SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Page 31

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Page 31
8. apríl 2012 31 Það er sama hvar okkurber niður, dægur-tónlistarfólk um allanheim, frá Elvis og Bítl- unum, hefur sett sína villtustu vonir og sárustu angist í búning dægurlaganna og sungið sig inn í hjörtu milljóna. Íslensk dæg- urlög eru þar engin undantekn- ing, þörfin fyrir ást og óttinn við höfnun eru yrkisefni í mjúku skallapoppi, diskó- og danstónlist og harðasta rappi. Í tilefni dymbilviku og páska viljum við velta þessari tjáningu ástar og ótta í dægurlögunum fyrir okkur í ljósi yfirstandandi daga. Hér verða skoðuð tvö dægurlög sem fjalla um þrána eftir ást og óttann við höfnun og hafa skírskotun í þemu dymb- ilviku og páska – dauða og upp- risu. „Ég var að leita að ást“ Lagið Þú komst við hjartað í mér gaf Páll Óskar út á plötunni Allt fyrir ástina árið 2007. Hjal- talín gerði það síðar vinsælt í eftirminnilegri útgáfu. Yrk- isefnið er ástin sem kviknar á skemmtistað þegar tveir ein- staklingar mætast og það veldur straumhvörfum í lífinu sem verður heilt og gott upp frá þessu: „Á diskóbar ég dansaði frá cirka tólf til sjö. Við hittumst þar með hjörtun okkar brotin bæði tvö.“ Diskóbarinn er umhverfið þar sem hið óvænta gerist, brotin hjörtu sem hafa laskast í átök- um lífsins mætast og verða heil. Páll Óskar syngur um ástarleit- ina sem ber árangur. Afleiðing- unni má lýsa sem kraftaverki og upprisu, úr vonbrigðum og ein- manaleika rís hugrekki og líf. „Ég þori að mæta hverju sem er, þú komst við hjartað í mér“ syngur hann. Páll Óskar segir þannig ástarsöguna sem upp- risusögu páskanna. „Vil ekki vakna því þá ferðu mér frá“ Á öðrum diskóbar er önnur saga sögð um fólk í leit að ást, en nú frá sjónarhóli föstudagsins langa. „Á diskóstað ég dansaði frá cirka tólf til sjö við mættumst þar með klofin okkar opin bæði tvö.“ Þessi hending er í laginu Föstudagurinn langi sem kom út á samnefndri plötu rapp- sveitarinnar Úlfur Úlfur árið 2011. Þremenningarnir í Úlfur Úlfur sækja sér yrkisefni og inn- blástur úr ólíkum áttum að eigin sögn: „Innblásturinn er alls staðar að; hvort sem um er að ræða kvenfólk og næturbrölt eða æskuna og tilfinningalíf. Áhrifa- valdarnir eru sömuleiðis úr öll- um áttum og er þá hvorki spurt um stíl né stefnu. Niðurstaðan er frumleg nálgun á popptónlist sem spannar allan skalann.“ Í Föstudeginum langa er nokkuð ljóst að Páll Óskar er áhrifavaldurinn. Bæði lögin fjalla um mót tveggja ein- staklinga á skemmtistað. En formerkin eru öfug. Á meðan ástin er upprisa hjá Páli Óskari er hún uppspretta angistar hjá úlfadrengjunum. Föstudagurinn langi er ekki ástarsöngur heldur lostasöngur sem fjallar um end- urtekin skyndikynni sem veita tímabundna lausn. Viðlagið tjáir þetta vel: „Þetta er föstudagurinn langi aðeins 52 á ári Sólin sest en stendur svo upp þú vaknar og gengur svo burt Vil ekki sofna, ég vil vera þér hjá vil ekki vakna því þá ferðu mér frá morguninn eftir þegar allt verður grátt þú ferð þína leið og ég í öfuga átt“ Helgarnar eru allar eins og þær einkennast af „ást“ sem kviknar og slokkar, en skilur ekkert eftir sig. Leitin að ástinni og óttinn við einveru leiðir til hringrásar þar sem föstudag- urinn langi er endurtekinn vikulega. Upprisan á sér aldrei stað og páskarnir koma aldrei, því um leið og sögumaður vakn- ar hverfur vonin um ástina – „þú ferð þína leið og ég í öfuga átt“. „Þú komst inn í líf mitt“ Það sem við látum okkur varða mestu skilgreinir hver við erum. Svona má endurorða hugsun Pauls Tillichs um það sem vekur okkur mesta von og mestan ugg. Sögurnar sem dægurlögin segja snúast um það hvernig leitin að ástinni knýr okkur áfram og leiðir annaðhvort til lífs eða dauða, til páska eða föstudagsins langa. Föstudagurinn langi stendur hér fyrir tálsýnina um ástina, fyrir hina óuppfylltu von sem rætist ekki og skilur þess vegna eftir sig vonleysi og angist. Páskarnir standa fyrir hina upp- fylltu ást, vonina sem rættist og leiðir til hugrekkis og öryggis. Að skilningi kristinnar kirkju heyra föstudagurinn langi og páskadagur saman. Annar fylgir á eftir hinum og getur ekki án hans verið. Fyrstur er föstudag- urinn langi, svo páskadagur. Dægurlögin tvö sem hér hefur verið fjallað um draga fram megineinkenni á hvorum degi fyrir sig, annars vegar er end- urtekning og vonleysi, hins vegar nýtt upphaf og von. Hinn kristni páskaboðskapur er sá að vonin móti lífið, þrátt fyrir allt sem dregur úr okkur kjarkinn og bendir til hins gagnstæða. Á páskadegi verður angist og ótti að ást, dauði verð- ur að lífi, vonleysi að von. Föstudagurinn langi verður að Þú komst við hjartað í mér. Höfundar eru prestar. Dauði og upprisa á diskóbar Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir. Páll Óskar Hjálmtýsson í fullum diskóskrúða. Lykillinn að því að skilja menningu og hópa er að setja fingur á það sem vekur með fólki mestan ótta og mesta von. Þetta sagði guðfræðingurinn Paul Tillich. Í dægurtónlist birtist þetta sem þrá eftir því að vera elskuð og ótti við að vera skilin eftir. Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Flísar framtíðarinnar gæði og glæsileiki á góðu verði

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.