Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is Þá er komið að kveðjustund, elsku afi minn. Að vita að þú ert kominn á góðan stað hjá elsku ömmu huggar mig. Þær eru ófáar minningarnar sem ég á um þig, minningar sem ég hef rifjað upp undanfarnar vikur er ég fékk að vera hjá þér þessa síðustu daga. Það er rosalega erfitt að þurfa að kveðja svona yndislegan mann eins og þig, elsku afi minn. Þín verður sárt saknað en vel minnst. Páll Indriðason ✝ Páll Indriðason fæddist áBotni í Eyjafirði 26. júlí 1923. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi 31. mars 2012. Útför Páls fór fram frá Akra- neskirkju 11. apríl 2012. Fel þú, Guð, í faðminn þinn, fúslega hann afa minn. Ljáðu honum ljósið bjarta, lofaðu hann af öllu hjarta. Leggðu yfir hann blessun þína, berðu honum kveðju mína. (LEK) Maríanna Pálsdóttir. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, elsku afi. Ég veit að þér líður betur núna eftir erfið veikindi og að amma hefur tekið vel á móti þér. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig, elsku afi. Ég mun aldrei gleyma því þegar þið amma komuð í heimsókn til okk- ar til Lúxemborgar um jólin. Það var svo mikill spenningur hjá okkur systrum að fá afa og ömmu af Skaganum til að eyða jólunum með okkur. Ég tala nú ekki um að fá grænan ópal, prins póló og mysing sem þið amma komuð alltaf með til að gefa okkur. Þið voruð svo dugleg að ferðast til að heimsækja okkur, meira segja komuð þið alla leið til Miami til að vera með okkur fjölskyldunni. Einnig man ég svo vel eftir því hvað það var mikill spenningur að koma til Íslands á sumrin og fara til ömmu og afa og leika sér á Vesturgötunni. Alltaf stóðst þú, afi minn, með bros á vör á bryggj- unni að taka á móti okkur þegar við systur komum úr Akraborg- inni. Það var svo gaman að sjá þig og rauðu Löduna á bryggjunni. Ég gleymi því ekki hvað mér fannst gaman að fara í vinnuher- bergið þitt á Vesturgötunni því þar var margt hægt að föndra úr bókbandsefninu þínu, ævintýra- heimur fyrir litlar skottur. Ógleymanlegar eru svo stundirn- ar uppi í Pálsbæ með þér og ömmu. Þú kallaðir mig oft Hrafnhett- una þína því ég var með svo svart hár og dökk augu þegar ég var lít- il, mér þótti vænt um það. Elsku besti afi minn, ég mun aldrei nokkurn tímann gleyma þér. Guðrún Sigríður Jónsdóttir. HINSTA KVEÐJA „Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi.“ Mig vantar orð til að þakka alla umhyggju og gerðir í minn garð í gegn- um árin Palli minn. Þín systir, Sigurlaug Indriðadóttir. Æskuminningar með Eyju ömmu. Það voru ófáar nætur sem ég fékk að gista hjá þér í sveitinni á Vífilsstöðum á mínum yngri ár- um. Þú varst vön að lesa fyrir mig bókina um litla læknissoninn fyrir svefninn. Í eitt skiptið Bjarney Guðrún Jónsdóttir ✝ Bjarney Guð-rún Jónsdóttir fæddist á Folafæti í Ísafjarðarsýslu 14. júlí 1921. Hún lést þann 9. apríl 2012 á Sjúkrahúsi Seyð- isfjarðar. Jarðarför Bjarn- eyjar fór fram frá Kirkjubæjarkirkju í Hróarstungu 14. apríl 2012. gleymdi ég náttföt- unum mínum heima og þú lánaðir mér náttkjól af þér, hann náði mér niður á tær og var rauður með gylltum þver- röndum, mér fannst hann svo flottur og mér leið eins og prinsessu í honum. Þennan náttkjól fékk ég alltaf lánað- an þegar ég var hjá þér þangað til á endanum þú gafst mér hann og á ég hann enn. Í sveitinni á Vífilsstöðum var alltaf gaman að vera og á ég margar góðar minningar frá því þegar ég dvaldist þar sem barn. Við amma fundum okkur alltaf eitthvað að dunda og hjálpaði hún mér mikið við prjónaskap og útsaum. Amma átti húsfreyjustól sem stóð í stofunni, svartan dömulegan leðurstól, ég man hvað mér þótti gaman þegar ég fékk að sitja í honum. Einnig man ég hvað brakaði alltaf í gólf- inu þegar stigið var inn á stofu- gólfið. Eitt er mjög sterkt í minningunni hjá mér og það er þegar lyktin af heita sveskju- grautnum hennar lagðist yfir húsið, amma eldaði hann oft í eft- irrétt eftir helgarsteikur eða fínni mat og var hann algjört sælgæti með rjóma út á. Svo eru það einnig litlu rjúpustytturnar sem ég man svo vel eftir, voru þær í glugganum inni í stofu og leyfði amma mér að leika með þær þótt þær væru brothættar og mat ég það mikils. Amma var mikið fyrir að fara með vísur og kvæði og fór hún eitt sinn með kvæði sem byrjaði svona: „Karl og kerling riðu á Al- þing, fundu tittling, stungu í vettling…“ og ég heyrði ekki meir því þetta var nóg til þess að ég sprakk úr hlátri og heyrði ekki restina. Þennan bút apaði ég eftir henni trekk í trekk og hló hærra og hærra og vorum við oft að grínast með þetta og not- aði hún þetta í hvert skipti sem hún þurfti að kæta mig. Já hún amma hafði alltaf ráð við öllu. Eitt sinn var ég eitthvað leið því strákur í skólanum mínum hafði verið að stríða mér og auðvitað sagði ég ömmu frá því, hún var ekki lengi að kenna mér vísu sem ég átti að fara með næst þegar þetta henti mig og hún hljóðaði svo: Þú ert asni, þú ert svín, þú ert einskisnýtur, heilinn er úr hafragraut og helmingurinn skítur. Og þessa vísu fór ég með og viti menn, það virkaði. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar og takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér, þú hef- ur alltaf verið mér fyrirmynd. Sjáumst síðar. Berglind Elíasdóttir. Að morgni 26 mars sl. fékk ég símhringingu frá Agnari fósturbróður að heilsu þinni hefði hrakað mikið og að það væri að styttast í kveðjustund. Ég var nú ekki lengi að hugsa mig um og var komin af stað vestur í Stykkishólm hálftíma síðar og var ég viðstödd er þú kvaddir þennan heim og hélst af stað í nýtt ævintýri. Ég var 5 ára er ég kom á Kóngsbakka og þá ekki bara í heimsókn heldur til að festa þar rætur og slíta barnskónum. Ég var komin í fóstur til Jónasar og Heiðu. Þar var mér tekið opn- um örmum og strax orðin ein af fjölskyldunni. Mér leið svo vel í Jónas Þorsteinsson ✝ Jónas Þor-steinsson fædd- ist á Ytri- Kóngsbakka í Helgafellssveit 18. nóvember 1920. Hann lést á St. Fransiskusspít- alanum í Stykk- ishólmi 27. mars 2012. Útför Jónasar fór fram frá Stykk- ishólmskirkju 14. apríl 2012. sveitinni. Ég var mjög ung er mér var gefinn fyrsti hest- urinn og auðvitað tamdir þú hann af þinni tæru snilld. Það sem mér er svo minnistætt er að þú passaðir svo vel upp á, er ég byrjaði að fara á hestbak, að ég væri látin á barngóðan hest svo ekkert kæmi nú fyrir, enda datt ég í minningunni einu sinni af baki, þegar ég var að fara skeifnasprettinn á honum Þokka og var ég berbakt og datt niður við fjós af algjörum klaufaskap. Ég á margar góðar minning- ar af okkar útreiðartúrum í sveitinni að þjálfa og þú að temja. Eitt er mér mjög minni- stætt, að þegar ég var komin uppí rúm að þá komst þú oft og breiddir sængina yfir fætur mér og spurðir mig hvort mér væri kalt; þér var alltaf svo umhugað hvort mér væri kalt, sama hvað væri verið að gera. Á 11 ára dvöl minni á Kóngs- bakka man ég einu sinni eftir þér uppi í rúmi eitthvað slöpp- um og kallaðir þú á mig og baðst mig að færa þér kaffi sem ég gerði og skokkaði ég með bollann til þín en kaffið var ekki svart, ég setti óvart mjólk útí og það vildir þú nú ekki, en var fljót að laga það. Eftir að þið voruð flutt í Hólminn og ég kom í heimsókn klikkaði aldrei að við færum að ríða út og frameftir öllu varstu að temja sem mér þótti afar merkilegt, kominn yf- ir áttrætt – hvorki hugurinn né aldurinn stoppaði þig heldur var það skrokkurinn sem sagði stopp. Okkur krökkunum þótti svo gaman að fá að sitja í eldhúsinu og fá að hlusta á ykkur full- orðna fólkið tala saman og ekki var leiðinlegt að heyra þig herma eftir einhverjum úr sveit- inni; það var ótrúlegt hvað þú náðir vel fólki, sama hvort var um að ræða karl eða konu. Ófá- ar voru nú ferðirnar þegar menn komu að fá að skoða hest- ana sem voru á húsi ásamt belj- um og nautgripum og var sam- býlið bara gott. Eitt þótti mér merkilegt, hvernig þú vandir hestana sem voru á Kljá að er þeir heyrðu bílflautið frá þér komu þeir um leið – þeir báru virðingu fyrir þér, það var ljóst. Það eru forréttindi að hafa fengið að vera þér samferða í lífinu sem dóttir og ætíð verið tekin opnum örmum og ekki síst syni mínum sem einu af þínu barnabarni. Nú ertu kominn í góðra manna hóp og veit ég að þar er vel tekið á móti þér. Elsku besti Jónas fósturfaðir, ég kveð þig með kærri þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Þín fósturdóttir, Guðbjörg. Nonni minn, þín er sárt sakn- að og ekki síst af mér sem hef verið vinur þinn frá sex ára Jón Marinó Kristinsson ✝ Jón Marinófæddist í Keflavík 21. sept- ember 1930. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Garðvangi í Garði 1. apríl 2012. Útför Jóns fór fram frá Kefla- víkurkirkju 10. apríl 2012. aldri. Leiðir okkar hafa legið saman síðan þá. Við vorum fermingarbræður og alla tíð sem fóst- bræður. Söngurinn styrkti tengslin á milli okkar enn bet- ur. Þú hafðir þessa hljómþýðu bassa- rödd sem naut sín vel bæði í einsöng og samsöng. Við vorum stofnfélagar í Karlakór Keflavíkur árið 1953 og þar sungum við saman í um 50 ár. Á 10 ára afmæli kórsins vor- um við valdir í kvartett í tilefni árshátíðar kórsins. Kvartettinn starfaði lengi eftir þetta og nefndum við okkur Keflavík- urkvartettinn. Hann söng víða um landið við ýmis tilefni og einnig við ýmsar kirkjuathafnir. Alla tíð var mikið samband milli okkar og fjölskyldna okkar enda bjuggum við hvor nálægt öðrum. Veiðitúrar voru líka snar þáttur í frístundum okkar. Það er margs að minnast á langri ævi. Að lokum viljum við hjónin votta Sonju og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur. Haukur Þórðarson og Magnea Aðalgeirsdóttir. ✝ Þorsteinn Jón-asson fæddist á Þuríðarstöðum í Fljótsdal 11. apríl 1932 hann lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 18. október 2011. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Þorsteinsson og Soffía Ágústs- dóttir. Hann var fjórði í tólf syskina hóp. Systkinin eru Ágústa, María, Þórhildur, Hjalti, Jón Þór, Skúli, Bergljót, Benedikt, Ás- geir, Unnur og Soffía. Látnar eru Ágústa og Bergljót. Þor- steinn var í sambúð með Ingi- björgu Þórhallsdóttur, f. 4. ap- ril 1939. Foreldrar hennar voru Þórhallur Ágústsson og Ið- unn Þorsteins- dóttir. Synir, fóst- urdóttir og tengdabörn þeirra eru Þórhallur, var í sambúð með Sól- veigu Dagmar Bergsteinsdóttur, börn þeirra eru Emil Atli og Erla Björg Fanney. Jónas, kvæntur Sigríði Hrönn Gunnarsdóttur, börn þeirra eru Selma Hrönn og Pálmi Þór. Iðunn Þóra Friðriksdóttir fósturdóttir, í sambúð með Magna Björnssyni. Útför Þorsteins fór fram frá Valþjófsstaðarkirkju 29. okt. 2011. Mig langar að skrifa fáein kveðjuorð um vin minn Þor- stein Jónasson frá Þuríðar- stöðum. Ég kynntist fyrst Steina hinn 17. júní 1955, þeg- ar ég kom með flugi til Egils- staða, þá 10 ára gamall, ásamt Beggu frænku minni frá Víði- völlum fremri í Fljótsdal. Þann dag var samkoma í Eg- ilsstaðaskógi og Begga frænka ætlaði að nota ferðina og skreppa á ball, en hvað átti að gera við strákinn úr Reykja- vík, sem engan þekkti? Jú við gengum fram á Steina þarna í skóginum og honum var falið að líta eftir mér þarna um kvöldið. Þarna hittumst við Steini í fyrsta sinn og hefur margt drifið á daga okkar síð- an. Steini bjó í þá daga á Þor- gerðarstöðum í Fljótsdal og stundaði smíðar og alls kyns vinnu, sem bauðst í þá daga, enda handlaginn mjög. Steini bjó í mörg ár á Arnaldsstöðum í Fljótsdal, ásamt með konu sinni Ingibjörgu Þórhallsdótt- ur frá Langhúsum. Eignuðust þau tvo syni, þá Þórhall og Jónas, en þeir fengu nöfn afa sinna. Eru barnabörnin orðin fjögur. Ég minnist þess að Steini var áhugamaður um hesta og kom hann stundum ríðandi í Víðivelli fremri á honum Loga sínum, þar sem ég var sveitastrákur, en Logi var fjörhestur, rauðglófextur og með fallegustu hestum. Ég heimsótti margoft Steina og Ingibjörgu í Arnaldsstaði og var þá lagt á og riðið inn á Þorgerðarstaðadal. Var kannski peli með í för og gamlir dagar rifjaðir upp. Síð- ar, eftir að þau hjón fluttu til Egilsstaða, heimsótti ég þau og fór ég með Steina í hest- húsið þar sem hann hafði sína hesta í þá daga. Einnig fórum við í bíltúr upp í Fljótsdal, til að rifja upp gamlar minningar og einnig var vinur okkar Sverrir Þorsteinsson, frá Klúku, með í för, en hann lést 6. nóvember sl. og hef ég þá séð á eftir tveimur góðum vin- um mínum, yfir móðuna miklu. Vegna búsetu erlendis auðn- aðist mér ekki að fylgja Þor- steini til grafar. Hvíl í friði, gamli vinur. Magnús Magnússon. Þorsteinn Jónasson Ágæti drengur, vinur minn og fjölskyldu. Þótt ótrúlegt sé að ég verði orðvana, þá varð ég það er ég kvaddi þig síðdegis 10. apríl sl. Þá varst þú afar langt leiddur og er ég tók í hönd þér var hand- takið ólíkt þér. Örstutt handtak, lífsskeið okkar birtist mér hratt. Ég vil þakka þér sérstaka vin- áttu frá því er við kynntumst haustið 1960 og allt til þinnar hinstu stundar. Það er þér að þakka og þínum Sigurður Júlíusson ✝ Sigurður Júl-íusson fæddist í Reykjavík 23. nóv- ember 1935. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðju- daginn 10. apríl 2012. Útför Sigurðar fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 18. apríl 2012. afburða mannkost- um að alltaf fór vel á með okkur. Þú með þitt æðruleysi og græskulaust tal um alla er við þekktum bjargaði því. Mestalla ævi þína vannst þú hjá Ísal, allt frá byggingu hafnarinnar, síðar í kerskála, þangað til þú vegna aldurs fórst á eftirlaun. Einnig á þeim árum hugsaðir þú um móður þína, að föður þínum látnum, þar til hún þurfti að fara á elliheimili. Þetta sýnir mjög vel hve traustur maður þú varst og fórnfús. Að lokum veit ég að skoðun þín rætist, að þú hittir þína brottfluttu ástvini aftur. Við kveðjum þig með þakklæti í huga. Þín minning er okkur kær. Árni og Jakobína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.