SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Qupperneq 14

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Qupperneq 14
14 8. apríl 2012 Já! svöruðu systkinin Helga Þóra ogÓlafur Haukur, eins og önnur börn,þegar séra Örn Bárður Jónsson íNeskirkju spurði hvort þau vildu leitast við að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. „Þessi dagur var í mínum huga mjög þýðingarmikill enda tek ég ferming- arheitið alvarlega,“ segir Ólafur Haukur og fjölskyldan öll var gríðarlega ánægð og stolt. Ólafur Haukur og Helga Þóra fæddust 5. desember 1998. Móðir þeirra er Helga Guðrún Johnson og Kristinn Gylfi Jónsson er faðir þeirra. Að auki eiga Helga Guðrún og Kristinn Gylfi þau Auði, sem er tvítug, og Jón Bjarna, sem er 18 ára. Mikið tilstand Fjölskyldan tók daginn snemma eins og nærri má geta. Fjölskylduvinurinn Arna Guðrún Þorsteinsdóttir var svo elskuleg að stökkva á fætur í dagrenningu, eins og Helga Guðrún orðaði það, til að greiða Helgu Þóru, sem fékk bæði fléttur og slöngulokka. Stóra systir púðraði hana svolítið og puntaði áður en hún skellti sér í fermingarkjólinn. Lánaði henni svo hvítt pelsdýr um hálsinn í stað kápu, en veðrið var einstaklega milt og stillt svo engin þörf var á yfirhöfn. „Ég hef aldrei áður upplifað svona mik- ið tilstand. Hárgreiðsla og förðun og hvaðeina,“ segir Helga Þóra. „En ég get ekki sagt annað en að ég hafi haft mjög gaman af þessu. Mér fannst athöfnin í kirkjunni mjög hátíðleg og eftirminnileg. Stóri bróðir, Jón Bjarni, sér til þess að bindishnútur fermingardrengsins ́sé fullkominn. Auður stóra systir púðrar Helgu Þóru.Helga Þóra í snyrtingu að morgni dags. Gott að deila sviðsljósinu Hvorki meira né minna en þrennir tvíburar fermdust í Neskirkju á laugardagsmorgni um síðustu helgi. Sunnudagsmogginn fylgdist með einum þeirra, Ólafi Hauki og Helgu Þóru Krist- insbörnum, frá morgni til kvölds. Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Texti: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Myndarleg! Fermingarbörnin sæl á svip meðan móðirin, Helga Guðrún Johnson, smellir af. Beðið eftir kyrtlum. Þarna sjást Hrafnhildur Birta Valdimarsdóttir, Aníta Ósk Birgisdóttir og Ragna Birna Ægisdóttir, auk Helgu Þóru.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.