Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012
Kaffi á könnunni og næg bílastæði
b ó k a b ú ð
f o r l a g s i n s
OPIÐ ALLA VIRKA DAGA
kl. 10–18
OG LAUGARDAGA
kl. 10–14
Fiskislóð 39
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Það er mikilvægt að vera með hjálm þegar maður
fer út að hjóla og það vita krakkarnir í hjólaskóla
Dr. Bæk og frístundamiðstöðvarinnar Kamps.
Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 10-12 ára og
var það fyrsta haldið í gær. Lauk því með hjóla-
ferð í Nauthólsvík þar sem snætt var nesti og not-
ið veðurblíðunnar. Ef veðrið verður eins gott í
sumar og í gær þá verða eflaust næg tækifæri fyr-
ir krakkana til að draga fram hjólin sín.
Krakkarnir hjóla með hjálm inn í sumarið
Morgunblaðið/Eggert
Hjólaskóli frístundamiðstöðvarinnar Kamps og Dr. Bæk á ferð í Nauthólsvík
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Þessi vottun styrkir stöðu okkar
enn frekar. Smásalarnir fara fram á
á þetta. Meira en helmingur af veltu
okkar er í smásölu á Bretlandsmark-
aði og þar er að finna kröfuharða
kaupendur á borð við verslanakeðj-
urnar Tesco og Marks og Spencer.
Við erum að mæta þeirra kröfum
með þessari vottun,“ segir Lárus Ás-
geirsson, forstjóri Icelandic Group,
um þau tíðindi að fyrirtækið hefur
fengið svokallaða MSC-vottun fyrir
allar afurðir úr þorski og ýsu frá Ís-
landi óháð veiðarfærum.
Skammstöfunin stendur fyrir
Marine Stewardship Council og mun
allur þorsk- og ýsuafli af Íslandsmið-
um fá heimild til að bera vottunar-
merkið MSC. Segir í tilkynningu
Icelandic Group vegna þess, að stað-
allinn sé sá víðtækasti og virtasti í
heiminum yfir sjálfbærar fiskveiðar
sem byggjast á vísindalegri ráðgjöf.
Umgengnin fær góða umsögn
Lárus segir aðspurður að vottunin
sé gæðastimpill fyrir íslenska fisk-
veiðistjórnunarkerfið.
„Vottunin felur í sér mjög jákvæða
umsögn um kerfið og umgengni okk-
ar Íslendinga við þessa mikilvægu
auðlind. Hér er á ferð vottun sem
horft er til um allan heim. Hvað við-
skiptahliðina snertir hefur hún fyrst
og fremst markaðslega þýðingu.
Stórir viðskiptavinir okkar í Evrópu
og Bandaríkjunum eru fyrst og
fremst í smásölu. Það eru stórversl-
anirnar sem eru að kaupa fisk.
Margar þeirra
hafa gert kröfu
um vottun og er
þar undirliggj-
andi sú almenna
krafa hjá versl-
anakeðjum að
vera eingöngu
með vottaðar af-
urðir. Vottunin
greiðir því fyrir
aðgengi að verslunarkeðjum.
Ef við hefðum ekki þessa vottun
gæti það takmarkað aðgengi okkar
með fiskinn að þessum stóru keðjum.
Icelandic mun veita útflytjendum á
íslenskum fiski heimild til að nýta
sér þessa vottun og hafa margir
þeirra lýst yfir áhuga á að nýta sér
það. Samfara þessari vottun heldur
Icelandic Group áfram að styðja
verkefnið Icelandic Responsible
Fisheries sem snýst um ábyrgar
fiskveiðar við Ísland og uppruna-
vottun afurða af Íslandsmiðum.“
Horft til staðla FAO
Að sögn Lárusar er meðal annars
stuðst við staðla Matvæla- og land-
búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna (FAO) þegar lagt er mat á
hvort skilyrði vottunarinnar séu
uppfyllt.
„Í framhaldi af þeirri úttekt er
gefin þessi vottun. Ísland skoraði
mjög hátt á prófinu og stóðst það
raunar með glæsibrag,“ segir Lárus.
Í lok síðasta árs var Icelandic
Group með starfsemi á Íslandi, í
Evrópu og Asíu og var heildarveltan
um 87 milljarðar krónar. Starfsmenn
félagsins voru um 1.600.
Ísland fær bestu einkunn
Icelandic Group fær alþjóðlega gæðavottun fyrir þorsk og ýsu af Íslandsmiðum
Forstjóri fyrirtækisins segir þetta gæðastimpil fyrir fiskveiðistjórnunarkerfið
Lárus Ásgeirsson
Birgðir af íslenskum kartöflum frá síðasta hausti eru
nokkurn veginn gengnar til þurrðar og byrjað að
flytja inn erlendar. Ástæðan er sú að uppskera brást
eða var lélegri en í meðalári í mikilvægum kart-
öfluræktarhéruðum.
Innlenda uppskeran hefur stundum dugað þar til
nýjar íslenskar koma á markaðinn um mitt sumar.
Guðni Hólmar Kristinsson hjá Sölufélagi garðyrkju-
manna segir þó að flest undanfarin ár hafi þurft að
flytja inn kartöflur í júní og júlí. Hann segir að nú séu
ákveðin skil, birgðir almennt á þrotum þótt einhverjir
framleiðendur kunni að eiga eitthvað eftir. Innfluttar
kartöflur ættu að vera komnar í búðir.
Bergvin Jóhannsson, formaður Landssambands
kartöflubænda, segir að framleiðendum sé sífellt að
fækka og þótt aðrir stækki við sig minnki heildar-
framleiðslan. Þá segir hann að uppskeran hafi ekki
verið nægilega góð á síðasta sumri. Þannig hafi upp-
skeran í Eyjafirði verið innan við helmingur af með-
alársuppskeru og aðeins sæmileg uppskera í Þykkva-
bænum. Betur hafi gengið í Villingaholtshreppi og
Hornafirði.
Nýjar íslenskar kartöflur koma á markaðinn í lok
júlí, ef tíðin verður þokkaleg. Þangað til þarf að flytja
inn erlendar kartöflur. helgi@mbl.is
Íslenskar kartöflur á þrotum
Morgunblaðið/Golli
Jarðepli Kartöflurnar eru á þrotum og byrjað að flytja
inn erlendar. Glænýjar íslenskar koma aftur í lok júlí.
Flytja þarf inn kartöflur
til sölu í rúma þrjá mánuði
„Hér er það að
gerast að for-
sætisráðherra,
sem mælti fyrir
þingsályktun-
artillögu um
breytingar á
stjórnarráði Ís-
lands, lýsir því
yfir að það þing-
mál sem hún er
að flytja og er
ríkisstjórnarmál sé í andstöðu við
stjórnarskrá landsins. Það eru að
mínu viti mikil og grafalvarleg tíð-
indi sem ráðherrann færir þarna
fram, óháð því hvort hún hefur á
réttu eða röngu að standa um hvort
þetta stangist á við stjórnarskrána.
Það er ekki kjarni málsins í þessu
samhengi,“ segir Einar K. Guðfinns-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, í tilefni af þeim ummælum Jó-
hönnu Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra á Alþingi sl. miðvikudag að
„fyrirhugaðar breytingar á fjölda og
heitum ráðuneyta í Stjórnarráði Ís-
lands … [séu] í raun í andstöðu við
stjórnarskrána“.
Gengur gegn eiðstafnum
„Kjarni málsins er að ráðherrann
er að flytja mál í nafni ríkisstjórn-
arinnar sem er að hennar mati brot
á stjórnarskrá. Þetta er ekki síst al-
varlegt af þeim sökum að um leið og
alþingismenn taka sæti á Alþingi
rita þeir eiðstaf að því að virða
ákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir
Einar sem telur að forseti Alþingis
hljóti að bregðast við ummælunum.
Málið hafi ekki verið þingtækt.
Forseti
Alþingis
skoði málið
Einar K.
Guðfinnsson
Forsætisráðherra
ræðir lögbrot á þingi
Nú er ljóst að það verður Fljótsdals-
hérað sem mætir Grindavík í úr-
slitaþætti Útsvars í Ríkissjónvarp-
inu föstudagskvöldið 27. apríl.
Fljótsdalshérað sigraði Garðabæ
með 74 stigum gegn 69 í síðari
undanúrslitaþættinum sem fram fór
í gærkvöldi. Áður hafði Grindavík
lagt Reykjavík í fyrri undan-
úrslitaþættinum.
Það voru 24 sveitarfélög sem hófu
keppni í Útsvari veturinn 2011-2012
og var fyrsti þátturinn sýndur 2.
september í fyrra.
Fljótsdalshér-
að og Grinda-
vík í úrslitum