Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ | 51 Má bjóða þér fermingarveislu? Kársnesbraut 96a 200 Kópavogi Sími 571 5777 lystauki@lystauki.is lystauki.is Létt hlaðborð Frábær miðdegisveisla Hlaðborð með kalkún Ein af vinsælustu veislunum okkar Hlaðborð með Hamborgarhrygg Alltaf hátíðlegt! Steikarveisla Klassísk skotheld veisla Smáréttaveisla Vinsælusta veislan okkar Sælkeraveisla Lúxus smáréttir ásamt meðæti! Úrvalið og gæðin eru hjá okkur Kíktu á matseðlana okkar á lystauki.is, sendu okkur póst á lystauki@lystauki.is eða hafðu samband í síma 571 5777. Við gerum okkar besta til að uppfylla óskir þínar. Viðmiðin breytast frá einum tíma til annars. Það sem skrif- að er samkvæmt viðtekinni hefð á líðandi stundu þykir oft í fyllingu tímans lýsa sér- stæðum hugsunarhætti. Fjallað var um fermingar í Morgunblaðinu í apríl 1973 og sagt frá starfi sr. Jóhanns Hlíð- ar í Neskirkju. Var og lýst um- stanginu sem fermingu fylgir og sagt að þær væru yfirleitt stórmál. „Fer yfirleitt öllu meira fyrir veraldlegu inntaki hennar en trúarlegu. Hundruð heimila um landið gervallt eru undirlögð fermingarundirbúningnum. Húsmæðurnar skúra og skrúbba út í hvern krók og kima, láta mála og breyta, sauma og snurfusa — og heimilisfeðurnir tæma vasana og veskin og slá svo gjarnan víxla ekki sízt, þegar tækifærið er notað til að betrumbæta húsbúnaðinn, áður en fjöl- skyldurnar eru kallaðar saman til að hylla fermingarbarnið og hella yfir það gjöfum.“ Já, svona voru viðhorfin fyrir 39 árum. Sjálfsagt þótti að húsmæðurnar stæðu upp fyrir haus við ýmiss konar húsverk; skrúbbuðu, bónuðu og létu breyta heimilinu. Svo var það feðranna að draga björg í bú og borga brúsann. Nú eru við- horfin hins vegar allt önnur. Undirbúningurinn er sameig- inlegt verkefni fjölskyldunnar þar sem allir leggja sitt af mörkum, enda er slíkt jafnrétti í reynd. Þó það nú væri. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Neskirkja Fermingarbörn í Neskirkju í Reykjavík vorið 1973 með sr. Jó- hanni Hlíðar. Síðar var Jóhann lengi Íslandsprestur í Kaupamannahöfn. Fjölskyldurnar hylla fermingar- barnið og hella yfir það gjöfum Fermingarbörn í kristnum kirkjum landsins þetta vorið eru nærri 4.000 talsins. Ná- kvæmar tölur um þetta liggja enn ekki fyrir en viðmiðin hafa þó verið á svipuðu róli und- anfarin ár. Um 4.200 börn eru í fermingarárgangi þessa vors og yfirleitt fermast um 90% barna í hverjum árgangi hjá kristnum söfnuðum landins, segir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir upplýsingafulltrúi Biskupsstofu. Fyrstu fermingardagarnir eru nú í mars og svo koma þeir einn af öðrum, til dæmis um páskana en rík hefð er fyrir fermingum á skírdag. Yfirleitt lýkur fermingum í þéttbýlinu í apríl eða snemma í maí. Úti í sveitunum er hins vegar gömul og gróin hefð fyrir fermingum á hvítasunnudag eða á annan í hvítasunnu, sem að þessu sinni er dagana 27. og 28. maí næstkomandi. sbs@mbl.is Morgunblaðið/hag Tímamót Fyrstu fermingar vors eru á næstu dögum og eru út maí. Um 4.000 börn fermast Um það bil sjö milljónir króna söfnuðust þegar fermingar- börn um land allt gengu í hús aðra viku í nóvember sl. með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Undanfari þess var fræðsla til um 2.700 fermingarbarna um aðstæður í fátækum löndum Afríku, sérstaklega hvað varð- ar skort á hreinu vatni. Féð sem fermingarbörnin söfnuðu rennur til vatnsverk- efna Hjálparstarfsins í Afríku- löndunum Eþíópíu, Malaví og Úganda. Alls 66 prestaköll tóku þátt og þegar allt verður saman tal- ið má reikna með að með söfn- uninni hafi í hús náðst alls um átta milljónir króna. Þetta var í þrettánda sinn sem söfnunin fór fram. sbs@mbl.is Söfnuðu fyrir Afríkuvatni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.