Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Ábendingar frá Haraldi Sigurðssyni eldfjallafræðingi um nauðsyn jarð- skjálftamælinga á Snæfellsnesi eru orð í tíma töluð. Það þyrfti að setja upp jarð- skjálftamæla á Snæ- fellsnesi af svokall- aðri SIL-gerð og stefna að því, að með SIL-mælakerfinu, verði unnt að mæla jarðskjálfta þarna allt niður í Richters-stærðina 0. Til að gera sér í hugarlund hvað skjálftastærðin 0 er má hugsa sér að slíkir skjálftar komi frá misgengissprungum sem eru um 100 metrar á kant og að mis- gengishreyfing við slíkan skjálfta sé um hundraðasti hluti úr milli- metra. Þótt fólk finni ekki slíka smá- skjálfta gefa þeir okkur bestar upplýsingar um hvað er að gerast djúpt niðri í jarðskorpunni áður en stórir jarðskjálftar bresta á og verða því, ef vel er fylgst með þeim og lesið stöðugt úr þeim á vísindalegan hátt, mikilvægasti grunnur þess að geta varað við stórum skjálftum áður en þeir bresta á. Rannsóknir hafa sýnt að jarð- skjálftasprungur, allavega hér á landi, byrja að mjakast djúp niðri í jarðskorpunni eða neðan við hana, löngu áður en stór skjálfti brestur á. Háþrýstar kvikur skjótast upp í jarðskorpuna að neðan vegna þessarar djúpu sprunguhreyfingar. Þær veikja smám saman samloðun á gömlum jarðskjálftasprungum, veikja þær og gefa okkur um leið merki um, með smáskjálftum, hvað er að gerast þarna niðri. Þetta er í raun mjög svipað og gerist í löngum aðdraganda eld- gosa. Kvikuhreyfingar verða djúpt niðri sem eru svo smáar að þeirra verður ekki vart nema með afar næmum mælum og þá helst með jarðskjálfta- mælingum. Fyrstu jarðskjálftarnir sem unnt er að mæla vel og geta gefið okkur vísbendingar og rannsóknargögn eru af stærðinni 0 eða svo. Gosið í Heimaey Þegar Heimaeyj- argosið hófst klukk- an 2 eftir miðnætti aðfaranótt 23. janúar 1973 kom það án þess að nokkrar viðvaranir hefðu verið gefnar út. Samkvæmt mælingum á jarð- skjálftamælum uppi á landi urðu þó jarðskjálftar þarna djúpt niðri í rúmlega sólarhring á undan, mest á dýpi allt niður í 20 km. Mælitæknin þá var ekki með þeim hætti að unnt væri að stað- setja þessa skjálfta fyrr en með rannsókn eftir að gosið var byrj- að. Það er líklegt að með betri tækni og meiri næmni mæla hefði verið hægt að átta sig á undanfara gossins miklu lengur, vel áður en það byrjaði. Í Heimaey, eins og á Snæfells- nesi nú, var ekki reiknað með að eldgos væru mjög líkleg, og oft var talað um Helgafellið sem svokallaða útdauða eldstöð. Eins og Haraldur bendir á er nauðsynlegt að útvíkka núver- andi landskerfi jarðskjálftamæl- inga á Íslandi, svokallað SIL- kerfi, til að geta numið og unnið sjálfvirkt úr jarðskjálftum niður í stærðina 0 á Snæfellsnesi. Fyrir utan það að geta verið hluti af mikilvægu vöktunarkerfi til ör- yggis fyrir íbúa svæðisins væri þetta mikilvægt fyrir þekkingu á eðli og ferlum í jarðskorpunni undir okkur. Það má líka benda á að Árni Stefánsson, augnlæknir og hella- fræðingur, hefur verið að opna Vatnshelli við Snæfellsjökul fyrir ferðafólki til skoðunar. Upplagt væri að einn slíkur jarð- skjálftamælir væri í eða við þennan helli til að ferðamenn gætu skoðað í leiðinni niðurstöður úr þessu merkilega mælingakerfi sem SIL-netið er. SIL-kerfið SIL kerfið er nefnilega heims- frægt mælingakerfi fyrir smá- skjálfta. Þegar jarðskjálftaspárann- sóknir hófust á Íslandi á skipu- legan hátt um 1988 var lögð meg- ináhersla á að byggja upp sjálfvirkt mælingakerfi til að geta numið skjálfta allt niður í stærð- ina 0 og unnið samstundis upplýs- ingar úr þeim um hvað sé að ger- ast þarna niðri á hverjum tíma. Þetta var kallað SIL-kerfið, sem er skammstöfun á Södra Is- lands Lågland sem er sænska og þýðir Suðurlandsundirlendið, enda voru fyrstu stöðvarnar í kerfinu á svæði Suðurlands- skjálftanna. Sænskan var notuð í þessari skammstöfun, enda vor- um það við í samstarfi við fólk annars staðar á Norðurlöndum, ekki síst í Svíþjóð, sem afrek- uðum þetta. Í seinni tíð eftir að þetta kerfi hefur öðlast heimsfrægð höfum við útskýrt skammstöfunina á ensku, South Icelandic Lowland. SIL-kerfið þarf að útvíkka til að nema og meta upplýsingar frá smáskjálftum á Snæfellsnesi. Þetta hefur lengi verið á óskalista jarðváreftirlitshópsins á Veð- urstofunni. Vel rökstuddar ábend- ingar Haraldar eru sannarlega mikils virði til þrýsta á um þetta. Smáskjálftamælingar á Snæfellsnesið Eftir Ragnar Stefánsson » Það þarf að útvíkka skjálftamælinga- kerfið okkar, SIL- kerfið, til að nema og meta upplýsingar frá smáskjálftum á Snæfellsnesi. Ragnar Stefánsson Höfundur er jarðskjálftafræðingur og prófessor á eftirlaunum við Háskólann á Akureyri. Vörubílastöðin Þróttur býður fjölbreytta þjónustu og ræður yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka ÖFLUGIR Í SAMSTARFI VIÐ LÓÐAFRAMKVÆMDIR · Fellum tré og fjarlægum garðarúrgang · Grjóthleðsla með sérhæfðum kranabílum · Seljum hellusand og útvegum mold ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS Verð kr. 34.980.- Stgr. kr. 31.800.- Magnari, útvarp, iPod stöð og klukka. Magnari, útvarp, iPod stöð og klukka. Verð kr. 98.600.- Stgr. kr. 86.800.- 4 litir. genevalab.com Verð kr. 68.800.- Stgr. kr. 58.800.- Ferðatæki með hleðslurafhlöðu. Stereo Bluetooth móttakari, útvarp, klukka og vekjaraklukka. 3 litir. 3 litir. GENEVA S GENEVAM sumargjöfin... Sumarverð stgr. kr. 54.900,- Sumarverð stgr. kr. 29.900,- Sumarverð stgr. kr. 79.900,- 3 Arnór og Óli Þór unnu sveitarokk á Suðurnesjum Óli Þór Kjartansson og Arnór Ragnarsson sigruðu örugglega í sveitarokki sem lauk sl. miðviku- dagskvöld hjá bridsfélögunum. Þeir tóku forystu í upphafi móts og héldu nær óslitið til loka. Bræðurnir Árni og Oddur Hannessynir urðu í öðru sæti en lokastaðan varð þessi: Óli Þór – Arnór 255,8 Árni – Oddur 154,5 Vignir Sigursveinss. – Úlfar Kristinss. 142 Lárus Óskarsson – Karl Einarsson – Birkir Jónsson 72 Einar Guðmundsson – Garðar Garðarsson – Þorgeir Ver Halldórss. 62 Gunnl. Sævarsson – Randver Ragnarsson47 Síðasta spilakvöld skoruðu Vignir og Úlfar mest eða 69. Guðni Sigurðs- son og Þórir Hrafnkelsson skoruðu 35 eins og Óli Þór og Arnór, sig- urvegarar mótsins. Þetta var lengsta keppni vetrarins, stóð yfir í sjö vikur. Lokakvöld vetrarins verður snittutvímenningur sem styrktur er af Landsbanka Íslands. Spilað er í húsi félaganna á Mánagrund á mið- vikudögum kl. 19. Bridsfélag Kópavogs Á öðru kvöldi af þremur í Monrad- tvímenningi Bridsfélags Kópavogs urðu Jón Steinar Ingólfsson – Guð- laugur Bessason og Sigurður Sigur- jónsson – Ragnar Björnsson efstir og jafnir með 58,6% skor. Þeir fyrr- nefndu hafa nauma forystu saman- lagt með 111,2% úr báðum kvöldum. Staða efstu para er þessi (prósent- skor): Jón St. Ingólfss. – Guðlaugur Bessas. 111,2 Baldur Bjartmarsson – Halldór Þorvaldss./ Sigurjón Karlsson 110,6 Ingvaldur Gústafss. – Úlfar Ö. Friðrss. 110,2 Jörundur Þórðars. – Þórður Jörundss. 109,4 Guðmundur Aldan Grétarsson – Guðbjörn Baldvins/Þorsteinn Berg 103,3 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.