléttbotnaen þá seljum við í ljós- grænu og appels- ínugulu sem eru vin- sælustu litirnir í dag Skemmtilegir tískustraumar Svart Sígildir herraskór standa fyrir sínu. Herra Skóúr- valið hjá Bata er mikið. Stelpur Þykkbotna skór eru vinsælir meðal stúlkna í dag. Strákaskór Grá- ir, góðir og fer- lega flottir Dans Ballerínuskór á stelpurnar eru flottir og fást í mörgum litum. Flott Dömuskór í ýmsum litum með rós fá hrós. 36 | MORGUNBLAÐIÐ Höfuðhandklæðin frá Sif eru saumuð úr gæðabómull. Létt og þægileg í notkun og henta jafnt síðu sem stuttu hári og dömum á öllum aldri. Sölustaðir: Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu, Sundlaugin í Borgar- nesi, Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek, Apótek Vesturlands, Apótek Hafnarfjarðar og Garðabæjar, Minja Skólavörðustíg, Femin.is, HB búðin, Skipt í miðju, Apótekarinn Mosfellsbæ, Mistý, Snyrtivörubúðin Glæsibæ, Litla búðin Akranesi. Lyf og heilsa: Eiðistorgi, JL-húsinu, Kringlunni, Austurveri, Firðinum Hfj. og Keflavík. Fáanleg í 9 litum Nánar um Sif höfuð- handklæði á facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.