Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 34
34 | MORGUNBLAÐIÐ Á hvítasunnudag, 7. júní 1992, gekk lítill og feiminn piltur inn kirkjugólfið á Tálknafirði. Stór dagur var runninn upp í lífi Bjarna Snæbjörnssonar. „Á Tálknafirði var alltaf fermt á hvítasunnu, því algengt var að ófært væri út í kirkju frá sjálfum bænum um páska. Svo var auð- vitað von á fólki úr Reykjavík og líklegra að fleiri gestir gætu séð sér fært að mæta að sumri til.“ Bjarni er í dag eftirsóttur leikari en hann segist hafa verið allt annað en fram- bærilegur fermingardrengur, og sé raunar enn ósköp feiminn þó það sjáist ekki eins vel og þá. „Í minningunni er þetta góður dagur og sólríkur. Gaman var að fá alla þessa ættingja í heimsókn og smakka allar góðu veitingarnar. Haldið var gamaldags hnallþóruboð að minni ósk, og kökur allan hringinn.“ Trúarhitinn hvarf Bjarni man að hann var fótbrotinn á meðan á fermingarfræðslunni stóð, og hann man líka að hann tók ferminguna mjög alvarlega. „Ég var rosalega trúaður, en svo var eins og trúarsannfæringin hyrfi strax eftir athöfnina. Ég hafði heyrt um fólk sem missti tengslin við trúna eftir fermingu, en í mínu tilviki gerðist það nán- ast samstundis,“ segir hann. „Eftir á að hyggja held ég að það gæti verið betra að ferma börn seinna. Fyrir marga er þetta stór ákvörðun að taka, með ekki meiri þroska til að byggja á, og ég held að ef ég hefði tekið ákvörðunina ári eldri hefði ég sennilega ekki látið ferma mig.“ Í veislunni sjálfri var Bjarni ögn hlé- drægur, en foreldrar hans tóku að sér gestgjafahlutverkið á meðan ferming- arbarnið lét ekki of mikið á sér bera. „Við höfðum farið í innkaupaferð til Amst- erdam páskana áður og þar fékk ég ferm- ingarfötin: dökkfjólubláan jakka, skó í stíl og svartar buxur. Þetta var rosalega „nineties“ og mér fannst ég ógeðslega flottur.“ Stóra fermingargjöf Bjarna var nýtt rúm til að sofa í. „Ég man að ég fékk frek- ar lítinn pening miðað við hina krakkana í plássinu en ég var sáttur Við þurftum heldur ekki miklar gjafir, enda löngu farin að vinna langa daga í fiskvinnslunni. Ég man að við fermingarbarnahópurinn tók- um vinnuna svo alvarlega að við gættum þess að biðja mjög tímanlega um frí frá saltfiskverkuninni til að geta örugglega látið ferma okkur,“ segir Bjarni. „Sú gjöf sem nýttist mér sennilega best var teppi sem ég fékk, voða fínt en ekkert sér- staklega merkilegt. Þetta teppi fylgdi mér næstu 15 árin, hingað og þangað, og kom oft í góðar þarfir.“ ai@mbl.is Feiminn sveitastrákur í fjólubláu Morgunblaðið/Ómar Töffari Hárgreiðslan segir Bjarni hafa verið fengna beint úr Parker Lewis Can’t Lose þáttunum. Breytingar Bjarni var að eigin sögn mjög trúaður á fermingardaginn og tók athöfnina alvarlega en trúin bráði nánast samdægurs af honum. ’Bjarni man að hann varfótbrotinn á meðan áfermingarfræðslunni stóð,og hann man líka að hanntók ferminguna mjög alvar- lega. „Ég var rosalega trúað- ur, en svo var eins og trúar- sannfæringin hyrfi strax eftir athöfnina Stelling Fermingarfötin keypti fjöl- skyldan í ferðalagi til Amsterdam. Bjarni Snæbjörnsson leikari var fermdur að sumri svo ættingjar hans fyrir sunnan ættu auðveldara með að kom- ast alla leið vestur á Tálknafjörð Fermingarveislur H am r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Veisluþjónusta nóatúns býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingaveisluna SÚPU- OGBRAUÐVEISLA LÉTTARVEITINGAR KALTVEISLUBORÐ HAMBORGARHRYGGJAVEISLA KALKÚNAVEISLA LAMBAVEISLA Fyrir ítarlegri upplýsingar um samsetningu veislurétta er hægt að kíkja áwww.noatun.is 2100 Á MANN AÐEINS VERÐ FRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.