Morgunblaðið - 09.03.2012, Side 54

Morgunblaðið - 09.03.2012, Side 54
54 | MORGUNBLAÐIÐ Þ etta er skemmtileg leið til þess að eiga minningar fermingarinnar allar á ein- um stað. Þessi lausn hefur verið að ryðja sér til rúms víða, hér á bæ byrjuðum við fyrir ári og höfum fengið góðar undirtektir,“ segir Egill Ingi Jónsson hjá Mynd- vali á Smáratorgi í Kópavogi. Hjá Myndvali er nú hægt að fá út- búna eigin myndabók prentaða á ljós- myndapappír sem er jafnframt í fal- legri kápu. Þegar myndirnar liggja fyrir er handhægt að sækja forrit að myndabókinni, sem er tiltækt á vef- setri verslunarinnar og þá er léttur leikur að draga myndirnar inn á síð- urnar. Mynda verður betur notið Forritið býður upp á mismunandi útlit og stærð á bókinni, hægt er að velja bakgrunna, litatóna, mismun- andi form og lögun blaðsíðna, hægt er að skera myndir og svo framvegis. Þegar þetta liggur fyrir er svo hægð- arleikur að senda myndabókina yfir netið til útprentunar hjá Myndavali. Myndabækurnar eru að hámarki 32 síður. „Í dag er orðið mjög algengt að fólk láti duga að geyma myndir ferm- ingardagsins inni í tölvunni. Mynd- anna verður hins vegar betur notið, ef og þegar við eigum þær á bók sem endist von úr viti. Myndir geymdar á diskadrifi eru ekki á öruggum stað og enginn vill glata sínum dýrmætustu minningum,“ segir Egill Ingi. sbs@mbl.is Minningarnar settar í eina möppu Forrit fyrir fermingarmynd- irnar. Myndir á góðan pappír. 32 síðna bók með öllu því besta. Morgunblaðið/Golli Myndamaður Myndanna verður best notið, ef og þegar við eigum þær á bók sem er líka öruggasta geymslan, segir Egill Ingi Jónsson. F élagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á marg- víslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroska- tímabilinu og táknar það að ein- staklingurinn er ekki lengur barn heldur ungmenni,“ segir í grein Pét- urs Péturssonar á Vísindavefnum. Upphaflega var fermingin ekki að- greind frá skírninni sem vígsla inn í söfnuð Krists enda fól hún í sér bæði andlega hreinsun í vígðu vatni og gjöf heilags anda sem biskupum einum var treyst fyrir að miðla. Við skírn- arathöfnina, eða ferminguna, fær barnið nafn og fjölskyldan og sam- félagið taka á móti því. Minnt er á skyldur varðandi uppeldi barnsins og hlutverk foreldra og safnaðar í því sambandi. Smám saman tengdist fermingin altarissakramentinu og prófun þekkingar í kristnum fræðum. Lúter og aðrir siðbótarmenn á 16. öld endurskipulögðu kirkjuna og afnámu þeir ferminguna sem sérstakt sakra- menti. Á Íslandi var, að því er fram kemur í grein Péturs, á seinni hluta 19. aldar farið að ráða svonefnda farkennara sem ferðuðust og kenndu börnunum til fermingar. Þessir kennarar störf- uðu á ábyrgð og í umboði presta og sóknarnefnda. Voru prestar jafn- framt í forystu þeirra sem frumkvæði höfðu og ábyrgð báru á skólafræðslu. Fyrrihlutapróf út í heiminn Árið 1946 var ákveðið með nýjum fræðslulögum að aðgreina trúfræðslu kirkju frá kristinfræði skóla. Þar með voru prestar leystir undan eftirliti með alþýðufræðslu. „Á seinustu áratugum hefur ferm- ingarfræðsla kirkjunnar leitast við að efla með unglingunum tilfinningu fyr- ir helgi mannlífsins og mikilvægi kristinnar lífskoðunar fyrir nútíma- manninn. Þrátt fyrir það að margir hafi farið að líta á unglingapróf og stúdentspróf sem eins konar ung- lingavígslur halda íslenskar fjöl- skyldur ferminguna enn í heiðri,“ segir Pétur og bætir við að kannski megi kalla ferminguna fyrrihlutapróf út í heim hinna fullorðnu. Morgunblaðið/RAX Frændaferming Fimm frændur frá Siglufirði voru fermdir saman 1985. Fermingin er trúarleg athöfun og fjölskyldan gleðst með unga fólkinu. Efla tilfinningu fyr- ir helgi mannlífs Fermingin er ungmennavígsla og sem slík sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi, segir prófessor í guðfræði. Íslensk hönnun Sölustaðir: Meba Kringlunni og Smáralind | Michelsen úrsmiðir, Laugavegi 15 | Kraum Aðalstræti 10 Gullsmiður Dýrfinna Torfadóttir, Akranesi | Halldór Ólafsson, Glerártorgi Akureyri Klassík, Egilsstöðum | Karl R. Guðmundsson, Selfossi | Palóma föt og skart, Grindavík Sædís gullsmiðja, Geirsgötu 5 | Úr og Gull, Strandgötu 13-15 | Húsgagnaval, Hornafirði asajewellery.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.