SunnudagsMogginn - 08.04.2012, Page 45
Höfundar rafbókagera sitthvað til aðkoma sér á framfærií netverslum Ama-
zon, þar með talið að selja bækur
sínar fyrir lítið sem ekkert. Það
getur og gefið góða raun, enda
er lítið að þvi að selja bók á 100
kall ef maður selur af henni
100.000 eintök. Ekki er þó bara
að nýir höfundar selji bækur
ódýrt heldur má líka fá bækur
gefins.
Á hverjum degi eru fjölmargar
nýjar bækur gefins á Amazon,
en yfirleitt fæst hver bók ókeyp-
is ekki nema í nokkra daga,
jafnvel ekki nema einn dag. Ým-
is vefsetur
fylgjast
með því
hvaða
bækur
detta inn,
flokka þær
og birta
með lýs-
ingu og því
hægt að
velja hvað
maður vill
lesa, hvort
sem það er
reyfari,
ástarsaga,
unglinga- eða fræðibók.
Ég las fyrir stuttu nokkrar af
þeim bókum sem þannig voru
gefnar og reyndi að velja eftir
því hvaða umsögn þær höfðu
fengið á Amazon, en sumar voru
með fullt hús af stjörnum eða
nánast fullt hús í umsögnum þar
– nánast meistaracverk ef ráða
mátti af gagnrýninni. Við nánari
skoðun kom þó annað í ljós, því
fæstar þeirra voru gæðabók-
menntir, reyfararnir flestir
klisjukenndar rökleysur, ást-
arsögurnar uppskrúfuð vella og
unglingabækurnar eins og þær
hefðu verið skrifaðar af ungling-
um.
Málið er nefnilega það að þó
verkið sé fyrst og fremst sprottið
af vinnu rithöfundarins þá þurfa
yfirleitt ýmsir fleiri að koma að
áður en það er boðlegt. Allir hafa
þannig gott að hafa aðgang að
vönum yfirlesara, sem getur
ráðlagt höfundinum og hann
treystir. Víst sjóast menn í skrif-
unum og góður rithöfundur er
jafnvel búinn að skrifa í áratugi
áður en hann skrifar eitthvað
sem honum finnst vert að gefa
út. Það er snúið að skrifa skáld-
verk og nánast ógerningur að
skrifa vandað slíkt verk í frí-
stundum eins og sannast hvað
eftir annað í fríbókaflóðinu.
Bækur
fyrir
lítið
’
Allir
hafa
gott af
að hafa að-
gang að vön-
um yfirles-
ara, sem
getur ráðlagt
höfundinum
og hann
treystir.
Orðanna
hljóðan
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
N
orski rithöfundurinn
Jo Nesbø hefur komið
sér fyrir á meðal
bestu spennusagna-
höfunda, persónusköpun hans á
rannsóknarlögreglumanninum
Harry Hole hefur tekist mjög vel
og spennusaga hans, Snjókarl-
inn, er eins sú besta í þeim
flokki.
Ekkert er saklausara en börn
og móðurástin er víðast rík en
til eru afbrotamenn sem svífast
einskis og grimmd þeirra og of-
beldi bitnar ekki síst á börnum
og konum. Í Snjókarlinum
tengir Jo Nesbø saman sakleysið
og grimmdina, þar sem snjórinn
og snjókarlinn, ímynd hins góða
og saklausa, gegnir veigamiklu
hlutverki og snýst upp í and-
hverfu sína, verður tákn hins
grimma og illa.
Sagan er ljót. Viðbjóðsleg á
köflum. Kvenhatrið skín í gegn.
Myrkraverkin leynast víða og
lesandinn fylgir Harry Hole og
félögum hingað og þangað í leit
að lausninni. Lengst af afvega-
leiddur. Spennan er á tíðum
mjög mikil og mörgum þykir ef-
laust nóg um áður en yfir lýkur.
Ekki er auðvelt að semja góð-
an krimma en Jo Nesbø hefur
það sem þarf til þess að ná bæði
tökum á atburðarásinni og halda
lesandanum við efnið. Sagan
gerist í Ósló og Bergen og allar
skýringar, hversu smávægilegar
sem þær virðast vera, þjóna til-
gangi sínum og öðlast vægi í
lokin. Allt hefur sinn tilgang.
Ekki er öllum gefið að halda
spennu á rúmlega 500 blaðsíð-
um en Jo Nesbø fer létt með það
í Snjókarlinum. Uppbygging
sögunnar gerir það líka að verk-
um að lesandinn, eins og of-
beldismaðurinn, getur ekki
annað en fylgt Harry Hole sem
skugginn. Þar með er tilgangi
höfundar náð.
Harry Hole minnir stundum á
Jack Reacher, helstu söguhetju
Lee Childs, og stíllinn hjá Jo
Nesbø er stundum ekki ósvip-
aður stíl Childs. Sumir hafa líkt
Snjókarlinum við Karla sem
hata konur eftir Stieg Larsson
en þessar samlíkingar árétta
þann stall sem Jo Nesbø er kom-
inn á. Íslenska þýðingin er mjög
góð, en prófarkalestur hefði
mátt vera ögn betri. Þannig
hefði mátt koma í veg fyrir
óþarfa pöddur.
Ljót saga en einn besti krimminn
Bækur
Snjókarlinn bbbbm
Spennusaga eftir Jo Nesbø. Íslensk
þýðing: Bjarni Gunnarsson. Kilja, 509
bls. Uppheimar 2012.
Steinþór Guðbjartsson
Jo Nesbø hefur komið sér fyrir á meðal bestu spennusagnahöfunda.
Verið
velkomin
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
RÚRÍ YFIRLITSSÝNING
3.3. - 6.5. 2012
BÓL, KAR OG HULIÐ HJARTA,
verk Tinnu Gunnarsdóttur iðnhönnuðar.
Í Safnbúð verk Áslaugar Katrínar Aðalsteinsdóttur vöruhönnuðar.
SAFNBÚÐ, Fermingar- og útskriftartilboð á útgáfum safnsins.
SÚPUBARINN, 2. hæð. Hollt og gott allan daginn!
Lokað páskadag og annan í páskum
Gleðilega páska!
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600,
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands
frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar
um þróun íslenskrar myndlistar.
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“
Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar,
undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar.
Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri.
Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
TILVIST – BEING HERE
Jón Axel Björnsson
24. mars – 6. maí
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Gleðilega páska!
Lokað á páskadag og á annan í páskum. Opið aðra daga 11-17
Fjölbreyttar sýningar:
Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu – Stendur til og með 7. apríl
TÍZKA – kjólar og korselett
Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur
Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár
Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár
Spennandi safnbúð og Kaffitár
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum
Rætur
Samtímaskartgripahönnun
Leiðsögn laugardaginn 7. apríl kl. 15
Undanfari
Sigurður Guðjónsson
Sýningunni lýkur 9. apríl
Opið annan í páskum kl. 12-17
Lokað á páskadag 8. apríl
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is sími 585 5790
- Aðgangur ókeypis
14. apríl til 12 maí 2012
Núningur/Friction
Einar Garibaldi Eiríksson,
Kristinn E. Hrafnsson,
Ólafur Gíslason
Birtingamyndir myndlistar í
borgarlandslaginu
Opið 13-17, nema mánudaga.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
Aðgangur ókeypis.
LISTASAFN ASÍ
SJÁLFSAGÐIR HLUTIR
(10.2.- 20.5. 2012)
FINGRAMÁL (21.3.–20.5.)
Mundi, Volki, Hrafnhildur Arnardóttir aka
Shoplifter, Erna Einarsdóttir,
Bergþóra Guðnadóttir, Aftur
Lokað páskadag og
annan í páskum
Opið alla daga
nema mán. kl. 12-17.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
ÁSJÓNA
Verk úr safneign
---
Pappírsævintýraheimur
Baniprosonno
Sýningarlok 8. apríl
---
Opið á páskadag kl. 12-17
Lokað annan í páskum
Kaffistofa – Leskró – Barnakró
Opið fim.-sun. Kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði