Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 56
Undirbúningur: Mikilvægt er að vera með hreina húð þegar það er byrj- að á förðun. Hreinsið húðina með viðeigandi hreinsi og berið síðan á and- litsvatn til að jafna ph-gildi húðar. Berið síðan á rakagefandi krem. Athug- ið að nota krem sem er ekki of feitt ef húðin er blönduð/feit. IceCreamTime er upplagt fyrir unga húð þar sem það er létt og nærandi og gott undir farða. Grunnur: Áður en farði er borinn á er einnig gott að bera á svokallað grunnkrem til að gefa farðanum betri endingu. Grunnkrem er sérstaklega gott fyrir unglingshúð sem er ef til vill blönduð/feit og fyrir unglinga sem eru með útbrot þar sem grunnurinn jafnar yfirborðið fyrir farðann og gef- ur húðinni að auki ljóma. BasePreper grunnur í kremformi sem gerir húð- ina frísklegri. Eftir að kremið hefur verið borið á er gott að leyfa kreminu að jafna sig á húðinni í um mínútu. Síðan er farðinn borinn á. Farði: Fyrir unga húð er einstaklega gott að veljaWonderPowder sem farða. Púðrið er náttúrulegt og án rotvarnar- og bindiefna. Farðinn stíflar ekki svitaholur og verndar húðina. Það er auðvelt að stjórna áferðinni og útkoman er óaðfinnanleg. Fyrir þær sem vilja ekki nota farða er upplagt að nota eingöngu WonderPowder fyrir náttúrulegt útlit. Einnig er auðvelt að blanda púðrinu út í rakakrem til að útbúa litað dagkrem fyrir þurra erta húð. Svo er púðrinu dustað yfir með stórum púðurbursta. Steinefnap- úðrið hentar viðkvæmustu húðgerð. Hyljari: Gott er að hafa í huga að nota farða til að jafna húðlit í stað þess að hylja bauga, bólur og roða. Notið heldur þynnri farða fyrir ferming- arstúlkur og þéttan hyljara á roða og bólur og undir augu ef þess þarf. Byrjið á að bera farða á húðina og athugið síðan hvort það þurfi hyljara yfir ákveðin svæði eins og á bauga eða bólur. CoverAll Mixer frábærhylj- ari, því hann inniheldur 3 liti með þéttum litögnum og hylur alla mislitaða tóna húðarinnar. Gulur hylur roða, ferskjulitaður hylur bláma og ljósi húð- litaði tónninn er notaður til að blanda við hvorn tóninn fyrir sig. Best er að bera hyljara á með bursta með nylonhárum og þá sérstaklega á bólur til að koma í veg fyrir að það þurfi að nota fingurna. Augabrúnir: Augnabrúnirnar eru formaðar meðTaupe augnblýanti en hann er mjög mildur og fallegur fyrir flesta húðtóna því hann er „neutra- l“,ekki gulur né rauðtóna. Liturinn er afar hentugur til að forma og fylla inn í augabrúnirnar í stað þess að dekkja. Hann hentar einnig í það að ramma inn augun á náttúrulegan og mildan hátt. Augu: Það er best að varast það að nota of dökka liti á fermingardaginn. Reynið frekar að velja milda liti til að fá náttúrulegra yfirbragð og poppa þá förðunina upp með t.d. einum björtum lit. Pastellitir eru afar vinsælir nú í vor. Auðveld leið er að bera einn lit af augnskugga eða kremskugga yfir allt augnlokið og yfir það augnskuggaduft. Augnskuggaduftin eru afar vinsæl hjá ungu kynslóðinni og fáanleg í fjölmörgum litum. Að lokum er augnblýantur borinn á undir augað. Skemmtilegt er að velja einhvern bjartan blýant. Mýkja út línuna með litlum bursta og jafnvel að bera örlít- in augnskugga yfir augnblýantinn í sama lit. Maskari: Fyrir þær sem eru ekki farnar að nota maskara er oft nóg að bretta upp á augnhárin og setja t.d. örlitið vaselín á endana á augnhár- unum til að gera þau glansandi. Annars er líka gott ráð að velja svar- brúnan maskara í stað þess að nota blá-svartan og greiða vel yfir augnhár- in eftir að maskarinn er borinn á til að koma í veg fyrir klessur og til að fá náttúrulegt útlit. Þegar maskari er borinn á er gott að juða burstanum fram og til baka, það gefur augnahárunum meiri þykkt. Síðan er maskara greitt vel inn á milli rótarinnar á augnhárunum og greitt út eftir augnhárunum til að lengja. Kinnar: Nú í vor er afar vinsælt að vera með bjarta og jafnvel skæra kinnaliti í bleikum og kóraltón fremst á kinnunum. Veljið lit sem fellur vel við húðlit, þannig næst fram frísklegt útlit. Einnig er hægt að nota High- Tech Lighter kremlit. Það er fjölnota vara sem meðal annars er hægt er að nota sem augnskugga, kinnalit, varalit og sem „highlight“ á kinnbein. Andlitið er skyggt með Sun Touch sólarpúðri undir kinnbein, við gagn- auga, undir höku og niður á háls. Síðan er kinnalitur settur fremst í kinn- arnar. Varir: Á varir er ýmist valið varagloss eða gegnsær varalitur. Nú í vor eru mildir kórallitir afar vinsælir og jafnvel gloss með fíngerðu glimmeri settir yfir. Neglur: Það getur verið skemmtileg leið til að tjá sinn stíl á ferming- ardaginn að setja einhvern skemmtilegan lit á neglurnar. Það eru allir regnbogans litir í tísku í naglalökkum þannig auðvelt er að finna lit. Ef til vill er hægt að velja einhvern lit sem passar við förðunina eða blómin í fermingunni sjálfri. jonagnar@mbl.is Falleg Enza Marey Massaro lítur glæsilega út að lokinni fermingarförðun frá Make-Up Store. Fermingar- förðun frá Make Up Store Margrét Ragna Jónasardóttir hjá Make-Up Store gefur hér góð ráð fyrir fermingarförðunina og útskýrir, skref fyrir skref, hvernig best er að bera sig að. 56 | MORGUNBLAÐIÐ Húð: WonderPowder (Ka- lahari), hyljari: CoverAll- Mix hyljari. Augu: HighTechLighter (Venus), Augn- skuggaduft: Lady Augnblýantur: GoWild, Maskari: MultiLash, Kinnalitur: MustHave Varir: Lipgloss:Tulip Fermingarmódel: Enza MareyMassaro, 13 ára Förðun: Margrét R. Jón- asar með MAKEUP- STORE Vörur sem voru notaðar á módel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.