Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stuðnings-menn að-ildar Ís- lands að Evrópu- sambandinu hér á landi leggja mikið á sig við að reyna að útskýra fyrir landsmönnum að ekkert í samskiptum Ís- lands og ESB geti tengst yfir- standandi aðildarviðræðum. Þeir sjá ekkert athugavert við að ESB gerist með ósvífnum hætti aðili að málsókn gegn Íslandi og reyni með því að skaða hagsmuni landsmanna eins og sambandinu frekast er unnt. Þeir sjá heldur ekkert að því að Evrópusambandið hóti viðskiptaþvingunum gegn Ís- landi vegna deilunnar um makrílinn, þar sem þetta séu „ótengd mál“. Hljómurinn í „röksemdum“ stuðningsmanna ESB verður þó æ holari eftir því sem tím- inn líður og Evrópusambandið snýst harðar gegn Íslandi. Þetta sjá allir og jafnvel þeir sem hafa hingað til kosið að setja kíkinn fyrir blinda augað geta ekki látið sem þeir sjái ekki tengslin þegar þingmenn í sjávarútvegsnefnd Evrópu- þingsins hafa nú farið fram á að aðildarviðræður við Ísland verði stöðvaðar vegna makríl- deilunnar. Fyrir liggur að þessir þing- menn hafa gengið á fund Stef- ans Füle stækkunarstjóra með þessa kröfu og að hann sagði þeim að málið væri til meðhöndlunar á æðstu stöðum innan framkvæmdastjórn- arinnar, að hann hefði skilning á málinu og að hann vildi að lausn yrði fundin. Það var þess vegna sér- kennilegt að sjá í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að enn skuli vera til ís- lenskir þingmenn sem láta eins og ekkert hafi í skorist. Og þessir þingmenn eru ekki bara í sértrúarsöfnuðinum í Samfylkingunni heldur einnig í Vinstri grænum. Ragnheiður Elín Árnadóttir spurði varaformann þess flokks hvort hún teldi að þrátt fyrir þetta ætti að halda viðræðum við Evr- ópusambandið áfram eins og ekkert hefði gerst og fékk það staðlaða samfylkingarsvar að halda ætti makríldeilunni utan við aðlögunarferli Íslands að ESB. Katrín Jakobsdóttir sagðist vita af kröfugerð evr- ópuþingmannanna til Füle en taldi enga ástæðu til við- bragða af Íslands hálfu og sagðist þrátt fyrir þetta telja málin ótengd. Hvernig á að vera hægt að ræða jafn mikilvæg mál og að- lögunarferli Íslands að ESB eða rík hagsmunamál á borð við makríldeiluna, þegar ráð- herrar Samfylkingar og Vinstri grænna hafa kosið að loka báðum augum fyrir um- heiminum og neita að láta staðreyndir hafa áhrif á sig? Það er auðvitað ekki nokkur leið. Þegar þingmenn koma upp í ræðustól Alþingis og segjast telja að makríldeilan og ESB séu ótengd mál þrátt fyrir að sá sem rætt er við telji þau nátengd og tvinni þau saman í kröfugerðum þá er útilokað að vitrænar umræður geti átt sér stað. Um leið vaknar spurningin hvernig hægt er að útskýra þessa blindu stórs hóps þing- manna, ekki síst þingmanna Vinstri grænna. Hvað veldur því að þeir neita að sjá hið augljósa? Er svarið að finna í löngun þeirra til að stofna til kosningabandalags með Sam- fylkingunni fyrir næstu kosn- ingar eða jafnvel að sameina flokkana? Ætla þessir þing- menn Vinstri grænna að fórna helsta baráttumáli sínu frá síðustu kosningum til að fá að skríða upp í hjá Samfylking- unni? Getur verið að þeir ætli að fórna eigin flokki fyrir þátttöku í sértrúarsöfn- uðinum? Hversu langt ætla þingmenn VG að ganga í daðrinu við Samfylkinguna?} „Ótengd mál“ Viðskiptafræði-deild og hag- fræðideild Háskóla Íslands standa nú fyrir ráðstefnu til heiðurs dr. Þráni Eggertssyni, pró- fessor emeritus. Þetta er vel til fundið enda Þráinn lengi verið einn allra gleggsti hagfræð- ingur þjóðarinnar og vakið at- hygli langt út fyrir landstein- ana. Í viðtali við Morgunblaðið í gær segist hann telja „al- gjörlega óskilj- anlegt að þjóð sem er allt að því á barmi glötunar skuli spila rúss- neska rúllettu með undirstöðugrein eins og sjávarútveginn, með óundirbúnu og vanhugsuðu fikti með skatt- og gjaldheimtu af greininni“. Þegar Þráinn Eggertsson talar af slíkum þunga ættu ráðamenn að hlusta. Stjórnvöld geta ekki leyft sér að líta fram hjá ábendingum Þráins Eggertssonar} Alvarleg athugasemd Í vikunni var gengið frá samningi milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu þess efnis að ríkið leggi til 900 milljónir á ári til almenn- ingssamgangna á höfuðborgarsvæð- inu næstu tíu árin. Markmið samningsins er m.a. að auka hlutdeild almenningssamgangna í heildarfjölda ferða á höfuðborgarsvæðinu a.m.k. tvöfalt, úr 4% í 8%, en einnig stendur til að hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi í rekstrinum, t.d. þegar nýjum vögnum verður bætt í flota Strætó bs. Á móti skuldbinda sveit- arfélögin sig til að minnka ekki framlög sín til málaflokksins og samþykkja að ekki verði ráð- ist í umfangsmiklar samgöngumannvirkja- framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu á samn- ingstímanum. Samningurinn verður m.a. til þess að hægt verður að bæta þjónustu Strætó bs. og stendur raunar til að ráðast í breytingar í þá átt strax í sumar og með aukn- um krafti næsta haust. Stjórnendur fyrirtækisins hafa við- urkennt að viðskiptavinir þess, notendur strætó, hafi kall- að eftir þjónustuaukningu og m.a. óskað eftir því að vagnarnir keyri lengur fram eftir á virkum kvöldum og hefji akstur fyrr á morgnana um helgar. Þessu á að verða við. Stjórnendum Strætó bs. virðist þó einnig ljóst að leiðar- kerfi Strætó, í núverandi mynd, mun aldrei uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þess. Það verður aldrei nógu skilvirkt né áreiðanlegt, ferðir aldrei nógu tíðar né stuttar í tíma. Til þess þyrfti miklu meiri peninga, fleiri vagna og fleira starfsfólk, en jafnvel þá yrði þjónustan alltaf háð þeim takmörkum sem gatnakerfi borgarinnar setur henni. Til skemmri tíma litið virðist fátt hægt að gera en stjórnendur Strætó bs. horfa nú til framtíðar og vinna að smíði tíu ára áætlunar. Það virðist ekki langur tími þegar litið er til þess að almenningssamgöngur í Ósló t.d. eru skipulagðar 50 ár fram í tímann en við byrj- uðum seinna að horfa til þessara mála en margar aðrar þjóðir og erum enn að læra. Á tíu ára áætlun Strætó stendur raunar til að draga lærdóm af langri reynslu nágrannaþjóða okk- ar. Hefur í því samhengi m.a. verið horft til for- gangsaksturs, hraðleiða og ekki síst til sveigj- anlegs leiðarkerfis, þar sem bæði er leitast við að mæta fjölbreyttum þörfum notenda al- menningssamgangna og á sama tíma að hámarka nýtingu ferða á jaðartímum með hagkvæmnissjónarmið að leið- arljósi. Kerfið er í dag að ýmsu leyti gallað og það getur verið fáránlega flókið og tímafrekt að ferðast með strætó. Þetta eru vagnstjórarnir fyrstir til að viðurkenna. Það á enn eft- ir að koma í ljós hversu miklu þessi innspýting frá ríkinu á eftir að skila en sé það raunverulegur vilji kjörinna full- trúa að gera Strætó að raunhæfum valkosti og í leiðinni að draga úr mengun og umferðarþunga á höfuðborgar- svæðinu, er kominn tími til að hugsa út fyrir rammann. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Strætó brunar inn í framtíðina STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bókanir á gistirými eru orðnar fleiri nú en á sama tíma í fyrra, að sögn markaðsstjóra hótela. Nú þegar er uppbókað á sumum hótelum á mesta álagstímanum í sumar. Bók- unarmynstrið hefur breyst frá því sem áður var. Nú ber meira á því að fólk ferðist á eigin vegum fremur en í hópferðum og það bókar gistingu með skemmri fyrirvara en áður. Meira bókað en í fyrra „Þetta lítur bara vel út,“ sagði Aðalheiður E. Ásmundsdóttir, markaðsstjóri Reykjavík Hotels, um bókanir á komandi sumri. Keðjan rekur þrjú hótel í höfuðborginni. Aðalheiður sagði bókanir vera fleiri en í fyrra og taldi það eiga almennt við hjá hótelunum, enda sé það eðli- leg afleiðing fjölgunar ferðamanna. Hún sagði breytingu hafa orðið á bókunum gistirýmis. „Ferðamenn virðast bóka með miklu skemmri fyrirvara en áður,“ sagði Aðalheiður. Full bjartsýni „Mér líst mjög vel á sumarið,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Fosshótela. Hótelin eru níu talsins, þar af tvö í Reykja- vík. Hún sagði útlit fyrir betri nýt- ingu gistirýmis nú en í fyrra. „Landsbyggðin kemur mjög vel út og Reykjavík hefur verið mjög góð það sem af er ári. Það er töluverð aukning á mörgum stöðum á land- inu. Við getum ekki annað en verið full bjartsýni,“ sagði Hrönn. Nokkur hótel eru þegar fullbókuð í júlí og út- lit fyrir góða aðsókn í ágúst og fram í september. Hrönn sagði ljóst að framboð á flugferðum og verð skipti miklu fyr- ir bókanir. „Við fögnum fleiri flug- ferðum og lægra verði á flugi til landsins,“ sagði Hrönn. Hún sagði flesta erlendu gestina koma frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýska- landi og Norðurlöndunum. Þá er gestum frá Asíu, m.a. frá Japan og Kína, einnig að fjölga. Hrönn sagði það vera til skoð- unar að opna nýtt Fosshótel í gömlu Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum. Fosshótel gerðu tilboð í þrjár efstu hæðir hússins með ýmsum fyr- irvörum. Vestmannaeyjabær tók til- boðinu, að sögn Eyjafrétta.is. „Horfurnar eru góðar en við er- um alltaf hóflega bjartsýn þar til allt er komið í hús,“ sagði Hildur Ómars- dóttir, markaðsstjóri Icelandair Hotels. „Sumarið leggst vel í mig. Það er hvergi farið að gjósa!“ Fullt á nýjasta hótelinu Hótelin í Icelandair Hotels- keðjunni eru alls 21 að tólf Eddu- hótelum meðtöldum. Þar af eru þrjú hótel í Reykjavík. Nýjasta viðbótin er Reykjavík Marina, 108 herbergja hótel sem var opnað síðasta vetr- ardag. Hildur sagði það vera full- bókað alla þessa helgi. Hildur sagði það færast í vöxt að einstaklingar bóki gistingu í stað hópa. Á þessum tíma kemur í ljós hvaða hópar sem hafa bókað sig munu skila sér í gistingu. Hún sagði algengt að ferðamenn bóki fyrstu og síðustu nætur í Reykjavík eða Kefla- vík og úti á landi þess á milli. Álagstíminn í gistingu er nú frá miðjum júní og alveg fram í september. Þjóð- verjar koma mikið fyrri hluta sumars og fara í hring- ferðir. Þegar líður á sumarið fjölgar ferðamönnum frá Suður-Evrópu. Bandaríkja- menn eru tíðir gestir og Bretar koma mikið í stuttar borgarferðir að vetri til. Hótel þegar víða full- bókuð á álagstímum Morgunblaðið/RAX Hótel Reykjavík Marina Gestir nýja hótelsins í gamla Slipphúsinu við Reykjavíkurhöfn hafa slippinn í Reykjavík og höfnina fyrir augum. „Ég ætlaði að halda alþjóðlegt handboltamót í ágúst og var búinn að fá tvö erlend lið og ætlaði að fá það þriðja. Þetta leit allt vel út þar til kom í ljós að það var vonlaust að fá ódýra gistingu,“ sagði Stefán Arn- arson, handboltaþjálfari Vals. Hann sagði um 20 manns vera í hverjum liðshópi og því hefði vantað gistingu fyrir um 60 manns. Stefán segir að for- senda svona móts sé að fá ódýra gistingu. Eftir könnun á framboði á ódýru gistirými komst hann að því að það var mögulegt að fá gist- ingu á Suðurnesjum en ekkert á höfuðborg- arsvæðinu. Stefán sagði að með gistingu fjarri höfuðborg- inni hefði ferðakostn- aður orðið of hár. Mótið var því slegið af. Handbolta- mót slegið af ÓDÝR GISTING FANNST EKKI Í HÖFUÐBORGINNI Stefán Arnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.