Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 37

Morgunblaðið - 21.04.2012, Side 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Ábendingar frá Haraldi Sigurðssyni eldfjallafræðingi um nauðsyn jarð- skjálftamælinga á Snæfellsnesi eru orð í tíma töluð. Það þyrfti að setja upp jarð- skjálftamæla á Snæ- fellsnesi af svokall- aðri SIL-gerð og stefna að því, að með SIL-mælakerfinu, verði unnt að mæla jarðskjálfta þarna allt niður í Richters-stærðina 0. Til að gera sér í hugarlund hvað skjálftastærðin 0 er má hugsa sér að slíkir skjálftar komi frá misgengissprungum sem eru um 100 metrar á kant og að mis- gengishreyfing við slíkan skjálfta sé um hundraðasti hluti úr milli- metra. Þótt fólk finni ekki slíka smá- skjálfta gefa þeir okkur bestar upplýsingar um hvað er að gerast djúpt niðri í jarðskorpunni áður en stórir jarðskjálftar bresta á og verða því, ef vel er fylgst með þeim og lesið stöðugt úr þeim á vísindalegan hátt, mikilvægasti grunnur þess að geta varað við stórum skjálftum áður en þeir bresta á. Rannsóknir hafa sýnt að jarð- skjálftasprungur, allavega hér á landi, byrja að mjakast djúp niðri í jarðskorpunni eða neðan við hana, löngu áður en stór skjálfti brestur á. Háþrýstar kvikur skjótast upp í jarðskorpuna að neðan vegna þessarar djúpu sprunguhreyfingar. Þær veikja smám saman samloðun á gömlum jarðskjálftasprungum, veikja þær og gefa okkur um leið merki um, með smáskjálftum, hvað er að gerast þarna niðri. Þetta er í raun mjög svipað og gerist í löngum aðdraganda eld- gosa. Kvikuhreyfingar verða djúpt niðri sem eru svo smáar að þeirra verður ekki vart nema með afar næmum mælum og þá helst með jarðskjálfta- mælingum. Fyrstu jarðskjálftarnir sem unnt er að mæla vel og geta gefið okkur vísbendingar og rannsóknargögn eru af stærðinni 0 eða svo. Gosið í Heimaey Þegar Heimaeyj- argosið hófst klukk- an 2 eftir miðnætti aðfaranótt 23. janúar 1973 kom það án þess að nokkrar viðvaranir hefðu verið gefnar út. Samkvæmt mælingum á jarð- skjálftamælum uppi á landi urðu þó jarðskjálftar þarna djúpt niðri í rúmlega sólarhring á undan, mest á dýpi allt niður í 20 km. Mælitæknin þá var ekki með þeim hætti að unnt væri að stað- setja þessa skjálfta fyrr en með rannsókn eftir að gosið var byrj- að. Það er líklegt að með betri tækni og meiri næmni mæla hefði verið hægt að átta sig á undanfara gossins miklu lengur, vel áður en það byrjaði. Í Heimaey, eins og á Snæfells- nesi nú, var ekki reiknað með að eldgos væru mjög líkleg, og oft var talað um Helgafellið sem svokallaða útdauða eldstöð. Eins og Haraldur bendir á er nauðsynlegt að útvíkka núver- andi landskerfi jarðskjálftamæl- inga á Íslandi, svokallað SIL- kerfi, til að geta numið og unnið sjálfvirkt úr jarðskjálftum niður í stærðina 0 á Snæfellsnesi. Fyrir utan það að geta verið hluti af mikilvægu vöktunarkerfi til ör- yggis fyrir íbúa svæðisins væri þetta mikilvægt fyrir þekkingu á eðli og ferlum í jarðskorpunni undir okkur. Það má líka benda á að Árni Stefánsson, augnlæknir og hella- fræðingur, hefur verið að opna Vatnshelli við Snæfellsjökul fyrir ferðafólki til skoðunar. Upplagt væri að einn slíkur jarð- skjálftamælir væri í eða við þennan helli til að ferðamenn gætu skoðað í leiðinni niðurstöður úr þessu merkilega mælingakerfi sem SIL-netið er. SIL-kerfið SIL kerfið er nefnilega heims- frægt mælingakerfi fyrir smá- skjálfta. Þegar jarðskjálftaspárann- sóknir hófust á Íslandi á skipu- legan hátt um 1988 var lögð meg- ináhersla á að byggja upp sjálfvirkt mælingakerfi til að geta numið skjálfta allt niður í stærð- ina 0 og unnið samstundis upplýs- ingar úr þeim um hvað sé að ger- ast þarna niðri á hverjum tíma. Þetta var kallað SIL-kerfið, sem er skammstöfun á Södra Is- lands Lågland sem er sænska og þýðir Suðurlandsundirlendið, enda voru fyrstu stöðvarnar í kerfinu á svæði Suðurlands- skjálftanna. Sænskan var notuð í þessari skammstöfun, enda vor- um það við í samstarfi við fólk annars staðar á Norðurlöndum, ekki síst í Svíþjóð, sem afrek- uðum þetta. Í seinni tíð eftir að þetta kerfi hefur öðlast heimsfrægð höfum við útskýrt skammstöfunina á ensku, South Icelandic Lowland. SIL-kerfið þarf að útvíkka til að nema og meta upplýsingar frá smáskjálftum á Snæfellsnesi. Þetta hefur lengi verið á óskalista jarðváreftirlitshópsins á Veð- urstofunni. Vel rökstuddar ábend- ingar Haraldar eru sannarlega mikils virði til þrýsta á um þetta. Smáskjálftamælingar á Snæfellsnesið Eftir Ragnar Stefánsson » Það þarf að útvíkka skjálftamælinga- kerfið okkar, SIL- kerfið, til að nema og meta upplýsingar frá smáskjálftum á Snæfellsnesi. Ragnar Stefánsson Höfundur er jarðskjálftafræðingur og prófessor á eftirlaunum við Háskólann á Akureyri. Vörubílastöðin Þróttur býður fjölbreytta þjónustu og ræður yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka ÖFLUGIR Í SAMSTARFI VIÐ LÓÐAFRAMKVÆMDIR · Fellum tré og fjarlægum garðarúrgang · Grjóthleðsla með sérhæfðum kranabílum · Seljum hellusand og útvegum mold ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS Verð kr. 34.980.- Stgr. kr. 31.800.- Magnari, útvarp, iPod stöð og klukka. Magnari, útvarp, iPod stöð og klukka. Verð kr. 98.600.- Stgr. kr. 86.800.- 4 litir. genevalab.com Verð kr. 68.800.- Stgr. kr. 58.800.- Ferðatæki með hleðslurafhlöðu. Stereo Bluetooth móttakari, útvarp, klukka og vekjaraklukka. 3 litir. 3 litir. GENEVA S GENEVAM sumargjöfin... Sumarverð stgr. kr. 54.900,- Sumarverð stgr. kr. 29.900,- Sumarverð stgr. kr. 79.900,- 3 Arnór og Óli Þór unnu sveitarokk á Suðurnesjum Óli Þór Kjartansson og Arnór Ragnarsson sigruðu örugglega í sveitarokki sem lauk sl. miðviku- dagskvöld hjá bridsfélögunum. Þeir tóku forystu í upphafi móts og héldu nær óslitið til loka. Bræðurnir Árni og Oddur Hannessynir urðu í öðru sæti en lokastaðan varð þessi: Óli Þór – Arnór 255,8 Árni – Oddur 154,5 Vignir Sigursveinss. – Úlfar Kristinss. 142 Lárus Óskarsson – Karl Einarsson – Birkir Jónsson 72 Einar Guðmundsson – Garðar Garðarsson – Þorgeir Ver Halldórss. 62 Gunnl. Sævarsson – Randver Ragnarsson47 Síðasta spilakvöld skoruðu Vignir og Úlfar mest eða 69. Guðni Sigurðs- son og Þórir Hrafnkelsson skoruðu 35 eins og Óli Þór og Arnór, sig- urvegarar mótsins. Þetta var lengsta keppni vetrarins, stóð yfir í sjö vikur. Lokakvöld vetrarins verður snittutvímenningur sem styrktur er af Landsbanka Íslands. Spilað er í húsi félaganna á Mánagrund á mið- vikudögum kl. 19. Bridsfélag Kópavogs Á öðru kvöldi af þremur í Monrad- tvímenningi Bridsfélags Kópavogs urðu Jón Steinar Ingólfsson – Guð- laugur Bessason og Sigurður Sigur- jónsson – Ragnar Björnsson efstir og jafnir með 58,6% skor. Þeir fyrr- nefndu hafa nauma forystu saman- lagt með 111,2% úr báðum kvöldum. Staða efstu para er þessi (prósent- skor): Jón St. Ingólfss. – Guðlaugur Bessas. 111,2 Baldur Bjartmarsson – Halldór Þorvaldss./ Sigurjón Karlsson 110,6 Ingvaldur Gústafss. – Úlfar Ö. Friðrss. 110,2 Jörundur Þórðars. – Þórður Jörundss. 109,4 Guðmundur Aldan Grétarsson – Guðbjörn Baldvins/Þorsteinn Berg 103,3 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.