Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Á Krúsku færðu: heilsusamlegan mat, kjúklingarétti, grænmetisrétti, fersk salöt, heilsudrykki, súkkulaðiköku, gæðakaffi frá Kaffitár og fallega stemningu. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI Næring fyrir líkama og sál SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Umræða um sölu á þremur eyjum í umdeildum eyjaklasa í Austur- Kínahafi hefur enn á ný hreyft við ráðamönnum í Kína og Japan, sem gera tilkalltil eyjanna eins og Taívan. Fimm eyjar eru í klasanum. Þær eru óbyggð- ar, en þar eru villtar geitur og óvenjulegar teg- undir af mold- vörpum. Olíu- og gaslindir eru taldar vera á hafsbotni við þær og þar eru góð fiskimið. Fyrir um fjórum árum náðu Japanar og Kínverjar samkomulagi um að nýta gaslindirnar sameiginlega en ekki hefur reynt á það samkomulag. Harðar deilur Fyrir tæplega tveimur árum hörðnuðu deilur Japana og Kín- verja enn frekar þegar skipstjóri kínversks togara sigldi á tvö jap- önsk strandgæsluskip við eyjarnar. Af ásettu ráði, að mati Japana. Deilan var svo hörð að Shintaro Is- hihara, borgarstjóri í Tókýó, aflýsti fyrirhugaðri heimsókn til Kína. Ekki er aðeins deilt um yfirráðin á eyjunum fimm heldur einnig nafn- ið. Á japönsku nefnast þær Sen- kaku en Diaoyu á kínversku. Kín- verjar segja að eyjaklasinn hafi verið kínverskur frá örófi alda, en þær hafa verið í eigu Japana að minnsta kosti frá 19. öld. Japanska ríkisstjórnin leigir fjórar þeirra og á þá fimmtu. Kosta allt að 63,3 milljörðum Japanski viðskiptamaðurinn Kuniki Kurihara keypti þrjár eyjanna fyrir um 40 árum, en fyrr í vikunni greindi Shintaro Ishihara frá því í heimsókn í Washington í Bandaríkjunum að hann ætti í við- ræðum við Kurihara um að Tókýó keypti af honum eyjarnar. Fram kom hjá borgarstjóranum að hægt væri að ganga frá viðskiptunum á þessu ári og vernda þannig jap- anskt yfirráðasvæði. Makoto Watanabe, lögfræðingur Kuriharas, vill ekki greina frá hugs- anlegu söluverði en eyjarnar hafa verið verðlagðar frá því að vera einskis virði upp í sem samsvarar nær 63,3 milljörðum íslenskra króna (um 500 milljónir dollara). Hugmynd Ishihara um kaupin fellur ekki öllum Japönum vel í geð. Bent hefur verið á að eyjarnar séu í 1.900 km fjarlægð frá Tókýó og ekki sé réttlætanlegt að eyða pen- ingum skattborgaranna á þennan hátt. Aðstoðarmaður borgarstjór- ans hefur í því sambandi bent á þann möguleika að sérstaklega yrði safnað fyrir kaupverðinu á meðal almennings. Hörð viðbrögð Ummæli borgarstjórans hafa líka kallað á sterk viðbrögð frá Kína, en Kínverjar segja að hugsanleg kaup yrðu ólögleg og marklaus. Yoshi- hiko Noda, forsætisráðherra Jap- ans, áréttaði hins vegar yfirráð Jap- ana á eyjaklasanum á þingi. Eyjaklasi í Austur-Kínahafi Kína Japan Tævan Okinawa Senkaku-eyjar Chunxiao- gaslindirnar Kyrrahaf Stórveldin í austri deila enn  Kína, Japan og Taívan ekki sammála um yfirráð yfir óbyggðum eyjaklasa í Austur-Kínahafi  Kínverjar segja að eyjaklasinn hafi verið kínverskur frá örófi alda en Japanir eiga eyjarnar AFP Mótmæli Kínverjar í Hong Kong mótmæltu hugsanlegri sölu á umdeildum eyjum í fyrradag. Á borðanum stendur: Japan, farið frá Diaoyu. Shintaro Ishihara Deilur og samstarf » Þjóðernissinninn Shintaro Ishihara var kjörinn borg- arstjóri í Tókýó 1999. » Landhelgisdeilur Japana og Kínverja haustið 2010 voru harðar og lagði hópur þing- manna í Lýðræðisflokki Japans til að Japanar íhuguðu að koma sér upp setuliði á eyja- klasanum í austur-Kínahafi. » Efnahagslíf Kína og Japans hefur verið nátengd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.