Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012
DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011
Litríkar, hagnýtar,
fíngerðar, óbrjótandi,
fallegar, spennandi,
endingargóðar,
mjúkar, skemmtilegar...
Alls konar gjafir
á óskalistann ykkar.
Evrópusambandið hefur nú til meðferðar beiðni Slóvakíu
um framleiðsluvernd á svonefndum Krainer-svínapyls-
um, sem hafa verið framleiddar í landinu síðan á 19. öld.
Pylsurnar eru kryddaðar með hvítlauki og pipar og
þykja mikið lostæti.
Austurríki hefur lagst gegn beiðninni því fái Slóvenar
umrætt leyfi þýðir það að Austurríkismenn, sem fram-
leiða vinsælar ostafylltar pylsur á svipaðan hátt, svokall-
aðar ostakrainerpylsur, mega ekki lengur framleiða vöru
með Krainer-nafninu. Austurríkismenn segja að það
þýddi mikið fjárhagslegt tap. Vínarpylsur séu eitt og
ostakrainerpylsur annað.
Reuters
Bitist um gómsætar pylsur
Breskir vísindamenn segja að mik-
ið grunnvatn sé að finna neð-
anjarðar í Afríku og sé magnið 100
sinnum meira en vatnið á yfirborð-
inu.
Vatnsþurrð hefur verið mikið
vandamál í Afríku og talið er að yf-
ir 300 milljónir manna hafi ekki að-
gengi að drykkjarvatni. Vatnsþörf
á eftir að aukast enn frekar næstu
áratugina, bæði vegna fólksfjölg-
unar og aukinnar þarfar á áveitu.
BBC greinir frá því að breskir
vísindamenn hafi kortlagt vatna-
svæðin neðanjarðar. Haft er eftir
fulltrúum þeirra að svæði sem talin
hafi verið vatnslítil búi yfir miklum
vatnsbirgðum neðanjarðar. Fram
kemur að helstu svæðin eru í Norð-
ur-Afríku, einkum í Líbíu, Alsír og
Chad.
Vísindamennirnir eru ekki sann-
færðir um að best sé að bora djúpt
eftir vatninu heldur telja þeir væn-
legra að fara varlega, bora grunnt
og nota handpumpur.
AFRÍKA
Grunnvatn finnst
í miklu magni
Morgunblaðið/Þorkell
Vatn Brunnur í Tete-héraði í norð-
vesturhluta Mósambík.
Tugir þúsunda
manna komu
saman á Tahrir-
torgi í Kaíró í
gær til þess að
mótmæla her-
foringjastjórn-
inni í Egypta-
landi. Hosni
Mubarak missti
völdin í fyrra og
eiga forsetakosn-
ingar að fara fram í næsta mánuði,
en mótmælendur telja að ráðandi
herforingjar hafi „rænt“ bylting-
unni.
Margir hópar tóku þátt í mót-
mælunum, meðal annars Bræðra-
lag múslíma.
EGYPTALAND
Tugir þúsunda mót-
mæla á Tahrir-torgi
Mótmæli í Kaíró.
Talið er að 127 manns hafi farist
þegar farþegaþota brotlenti á leið
inn til lendingar skammt frá flug-
vellinum í Islamabad, höfuðborg
Pakistans, í slæmu veðri, rigningu
og þoku, í gær.
Vélin, sem var af gerðinni Boeing
737, var í innanlandsflugi hjá flug-
félaginu Bhoja Air á leið frá Kar-
achi með 118 farþega og níu manna
áhöfn. Lögreglan sagði að talið
væri að allir í vélinni hefðu farist.
Fregnir hermdu að vélin hefði brot-
lent á akri nálægt þorpi við jaðar
höfuðborgarinnar.
Bhoja Air er ungt félag. Það
hætti rekstri á tímabili en hóf starf-
semi á ný fyrir skömmu.
AFGANISTAN
127 taldir af í flug-
slysi við Islamabad