Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 16
V el valdar gjafir eru lífstíð- areign þeim sem þær hljóta. Í seinni tíð hefur það orðið æ algengara að gefa gjafakort á einhvers konar upplifun í stað hluta og víst er um það að minningar geta enst æv- ina á enda, ekki síður en áþreif- anlegir hlutir. Hér eru nefndir til sögunnar nokkrir valkostir fyrir þá sem hafa hug á að gefa upplifun, og í framhaldinu minningar, í ferming- argjöf. Um heilmargt að velja í Hörpu Tónlistarhús Reykvíkinga, Harpa, býður upp á gjafabréf sem má nota til að njóta hinna fjölbreyttu við- burða sem fram fara í húsinu. Af nógu er líka að taka á árinu, eins og Anna Margrét Björnsson, kynning- arfulltrúi Hörpu, bendir á, en þar er að finna jöfnum höndum popp, rokk djass og klassík. Meðal þeirra við- burða sem fermingarbörnin gætu haft augastað má nefna franska tón- listarmanninn Yann Tiersen sem leikur á Listahátíð hinn 31. maí, uppistandssýninguna „How to be- come Icelandic in 60 minutes“ sem sýnd verður fram til júníloka og svo dægurtónlistargoðsagnir á borð við Elvis Costello, Tony Bennett og hljómsveitina Jethro Tull. „En ég mæli líka sannarlega með því að fermingarbörn kynni sér dag- skrá Sinfóníunnar sem hefur verið mjög framsækin og spennandi und- anfarið ár,“ bætir Anna Margrét við. Skrín með skemmtilegri gjöf Óskaskrín er nýjung á sviði gjafa- vöru á Íslandi, byggð á hugmynd- inni um að gefa upplifanir í stað áþreifanlegra hluta. Með Óskaskríni gefur gefandinn viðtakandanum færi á að velja sér upplifun úr fjölda mismunandi möguleika sem leynast í hverju boxi. Þá velur gefandinn ákveðið þema sem hann telur hæfa viðtakanda og viðtakandinn velur svo upplifun úr viðkomandi þema. Óskaskrín er keypt á www.oska- skrin.is eða á einhverjum sölustaða um allt land. „Þiggjandi gjafarinnar fær í hendur fallega gjafaöskju ásamt gjafakorti og handbók,“ útskýrir Sigrún H. Einarsdóttir hjá Óska- skríni ehf. „Með hjálp handbók- arinnar velur viðkomandi síðan úr fjölmörgum upplifunum innan þess þema sem skrínið geymir.“ Þegar ákvörðun hefur verið tekin er pant- að beint hjá þjónustuaðila hverrar upplifunar og gjafakortið notað sem greiðsla þegar þjónustan er nýtt. „Óskaskrínin átta eru á mismunandi verði og höfða til fjölbreytilegs smekks og ólíkra áhugasviða viðtak- enda,“ bætir Sigrún við. Meðal þeirra þema sem sögð eru henta vel til fermingargjafa á heimasíðu Óskaskríns eru Fjör, Dekur, Kúltúr og Adrenalín. Innan hvers þema eru svo ótal mismun- andi upplifanir og líklegt að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Flugferð í fermingargjöf Fyrir þá sem hafa gaman af því að lyfta sér upp, í bókstaflegri merkingu, gæti gjafabréf í kynning- arflug hjá flugskóla Keilis verið rétta gjöfin. Gjafabréf í kynning- arflug með flugvél frá Keili býður upp á upplifun í háloftunum og ætti að vera býsna eftirminnileg lífs- reynsla. Um tvenns konar gjafabréf er að ræða, annars vegar fyrir við- takanda og svo fyrir viðtakanda ásamt einum gesti. Í báðum til- fellum er um eina klukkustund að ræða og þar af tekur flugið sjálft 30 mínútur. Handbók fylgir fyrir flug- vélina sem farið er í. Vestfirsk upplifun í poka Vesturferðir bjóða upp á skemmtilega útfærslu gjafabréfa, svokallaða Gjafapoka. Pokarnir eru af öllum verðflokkum, stærðum og gerðum og innihalda ferðir víða á Vestfjörðum, en flestir eru þeir mið- aðir við Ísafjörð. Eins og segir á heimasíðu Vest- urferða eru fjölmargir gerðir Gjafa- poka í boði og eru útfærslurnar á annan tug. Allar heita þær eftir inni- haldinu og þeirri upplifun sem það býður upp á og má á meðal mögu- leika nefna Bakpoka, með dags- göngu á Hornströndum, Svefnpoka með sæluhelgi á Hótel Ísafirði, Þvottapoka þar sem heimsóttar eru fimm sundlaugar á þremur dögum, Galdrapoka þar sem hinar dulúðugu Strandir eru í aðalhlutverki og Skíðapoka þar sem sjónum er beint að skíðavikunni um páskana á Ísa- firði. Ef gefandinn vill sérsníða inni- haldið er Blandípoka ákjósanlegur kostur en þá er lausnin alfarið sér- sniðin. jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Mýrarbolti Margt er í boði fyrir vestan og ferð þangað gæti verið skemmtileg gjöf. Hægt er að fara um galdra- slóðir á Ströndum, í gönguferðir á Hornströndum og svo þykir Mýrarboltinn alveg mögnuð skemmtun. Morgunblaðið/Golli Útsýnisflug Fyrir þá sem hafa gaman af því að lyfta sér upp, í bókstaflegri merkingu, gæti gjafabréf í kynn- ingarflug hjá flugskóla verið rétta gjöfin. Úr lofti fæst annað sjónarhorn á byggðir breiðar en af jörðu niðri. Óskaskrín Nýjung byggð á hugmyndinni um upplifanir í stað áþreif- anlegra hluta. Viðtakandanum hefur færi á að velja sér ólíka upplifun. Upplifun í fermingargjöf Það færist sífellt í vöxt að gefa fermingarbörnum ein- hvers konar upplifun eða reynslu, í stað áþreifanlegra hluta. Þannig geta skapast góðar minningar sem ferm- ingarbarnið tekur með sér inn í framtíðina. ’Víst er um það aðminningar geta enstævina á enda, ekki síðuren áþreifanlegir hlutir.Hér eru nefndir til sög- unnar nokkrir valkostir Harpa Gjafarkort í tónlistarhöllina virkar vel enda eru margir áhuga- verðir tónlistarviðburðir á dagskrá þar á næstu vikum og mánuðum. 16 | MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.