Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Dimmt er í heimi hér, hættur er vegurinn Ljósið þitt lýsi mér lifandi Jesú minn. (Hallgrímur Pétursson) Camilla Guðmunda. Elskuleg frænka mín og vin- kona er fallin frá. Hún var svo stór partur af fjölskyldu minni á Þing- eyri, hún Milla, allt frá því ég var smástelpa á Ísafirði er þessi unga glæsidama kom til okkar og saum- aði á mig fína kjóla. Hún móðir mín var ekki mjög mannblendin, en Milla létti allra lund og móðir mín fékk ekki bara saumaða kjóla á dótturina heldur, eins hún sagði sjálf, skemmtilegan „selskap“. Síðar fórum við hjónin vestur með syni og pabba minn en þá voru nú flestir fallnir frá nema Milla og Matthías sem auðvitað voru á staðnum. Vantaði ekkert upp á móttökur þar. Ennþá síðar héld- um við myndarlegt ættarmót á Núpi og við Milla dönsuðum sam- an og mátti sú yngri hafa sig alla við, sjaldan hefur mér ákveðnari partner stýrt um dansgólfið. Nú er hún fallin frá, þessi elska, hún var bæði skemmtileg og góð, hún frænka mín, en hvíldinni geri ég ráð fyrir að hún hafi verið fegin, blessunin. Föður mínum voru þessi syst- urbörn mjög kær og reyndar öll fjölskyldan þar, en þar voru bræð- ur hans og nærskyldfólk flest lengst af búsett. Gerður frænka mín lét mig strax frétta af andlát- inu og hefur sýnt mér sérstaka elskusemi og bið ég hana fyrir hjartanlegar samúðarkveðjur Millu yngri, bræðra hennar, eig- inmanns og allrar fjölskyldunnar. Lilja Helga Gunnarsdóttir. Okkur systkinin langar til að minnast móðursystur okkar, hennar Millu systur, eins og Hulda mamma okkar kallaði hana alltaf og við stundum líka. Hún varð elst og lifði lengst af börnum Sigmundar Jónssonar og Fríðu Jóhannesardóttur. Hún var fædd 1917 og hefði því orðið 95 ára í sumar. Mikill samgangur var milli fjölskyldnanna þegar við vorum börn og þær systur hjálpuðust mikið að. Milla aðstoðaði móður okkar við hreingerningar sem þá voru fastur liður fyrir jól og að vori en móðir okkar saumaði fyrir hana. Hvorki baðkar né sturta var í húsinu sem við ólumst upp í og það var fastur liður að fara í gamla baðið í Estívuhúsi eins og heimili Millu var oft kallað. Einnig var einn dagur í mánuði þvottadagur hjá móður okkar og kom sér þá vel að hafa aðgang að stóra þvotta- húsinu hennar Millu en þar var risastór suðupottur kyntur með kolum og þvottavél með vindu, sem var mikið þarfaþing. Eftir að þvegið hafði verið var þvotturinn hengdur í stóra hjallinn hjá Millu. Eftir að faðir okkar dó og mamma varð ekkja og við vorum flutt frá Þingeyri hélst áfram mjög gott samband á milli mömmu og þeirra hjóna Matta og Millu. Síðar þegar mamma var flutt suður og við komum vestur með hana voru alltaf haldnar mikl- ar veislur okkur og fjölskyldum okkar til heiðurs enda var Milla fræg fyrir gestrisni. Haft var á orði að hún leitaði uppi gesti ef hún vissi af góðum vinum á ferð um Dýrafjörðinn. Auðvitað var alltaf byrjað á sexara eins og tíðk- aðist í Sigmundarhúsinu þegar afi var búinn að loka búðinni. Á meðan Milla var við góða heilsu og rak sitt eigið heimili var notalegt að sitja í eldhúsinu hjá henni og spjalla. Alltaf þurfti hún að vita allt um okkar börn, hvar þau væru niðurkomin og hvað þau væru að fást við. Hún hafði sínar skoðanir á því og einlægan áhuga. Á síðari árum eftir að heilsan fór að gefa sig og hún flutti á Tjörn tók Gerður dóttir hennar við veisluhaldinu og hefur heimsókn í Estívuhús verið fastur liður þegar við erum á ferð og tók Milla þátt í þeim meðan kraftar leyfðu. Stjórnaði hún þá hvaða borðbún- aður var valinn og hvernig steik- urnar voru framreiddar. Þegar við litum inn hjá henni á Tjörn spurði hún alltaf hvort við hefðum ekki fengið eitthvað ætt í Estívuhúsi. Við sendum börnum hennar og ættingjum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og kveðjum með þakklæti og minnumst hjarta- góðrar frænku, sem lét sér annt um okkur og okkar afkomendur. Guðmundur og Erla. Í dag verður frú Camilla Sig- mundsdóttir jarðsungin frá Þing- eyrarkirkju og lögð til hinstu hvílu í Þingeyrarkirkjugarði við hlið mannsins síns, Matthíasar Guð- mundssonar vélsmiðs. Camilla var borinn og barnfæddur Þingeyr- ingur og dvaldi þar alla sína daga. Hún á ekki fá handtökin við umhirðu leiða í kirkjugarðinum og kirkjunni sinni þjónaði hún af trú- mennsku nánast alla sína ævi, þar sem hún söng í kórnum á meðan hún gat staðið í fæturna. Þegar elskaður sóknarprestur varð fyrir snjóflóði og lést um miðjan vetur á fyrri hluta síðustu aldar, var lítið um blóm eða skreytingar fyrir út- för hans. Camilla bauð þá fram brúðar- slörið sitt sem klippt var niður og útbjuggu þær Hanna Proppé úr því hin fegurstu blóm á kistuna. Þessi fallegi gjörningur þótti mínu fólki lýsandi fyrir innræti Camillu. Hún var bæði gjafmild, trygg og síþjónandi á meðan kraftar ent- ust. Heimili Camillu og Matthías- ar var mitt annað heimili á Þing- eyri þegar ég var að alast upp, þar sem við Gerður dóttir þeirra erum jafnöldrur og bestu vinkonur. Ca- milla réð ríkjum á heimilinu og átti góðan bandamann í tengda- föður sínum Guðmundi J. Sigurðs- syni sem þar bjó líka og tók þátt í uppeldi okkar barnanna. Hún tók starf húsmóðurinnar alvarlega og lagði sig fram um að hafa snyrti- legt og hreint í kringum sig. Oft gustaði af henni og var hún ekkert að skafa utan af hlutunum þegar staðfastar meiningar voru annars vegar. Hjarta hússins var eldhúsið þar sem Milla töfraði fram gómsætar máltíðir, oft handa fjölda manns. Fyrir helgar voru alltaf bakaðar tertur og ann- að girnilegt kaffibrauð og ég, bak- aríisbarnið setti mig sjaldan úr færi að lauma mér í sunnudags- kaffi með fjölskyldunni. Oft fór það svo að ég borðaði með þeim líka, þannig að stundum fékk ég orð í eyra á mínu eigin heimili. Ég leit alla tíð upp til Millu og hún hefur á svo margvíslegan hátt verið mér fyrirmynd í lífinu. Eftir að Matthías lést lét hún sig ekki muna um að leggja í stórfram- kvæmdir við húsið sitt, þótt komin væri af léttasta skeiði. Þessi staðfasta kona sem nú er kvödd valdi að ljúka ævidögunum í heimahögunum sem voru henni svo kærir. Hún vildi ekki flytja suður, þrátt fyrir áeggjan barna sinna og kaus að bera beinin í Firðinum fagra. Alla tíð naut hún elskusemi Nönnu sem leit til með vinkonu sinni og gerði þar með börnum Camillu auðveldara að vita af henni einni á Þingeyri. Það voru mikil forréttindi að fá að alast upp með góðu fólki á Þing- eyri. Margir eru þegar farnir yfir móðuna miklu og taka nú vel á móti Millu minni. Mér þykir ekki ólíklegt að Matthías sé við orgelið og þau Milla og Tómas taki lagið. Við heimsóttum Camillu á Þingeyri nú á páskum. Það var næsta ljóst hvert stefndi. Greini- legt var að hún gladdist við að sjá dóttur sína Gerði og Ólaf tengda- son sinn. Gerður settist við dán- arbeð móður sinnar, strauk henni blíðlega um vanga og hóf að syngja. Að sjálfsögðu tók Milla undir: „Ég lít í anda liðna tíð… .“ Kveðjustund mæðgnanna var ein- staklega hugljúf og falleg. Megi Camilla hafa þökk fyrir allt. Fríða Regína. Þó missi ég heyrn, mál og ró og máttinn ég þverra finni, Þá sofna ég hinst við dauðadóm Ó drottinn gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. (Ólína Andrésd.) Elsku tengdapabbi, þín er sárt saknað. Þó er svo stuttur þráður á milli lífs og dauða, að þrátt fyr- ir að þú sért horfinn okkur, ertu það ekki því ennþá finn ég fyrir nærveru þinni og sé bros þitt sem náði til augna þinna og það þurfti engin orð því það sagði allt og verður sú minning ætíð höfð mér í minni. Agnar var stoltur af afkom- endum sínum og ætt, átti auðvelt með að rekja ættir sínar og ann- arra með stundum gamansömum frásögum sem bæði ungir sem aldnir höfðu gaman af. Hann las sér mikið til fróðleiks og skemmtunar sem og kunni hann ógrynnin af kvæðum og ljóðum og var unun að heyra hann fara með þau, sem hann gerði við hvert tækifæri er ættin kom saman eða annars konar mann- fagnaður var haldinn. „Maður er manns gaman.“ Þannig var tengdapabbi, glaðlyndur, glett- inn, hlýr og kærleiksríkur og er ég sannarlega heppin að hafa átt hann að í þau tuttugu og níu ár sem liðin eru frá því ég heilsaði uppá hann fyrst. Til að byrja fannst mér ekki mikið fara fyrir karli, en svo fór ég að sjá hversu mikinn karakter Agnar Baldur Víglundsson ✝ Agnar BaldurVíglundsson fæddist á Ólafsfirði 5. apríl 1930. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 27. mars 2012. Útför Agnars for fram frá Ólafsfjarð- arkirkju 10. apríl 2012. hann hafði að geyma. Það haggaði ekkert honum Agn- ari ef hann tók eitt- hvað í sig, því stað- fastur var hann og vissi hvað hann vildi. Oft var gaura- gangur og líflegt á „Glaumbæ“ (Kirkjuveginum), þá þurfti hann ekki að beita rödd sinni nema einu sinni en þá hljóðnaði fljótt í kotinu, og reyndar upplifði ég það líka í fjárhúsunum þegar í eitt skiptið sem við fórum að gefa kindunum, sem þá jörmuðu hver ofan í aðra og tengdapabbi kall- aði „Þegiði!“, og allt féll í dúna- logn, svo heyrðist eitt „meehh“. Fjárhúsin, enski boltinn, lest- ur og fjölskyldugildin, myndi ég segja, voru honum kærust, og þótt farið væri að draga af hon- um undir það síðasta var hann ávallt að huga að fólkinu sínu og á sjúkrabeði vildi hann ekki að fólkið hans upplifði hann sem veikan og bað okkur að fara heim og halda okkar striki í lífinu sem hann unni. Er það okkar að halda áfram í minningu hans með þeirri einlægni að virða náttúr- una, dýrin og fólkið í kringum okkur því þannig lifði hann til lokadags, og bið ég honum Guðs blessunar og friðar í nýjum heimkynnum þar sem við öll hitt- umst á ný undir sólarinnar dýrð- arljósi og verður þá faðmast og kysst. Ó, Jesús, séu orðin þín andláts síðasta huggun mín. Sál minni verði þá sælan vís með sjálfum þér í Paradís. (Hallgrímur Pétursson) Elsku tengdamamma og fjöl- skylda, megi sorginni verða af ykkur létt og minningarnar fal- legu verða geymdar í hjörtum okkar. Guð blessi ykkur öll. Dagbjört Gísladóttir. Vorið var handan við hornið og þýddi það að uppáhaldstími Hansa og fjölskyldu hans var á næsta leiti. Tíminn þar sem knattspyrnan var stunduð af full- um krafti og öll fjölskyldan þín tók fullan þátt í með þér. En eins óskiljanlegt og það er spilar þú ekki knattspyrnu í sumar því þú hefur verið kallaður til annarra starfa. Við sem eftir sitjum höf- um margar spurningar en fátt er um svör. Við kynntumst þegar þú fórst að vera með Birnu Sif. Frá byrj- un var ljóst að ykkur var ætlað að vera saman og ástin blómstraði. Við vorum svo lánsöm að fá að taka þátt í að skipuleggja og upp- lifa brúðkaupsdag þinn og Birnu í ágúst í fyrra, var þetta með fal- legri dögum sem við höfum upp- lifað og var hann alveg í ykkar stíl, stutt en falleg athöfn og svo veisla í faðmi fjölskyldunnar. Fjölskyldan var þér allt og var frábært að sjá hvað þú og Björn Hans Ágúst Guð- mundsson Beck ✝ Hans ÁgústGuðmundsson Beck fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1986. Hann lést í bílslysi á Ólafs- fjarðarvegi 26. mars 2012. Útför Hans Ágústs fór fram frá Glerárkirkju 3. apríl 2012. Smári sonur Birnu náðuð vel saman. Tíminn sem þú fékkst að vera með son þinn var einnig vel nýttur og var þá mikið brallað saman enda oft ekki vitað hvenær fjölskyldan fengi að sjá hann næst. Rafmagns- og tölvuhjálp var alltaf hægt að nálgast hjá þér enda allt- af tilbúinn að hjálpa til ef eitthvað var að. Þú varst ekki margorður en þegar þú talaðir fylgdi því oft mikill húmor og hlátur. Við höfðum gert samning um það að um næstu jól myndi ég baka fyrir þig lakkrístoppa og í staðinn ætlaðir þú að baka fyrir mig sörur en það verður eitthvað í það að við fáum að smakka sör- urnar þínar aftur. Við kveðjum þig með söknuði og munum styðja við Birnu og Björn og hjálpast að við að halda minningunni um þig lifandi Góða ferð og við sjáumst aftur seinna. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Kveðja Ólöf og Benedikt. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Kollafjarðarnesi, síðar Stórholti, sem lést fimmtudaginn 12. apríl, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánu- daginn 23. apríl kl. 13.00. Guðmundur Theódórs, Þrúður Karlsdóttir, Elinborg Theódórs, Bjarni Jensson, Benedikta Theódórs, Ólafur Gunnlaugsson, Jón Brands Theódórs, Kristjana Benediktsdóttir, Páll Theódórs, Hrafnhildur Árnadóttir. ✝ Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, SIGURÐAR HAFSTEINS BJÖRNSSONAR, Lambastöðum, Seltjarnarnesi, fer fram frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 24. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Umsjónarfélag einhverfra. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi. Jónína K. Helgadóttir, Katrín Ruth Sigurðardóttir, Tryggvi Magnússon, Björn Þórir Sigurðsson, Berglind Viðarsdóttir, Davíð Örn Sigurðsson og barnabörn. ✝ Við þökkum ættingjum og vinum fyrir samúð og hlýhug vegna andláts KRISTJÁNS HELGA GUÐMUNDSSONAR, Minna-Núpi. Gleðilegt sumar. Ámundi Kristjánsson, Herdís Kristjánsdóttir, Guðbjörg Ámundadóttir, Snorri og fjölskylda, Erla og fjölskylda, Guðrún og fjölskylda. ✝ Móðir mín, UNNUR SÓLVEIG VILBERGSDÓTTIR, Lækjasmára 6, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 16. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. apríl kl. 15.00. Vilborg G. Hansen. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EVELYN ÞÓRA HOBBS, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtu- daginn 19. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Hróbjartur Hróbjartsson, Karin Hróbjartsson-Stuart, Skúli Hróbjartsson, Unnur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GÍSLLAUG BERGMANN, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk fimmtudaginn 12. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 23. apríl kl. 13.00. Dagbjört Bergmann, Hjálmar Þ. Diego, Pétur Bergmann, Róbert Bergmann, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.