Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Dreymir þig nýtt eldhús! Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús og allar innréttingar sem hugurinn girnist. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili. Umsóknarfrestur til 15. júní 2012 Rannsóknasjóður í samstarfi við mannauðsáætlun 7. rannsóknaáætlunar Evrópusambandsins (PEOPLE/Marie Curie) auglýsir eftir umsóknum um rannsóknastöðustyrki. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2012 (kl. 17:00). Styrkirnir eru veittir í 12-24 mánuði með möguleika á allt að 12 mánaða framlengingu. Umsóknir og umsóknargögn skulu vera á ensku. Allar umsóknir eru rafrænar og sótt er um í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi. Nánari upplýsingar og umsóknargögn má nálgast á heimasíðu Rannís. Rannsóknasjóður-START H N O T S K Ó G U R gr af ís k hö nn un Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Fimmtudaginn 29. mars sl. stóð fundur á Alþingi til miðnættis; þar var fjallað um ráð- gefandi þjóðaratkvæði vegna endurskoðunar á stjórnarskrá lýðveld- isins. Fyrir lá að ljúka þyrfti afgreiðslu máls- ins fyrir miðnætti ef takast ætti að sameina þjóðaratkvæðagreiðslu væntanlegu kjöri for- seta Íslands. Skemmst er frá að segja að ef þing- ið hefur einhvern tíma orðið sér til skammar fyrir hreinan leikaraskap þá var heldur betur bætt um betur við þessa umræðu. Hvert stórstirnið á fætur öðru, úr Sjálfstæðisflokknum, kom í pontu til þess að tala án þess að hafa nokkurn skapaðan hlut að segja um efnið sem gæti leitt til aukins skilnings á því eða þeim málstað sem stærsti flokkur þjóðarinnar telur sig standa vörð um. Því miður var allt hjalið eitt stórt, af því bara. Formáli og hinn lýðræðislegi réttur Einn ágætur þingmaður, sem Bragi fornbókasali Kristjánsson hef- ur lýst einhvern veginn á þann veg að hann sé eins og roskin virðuleg kona í peysufötum þegar hann kemur í pontu þingsins. Sá hinn sami hefur flestar sínar ræður með spenntar greipar og þrungið augaráð og segir að þar sem málið beri að með þessum hætti þá sé nú eiginlega alveg ómögu- legt annað en að leggjast gegn því þó að hann geri ekki minnstu tilraun til þess að skýra hvað hann á við, formál- inn ásamt hefðbundinni leikrænni tjáningu er bara fast upphaf hverrar ræðu sem hann flytur. Sami þingmaður lýsir því gjarnan einnig yfir að viðkomandi mál sem hann leggst gegn sé svo illa unnið að það eitt og sér sé næg ástæða til þess að hafna því. Einn af betri þingmönnum flokks- ins lýsti því, á sama fundi, með miklu handapati og andlitsgrettum eftir að honum hafði verið bent á þá stað- reynd að ljúka þyrfti atkvæðagreiðslu um málið fyrir miðnætti, að þingmenn hefðu þann helga rétt að mega tala í hverju máli eins oft og þá lysti. Í fyrsta skipti í 20 mín., það næsta 10 mín. og síðan eins oft og þeir kysu, 5 mín. í hvert sinn. Þessi heilagi lýð- ræðislegi réttur yrði sko ekkert af þeim tekinn; allar hugmyndir í þá veru væru í andstöðu við þessi lýð- ræðislegu réttindi þingmanna. Af máli þessa annars ágæta þingmanns, sem er með þeim bestu í liði íhaldsins, mátti helst ráða að það sem sagt væri skipti ekki öllu máli heldur hitt að hann fengi að tala sinn útmælda tíma. Það væri hans helgi réttur sem ekki mætti skerða á nokkurn hátt. Það skipti því engu máli þótt um viðkomandi þingmál yrðu ekki greidd atkvæði í tæka tíð þannig að vilji meirihlutans á Alþingi kæmi í ljós sem er jú forsenda lýðræðisins. Framar öllu var að hann og þeir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar fengju að tala eins oft og lengi og þrekið leyfði. Hvað sagt var væri aukaatriði. Prik Framsóknar Að undanförnu hefur Framsóknarflokkurinn nú ekki fengið mörg né stór prik frá mér en við þessa umræðu fékk hann eitt nokkuð efnismikið fyrir það eitt að hafa ekki tekið þátt í þessu stein- gelda sjónarspili. Engu að síður er ég sannfærður um að það hefur verið margri blaðurskjóðunni í þeim flokki mikil andleg áþján að sitja hjá og neita sér um að fara í pontu og taka þátt í blaðrinu með froðukúfa í báðum munnvikum þegar gengið yrði til sæt- is á ný. Með þessum orðum er ég síður en svo að halda því fram að núverandi stjórnarandstaða, nefndra flokka, sé mikið öðruvísi en hún var þegar þau Jóhanna Sigurðardóttir og Stein- grímur J. Sigfússon voru í stjórn- arandstöðu; þó að mér finnist að stjórnarandstöðunni hafi heldur hrakað á liðnum árum því hér áður fyrr höfðu margir þingmenn skemmtilegan húmor sem leiddi til þess að það gat verið gaman að hlíða a.m.k. á suma þeirra. Í dag er hjalið bæði innihaldslaust og til viðbótar hundleiðinlegt. Oft var þörf en nú er nauðsyn Þingmenn hafa oft langt mál um að rannsaka þurfi nú hitt og þetta og skipa til þeirra verkefna nefndir sem eiga að leiða fram hvað gera þurfi til þess að koma skikk á viðkomandi mál. Mín skoðun er að brýnasta verk- efnið fram undan sé skoðun og grein- ing á störfum Alþingis. Fara þarf m.a. í gegnum ræður þingmanna af kunnáttufólki og greina um hvað þær fjölluðu, hvort og þá hversu mikið var efnislegt innlegg sem auðveldaði þingheimi að taka upplýsta ákvörðun um viðkomandi mál. Hræddur er ég um að niðurstaðan myndi leiða í ljós að framlag of margra þingmanna til vitrænnar um- ræðu á þingi sé harla rýrt og til við- bótar sennilega neikvætt, hjá alltof mörgum. Af því bara Eftir Helga Laxdal Helgi Laxdal »Hræddur er ég um að framlag of margra þingmanna til vitrænnar umræðu á þingi sé harla rýrt og til viðbótar sennilega neikvætt, hjá alltof mörgum. Höfundur er vélfræðingur og fyrrv. yfirvélstjóri. Síðastliðna áratugi hafa fræðimenn beint sjónum sínum að minnkandi áhuga og þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Ísland hefur ekki farið var- hluta af slíkri þróun og umræðu. Sjá má merki þessa í ákvæð- um laga um grunn- skóla þar sem kveðið er á um að í aðal- námskrá grunnskóla skuli leggja áherslu á „vitund nemenda um borg- aralega ábyrgð og skyldur“ og „und- irbúning undir virka þátttöku í sam- félaginu“. Þessi þróun hefur jafnframt, ekki síst í kjölfar bankahrunsins, leitt til aukinnar umræðu um mikilvægi þess að miðla þekkingu um lýðræði og samfélagsleg gildi til ungs fólks – allt sem þátt í því að efla vitund unga fólksins fyrir því sameiginlega verk- efni borgaranna að byggja upp betra samfélag. Virk þátttaka ungs fólks í sam- félaginu getur meðal annars birst sem pólitísk þátttaka (í kosningum og félagslegum hreyfingum) en einn- ig í ýmiss konar félags- og æskulýðs- starfi án pólitískrar tengingar. Horf- um til pólitísku þátttökunnar. Kosningaþátttaka ungs fólks á Ís- landi hefur lengst af verið mikil hér á Íslandi í samanburði við önnur lönd en jafnvel á þessu sviði má nú sjá vott af minnkandi þátt- töku yngsta aldurshóps- ins (18-24 ára). Þá heyr- ast æ oftar athugasemdir frá ungu fólki á borð við: „Mér er sama!“, „Engum flokki eða stjórnmálamanni er treystandi!“ og „Ég nenni ekki að taka þátt því það skilar hvort eð er engu!“ Er ekki eitthvað sem þarf að end- urskoða í samfélagi þar sem upplifun þeirra sem taka munu við stjórn- artaumum samfélagsins er svona? Hvernig má skapa ungu fólki öflugri vettvang? Hvað þarf að gera til að raddir unga fólksins heyrist betur og á þær sé hlustað af sömu virðingu og annarra í samfélaginu? Ungliðastarf stjórnmálaflokka er án efa einn vettvangur fyrir ungt fólk. Uppbygging starfsins skiptir þó lykilmáli. Skipulagið þarf að gefa tækifæri til þátttöku í að móta og ræða: framtíðarsýn, langtímamark- mið og gildi fyrir samfélagið. Ungt fólk hefur í áranna rás sýnt og sann- að að það hefur vilja og kraft til að láta til sín taka og hugmyndir þess mótast oft af skerpu og næmleika fyrir því hvar breytinga er þörf í samfélaginu. Hlusta þarf eftir þess- ari rödd. Í bók Gunnars Hersveins, Þjóð- gildi, fjallar höfundur um mikilvægi kærleikans í nær- og fjærsamfélagi fólks og bendir jafnframt á skeyting- arleysið sem andhverfu kærleikans. Hver kannast ekki við það skeyting- arlausa samfélag sem Gunnar Her- sveinn lýsir í bók sinni: Samfélag fárra reglna, hindrana og eftirlits. Samfélag þar sem hagsmunaaðilar fá tækifæri til að traðka á öðrum. Verkefni okkar Íslendinga í þessu efni eru ærin. Ég hef trú á ungu kynslóðinni okkar. Ég hef trú á að hún stígi fram í virkri lýðræðislegri þátttöku og leggi sitt af mörkum við að móta og bæta samfélagið okkar. Samfélag sem þarf meðal annars að bregðast við auknu atvinnuleysi ungs fólks, minnkandi tækifærum þess til þess að eignast eigið húsnæði og fram- færsluvanda. Samstaða flokkur lýðræðis og vel- ferðar mun á næstunni halda stofn- fund ungliðahreyfingar flokksins í Fjörukránni Hafnarfirði. Stofnfund- urinn verður auglýstur nánar á vef- síðu flokksins www.xc.is og hvet ég allt ungt fólk til að mæta og láta til sín taka. Ungt fólk er hreyfi- afl samfélagsins Eftir Ragný Þóru Guðjohnsen Ragný Þóra Guðjohnsen »Hugmyndir ungs fólks mótast oft af skerpu og næmleika fyrir því hvar breytinga er þörf í samfélaginu. Búum til vettvang fyrir ungt fólk og nýtum þær. Höfundur er lögfræðingur, doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og situr í stjórn Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.