Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 Laxastigar eða fisk- vegir eins og þeir eru oft nefndir flokkast m.a. undir hugtakið fiskrækt. Með slíkri framkvæmd er verið að opna laxi leið að stærra vatnasvæði framhjá náttúrulegri hindrun í straumvatni eða auðvelda fiski göngu um tímabundna hindrun eins og straumþunga í ánni. Á sínum tíma gerði höfundur þessa pistils sem starfsmaður Veiðimála- stofnunar samantekt um ráðagerðir til umbóta á þessu sviði sem birtist í búnaðarblaðinu Frey 1988. Þar kem- ur fram að á tímabilinu 1908 til 1986 hafi í 82 skipti verið áform af þessu tagi sem oft leiddu til minni eða meiri- háttar framkvæmda. Umfang aðgerða á þessu sviði var ótrúlega mikið hér á landi á síðustu öld, ekki síst á seinni hluta hennar. Segja má að á tímabilinu hafi að jafn- aði verið tekinn í notkun einn fisk- vegur á ári frá miðri öld til síðustu aldamóta. 50% aukning göngu- og búsvæða laxfiska Með byggingu laxastiganna komst laxinn inn á ný göngu- og búsvæði ánna sem svarar til 50% aukningar á heildargönguleiðum íslenska laxins í ánum fyrir gerð fiskveganna (Veiði- málastofnun, Hafdís Hauksdóttir, lokaprófsverkefni við Bændaskólann á Hvanneyri 1999). Það jafngildir í kílómetrum talið heildarlengd allra laxánna á Vesturlandi. Þetta sýnir vel hversu stórfelld fiskræktin vegna laxastigagerðar hefur verið á öldinni sem leið. Fyrsti alvöru fisk- vegurinn ef svo má taka til orða var byggður hér á landi í Lagarfossi í Lagarfljóti árið 1932. Eru því á þessu ári liðin 80 ár frá fyrstu framkvæmd á þessari tegund mannvirkja. Og auðvitað gildir það sama um þessi mannvirki og önnur t.d. um leyfisveitingar, sbr. Lög um lax- og silungsveiði, og ákveðnar kröf- ur gerðar um fyrirkomulag og bygg- ingu þeirra. Laxastiginn í Þjórsá Sumarið 1992 var tekinn í notkun glæsilegur fiskvegur í Þjórsá í Árnes- ey hjá fossinum Búða sem er 5-6 metra hár. Með framkvæmd þessari var opnuð leið fyrir lax og annan göngufisk inn á 25 km langt svæði of- ar í ánni, auk þveráa hennar. Það var Landsvirkjun sem byggði stigann og tengist virkjunarframkvæmdum í vatnakerfi Þjórsár og liður í tjónabót- um vegna þeirrar röskunar sem þessu hafa fylgt á afréttum. Þessi fiskrækt- araðgerð hjá Búða endurspeglar vel fyrrgreinda 50 af hundraði aukningu á gönguleiðum laxfiska því að frá sjáv- arósi Þjórsár eru 48 km að Búðafossi. Árangursrík fiskrækt Talningar á fiskgengd um fiskveg- inn hjá Búða sýna að hann hefur virk- að vel. Því er nú að byggjast upp nátt- úrulegur stofn laxfiska á efri hluta Þjórsár. Þetta staðfestir árlegt með- altal veiði í ánni sl. fimm ár. Þessi þró- un mun halda áfram því það mun taka lengri tíma að fullsetja búsvæði fisk- stofna á svæðinu. Margir óttast að virkjun Þjórsár í byggð muni stór- skaða laxastofn árinnar. Það yrði sorgleg niðurstaða ef þessi árangurs- ríka fiskrækt með byggingu stigans við Búða hefði verið unnin fyrir gýg. Ný manngerð ásýnd Virkjanirnar fjórar sem fyrirhug- aðar eru í neðri hluta árinnar munu með tilheyrandi 12-15 metra háum stíflum mynda lón að heildarflatamáli 20 ferkílómetrar. Það svarar til fjórð- ungs af flatarmáli Þingvallavatns, stærsta náttúrulega stöðuvatn lands- ins. Ekki er víst að fólk geri sér al- mennt grein fyrir því hversu áin og umhverfi hennar mun taka á sig breytta mynd við framkvæmdir þess- ar. Laxastigarnir eru stórfelld fiskrækt í ám Eftir Einar Hannesson » 80 ár eru frá opnun fyrsta laxastiga í Lagarfossi. Er góðum árangri af laxastiga hjá Búða stefnt í hættu með virkjunaráformum? Einar Hannesson Höfundur starfaði við veiðimál í 57 ár. Framkvæmum nákvæma sjónmælingu á staðnum. Þú færð margskipt gler, sérframleidd fyrir þína sjón og umgjarðir sem henta þér. LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 ALLT Í FÓKUS NÆR OG FJÆR SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 hársnyr t i vörur Fást á hársnyrtistofum Ellert Ólafsson skrifar um íslenska skólakerfið í Morg- unblaðinu 18. apríl 2012 þar sem hann vek- ur okkur til umhugs- unar um skólakerfið, til hvers það er og fyrir hverja. Hann telur að grunnskólanámið sé mjög gagnlegt, fram- haldsskólanámið sæmi- lega gagnlegt en há- skólanámið sé gagnslítið. Í stað fræðilegrar stærðfræði eigi að koma stærðfræðilegar lausnir á verkefnum í raunveruleikanum. Ég staldra við þetta „í raunveruleikanum“. Sá raun- veruleiki sem við búum við í dag er auðvitað svo langt frá þeim raunveru- leika sem foreldrar og forfeður okkar bjuggu við. Heimssýnin er önnur, dagleg vandamál eru önnur. Hvernig skyldi þá raunveruleikinn líta út eftir nokkra áratugi? Ætli skólakerfið að byggja æsku landsins upp með fræðsluforða til að uppfylla þarfir at- vinnulífsins er ekki víst að raunveru- leikinn verði með þeim hætti sem hann gæti orðið. Gæti kannski orðið eitthvað miklu meira en hugmyndir okkar og reynsla ná að skynja í dag. Skólinn hlýtur að vera til að þroska hæfileika og hæfni nemenda á leið þeirra sem gildra samfélagsþegna. Hagsmunaaðilar koma og fara en grundvallarþekking einstaklings get- ur breytt framtíðarsýn hans og heillar þjóðar. Þekkingin hefur þennan eig- inleika að geta verið einstök og út- færsla hennar mismunandi eftir því hver á í hlut. Þegar atvinnuástandið er eins og það er nú hér á landi staldr- ar maður sérstaklega við þá hugsun að takast á við raunveruleg verkefni sem ekki einu sinni atvinnulífið sjálft sér fyrir sér. Á sama tíma er ljóst að völd skólakerfisins hafa aukist með aukinni áherslu stjórnvalda á mennt- un þegnanna. Nú stunda margfalt fleiri háskólanám en áður var og flest- öll ungmenni geta sótt framhalds- skólanám óski þau eftir því og ef engar hindranir standa í vegi þeirra. Það er mjög mikilvægt að jöfnuður til menntunar sé virtur. Ungmenni eiga að eiga kost á því að sækja þá menntun sem þau vilja, inntökupróf og öll höft til að draga úr möguleikum til að sækja sér menntun á ekki við lengur. Áhugi þeirra er til staðar en haftakerfi sem komið er á í tengslum við aukinn kostnað og inn- tökuskilyrði búa til hindranirnar. Skólakerfið þarf auðvitað að vera gagnlegt. Nemendur eiga að fá verk- efni við hæfi og þetta þarf að gagnast þeim í lífinu. Inntökuskilyrði eru hins vegar tæki þeirra sem vilja hafa völd- in til að velja þá hæfustu – en reynsl- an hefur verið sú að það þarf ekki að vera mjög gagnlegt tæki til þess. Þeir „hæfustu“ verða ekki endilega fyrir valinu og þar getur margt komið til. Sé skólakerfið hins vegar rekið með fé almennings er það eðlileg krafa að allur almenningur hafi jafnframt kost á því að stunda nám innan þess. Nem- endur þurfa að fást við raunveruleg verkefni en ég held að óraunveruleg verkefni þurfi ekki að vera gagnslítil ef þau eru t.d. til þess gerð að þjálfa gagnrýna hugsun, finna mörk hins raunverulega, upphefja andann og kenna hefðbundin vinnubrögð. Það getur hins vegar verið skaðlegt til langs tíma að byggja þekkinguna upp einvörðungu á skammtímasjón- armiðum hagsmunaaðila. Skóli – fyrir hverja? Eftir Jóhönnu Rósu Arnardóttur Jóhanna Rósa Arnardóttir » Það er mjög mik- ilvægt að jöfnuður til menntunar sé virtur. Aukinn kostnaður og inntökuskilyrði búa til hindranirnar. Höfundur er félags- og menntunarfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.