Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Litríkar, hagnýtar, fíngerðar, óbrjótandi, fallegar, spennandi, endingargóðar, mjúkar, skemmtilegar... Alls konar gjafir á óskalistann ykkar. Evrópusambandið hefur nú til meðferðar beiðni Slóvakíu um framleiðsluvernd á svonefndum Krainer-svínapyls- um, sem hafa verið framleiddar í landinu síðan á 19. öld. Pylsurnar eru kryddaðar með hvítlauki og pipar og þykja mikið lostæti. Austurríki hefur lagst gegn beiðninni því fái Slóvenar umrætt leyfi þýðir það að Austurríkismenn, sem fram- leiða vinsælar ostafylltar pylsur á svipaðan hátt, svokall- aðar ostakrainerpylsur, mega ekki lengur framleiða vöru með Krainer-nafninu. Austurríkismenn segja að það þýddi mikið fjárhagslegt tap. Vínarpylsur séu eitt og ostakrainerpylsur annað. Reuters Bitist um gómsætar pylsur Breskir vísindamenn segja að mik- ið grunnvatn sé að finna neð- anjarðar í Afríku og sé magnið 100 sinnum meira en vatnið á yfirborð- inu. Vatnsþurrð hefur verið mikið vandamál í Afríku og talið er að yf- ir 300 milljónir manna hafi ekki að- gengi að drykkjarvatni. Vatnsþörf á eftir að aukast enn frekar næstu áratugina, bæði vegna fólksfjölg- unar og aukinnar þarfar á áveitu. BBC greinir frá því að breskir vísindamenn hafi kortlagt vatna- svæðin neðanjarðar. Haft er eftir fulltrúum þeirra að svæði sem talin hafi verið vatnslítil búi yfir miklum vatnsbirgðum neðanjarðar. Fram kemur að helstu svæðin eru í Norð- ur-Afríku, einkum í Líbíu, Alsír og Chad. Vísindamennirnir eru ekki sann- færðir um að best sé að bora djúpt eftir vatninu heldur telja þeir væn- legra að fara varlega, bora grunnt og nota handpumpur. AFRÍKA Grunnvatn finnst í miklu magni Morgunblaðið/Þorkell Vatn Brunnur í Tete-héraði í norð- vesturhluta Mósambík. Tugir þúsunda manna komu saman á Tahrir- torgi í Kaíró í gær til þess að mótmæla her- foringjastjórn- inni í Egypta- landi. Hosni Mubarak missti völdin í fyrra og eiga forsetakosn- ingar að fara fram í næsta mánuði, en mótmælendur telja að ráðandi herforingjar hafi „rænt“ bylting- unni. Margir hópar tóku þátt í mót- mælunum, meðal annars Bræðra- lag múslíma. EGYPTALAND Tugir þúsunda mót- mæla á Tahrir-torgi Mótmæli í Kaíró. Talið er að 127 manns hafi farist þegar farþegaþota brotlenti á leið inn til lendingar skammt frá flug- vellinum í Islamabad, höfuðborg Pakistans, í slæmu veðri, rigningu og þoku, í gær. Vélin, sem var af gerðinni Boeing 737, var í innanlandsflugi hjá flug- félaginu Bhoja Air á leið frá Kar- achi með 118 farþega og níu manna áhöfn. Lögreglan sagði að talið væri að allir í vélinni hefðu farist. Fregnir hermdu að vélin hefði brot- lent á akri nálægt þorpi við jaðar höfuðborgarinnar. Bhoja Air er ungt félag. Það hætti rekstri á tímabili en hóf starf- semi á ný fyrir skömmu. AFGANISTAN 127 taldir af í flug- slysi við Islamabad
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.