SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Qupperneq 7

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Qupperneq 7
8. apríl 2012 7 Óvenjulegt er að knatt-spyrnulið sé að mestu skipaðheimamönnum nú til dags.Að minnsta kosti lið sem eitt- hvað er varið í að fylgjast með! Þegar grannt er skoðað getur það meira að segja farið eftir því hvernig á málið er litið, hver telst heimamaður og hver ekki. En það er önnur saga. Frægasta heimamanna-dæmi knatt- spyrnusögunnar er líklega þegar Celtic varð Evrópumeistari 1967, fyrst breskra félagsliða; þá voru allir leikmenn liðsins fæddir í borginni eða næsta nágrenni hennar. Manchester United tefldi á tímabili fyr- ir fáeinum árum fram mörgum strákum, sem komu upp í aðalliðið úr unglinga- starfinu; Neville bræðurnir, Gary og Phil, David Beckham, Paul Scholes, Ryan Giggs og Nicky Butt voru þar samtíða við frá- bæran orðstír. Liðið var óstöðvandi um tíma. Fleiri dæmi mætti nefna en þau eru sjaldgæf, það nýjasta auðvitað besta lið heims í dag, Barcelona. Furðu margir snillinganna sem þar leika listir sínar komu í heiminn í borginni eða þar í grennd. Máttarstólpar þó fjarri eins og Alves hinn brasilíski og argentínska undrið Messi. Einhver kann þó að spyrja: Telst hann ekki heimamaður? Hann kom upp úr unglingastarfi félagsins! Það var vegna þess að Barcelona fékk fjölskylduna til að flytja frá Argentínu þegar strák- urinn var liðlega tíu ára, af þeirri ástæðu hve mikið efni hann þótti. Velta má fyrir sér hugtakinu. Hve lengi þarf aðkomu- maður að búa á Akureyri til að teljast heimamaður? Stundum fullyrða áhugamenn um þennan skemmtilega boltaleik að þeir vilji helst af öllu sjá „sína“ menn skrýðast búningi eigin félags; stráka (eða stelpur) úr bæjarfélaginu og helst ekki einu sinni úr röðum annars liðs, þó innan bæjar- markanna sé. En hvort er betra að horfa á „sína“ menn ef liðið getur aldrei neitt, eða að það sé skipað nokkrum gestum, í bland við heima- menn, og árangur náist? Að liðið Chelsea 14 ára. Hvenær á að byrja að telja? Lampard kom til Chelsea 17 ára en eng- inn kyssir merkið á treyjunni þó af meiri ástríðu en téður Frank. Er Manuel Neuer, markvörður Bayern München og Þýskalands, heimamaður? Hann er frá Gelsenkirchen og hóf ferilinn hjá Schalke ’04 og kom ekki til Bayern fyrr en á síðasta ári. Er þó að sjálfsögðu orðinn „okkar maður“ á vörum Bæverja. Ekki síður en einn þekktasti forveri hans, Oliver Kahn, sem var frá Karlsruhe. Og þetta á ekki bara við um útlönd. Hve margir „uppaldir“ KR-ingar voru í meistaraliði síðasta árs? Hve margir „al- vöru“ FH-ingar í FH-liðinu? Skipti þetta einhverju máli? Heimafenginn baggi hollastur? Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Frá Gelsenkirhen... Manuel Neuer, mark- vörður Bayern og þýska landsliðsins. Franskur!Franck Ribery átti stóran þátt í sigri Bayern gamla liðinu sínu, Marseille. AP AP ’ Hvort er betra að liðið mitt „geti eitthvað“ eða að það sé að mestu skipað heimamönn- um? vinni glæsta sigri og gleðji stuðnings- mennina. Því verður hver að svara fyrir sig. Hætt er við því að stuðningsmenn Chelsea í London, svo dæmi sé tekið, væru til í slag við þann sem héldi því fram að John Terry og Frank Lampard væru ekki heimamenn. Hóf þó hvorugur fer- ilinn með Chelsea; fyrsta félag beggja var West Ham, en Terry fór reyndar til Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni kynnir byggingu 49 þjónustuíbúða að Hólabergi 84 í Reykjavík. Íbúðirnar verða tengdar við Menningarmiðstöðina Gerðuberg þar sem mikið og öflugt félagslíf er fyrir eldri borgara. Að auki er bókasafn staðsett í Gerðubergi sem og mötuneyti. Í nánasta umhverfi Gerðubergs er heilsugæsla, tannlæknastofa, bakarí, Fella- og Hólakirkja auk þess sem Breiðholtslaug er hinum megin götunnar. GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR FYRIR ELDRI BORGARA KYNNIR Hólaberg 84, Reykjavík FAGRABERG Allar nánari upplýsingar á www.fagraberg.is Söluaðili: Byr fasteignasala Sími: 483 5800 - www.byrfasteign.is Byggingaraðili: Sveinbjörn Sigurðsson hf. www.fagraberg.is ÍBÚÐIRNAR VERÐA TILBÚNA R TIL AFHENDINGAR Í NÓVEM BER! Verð frá: 65 fm íbúð, stæði í bílakjallara 22.292.000,- kr.* 90 fm íbúð, stæði í bílakjallara 30.085.000,- kr.* * Verð miðast við byggingavísitölu í apríl 2012.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.