SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Side 44
Ernest Cline - Ready Player One bbbbm
Einhverntímann í framtíðinni er málum svo hátt-
að að flestar auðlindir eru uppurnar, þar með talið
jarðefnaeldsneyti, Auður er þó enn til og all-
margir hafa það gott en fátækt hefur annars auk-
ist til muna og svo er komið vestur í Ameríku að
stærstur hluti stórborga er fátækrahverfi. Lýð-
urinn unir þó við sitt að mestu, enda hefur hann
aðgang að sýndarheimi þar sem lifa má sældarlífi,
upplifa ævintýri og njóta ýmislegrar skemmt-
unar. Svo ber við að höfundur þessa sýndarheims,
einrænn sérvitringur og margfaldur milljónungur, deyr en skilur
eftir sig þraut með þeim skilmálum að sá sem leysir hana mun erfa
viðskiptaveldi hans. Það vill svo til að þrautin byggist að stærstum
hluta á menningarlegum tilvísunum í níunda áratuginn, en þá sleit
séníið barnsskónum, og allt er lyklað í tölvuleiki frá þeim tíma, enda
var hann mikill tölvuleikaþjarkur. Söguhetja bókarinnar býr við
kröpp kjör í fátækrahverfi, en hefur áhuga, hugvit og þrautseigju til
að glíma við þrautina. Hann verður og fyrstur til að finna fyrsta lyk-
ilinn og hefst mikið kapphlaup milli hans, stúlku sem hann fellir hug
til og útsendara stórfyrirtækis sem sölsa allt undir sig í gróðafíkn.
Þessi bók höfðar líkast til helst til þeirra sem spilað hafa yfir sig af
tölvuleikjum og eru vel heima í þeim fræðum, aukinheldur sem
áhugamenn um dægurmenningu níunda áratugarins fá mikið fyrir
sinn snúð.
J.H. Hunter - The Mystery of Mar Saba bmnnn
Þetta er býsna merkileg bók þó ekki hafi hún
kostað nema hundraðkall á Basarnum, nytja-
markaði Kristniboðssambandsins. Hún segir frá
því er illir guðlausir Húnar (Þjóðverjar) hyggjast
leggja undir sig heiminn með því að grafa undan
kristinni trú og þar með Englandi, brjóstvörn
siðmenningarinnar, en þó sagan sé ekki merkileg
er það forvitnilegt sem síðar gerðist og segir
okkur sitthvað um þá sterku löngun trúaðra að fá
vísindalega sönnun fyrir trú sinni (sem myndi þá
hætta að vera trú, ekki satt?). Bókin hefst þar sem þýskir heims-
valdasinnar, en hún kom út 1940, ákveða að grafa undan kristinni
trú með því að munkur finnur gamalt guðspjallahandrit í klaustri í
Líbanon og leiðir í ljós að Kristur hafi ekki risið upp til himna, held-
ur hafi lærisveinar hans komið líkinu undan og grafið á afviknum
stað. Það er eins og við manninn mælt; ólga grípur um sig á víða um
heim og óeirðir. Fyrir tilstilli auðugs Bandaríkjamanns, efasemda-
manns sem tekur kristna trú í miðjum klíðum, tekst að koma upp
um fölsunina og allt fellur í ljúfa löð.
Á áttunda áratugnum kom fræðimaðurinn Morton Smith trúar-
heiminum í uppnám er hann fann áður óþekkt bréf frá Klemens í
Alexandríu þar sem fram kom meðal annars að Kristur hefði eytt
nótt með ungum pilti sem hafði línklæði eitt á berum sér, eins og
getið er um í Markúsarguðspjalli, og sýnt honum leyndarmál Guðs
ríkis. Sumir hafna þessu algerlega, en aðrir eru ekki eins vissir, ekki
síst þeir sem lesið hafa The Mystery of Mar Saba.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Erlendar bækur
Eymundsson
1. Catching Fire - Suzanne Coll-
ins
2. The Hunger Games - Suz-
anne Collins
3. Mockingjay - Suzanne Collins
4. Affair - Lee Child
5. The Litigators - John Grisham
6. Hunger Games Trilogy Box
Set - Suzanne Collins
7. 44 Charles Street - Danielle
Steel
8. Those in Peril - Wilbur Smith
9. Killing Floor - Lee Child
10. Clash of Kings - George R. R.
Martin
New York Times
1. Fifty Shades of Grey - E. L.
James
2. Fifty Shades Darker - E. L.
James
3. Stay Close - Harlan Coben
4. Fifty Shades Freed - E. L.
James
5. The Lucky One - Nicholas
Sparks
6. The Girl Who Kicked the Hor-
net’s Nest - Stieg Larsson
7. Defending Jacob - William
Landay
8. Lone Wolf - Jodi Picoult
9. The Girl With the Dragon
Tattoo - Stieg Larsson
10. A Game of Thrones - George
R. R. Martin
Waterstone’s
1. Before I Go to Sleep - S. J.
Watson
2. Daughters-in-law - Joanna
Trollope
3. 11.22.63 - Stephen King
4. Me Before You - Jojo Moyes
5. The Faithless - Martina Cole
6. The Saturday Big Tent Wedd-
ing Party - Alexander McCall
Smith
7. Birthdays for the Dead - Stu-
art MacBride
8. Tick Tock - James Patterson
9. My Dear I Wanted to Tell You -
Louisa Young
10. One Day - David Nicholls
Bóksölulisti
Lesbókbækur
Hundrað ár eru frá því að hinn áhrifa-mikli sænski leikritahöfundur AugustStrindberg lést. Af því tilefni er nýævisaga hans komin út. Bókin nefnist
Strindberg: A Life og höfundurinn er breskur rit-
höfundur og ævisagnahöfundur, Sue Prideaux, en
hún fékk áhuga á höfundinum þegar hún var að
vinna að bók um málarann Edvard Munch.
Strindberg var afkastamikill höfundur 60
leikrita og 18 skáldsagna, auk fjölda annarra
verka. Hann hefur haft gríðarleg áhrif á fjölmörg
leikritaskáld og leikrit hans eru enn leikin við
miklar vinsældir.
Strindberg var ofsamaður, þjáðist af sjúklegri
afbrýðisemi og var haldin ofsóknaræði. Neikvæð
viðhorf hans til kvenna hafa svo löngum þótt sér-
stakt rannsóknarefni. Hann var um tíma eindreg-
inn stuðningsmaður kvenréttinda en átakamikil
hjónabönd hans urðu til þess að breyta við-
horfum hans og leikrit hans fjalla iðulega um hat-
ramma og kaldrifjaða baráttu milli kynjanna.
Strindberg var vægast sagt afleitur eigin-
maður, en kvæntist þrisvar. Hið skrautlega
einkalíf hans fær mikið vægi í ævisögunni, enda
er þar svo æsilegt efni á ferð að hvaða slúð-
urtímarit sem er í heiminum myndi fagna því að
fá að birta slíkar frásagnir um einkalíf frægra nú-
lifandi einstaklinga.
Fyrsta eiginkona Strindbergs var Siri von
Essen sem yfirgaf eiginmann sinn og giftist
Strindberg. Í byrjun var hjónband þeirra ham-
ingjusamt en þegar Strindberg, fór að efast um að
hann væri faðir þriggja barna þeirra seig verulega
á ógæfuhliðina. Þegar Siri viðurkenndi að hafa átt
í stuttu ástarsambandi utan hjónabands kýldi
hann hana í gólfið að skelfingu lostnum börnum
þeirra ásjáandi. Hann sagði öllum sem heyra
vildu að hann myndi ekki sjást opinberlega með
henni framar. Þegar Siri þekkti svo sjálfa sig í
einu verka hans brást hún við þeirri lýsingu með
því að hætta að lesa verk hans. Eftir fjórtán ára
hjónaband yfirgaf hún hann. Önnur eiginkona
hans var tvítug austurrísk blaðakona, Frida Uhl,
sem giftist honum eftir þriggja mánaða kynni og í
brúðkaupsferðinni reyndi hann að kyrkja hana.
Hún yfirgaf hann eftir eins árs hjónaband. Þriðja
eiginkonan var hin tuttugu og tveggja ára gamla
leikkona Harriet Bosse sem hann kvæntist árið
1901 en hún fór frá honum árið 1903.
Óhætt er að segja að Strindberg hafi ekki
verið maður sem bjó yfir andlegu jafnvægi, en
hafa má í huga að barnæska hans var ömurleg en
faðir hans barði hann og móðir hans sýndi hon-
um algjört áhugaleysi. Sem fullorðinn maður
þjáðist hann af ofsóknaræði og með árunum fór
geðheilsa hans æ versnandi. Hann trúði að mál-
arinn Edvard Munch, sem bjó í París eins og
Strindberg, hygðist myrða hann með gasi.
Strindberg hafði mikla trú á yfirnáttúrulegum
hlutum og fór engar venjulegar leiðir til að kom-
ast inn í íbúð sína í París því hann klifraði inn um
gluggann til að forðast illa anda sem hann taldi
bíða sín við dyrnar. Hann taldi svo eitt sinn að sér
hefði tekist að breyta mold úr frönskum kirkju-
garði í gull.
Þessi mikli rithöfundur var elskaður og dáð-
ur af alþýðu manna í Svíþjóð og þegar hann lést
árið 1912 fylgdu 10.000 manns líkvagninum.
Strindberg ásamt tveimur barna sinna sem hann átti með Siri, fyrstu konu sinni.
Flókinn Strindberg
Hundrað ár eru liðin frá dauða leikritaskáldsins Augusts
Strindbergs og vitanlega lítur ný ævisaga dagsljósið.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is