SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Qupperneq 34

SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Qupperneq 34
34 8. apríl 2012 Þórarinn Hannesson er íþrótta-kennari við GrunnskólaFjallabyggðar og mikill félags-málamaður. „Meðgangan að Ljóðasetrinu var nokkur ár; segja má að þetta hafi byrjað haustið 2005 þegar við í ungmennafélaginu Glóa, sem ég stýri á Siglufirði, leituðum okkur að nýjum verkefnum. Þá datt mér í hug að halda ljóðakvöld; fá einhverja bæjarbúa til þess að koma og lesa, helst ef menn ættu eitthvað sem þeir hefðu sjálfur ort og vildu leyfa öðrum að heyra,“ segir Þórarinn við Sunnudagsmoggann. Vantaði hlutverk fyrir húsið Þórarinn hefur sjálfur fengist svolítið við kveðskap. „Ég hef sent frá mér tvær ljóðabækur með óhefðbundnum kveðskap og sú þriðja er á leiðinni, en hef meira verið í tónlistinni; samið bæði lög og texta og hef sent frá mér þrjá geisladiska með frumsömdu efni,“ segir hann. Verkefnið um ljóðið vatt upp á sig. „Ég stóð fyrir nokkrum ljóðakvöldum í tvo vetur og úr varð þriggja daga ljóðahátíð, Glóð, sem ég byrjaði með haustið 2007 á vegum ungmennafélags- ins og við höfum haldið á hverju ári síðan. Við höfum fengið nokkur af þekktustu skáldum landsins í heim- sókn, auk þess sem heimamenn hafa látið ljós sitt skína. Við höfum lagt sér- staka áherslu á að virkja börn til góðra ljóðaverka á þessari hátíð.“ Árið 2008 kviknaði hugmynd um að stíga skrefið til fulls og koma setrinu á koppinn. „Ég átti hús við Túngötu þar sem ég hafði verið með söluturn og myndbandaleigu, en ég var búinn að fá nóg af því að vinna allan sólarhringinn! Ég var í fullu starfi sem kennari, spil- aði, söng, þjálfaði, skrifaði fyrir bæj- arblaðið, var að vasast í bæjarpólitík- inni og hafði rekið verslunina í níu ár þegar ég lét gott heita á þeim vett- vangi. Mig vantaði hutverk fyrir húsið og þá fæddist hugmyndin um að koma á fót ljóðasetri. Svona lagað er hvergi til á landinu og jafnvel þótt víðar væri leitað; þetta er algjörlega orginal hug- mynd, sem bróðir minn fékk, Elvar Logi Hannesson, leikari og leikstjóri á Þórarinn Hannesson stofnandi Ljóðasetursins: Hér geta menn kynnt sér helstu strauma og stefnur í íslenskum kveðskap allt frá landnámsöld til okkar tíma á aðgengilegan hátt. Húsið hallar undir flatt. Ljóðasetrið er til húsa við Hafnargötu í miðbænum á Siglufirði. Fjöldi gamalla ljóðabóka er til sýnis í setri Þórarins Hannessonar á Siglufirði. Ljóðið er flutt til Siglufjarðar Þórarinn Hannesson er mikill unnandi ljóða en hefur gengið skrefinu lengra en nokkur annar í ljóðelsku; stofnaði og rekur Ljóðasetur Íslands. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.