SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Qupperneq 30
30 8. apríl 2012
Þ
að er áhugavert að velta því fyrir
sér hvaða þjóðfélagsöfl eru að
takast á og að verki í íslenzku
samfélagi um þessar mundir.
Eins og jafnan áður eru það hefðbundin
hagsmunasamtök á borð við LÍÚ, sem
berst nú hart fyrir sinni stöðu í sjávar-
útvegsmálum, og svo er augljóst að ný
kynslóð kallar eftir auknum áhrifum eins
og sjá má á forsetaframboðum þeirra
Þóru Arnórsdóttur og Herdísar Þorgeirs-
dóttur.
Helzta umbrotasvæðið er þó – eins og
eðlilegt er – vettvangur stjórnmálanna.
Þeir flokkar sem þar takast á hafa í
stórum dráttum verið á ferðinni í 80-90
ár. Þeir hafa sundrast og sameinast og
þeir hafa fengið ný nöfn en í megin-
dráttum búum við við þá flokkaskipan,
sem komin var á í kringum 1930. Þeir
hafa starfað saman og þeir hafa barizt
hver gegn öðrum. Á milli þeirra hafa orð-
ið til margvísleg tengsl og stundum náin.
Stöku sinnum heift og hatur en í grund-
vallaratriðum hefur samfélag stjórnmál-
anna verið óbreytt í bráðum hundrað ár.
Þar hafa orðið til ættarveldi og valdahóp-
ar. Í sumum tilvikum er þriðja og jafnvel
fjórða kynslóð sömu ætta á ferð. Þessir
hópar hafa stjórnað landinu saman – með
öllum venjulegum fyrirvörum – allan
þennan tíma.
Þeir Ólafur Thors og Einar Olgeirsson
voru höfuðandstæðingar í íslenzkum
stjórmálum. En Ólafur sá til þess, að eig-
inkona Einars fékk greitt þingfararkaup
Einars á meðan hann var í fangelsi Breta á
stríðsárunum. Og samtal á milli Ólafs og
Einars (og/eða Eðvarðs Sigurðssonar,
formanns Dagsbrúnar) forðaði stórátök-
um á vinnumarkaðnum í nóvember 1963.
Í maí 1965 bað Finnbogi Rútur Valde-
marsson (afabróðir Þóru Arnórsdóttur og
fyrrum þingmaður Sósíalistaflokks og Al-
þýðubandalags) mig að bera undir Bjarna
Benediktsson, þá forsætisráðherra (þeir
voru vinir frá menntaskólaárum), hug-
mynd um lausn vinnudeilu, sem þá var í
uppsiglingu. Bjarni tók hugmyndinni vel,
embættismenn hans lögðust gegn henni,
en hann hafði þær ráðleggingar að engu
og næstu ár risu 1250 íbúðir fyrir lág-
launafólk í Breiðholti á grundvelli samn-
inga, sem Guðmundur J. Guðmundsson
gerði.
Þannig vann stjórnmálaelítan á Íslandi
saman, þegar á þurfti að halda, þótt hart
væri tekizt á um önnur mál, svo sem Atl-
antshafsbandalagið, varnarliðið og út-
færslu fiskveiðilögsögunnar.
Nú er það áleitin og áhugaverð spurn-
ing, hvort valdaskeið þessarar pólitísku
yfirstéttar á Íslandi sé að renna sitt skeið á
enda, hvort völd hennar hafi hrunið í
hruninu og hvort vandræðagangurinn í
landstjórninni og á vettvangi stjórnmál-
anna síðustu misseri sé til marks um að
þessi tiltölulega þröngi valdahópur ráði
ekki lengur við það hlutverk, sem honum
hafi verið ætlað.
Það er lífseig saga og ekki bara hér á Ís-
landi að þriðja kynslóð í fjölskyldufyr-
irtæki missi það gjarnan út úr höndunum
á sér. Eru nýjar kynslóðir stjórnmálaelít-
unnar á Íslandi að klúðra því sem að þeim
snýr?
Þjóðin varð fyrir sálrænu áfalli í
hruninu, sem hún er ekki byrjuð að vinna
úr. Hitt er alveg ljóst, að hún hefur misst
trúna á grunnstofnanir samfélagsins.
Staða Alþingis í huga þjóðarinnar eins og
hún mælist í könnunum er skýrt dæmi
um þetta. Og í því felst að fólk hefur
heldur enga trú á þeim valdahópum, sem
hér hafa verið gerðir að umtalsefni og
ráða þinginu.
En hefur vantrúin á það sem er og hefur
verið áratugum saman leitt til þess að ís-
lenzka þjóðin hafi fundið sér nýjan farveg
til þess að ráða ráðum sínum? Það blasir
a.m.k. ekki við að svo sé. Umbrotin má
sjá, viðleitnin er til staðar en það er ekki
að sjá að stefnan hafi verið tekin í nýja átt.
Stjórnmálaflokkarnir allir virðast vera
ófærir um að endurnýja sig og gildir einu,
hvort um er að ræða Sjálfstæðisflokk og
Samfylkingu, Framsóknarflokk eða
Vinstri græna. Kannski er skýringin að
einhverju leyti sú, að hagsmunaöflin í
samfélaginu eru enn að takast á innan
flokkanna sjálfra. Einu sinni hélt ég að
styrkur Sjálfstæðisflokksins væri ekki sízt
sá, að hafa alla þessa hópa innan sinna
vébanda og að flokkurinn gæti þar með
verið hinn afgerandi vettvangur mála-
miðlunar innan samfélagsins. Nú spyr ég
sjálfan mig að því, hvort þessi fjölbreytni
sé kannski orðin Sjálfstæðisflokknum
fjötur um fót.
Það þarf nýtt blóð að koma til sögunnar
til þess að beina samfélaginu í nýjan far-
veg og skapa þessari fámennu eyþjóð þá
framtíðarsýn, sem hún þarf á að halda.
Það nýja blóð kemur ekki frá embætt-
ismönnum og bírókratískum klíkum í
Brussel. Það kemur bara úr grasrót þjóð-
félagsins til sjávar og sveita. Nýjar og
óþreyttar kynslóðir Íslendinga, sem
hingað til hafa staðið á hliðarlínu eða
haldið sig til hlés af öðrum ástæðum þurfa
að koma fram á (víg)völlinn og láta til sín
taka.
En hvernig getur það gerzt? Í Araba-
löndunum hafa hinir nýju samskipta-
miðlar samtímans orðið sá farvegur, sem
ný þjóðfélagsöfl hafa notað til þess að
brjótast í gegn. Kannski hefur það gerzt í
örmynd hér? Hefur ekki krafan um nýjan
forseta hvað sem framboði núverandi
forseta líður einmitt orðið til á þeim vett-
vangi? Gætu þeir ekki orðið það sker, sem
skúta Ólafs Ragnars steytir á?
Hver veit nema arabíska vorið geti orð-
ið einhverjum hvatning hér norður í höf-
um!
Óbreytt ástand þýðir stöðnun og svo
hnignun.
Við getum ekki látið það gerast.
Pólitíska yfirstéttin komin að fótum fram – en tekur eitthvað við?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Í byrjun mars árið 1994 var Kurt Cobain, forsprakkieinnar vinsælustu rokkhljómsveitar heims, Nirv-ana, fluttur í skyndi á spítala í Rómaborg eftir aðhafa ætlað sér um of í neyslu áfengis og lyfja. Eig-
inkona hans, söngkonan Courtney Love, hafði komið að
honum meðvitundarlausum. Cobain rankaði fljótlega
við sér en var áfram á spítalanum næstu fimm daga und-
ir eftirliti lækna en hann þjáðist einnig af lungnakvefi og
barkabólgu. Að því búnu var hann útskrifaður og flaug
heim til Seattle í Bandaríkjunum. Síðar lýsti Love því yf-
ir að þetta hefði verið fyrsta tilraun bónda síns til að
svipta sig lífi en hann glímdi á þessum tíma við geðrask-
anir, auk þess sem hann var fram úr hófi sólginn í fíkni-
efni.
Love hafði miklar áhyggjur af Cobain og 18. mars 1994
hringdi hún í lögreglu og tilkynnti að hann hefði læst sig
inni í herbergi á heimili sínu með haglabyssu. Lögregla
kom á vettvang og gerði einhverjar byssur og lyf upp-
tæk. Þokkalega lá hins vegar á Cobain sem tjáði lögreglu
að hann væri aðeins að fela sig fyrir Love.
Undir lok mánaðarins reyndu Love og nokkrir af nán-
ustu vinum Cobains að fá hann til að rita sig inn í áfeng-
is- og fíkniefnameðferð. Tók hann þeirri umleitan illa í
fyrstu en samþykkti á endanum að láta slag standa. Þeg-
ar Cobain kom á meðferðarstofnunina í Los Angeles 30.
mars virkaði hann í prýðilegu formi, ræddi vanda sinn
fjálglega við starfsfólk og lék við eins og hálfs árs gamla
dóttur sína, Frances Bean. Það reyndist hinsti fundur
þeirra feðgina.
Kvöldið eftir skrapp Cobain út í garð til að fá sér sígar-
ettu. Þar með var meðferðinni lokið en söngvarinn not-
aði tækifærið til að klifra yfir girðingu við stofnunina og
láta sig hverfa. Hann tók leigubíl út á flugvöll og flaug
aftur heim til Seattle. Á leiðinni sat hann við hliðina á
Duff McKagan, bassaleikara Guns N’ Roses, og enda þótt
ágætlega færi á með þeim skynjaði McKagan að ekki var
allt með felldu. Það upplýsti hann síðar.
Næstu daga sást Cobain hér og þar í Seattle en hvorki
Love né nánustu vinir hans vissu hvar hann hélt til. 3.
apríl sá Love sig tilneydda að ráða einkaspæjara til að
freista þess að hafa uppi á eiginmanni sínum. Nirvana
átti að koma fram á Lollapalooza-tónlistarhátíðinni 7.
apríl en afboðaði, þar sem enginn var söngvarinn.
Degi síðar, 8. apríl 1994, knúði rafvirki dyra á húsi
Cobains í Lake Washington. Hann var þangað kominn til
að setja upp öryggiskerfi. Enginn svaraði en þar sem raf-
virkinn sá mann liggja hreyfingarlausan á gólfinu með
haglabyssu í fanginu gerði hann lögreglu viðvart.
Maðurinn, sem reyndist vera Kurt Cobain, var látinn
og komst réttardómstjóri að þeirri niðurstöðu að hann
hefði dáið þremur dögum áður. Rannsókn á andlátinu
leiddi í ljós að um sjálfsvíg hefði verið að ræða. Í blóði
Cobains fundust leifar af heróíni og diezepam og í
grennd við líkið nokkuð langt bréf sem túlkað var sem
sjálfsvígsorðsending. Í bréfinu, sem stílað var á ímynd-
aðan vin Cobains, „Boddah“, segir meðal annars: „Ég
hef ekki notið þess að hlusta á og skapa tónlist … í of
mörg ár núna.“ Love las hluta bréfsins við minningar-
athöfn sem haldin var um Cobain tveimur dögum síðar.
Þar dreifði hún einnig hluta af klæðum hans.
Ýmsar samsæriskenningar hafa verið um dauða Kurts
Cobains, eins og jafnan þegar frægt fólk fellur frá í
Bandaríkjunum, en ekki hefur tekist að hrekja þá nið-
urstöðu að hann hafi fallið fyrir eigin hendi.
Cobain var aðeins 27 ára er hann lést. Hann var rokk-
elskum harmdauði enda einn áhrifamesti tónlistar-
maður sinnar kynslóðar. Líf hans, einkum seinni árin,
einkenndist á hinn bóginn af vanlíðan og sennilega hef-
ur fósturfaðir Cobains, Dave Reed, hitt naglann á höf-
uðið: „Það skipti engu máli þótt annað fólk elskaði
hann; hann unni sjálfum sér einfaldlega ekki nóg.“
orri@mbl.is
Cobain
finnst
látinn
Mæðgurnar Courtney Love og Frances Bean Cobain.
’
Í blóði Cobains fundust leifar af
heróíni og diezepam og í grennd
við líkið nokkuð langt bréf sem
túlkað var sem sjálfsvígsorðsending.
Kurt Cobain naut mikilla vinsælda á stuttum ferli í tónlist.
Getty Images
Á þessum degi
8. apríl 1994