SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Síða 29

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Síða 29
8. apríl 2012 29 Svo kom að því að ég fann minn eigin tón sem rataði í fyrstu ljóðabækur mínar. Þessi fyrstu ár var ég að leggja fyrir sjálfan mig alls kyns þrautir sem gátu verið snúnar og erf- iðar og ég ætlaði mér að ná utan um ansi stóra heima. Þá skrifaði ég allt með blýöntum og penn- um því ég átti ekki ritvél og tölvan var ekki í augsýn. Ég er stundum hissa á þessari orku sem ég hafði til að endurskrifa. Ef það var villa á síðu þá skrif- aði ég hana bara aftur upp, þótt villan hafi kannski bara verið ein. En ég uppgötvaði að við að gera eitthvað aftur opnuðust oft nýjar leiðir. Þótt ég vinni núna á tölvu þá hef ég alltaf haldið mig við það að prenta textann út og fer síðan vandlega yfir hann með penna. Ég held að skriffæri eigi eftir að verða ansi lífseig. Ég hef lesið talsvert um vinnubrögð annarra höfunda og lærði fljótlega vinnubrögð sem hentuðu mér. Ég lærði til að mynda að gæta mín á því þegar ég lenti í strandi að sitja ekki við heldur fara að gera eitthvað annað, til dæmis að lesa. Ann- ars gat þetta allt endað í helj- arinnar þráhyggju. Þetta hefur gert það að verkum að skáld- sögurnar eru skrifaðar á talsvert löngu tímabili. Ég skrifa, legg það frá mér, tek það upp seinna. Stundum líða mörg ár. Þannig kemur alltaf eitthvað nýtt inn í sögurnar þar til sjálf sagan segir: Nú vil ég! Og þá fær hún alla athyglina og þá er það harkan sem gildir. Þegar ég hafði fundið mína leið var ég mjög sannfærður og var tilbúinn að berjast. Ég ákvað að gera ekkert annað en að skrifa. Í mínum huga var ekkert annað í stöðunni. Þá sagði fólk: Heldurðu að þú getir lifað af þessu? Ég sagði: Það er ekki spurning hvort ég get, ég skal. Ég ákvað að standa og falla með sjálfum mér. Það var ekki í stöðunni að gefast upp og detta í sjálfsvorkunn. Ég gerði allt nokkuð öfugt við þessa gömlu mýtu um rithöfundinn sem á helst að vera einn. Ég eignaðist mörg börn og við bjuggum í litlu húsnæði og mér var alveg sama þótt það væru læti í kringum mig.“ Aðhyllist róttæka efahyggju Sérðu sjálfur þróun í skáldskap þínum hvað varðar stíl, efni og úrvinnslu? „Eftir fyrstu ljóðabækurnar skrifaði ég mikið um heim bernskunnar og hverfið sem ég ólst upp í. Riddarar hringstig- ans eru ákveðið brot úr þeirri veröld og svo hélt ég áfram að skrifa um hana í Vængjaslætti í þakrennum og Eftirmála regn- dropanna og enn er til talsvert efni af þeim slóðum. Bítlaá- varpið kom svo löngu seinna, úr sama efnivið, en úr allt ann- arri átt. Nei, sögunum lýkur aldrei alveg og efniviðurinn er endalaus. Ég fór fljótt markvisst að lesa verk stóru sagnameist- aranna, manna eins og Garcia Marquez, Günther Grass, Heinesen, Laxness, Strindberg og Hamsun. Þá hugsaði ég með mér að ég myndi taka fjöl- skyldusögu mína og skrifa hana því þar væri efni í miklar sögur. Kannski fannst mér sá efniviður minna á það sem ég las um í þessum miklu bókum. Ég hófst handa og það var mikil ritgleði í gangi, en svo komst ég ekki lengra og þá bar ég gæfu til að leggja þá texta frá mér. Svo tók ég þá fram aftur tíu árum seinna og þá sá ég hvað það var sem vantaði; það vantaði þekk- ingu. Þannig að ég vakti sagn- fræðinginn í mér og fór að kynna mér tímana betur, las blöð og skjöl og tók viðtöl við fólk. Þannig blandaðist gamla fantasían saman við sagnfræð- ina og Englar alheimsins, Fót- spor á himnum, Draumar á jörðu og Nafnlausir vegir urðu til. Auðvitað er þetta bara ein nálgun á verkin, því hvert verk á sér svo sinn heim, sinn blús, sína sorg og sína gleði.“ Þú hefur skrifað nokkuð um þjóðfélagsmál síðustu ár. Hef- urðu mjög sterka pólitíska sannfæringu? „Já og nei. Ég hef stundum sagt að ég trúi á spurning- armerkið. Það að nota bók- menntir sem predikunarstól er ekki minn tebolli. Fyrir mér hefur ritlistin verið málstaður og ég hef sterka sannfæringu hverju sinni en hún er ekki endanleg, enginn stóri sann- leikur. Ein bókin mín heitir Í auga óreiðunnar og þar er ég oftast staddur. Maður kom að máli mig og sagði að Hvíta bók- in væri vel skrifuð en að hann væri ekki sammála öllu sem í henni stæði. Ég sagði honum að ég skrifaði ekki bækur til að menn væru sammála þeim. Þvert á móti, ég vil sjá viðhorf þróast og takast á en oftast hangir þjóðfélagsumræðan í tuggum þar sem fyrirframgefin sjónarmið ráða ríkjum. Ef kenningin passar ekki inn í veruleikann þá hefur veruleik- inn rangt fyrir sér. Þannig virka stjórnmálin oft. En hin skáld- lega nálgun er öfug, þar ræður margbreytileikinn ríkjum og ef ein kenning er sett fram þá eru að minnsta kosti ellefu aðrar. Þetta sagði Ólafur Hansson, sá mikli snillingur, þegar ég var í sagnfræðinni og setti fram ein- hverja skothelda kenningu. Hann sagði: Þetta er ein kenn- ing en það eru að minnsta kosti ellefu aðrar. Ég held ég aðhyllist róttæka efahyggju. Ég horfi bara á veru- leikann, á staðreyndirnar, hvernig þær koma ein af ann- arri og mynda ótal mynstur, oft ólík og mótsagnakennd, úr mörgum heimum. Síðustu bækur mínar, Hvíta bókin og Bankastræti núll, eru skrifaðar inn í ástand, inn í heim sem er að breytast. Ég hef horft á spilaborgir hrynja og sannleika breytast í lygi. Ég skrifa ekki út frá einni pólitískri sannfæringu en það kemur ekki í veg fyrir að ég sé oft sannfærður. Viðhorf höfunda birtast í verkum þeirra en eru ekki alltaf þau sem þeir halda að þau séu. Í Draumum á jörðu segist ég gefa þögninni mál og vera að minna á hið gleymda.“ Börn sem fara að heiman Er einhver bóka þinna sem þér þykir vænna um en aðrar, og er einhver þeirra sem kostaði þig meira erfiði að skrifa? „Ég stend með verkum mín- um en ég hef svo mikið að gera að ég hef ekki mikinn tíma til að vera að gæla eitthvað sér- staklega við þau. Ég hef mikið verið að kynna verk mín hér- lendis og erlendis og ræða um þau og það er hluti af djobbinu. En það snýr þá mest að inni- haldi og efni verkanna og í mínum verkum er ég oft stadd- ur með fólki utan alfaraleiðar í einum eða öðrum skilningi. Inn í þetta koma svo ljós og skugg- ar, vonir og vonleysi, hinar miklu þversagnir, og gaman og alvara. Auðvitað eru Englar alheims- ins sú bók sem mestan fókus hefur fengið og ég hef því dval- ið mest í henni. Ég held hins vegar að í fyrstu skáldsög- unum, Riddurum hringstigans, Vængjaslætti í þakrennum og Eftirmála regndropanna, hafi ég lagt á mig mest erfiði, oft reynt að leysa óleysanleg mál og eflaust dottið ofan í alla þá pytti sem hægt var að detta of- an í. Ég held að ég hafi lært mikið af þessu öllu. En hvað varðar erfiði, þá hefur mér aldrei fundist að hlutir eigi að vera eitthvað sérstaklega auð- veldir. Oft er mikið haft fyrir hinu einfalda og jafnvel hægt að flækja hluti þegar engin ástæða er til. Ég er samt óendanlega þakklátur og lít á þessar bækur mínar, sem eru komnar vel á þriðja tuginn, eins og börn sem farin eru að heiman og verða að spjara sig. Ég lít svo á að ræst hafi úr þeim þó ef til vill hafi þau ekki öll orðið það sem þau vildu verða.“ ’ Þegar ég hafði fundið mína leið var ég mjög sann- færður og var tilbúinn að berjast. Ég ákvað að gera ekkert annað en að skrifa. Í mínum huga var ekkert annað í stöðunni. Þá sagði fólk: Heldurðu að þú getir lifað af þessu? Ég sagði: Það er ekki spurning hvort ég get, ég skal. Morgunblaðið/Ómar Taustir lásasmiðir í yfir 24 ár Verslun, Laugavegi 168 • www.neyd.is • laugavegur@neyd.is s: 510 8888 • Opið alla virka daga 8:00-18:00 Einn lykill - endalausir möguleikar Við smíðum og þjónustum lyklakerfi fyrir fyrirtæki og hús- félög. Hringdu og fáðu ráðgjafa í heimsókn. Lyklakerfi = Sami lykill að öllum lásum

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.