Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 16

Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 16
V el valdar gjafir eru lífstíð- areign þeim sem þær hljóta. Í seinni tíð hefur það orðið æ algengara að gefa gjafakort á einhvers konar upplifun í stað hluta og víst er um það að minningar geta enst æv- ina á enda, ekki síður en áþreif- anlegir hlutir. Hér eru nefndir til sögunnar nokkrir valkostir fyrir þá sem hafa hug á að gefa upplifun, og í framhaldinu minningar, í ferming- argjöf. Um heilmargt að velja í Hörpu Tónlistarhús Reykvíkinga, Harpa, býður upp á gjafabréf sem má nota til að njóta hinna fjölbreyttu við- burða sem fram fara í húsinu. Af nógu er líka að taka á árinu, eins og Anna Margrét Björnsson, kynning- arfulltrúi Hörpu, bendir á, en þar er að finna jöfnum höndum popp, rokk djass og klassík. Meðal þeirra við- burða sem fermingarbörnin gætu haft augastað má nefna franska tón- listarmanninn Yann Tiersen sem leikur á Listahátíð hinn 31. maí, uppistandssýninguna „How to be- come Icelandic in 60 minutes“ sem sýnd verður fram til júníloka og svo dægurtónlistargoðsagnir á borð við Elvis Costello, Tony Bennett og hljómsveitina Jethro Tull. „En ég mæli líka sannarlega með því að fermingarbörn kynni sér dag- skrá Sinfóníunnar sem hefur verið mjög framsækin og spennandi und- anfarið ár,“ bætir Anna Margrét við. Skrín með skemmtilegri gjöf Óskaskrín er nýjung á sviði gjafa- vöru á Íslandi, byggð á hugmynd- inni um að gefa upplifanir í stað áþreifanlegra hluta. Með Óskaskríni gefur gefandinn viðtakandanum færi á að velja sér upplifun úr fjölda mismunandi möguleika sem leynast í hverju boxi. Þá velur gefandinn ákveðið þema sem hann telur hæfa viðtakanda og viðtakandinn velur svo upplifun úr viðkomandi þema. Óskaskrín er keypt á www.oska- skrin.is eða á einhverjum sölustaða um allt land. „Þiggjandi gjafarinnar fær í hendur fallega gjafaöskju ásamt gjafakorti og handbók,“ útskýrir Sigrún H. Einarsdóttir hjá Óska- skríni ehf. „Með hjálp handbók- arinnar velur viðkomandi síðan úr fjölmörgum upplifunum innan þess þema sem skrínið geymir.“ Þegar ákvörðun hefur verið tekin er pant- að beint hjá þjónustuaðila hverrar upplifunar og gjafakortið notað sem greiðsla þegar þjónustan er nýtt. „Óskaskrínin átta eru á mismunandi verði og höfða til fjölbreytilegs smekks og ólíkra áhugasviða viðtak- enda,“ bætir Sigrún við. Meðal þeirra þema sem sögð eru henta vel til fermingargjafa á heimasíðu Óskaskríns eru Fjör, Dekur, Kúltúr og Adrenalín. Innan hvers þema eru svo ótal mismun- andi upplifanir og líklegt að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Flugferð í fermingargjöf Fyrir þá sem hafa gaman af því að lyfta sér upp, í bókstaflegri merkingu, gæti gjafabréf í kynning- arflug hjá flugskóla Keilis verið rétta gjöfin. Gjafabréf í kynning- arflug með flugvél frá Keili býður upp á upplifun í háloftunum og ætti að vera býsna eftirminnileg lífs- reynsla. Um tvenns konar gjafabréf er að ræða, annars vegar fyrir við- takanda og svo fyrir viðtakanda ásamt einum gesti. Í báðum til- fellum er um eina klukkustund að ræða og þar af tekur flugið sjálft 30 mínútur. Handbók fylgir fyrir flug- vélina sem farið er í. Vestfirsk upplifun í poka Vesturferðir bjóða upp á skemmtilega útfærslu gjafabréfa, svokallaða Gjafapoka. Pokarnir eru af öllum verðflokkum, stærðum og gerðum og innihalda ferðir víða á Vestfjörðum, en flestir eru þeir mið- aðir við Ísafjörð. Eins og segir á heimasíðu Vest- urferða eru fjölmargir gerðir Gjafa- poka í boði og eru útfærslurnar á annan tug. Allar heita þær eftir inni- haldinu og þeirri upplifun sem það býður upp á og má á meðal mögu- leika nefna Bakpoka, með dags- göngu á Hornströndum, Svefnpoka með sæluhelgi á Hótel Ísafirði, Þvottapoka þar sem heimsóttar eru fimm sundlaugar á þremur dögum, Galdrapoka þar sem hinar dulúðugu Strandir eru í aðalhlutverki og Skíðapoka þar sem sjónum er beint að skíðavikunni um páskana á Ísa- firði. Ef gefandinn vill sérsníða inni- haldið er Blandípoka ákjósanlegur kostur en þá er lausnin alfarið sér- sniðin. jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Mýrarbolti Margt er í boði fyrir vestan og ferð þangað gæti verið skemmtileg gjöf. Hægt er að fara um galdra- slóðir á Ströndum, í gönguferðir á Hornströndum og svo þykir Mýrarboltinn alveg mögnuð skemmtun. Morgunblaðið/Golli Útsýnisflug Fyrir þá sem hafa gaman af því að lyfta sér upp, í bókstaflegri merkingu, gæti gjafabréf í kynn- ingarflug hjá flugskóla verið rétta gjöfin. Úr lofti fæst annað sjónarhorn á byggðir breiðar en af jörðu niðri. Óskaskrín Nýjung byggð á hugmyndinni um upplifanir í stað áþreif- anlegra hluta. Viðtakandanum hefur færi á að velja sér ólíka upplifun. Upplifun í fermingargjöf Það færist sífellt í vöxt að gefa fermingarbörnum ein- hvers konar upplifun eða reynslu, í stað áþreifanlegra hluta. Þannig geta skapast góðar minningar sem ferm- ingarbarnið tekur með sér inn í framtíðina. ’Víst er um það aðminningar geta enstævina á enda, ekki síðuren áþreifanlegir hlutir.Hér eru nefndir til sög- unnar nokkrir valkostir Harpa Gjafarkort í tónlistarhöllina virkar vel enda eru margir áhuga- verðir tónlistarviðburðir á dagskrá þar á næstu vikum og mánuðum. 16 | MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.