Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 54
54 | MORGUNBLAÐIÐ Þ etta er skemmtileg leið til þess að eiga minningar fermingarinnar allar á ein- um stað. Þessi lausn hefur verið að ryðja sér til rúms víða, hér á bæ byrjuðum við fyrir ári og höfum fengið góðar undirtektir,“ segir Egill Ingi Jónsson hjá Mynd- vali á Smáratorgi í Kópavogi. Hjá Myndvali er nú hægt að fá út- búna eigin myndabók prentaða á ljós- myndapappír sem er jafnframt í fal- legri kápu. Þegar myndirnar liggja fyrir er handhægt að sækja forrit að myndabókinni, sem er tiltækt á vef- setri verslunarinnar og þá er léttur leikur að draga myndirnar inn á síð- urnar. Mynda verður betur notið Forritið býður upp á mismunandi útlit og stærð á bókinni, hægt er að velja bakgrunna, litatóna, mismun- andi form og lögun blaðsíðna, hægt er að skera myndir og svo framvegis. Þegar þetta liggur fyrir er svo hægð- arleikur að senda myndabókina yfir netið til útprentunar hjá Myndavali. Myndabækurnar eru að hámarki 32 síður. „Í dag er orðið mjög algengt að fólk láti duga að geyma myndir ferm- ingardagsins inni í tölvunni. Mynd- anna verður hins vegar betur notið, ef og þegar við eigum þær á bók sem endist von úr viti. Myndir geymdar á diskadrifi eru ekki á öruggum stað og enginn vill glata sínum dýrmætustu minningum,“ segir Egill Ingi. sbs@mbl.is Minningarnar settar í eina möppu Forrit fyrir fermingarmynd- irnar. Myndir á góðan pappír. 32 síðna bók með öllu því besta. Morgunblaðið/Golli Myndamaður Myndanna verður best notið, ef og þegar við eigum þær á bók sem er líka öruggasta geymslan, segir Egill Ingi Jónsson. F élagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á marg- víslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroska- tímabilinu og táknar það að ein- staklingurinn er ekki lengur barn heldur ungmenni,“ segir í grein Pét- urs Péturssonar á Vísindavefnum. Upphaflega var fermingin ekki að- greind frá skírninni sem vígsla inn í söfnuð Krists enda fól hún í sér bæði andlega hreinsun í vígðu vatni og gjöf heilags anda sem biskupum einum var treyst fyrir að miðla. Við skírn- arathöfnina, eða ferminguna, fær barnið nafn og fjölskyldan og sam- félagið taka á móti því. Minnt er á skyldur varðandi uppeldi barnsins og hlutverk foreldra og safnaðar í því sambandi. Smám saman tengdist fermingin altarissakramentinu og prófun þekkingar í kristnum fræðum. Lúter og aðrir siðbótarmenn á 16. öld endurskipulögðu kirkjuna og afnámu þeir ferminguna sem sérstakt sakra- menti. Á Íslandi var, að því er fram kemur í grein Péturs, á seinni hluta 19. aldar farið að ráða svonefnda farkennara sem ferðuðust og kenndu börnunum til fermingar. Þessir kennarar störf- uðu á ábyrgð og í umboði presta og sóknarnefnda. Voru prestar jafn- framt í forystu þeirra sem frumkvæði höfðu og ábyrgð báru á skólafræðslu. Fyrrihlutapróf út í heiminn Árið 1946 var ákveðið með nýjum fræðslulögum að aðgreina trúfræðslu kirkju frá kristinfræði skóla. Þar með voru prestar leystir undan eftirliti með alþýðufræðslu. „Á seinustu áratugum hefur ferm- ingarfræðsla kirkjunnar leitast við að efla með unglingunum tilfinningu fyr- ir helgi mannlífsins og mikilvægi kristinnar lífskoðunar fyrir nútíma- manninn. Þrátt fyrir það að margir hafi farið að líta á unglingapróf og stúdentspróf sem eins konar ung- lingavígslur halda íslenskar fjöl- skyldur ferminguna enn í heiðri,“ segir Pétur og bætir við að kannski megi kalla ferminguna fyrrihlutapróf út í heim hinna fullorðnu. Morgunblaðið/RAX Frændaferming Fimm frændur frá Siglufirði voru fermdir saman 1985. Fermingin er trúarleg athöfun og fjölskyldan gleðst með unga fólkinu. Efla tilfinningu fyr- ir helgi mannlífs Fermingin er ungmennavígsla og sem slík sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi, segir prófessor í guðfræði. Íslensk hönnun Sölustaðir: Meba Kringlunni og Smáralind | Michelsen úrsmiðir, Laugavegi 15 | Kraum Aðalstræti 10 Gullsmiður Dýrfinna Torfadóttir, Akranesi | Halldór Ólafsson, Glerártorgi Akureyri Klassík, Egilsstöðum | Karl R. Guðmundsson, Selfossi | Palóma föt og skart, Grindavík Sædís gullsmiðja, Geirsgötu 5 | Úr og Gull, Strandgötu 13-15 | Húsgagnaval, Hornafirði asajewellery.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.