Morgunblaðið - 21.04.2012, Síða 30

Morgunblaðið - 21.04.2012, Síða 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Á Krúsku færðu: heilsusamlegan mat, kjúklingarétti, grænmetisrétti, fersk salöt, heilsudrykki, súkkulaðiköku, gæðakaffi frá Kaffitár og fallega stemningu. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI Næring fyrir líkama og sál SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Umræða um sölu á þremur eyjum í umdeildum eyjaklasa í Austur- Kínahafi hefur enn á ný hreyft við ráðamönnum í Kína og Japan, sem gera tilkalltil eyjanna eins og Taívan. Fimm eyjar eru í klasanum. Þær eru óbyggð- ar, en þar eru villtar geitur og óvenjulegar teg- undir af mold- vörpum. Olíu- og gaslindir eru taldar vera á hafsbotni við þær og þar eru góð fiskimið. Fyrir um fjórum árum náðu Japanar og Kínverjar samkomulagi um að nýta gaslindirnar sameiginlega en ekki hefur reynt á það samkomulag. Harðar deilur Fyrir tæplega tveimur árum hörðnuðu deilur Japana og Kín- verja enn frekar þegar skipstjóri kínversks togara sigldi á tvö jap- önsk strandgæsluskip við eyjarnar. Af ásettu ráði, að mati Japana. Deilan var svo hörð að Shintaro Is- hihara, borgarstjóri í Tókýó, aflýsti fyrirhugaðri heimsókn til Kína. Ekki er aðeins deilt um yfirráðin á eyjunum fimm heldur einnig nafn- ið. Á japönsku nefnast þær Sen- kaku en Diaoyu á kínversku. Kín- verjar segja að eyjaklasinn hafi verið kínverskur frá örófi alda, en þær hafa verið í eigu Japana að minnsta kosti frá 19. öld. Japanska ríkisstjórnin leigir fjórar þeirra og á þá fimmtu. Kosta allt að 63,3 milljörðum Japanski viðskiptamaðurinn Kuniki Kurihara keypti þrjár eyjanna fyrir um 40 árum, en fyrr í vikunni greindi Shintaro Ishihara frá því í heimsókn í Washington í Bandaríkjunum að hann ætti í við- ræðum við Kurihara um að Tókýó keypti af honum eyjarnar. Fram kom hjá borgarstjóranum að hægt væri að ganga frá viðskiptunum á þessu ári og vernda þannig jap- anskt yfirráðasvæði. Makoto Watanabe, lögfræðingur Kuriharas, vill ekki greina frá hugs- anlegu söluverði en eyjarnar hafa verið verðlagðar frá því að vera einskis virði upp í sem samsvarar nær 63,3 milljörðum íslenskra króna (um 500 milljónir dollara). Hugmynd Ishihara um kaupin fellur ekki öllum Japönum vel í geð. Bent hefur verið á að eyjarnar séu í 1.900 km fjarlægð frá Tókýó og ekki sé réttlætanlegt að eyða pen- ingum skattborgaranna á þennan hátt. Aðstoðarmaður borgarstjór- ans hefur í því sambandi bent á þann möguleika að sérstaklega yrði safnað fyrir kaupverðinu á meðal almennings. Hörð viðbrögð Ummæli borgarstjórans hafa líka kallað á sterk viðbrögð frá Kína, en Kínverjar segja að hugsanleg kaup yrðu ólögleg og marklaus. Yoshi- hiko Noda, forsætisráðherra Jap- ans, áréttaði hins vegar yfirráð Jap- ana á eyjaklasanum á þingi. Eyjaklasi í Austur-Kínahafi Kína Japan Tævan Okinawa Senkaku-eyjar Chunxiao- gaslindirnar Kyrrahaf Stórveldin í austri deila enn  Kína, Japan og Taívan ekki sammála um yfirráð yfir óbyggðum eyjaklasa í Austur-Kínahafi  Kínverjar segja að eyjaklasinn hafi verið kínverskur frá örófi alda en Japanir eiga eyjarnar AFP Mótmæli Kínverjar í Hong Kong mótmæltu hugsanlegri sölu á umdeildum eyjum í fyrradag. Á borðanum stendur: Japan, farið frá Diaoyu. Shintaro Ishihara Deilur og samstarf » Þjóðernissinninn Shintaro Ishihara var kjörinn borg- arstjóri í Tókýó 1999. » Landhelgisdeilur Japana og Kínverja haustið 2010 voru harðar og lagði hópur þing- manna í Lýðræðisflokki Japans til að Japanar íhuguðu að koma sér upp setuliði á eyja- klasanum í austur-Kínahafi. » Efnahagslíf Kína og Japans hefur verið nátengd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.