Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 18
Ó
missandi hluti ferming-
arveislunnar er að dekka
borðin á staðnum og
skreyta. Möguleikarnir
til þess eru nánast ótelj-
andi og aðalatriðið að búa svo um að
fermingarbarninu sjálfu líki, eins og
Díana Allansdóttir hjá Blómavali
fræddi blaðamann um.
Margir möguleikar með vírnum
Díana, sem er deildarstjóri í af-
skornum blómum hjá Blómavali í
Skútuvogi, hefur ásamt samstarfs-
fólki sett upp nokkur borð í versl-
uninni með mismunandi grunnlit og
útfærslum af borðskrauti fyrir ferm-
ingarveisluna. Að hennar sögn kemur
vírinn sterkur inn í skrautið í ár. „Við
notum vírinn talsvert í skreyting-
unum í ár. Hann notum við til að
skapa ákveðið flæði í skreytingunum
og hann býður upp á marga mögu-
leika,“ segir Díana. „Hvort sem
grunnurinn í skreytingunni er kerti
eða afskorin blóm þá nýtist vírinn
vel.“ Að sögn Díönu hefur vírinn verið
notaður undanfarin ár en þó er hann
meira ríkjandi í ár en áður. „Við not-
um ýmsar mismunandi þykktir af vír-
um, grófan jafnt sem fínan. Það býð-
ur upp á andstæður sem spilast vel
saman.“ Díana bendir á að með vír í
skrautinu sé tiltölulega einfalt að
skapa góða heild á borðinu. „Vírinn
gefur færi á að tengja mismunandi
form, hring, ferning, þríhyrning og
svo framvegis.“
Litur eftir höfði hvers og eins
Að sögn Díönu taka skreytingarnar
í fermingarveislum í auknum mæli
mið af fermingarbarninu persónulega
og áhugamálum þess. Það virðist því
af sem áður var þegar ein lausn hæfði
öllum, blátt fyrir stráka og bleikt fyrir
stelpur. „Nú getur meginliturinn í
skreytingunum allt eins tekið mið af
uppáhaldsfótboltafélagi viðkomandi
fermingarbarns,“ bendir Díana á.
„Eins getur ýmislegt annað spilað inn
í. Ef fermingin er um páska er algengt
að láta gulan lit vera ráðandi. Annars
vilja strákarnir eftir sem áður flestir
að skreytingarnar séu bláar á litinn í
grunninn, en hins vegar getur blái lit-
urinn verið í ótal mismunandi tónum.
Sama er að segja um stelpurnar. Þær
kjósa eftir sem áður bleika litinn sem
þær hafa hrifist af síðan þær voru
fimm ára.“ Þá bendir Díana á að lime-
grænn sé nokkuð algengur valkostur
hjá þeim sem ekki vilja hengja sig á sí-
gildu litaskiptinguna milli stráka og
stelpna. „Lime-grænn er frísklegur
og um leið hlutlaus litur sem gefur
kost á ákaflega fallegum skreytingum.
Svo er grænn líka afar skemmtilegur
litur að sjá á vorin þegar dag er loks
tekið að lengja og gróðurinn farinn að
taka við sér.
Servíettur, matborð, gestabók
Að lokum minnir Díana á hina þrjá
helstu pósta í skreytingum í ferming-
arveislunni. „Fyrst er að telja borðin
þar sem fólk situr. Þar eru jafnan
servíettur á diskunum sem gefa lita-
tóninn. Þá eru það skreytingar á
borðinu þar sem veitingarnar eru, og
svo loks borðið þar sem gestabókin
stendur. Þar er oftast kerti í litnum
sem ríkjandi er, og við bendum fólki á
að með því að hafa þetta þrennt í
huga er hægt að binda veisluna sam-
an í einn ráðandi lit.“ Að lokum minn-
ir Díana á að leyfa fermingarbarninu
að ráða litnum því dagurinn snúist
óneitanlega um viðkomandi. „Það er
um að gera að leyfa einstaklingnum
að njóta sín á fermingardaginn“ segir
Díana að lokum.
jonagnar@mbl.is
Konunglegur Fjólublár fer afskaplega vel í fermingarskreytingum og er
því afskaplega vinsæll valkostur við bleikan í veislum hjá stúlkunum.
Borðskraut í Blómavali
Borðskreytingar í fermingarveislum taka í auknum mæli mið af einstaklingnum
sem er að fermast, þó litirnir haldi sér nokkurn veginn milli ára.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Skreytingarnar taka í síauknum
mæli mið af áhugasviði ferming-
arbarnsins. Hér má glögglega sjá
að viðkomandi kann að skauta.
Vírinn eykur
möguleikana þeg-
ar kemur að borð-
skreytingum.
18 | MORGUNBLAÐIÐ
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Stærðir 40-60
Full búð af
flottum fötum
fyrir flottar
konur