Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 28
BÍLARAF BÍLAVERKSTÆÐI Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is Allar almennar bílaviðgerðir Tímapantanir í síma 564 0400 Gott verð, góð þjónusta! Startarar og alternatorar í miklu úrvali 28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 ● Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna funda nú í Washington, þar sem m.a. eru ræddar óskir Christine Lagarde, forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um að lánageta sjóðsins verði aukin um 400 milljarða dollara, eða sem sam- svarar rúmum 50 þúsund milljörðum íslenskra króna. BBC greindi frá því í gær að hart væri sótt að George Osborne, fjármála- ráðherra Breta, á fundinum og hann hvattur til þess að beita sér fyrir aukn- um lánum til efnahagskerfa í vanda. Haft er eftir Osborne að allar ákvarðanir um að auka lánagetu AGS verði að taka hnattrænt. Þegar liggja fyrir loforð mismunandi ríkja um að leggja AGS til aukið fé upp á um 320 milljarða dollara. Þar af hefur Japan lofað 60 milljörðum dollara. Ólíklegt er talið að Bandaríkin lofi að auka framlag sitt til AGS, en Andrew Walker, frétta- skýrandi BBC í efnahagsmálum, segir að slíkt myndi mælast illa fyrir í Bandaríkjunum, svo skömmu fyrir for- setakosningar. Vill 50 þúsund milljarða til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Gangi 0,5% verðbólguspá Greining- ar Íslandsbanka eftir fyrir aprílmán- uð mun 12 mánaða verðbólga minnka úr 6,4% í 6,1%, og raunar gerir hún ráð fyrir áframhaldandi hægri hjöðnun næstu misseri eftir verðbólguskot sem staðið hefur linnulítið frá upphafi árs 2011. Hag- stofan birtir vísitölu neysluverðs næsta föstudag hinn 27. apríl. Þetta kom fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka í gær- morgun. Greining Íslandsbanka telur að ferða- og flutningskostnaður aukist talsvert í aprílmánuði líkt og undan- farna mánuði, ekki síst vegna áfram- haldandi hækkunar á eldsneyti. Auk þess koma árstíðabundnar hækkanir gjarnan fram í reiðhjólum, sumar- hjólbörðum og fleiri ferðatengdum liðum í mánuðinum. Gerir Greiningin ráð fyrir að lið- urinn vegi til 0,15% hækkunar VNV í apríl. Þá hefur matvara hækkað nokkuð upp á síðkastið og gert er ráð fyrir 0,1% hækkun VNV í apríl vegna þessa. Föt og skór leggja svo til tæp 0,1% í hækkun VNV að mati Greiningarinnar. Veiking eða styrking krón- unnar hefur mikið að segja Loks koma almenn áhrif veikingar krónu á síðustu mánuðum og launa- hækkana í febrúar og mars fram í hækkun ýmissa liða sem samanlagt vega til ríflega 0,15% hækkunar VNV í spánni. „Hins vegar teljum við að húsnæð- isliður vísitölunnar muni lítið hækka í apríl, enda vísbendingar um að hús- næðisverð hafi staðið í stað undan- farið,“ segir í Morgunkorni Íslands- banka. Á seinni hluta ársins spáir Grein- ing Íslandsbanka töluvert hægari hækkun VNV. Það er þó háð því að krónan gefi ekki frekar eftir. Spá þeirra gerir raunar ráð fyrir lítils- háttar styrkingu krónu þegar líður á árið, en óhagstæðari þróun krónunn- ar á komandi misserum myndi breyta verðbólguhorfum umtalsvert til verri vegar. „Við spáum því að verðbólga mælist 4,5% í lok yfirstandandi árs og að í desember 2013 verði verð- bólgan 3,6%. 2,5% verðbólgumark- mið Seðlabankans næst þó vart fyrr en á seinni hluta ársins 2014,“ segir í Morgunkorninu. Spá því að verðbólga mælist 4,5% í lok ársins 2012 Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðbólga Það eru gömul sannindi og ný að þegar krónan veikist, þá hækk- ar vöruverð á innfluttum varningi og verðbólga eykst að sama skapi.  Greining Ís- landsbanka spáir hægri hjöðnun                                          !"# $% " &'( )* '$* +,- ,./0.- +,1 ,,0/2- ,,0.2+ +303.4 +/30/2 +052.3 +420- +--0,5 +,-0/ ,./055 +,10/1 ,,02++ ,,0+.- +303-2 +/301/ +0525/ +450+3 +--01, ,,3053+2 +,-0- ,.20.2 +,1012 ,,021- ,,0+1+ +304+4 +/40+, +05243 +4501- +-10+4 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Aðskilnaður viðskipta- og fjárfest- ingabanka virðist ekki skila tilætluð- um árangri auk þess sem hann felur í sér umtalsverðan kostnað fyrir lán- takendur og fjármagnseigendur,“ sagði Davíð Stefánsson hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka á morgunfundi í bankanum í gær þar sem kostir og gallar slíks aðskilnaðar voru ræddir. Í lok fundarins tók Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri, saman það sem hafði verið rætt og ítrekaði að fund- urinn hefði verið haldinn í von um að gera umræðuna um þessi mál vit- rænni. Hann vitnaði í Moniku Canem- an sem er fyrrverandi aðstoðarfor- stjóri Skandinaviska Enskilda Banken sem sagði að bankarnir í Sví- þjóð þættu svo hrikalega litlir að það tæki því ekki að skipta þeim svona upp. Höskuldur bætti því svo við að meðalstór banki í Svíþjóð væri að jafnaði um tíu sinnum stærri en þeir íslensku. Hann sagði að eitt mikilvægasta hlutverk íslensku bankanna í dag sé að skapa traust á alþjóðlegum mörk- uðum. Að ábyrgð frá banka sem ekki nýtur trausts sé einskis virði. Auk Davíðs og Höskuldar héldu Jenkins og Lient erindi en þeir vinna fyrir ráðgjafafyrirtækið McKinsey, annar í London en hinn í Osló. Hættan ekki mikil hér á landi Davíð Stefánsson fór í gegnum það hvernig alþjóðlega fjármálakreppan hefði leitt í ljós ýmsa vankanta á upp- byggingu fjármálakerfisins. En kreppan hafi valdið því að vandinn jókst erlendis en minnkaði hér á landi. Víða í Evrópu hefði ríkið gripið inní og bjargað bönkunum en hér hefðu þeir verið látnir fara á hliðina og úr urðu innlendir viðskiptabankar sem væru hættuminni. Að mati Davíðs sker stærð íslenska bankakerfisins sig því ekki lengur úr í alþjóðlegum samanburði en í mörgum löndum er nú mun stærra bankakerfi sem hlutfall af landsframleiðslu en á Íslandi, til dæmis í Bretlandi, Sviss og Svíþjóð. Þá er fjárfestingarbanka- starfsemi nýju íslensku bankanna af- ar lítil og aðeins brot af heildarstarf- semi þeirra. Þótt slík starfsemi kunni að aukast á næstu árum telur Davíð það afar ólíklegt að hún nái nokkrun tíma sömu hæðum og erlendis þarsem fjármálamarkaðir séu afar þróaðir. Ís- lensku bankarnir séu í dag fyrst og fremst innlendir viðskiptabankar og þar sé lítil fjárfestinga bankastarf- semi. Útlánasamsetning sé frábrugð- in miðað við erlenda banka og alþjóð- leg starfsemi lítil. Hjá bönkunum sé hærra eiginfjárhlutfall og minni vog- un. Ofurtrú á markaðinn Jenkins og Lient varð tíðrætt um regluverkið og Basel III sem er það regluverk sem evrópsku bankarnir ætla að vera búnir að innleiða fyrir ár- ið 2019. Þeir bentu á að þeir væru ekki það mikið inní íslenskum aðstæðum til að geta ráðlagt þjóðinni hvað eigi að gera í hennar málum en þeir gætu deilt vangaveltum um aðstæður í Evr- ópu. Þeir bentu á að eftirlit og tilskipanir hefðu aukist mjög eftir að alþjóðlega fjármálakrísan reið yfir. Þeir vildu meina að trúin á mark- aðinn hefði verið of mikil fram að krís- unni. Menn hefðu talið að markaður- inn myndi ná jafnvægi af sjálfu sér, markaðurinn væri svo skynsamur. „En hvernig gat markaðurinn ekki séð að það myndi enginn koma í þessa ofgnótt húsa sem var verið að byggja, til þess var ekki nógu mikið af fólki? Fleiri ókostir við aðskilnað  Aðskilnaður viðskipta og fjárfestinga Basel III og íslensku bankarnir » Basel reglugerðin er sett af Alþjóðagreiðslubankanum (oft kallaður Seðlabanki seðla- bankanna) » Frá þeim hafa komið leið- beinandi reglugerðir til þjóða frá 1975 en stofnunin er stað- sett í Basel í Sviss. » Uppfærsla á alþjóða- regluverki bankanna, kallað Basel III, hefur verið samþykkt og er innleiðing þess hafin en á að ljúka fyrir 2019. » Samkvæmt Basel III er búið að hækka kröfu um lágmark eigin fjár banka upp í 10,5% til 13% en hjá íslensku bönk- unum er það nú 16% og flestir þeirra jafnvel með það mun hærra en lágmarkskrafa er um. » Í Basel III eru einnig gerðar meiri kröfur um gæði eigin fjár. ● Smásala í Bretlandi jókst um 1,8% í marsmánuði og er það mesta hækkun á milli mánaða í meira en eitt ár. Hag- stofa Bretlands (ONS) greindi frá þessu í gær. Helstu skýringar á þessari auknu smásölu eru sagðar vera veðurblíðan í Bretlandi í marsmánuði, sem hafi aukið sölu á fatnaði, skófatnaði, garðáhöldum og verkfærum. Þá er einnig tilgreind aukin sala í eldsneyti, en hún jókst um 4,9% í mars, einkum vegna þess að almenningur í Bretlandi óttaðist verkfall bílstjóra olíu- flutningabíla. Smásala í Bretlandi jókst um 0,8% síðustu þrjá mánuði frá því sem var sama tímabil 2011. Smásala tók kipp í Bretlandi í mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.