Morgunblaðið - 21.04.2012, Page 28

Morgunblaðið - 21.04.2012, Page 28
BÍLARAF BÍLAVERKSTÆÐI Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is Allar almennar bílaviðgerðir Tímapantanir í síma 564 0400 Gott verð, góð þjónusta! Startarar og alternatorar í miklu úrvali 28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2012 ● Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna funda nú í Washington, þar sem m.a. eru ræddar óskir Christine Lagarde, forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um að lánageta sjóðsins verði aukin um 400 milljarða dollara, eða sem sam- svarar rúmum 50 þúsund milljörðum íslenskra króna. BBC greindi frá því í gær að hart væri sótt að George Osborne, fjármála- ráðherra Breta, á fundinum og hann hvattur til þess að beita sér fyrir aukn- um lánum til efnahagskerfa í vanda. Haft er eftir Osborne að allar ákvarðanir um að auka lánagetu AGS verði að taka hnattrænt. Þegar liggja fyrir loforð mismunandi ríkja um að leggja AGS til aukið fé upp á um 320 milljarða dollara. Þar af hefur Japan lofað 60 milljörðum dollara. Ólíklegt er talið að Bandaríkin lofi að auka framlag sitt til AGS, en Andrew Walker, frétta- skýrandi BBC í efnahagsmálum, segir að slíkt myndi mælast illa fyrir í Bandaríkjunum, svo skömmu fyrir for- setakosningar. Vill 50 þúsund milljarða til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Gangi 0,5% verðbólguspá Greining- ar Íslandsbanka eftir fyrir aprílmán- uð mun 12 mánaða verðbólga minnka úr 6,4% í 6,1%, og raunar gerir hún ráð fyrir áframhaldandi hægri hjöðnun næstu misseri eftir verðbólguskot sem staðið hefur linnulítið frá upphafi árs 2011. Hag- stofan birtir vísitölu neysluverðs næsta föstudag hinn 27. apríl. Þetta kom fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka í gær- morgun. Greining Íslandsbanka telur að ferða- og flutningskostnaður aukist talsvert í aprílmánuði líkt og undan- farna mánuði, ekki síst vegna áfram- haldandi hækkunar á eldsneyti. Auk þess koma árstíðabundnar hækkanir gjarnan fram í reiðhjólum, sumar- hjólbörðum og fleiri ferðatengdum liðum í mánuðinum. Gerir Greiningin ráð fyrir að lið- urinn vegi til 0,15% hækkunar VNV í apríl. Þá hefur matvara hækkað nokkuð upp á síðkastið og gert er ráð fyrir 0,1% hækkun VNV í apríl vegna þessa. Föt og skór leggja svo til tæp 0,1% í hækkun VNV að mati Greiningarinnar. Veiking eða styrking krón- unnar hefur mikið að segja Loks koma almenn áhrif veikingar krónu á síðustu mánuðum og launa- hækkana í febrúar og mars fram í hækkun ýmissa liða sem samanlagt vega til ríflega 0,15% hækkunar VNV í spánni. „Hins vegar teljum við að húsnæð- isliður vísitölunnar muni lítið hækka í apríl, enda vísbendingar um að hús- næðisverð hafi staðið í stað undan- farið,“ segir í Morgunkorni Íslands- banka. Á seinni hluta ársins spáir Grein- ing Íslandsbanka töluvert hægari hækkun VNV. Það er þó háð því að krónan gefi ekki frekar eftir. Spá þeirra gerir raunar ráð fyrir lítils- háttar styrkingu krónu þegar líður á árið, en óhagstæðari þróun krónunn- ar á komandi misserum myndi breyta verðbólguhorfum umtalsvert til verri vegar. „Við spáum því að verðbólga mælist 4,5% í lok yfirstandandi árs og að í desember 2013 verði verð- bólgan 3,6%. 2,5% verðbólgumark- mið Seðlabankans næst þó vart fyrr en á seinni hluta ársins 2014,“ segir í Morgunkorninu. Spá því að verðbólga mælist 4,5% í lok ársins 2012 Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðbólga Það eru gömul sannindi og ný að þegar krónan veikist, þá hækk- ar vöruverð á innfluttum varningi og verðbólga eykst að sama skapi.  Greining Ís- landsbanka spáir hægri hjöðnun                                          !"# $% " &'( )* '$* +,- ,./0.- +,1 ,,0/2- ,,0.2+ +303.4 +/30/2 +052.3 +420- +--0,5 +,-0/ ,./055 +,10/1 ,,02++ ,,0+.- +303-2 +/301/ +0525/ +450+3 +--01, ,,3053+2 +,-0- ,.20.2 +,1012 ,,021- ,,0+1+ +304+4 +/40+, +05243 +4501- +-10+4 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Aðskilnaður viðskipta- og fjárfest- ingabanka virðist ekki skila tilætluð- um árangri auk þess sem hann felur í sér umtalsverðan kostnað fyrir lán- takendur og fjármagnseigendur,“ sagði Davíð Stefánsson hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka á morgunfundi í bankanum í gær þar sem kostir og gallar slíks aðskilnaðar voru ræddir. Í lok fundarins tók Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri, saman það sem hafði verið rætt og ítrekaði að fund- urinn hefði verið haldinn í von um að gera umræðuna um þessi mál vit- rænni. Hann vitnaði í Moniku Canem- an sem er fyrrverandi aðstoðarfor- stjóri Skandinaviska Enskilda Banken sem sagði að bankarnir í Sví- þjóð þættu svo hrikalega litlir að það tæki því ekki að skipta þeim svona upp. Höskuldur bætti því svo við að meðalstór banki í Svíþjóð væri að jafnaði um tíu sinnum stærri en þeir íslensku. Hann sagði að eitt mikilvægasta hlutverk íslensku bankanna í dag sé að skapa traust á alþjóðlegum mörk- uðum. Að ábyrgð frá banka sem ekki nýtur trausts sé einskis virði. Auk Davíðs og Höskuldar héldu Jenkins og Lient erindi en þeir vinna fyrir ráðgjafafyrirtækið McKinsey, annar í London en hinn í Osló. Hættan ekki mikil hér á landi Davíð Stefánsson fór í gegnum það hvernig alþjóðlega fjármálakreppan hefði leitt í ljós ýmsa vankanta á upp- byggingu fjármálakerfisins. En kreppan hafi valdið því að vandinn jókst erlendis en minnkaði hér á landi. Víða í Evrópu hefði ríkið gripið inní og bjargað bönkunum en hér hefðu þeir verið látnir fara á hliðina og úr urðu innlendir viðskiptabankar sem væru hættuminni. Að mati Davíðs sker stærð íslenska bankakerfisins sig því ekki lengur úr í alþjóðlegum samanburði en í mörgum löndum er nú mun stærra bankakerfi sem hlutfall af landsframleiðslu en á Íslandi, til dæmis í Bretlandi, Sviss og Svíþjóð. Þá er fjárfestingarbanka- starfsemi nýju íslensku bankanna af- ar lítil og aðeins brot af heildarstarf- semi þeirra. Þótt slík starfsemi kunni að aukast á næstu árum telur Davíð það afar ólíklegt að hún nái nokkrun tíma sömu hæðum og erlendis þarsem fjármálamarkaðir séu afar þróaðir. Ís- lensku bankarnir séu í dag fyrst og fremst innlendir viðskiptabankar og þar sé lítil fjárfestinga bankastarf- semi. Útlánasamsetning sé frábrugð- in miðað við erlenda banka og alþjóð- leg starfsemi lítil. Hjá bönkunum sé hærra eiginfjárhlutfall og minni vog- un. Ofurtrú á markaðinn Jenkins og Lient varð tíðrætt um regluverkið og Basel III sem er það regluverk sem evrópsku bankarnir ætla að vera búnir að innleiða fyrir ár- ið 2019. Þeir bentu á að þeir væru ekki það mikið inní íslenskum aðstæðum til að geta ráðlagt þjóðinni hvað eigi að gera í hennar málum en þeir gætu deilt vangaveltum um aðstæður í Evr- ópu. Þeir bentu á að eftirlit og tilskipanir hefðu aukist mjög eftir að alþjóðlega fjármálakrísan reið yfir. Þeir vildu meina að trúin á mark- aðinn hefði verið of mikil fram að krís- unni. Menn hefðu talið að markaður- inn myndi ná jafnvægi af sjálfu sér, markaðurinn væri svo skynsamur. „En hvernig gat markaðurinn ekki séð að það myndi enginn koma í þessa ofgnótt húsa sem var verið að byggja, til þess var ekki nógu mikið af fólki? Fleiri ókostir við aðskilnað  Aðskilnaður viðskipta og fjárfestinga Basel III og íslensku bankarnir » Basel reglugerðin er sett af Alþjóðagreiðslubankanum (oft kallaður Seðlabanki seðla- bankanna) » Frá þeim hafa komið leið- beinandi reglugerðir til þjóða frá 1975 en stofnunin er stað- sett í Basel í Sviss. » Uppfærsla á alþjóða- regluverki bankanna, kallað Basel III, hefur verið samþykkt og er innleiðing þess hafin en á að ljúka fyrir 2019. » Samkvæmt Basel III er búið að hækka kröfu um lágmark eigin fjár banka upp í 10,5% til 13% en hjá íslensku bönk- unum er það nú 16% og flestir þeirra jafnvel með það mun hærra en lágmarkskrafa er um. » Í Basel III eru einnig gerðar meiri kröfur um gæði eigin fjár. ● Smásala í Bretlandi jókst um 1,8% í marsmánuði og er það mesta hækkun á milli mánaða í meira en eitt ár. Hag- stofa Bretlands (ONS) greindi frá þessu í gær. Helstu skýringar á þessari auknu smásölu eru sagðar vera veðurblíðan í Bretlandi í marsmánuði, sem hafi aukið sölu á fatnaði, skófatnaði, garðáhöldum og verkfærum. Þá er einnig tilgreind aukin sala í eldsneyti, en hún jókst um 4,9% í mars, einkum vegna þess að almenningur í Bretlandi óttaðist verkfall bílstjóra olíu- flutningabíla. Smásala í Bretlandi jókst um 0,8% síðustu þrjá mánuði frá því sem var sama tímabil 2011. Smásala tók kipp í Bretlandi í mars

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.