Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 65
ritningargreinum í Biblíunni til að svara svo ýmsum spurningum í kverinu. Þarna urðum við satt að segja að leggjast í fræðistörf að- eins fjórtán ára gömul og þegar allt kemur til alls reyndist það góður undirbúningur fyrir síðari störf. Þá var okkur gert að læra ýmsa sálma og ritingargreinar sem mér fannst hægara sagt en gert því mig hafði oft rekið í vörð- urnar í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar þar sem við áttum að læra og geta farið með Gunnarshólma Jónasar Hallgrímssonar. Það fór svo að bók föður míns var ekki lengi við lýði hjá öðrum prestum í fermingarfræðslunni, þótti líklega of þungmelt.“ Í fötunum frá í fyrra Þór fór ekki í fermingarmynda- tökuna fyrr en komið var fram á árið 1951. Þá fermdist bróðir hans, Jón Einar, síðar hæstarétt- arlögmaður, og voru þeir bræður myndaðir saman. Kom þá ekki annað til greina en leita til Vig- dúsar Sigurgeirssonar, ljósmynd- ara forsetaembættisins. Hann þótti einn allra snjallasti ljós- myndari landsins og þykja myndir hans enn í dag meðal þess besta sem íslenskir ljósmyndarar hafa gert. „Ég þurfti að dubba mig upp aftur og þramma ásamt Jóni Ein- ari bróður niður á Laugaveg ofan úr Hlíðum í fermingarfötunum frá í fyrra.Þetta var á þeim aldrinum sem maður var heldur en ekki spéhræddur, ímyndaði sér að allir væru að stara á mann. Kannski sjá einhverjir að ég var súr á svip- inn fyrir framan myndavél forset- ans.“ sbs@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ | 65 D óttir mín, Sólveig Torfa- dóttir, fermist frá Ás- kirkju hér í Reykjavík nú í aprílbyrjun og í fræðslu- starfi vetrarins var henni uppá- lagt að koma með eitthvað til vitn- is um fermingarfræðslu okkar foreldra hennar. Þegar ég fór að kanna málin reyndist ég eiga næsta fátt sem minnti á þennan merkisdag og með það fórum við mæðgur saman til messu,“ segir Sigurlaug Margrét Jónasdóttir út- varpskona. „En þegar í kirkjuna kom hitti ég fyrstan manna sr. Arngrím Jónsson, prestinn sem fermdi mig fyrir 36. Ég hafði ekki hitt hann eða séð í öll þessi ár og því urðu með okkur fagn- aðarfundir – þarna var sem sagt lifandi komið það sem einkum og helst minnti á fermingu mína í Háteigskirkju í október á því herrans ári 1975.“ Lesið við ljósastaur Þegar litið er til baka segist Sigurlaug Margrét tæpast hafa náð því sambandi við námsefni fermingarinnar sem vera skyldi. „Ég las bókina fyrir tíma og var síðan að hugsa svörin á leiðinni í kirkju. Man að þegar ég gekk heiman úr Eskihlíð upp í Háteigs- kirkju var ég stundum að bræða svörin með mér. Stundum henti meira að segja að ég stoppaði og lagði verkefnabókina að ljósa- staurum og færði svörin inn í auða reiti bókarinnar. Þannig var þetta allt frekar laust í reipum hjá mér – og þó tel ég ferminguna vera krökkum mjög mikilvæga. Boð- skapurinn hefur gildi,“ segir Sig- urlaug sem á fermingardaginn var í hvítum klossum og galladressi. „Svo var slegið upp heljarmikilli veislu heima enda höfðu foreldar mínir, þau Sigrún Sigurðardóttir og Jónas Jónsson, mikinn metnað fyrir þessum merkisdegi. Létu sig ekki muna um að bera allt sitt haf- urtask út úr svefnherberginu sínu og gerðu það að huggulegri borð- stofu þar sem gestir gátu tyllt sér niður. Já, og veitingarnar voru ekki heldur af verri endanum, hreindýrakjöt sem var fengið austan af Héraði. Í framhaldinu fór ég svo með foreldrum mínum út til London og man að þar brugðum við pabbi okkur inn í tískuvöruverslun á Carnegie street þar sem pabbi keypti á mig svartar pönkarabuxur með þrjátíu rennilásum. Þegar ég lít til baka hef ég líklega aldrei átt flottari flík,“ segir Sigurlaug sem að hætti hins ábyrga foreldris er nú með hugann við undirbúning vegna fermingar dóttur sinnar. Ég vil vanda til „Já, ég vil vanda til enda hef ég ánægju af matargerð og finnst gaman að halda veislu. Efast því ekki um að 1. apríl verði skemmti- legur dagur í lífi fjölskyldunnar,“ segir Sigurlaug Margrét Jón- asdóttir að síðustu. sbs@mbl.is Skemmtilegur dagur í lífi fjölskyldunnar Náði ekki sambandi við efni fermingarfræðslu, segir Sigurlaug Margrét Jónasdóttir útvarps- kona. Hitti prestinn aftur og óvænt. Hreindýrakjöt í heljarmikilli veislu heima í Eskihlíðinni. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Minningar Allt frekar laust í reipum hjá mér og þó tel ferminguna vera krökkum mikilvæga, segir hin kunna útvarpskona um fermingu sína. Ferming Sigurlaug Margrét fermdist í Háteigskirkju fyrir 36 árum. Á fermingarmynd var hún í kyrtli og með blóm í hári, eins og þá var stíll. iess járnsmíði Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.