Morgunblaðið - 02.06.2012, Page 24
Þriðjudaginn 5. október 2010 fjallaði Steingrímur J.
Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, um fjárlög árs-
ins 2011. Nefndi hann þar hvernig vaxtakostnaður
ríkisins hefði reynst minni en spáð var „og fleiri já-
kvæða þætti, svo sem eins og minna atvinnuleysi“.
Daginn áður fóru fram umræður um stefnuræðu for-
sætisráðherra. Steingrímur tók þátt í umræðunum og
sagði atvinnuleysið mikið vandamál: „Atvinnuástandið
verður líka að vera í forgrunni, en það er verst á Suður-
nesjum. Ég vil segja að þar eiga ríkisvaldið og heima-
menn að taka höndum saman … Hættan á langtíma-
atvinnuleysi og atvinnuleysi meðal ungs fólks er
sennilega ein mesta meinsemd sem að okkur steðjar.“
Fimmtudaginn 28. október 2010 flutti Steingrímur
setningarræðu á landsfundi VG undir yfirskriftinni Tal-
að orð gildir. Sagði hann þar krónuna hafa komið í veg
fyrir meira atvinnuleysi: „Ég er sannfærður um að at-
vinnuleysi hér á landi hefði farið, a.m.k. tímabundið, í
háa tveggja stafa prósentutölu, ef við hefðum ekki
haft okkar eigin gjaldmiðil, úr því sem komið var.“
Á Þorláksmessu 2010 sendi Steingrímur flokks-
systkinum sínum aðra jólakveðjuna eftir að vinstri-
stjórnin tók við völdum. Vék hann þar að atvinnuleysi
með þessum orðum: „Atvinnuleysi, vissulega ein okkar
allra mesta meinsemd, hefur þó orðið verulega minna
en gert var ráð fyrir, sem sparað hefur milljarða út-
gjöld,“ sagði Steingrímur en í desember 2010 var at-
vinnuleysi 8% og að meðaltali 12.745 manns án vinnu.
Sagði atvinnuvandann hafa reynst minni
GREINING FORMANNS VG Á STÖÐUNNI ÁRIÐ 2010
Við Kringlumýrarbraut Félagar í VR vöktu athygli á atvinnu-
vandanum á táknrænan hátt í Reykjavík í desember 2011.
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Atvinnumál voru ofarlega á baugi fyr-
ir þingkosningarnar í apríl 2009 en til
upprifjunar var skráð atvinnuleysi í
mánuðinum 9,1% og að meðaltali
14.814 manns án vinnu.
Þess sjást víða merki í ályktunum
Vinstri grænna að flokksmenn töldu
sköpun nýrra starfa vera forgangsmál
og kynnti formaður flokksins, Stein-
grímur J. Sigfússon, meðal annars
metnaðarfulla áætlun um sköpun allt
að 18.000 nýrra starfa.
Raunin hefur verið önnur og áætlar
ASÍ að 3.600 ársverk hafi orðið til síð-
an botninum var náð 2010.
Ályktanir flokksmanna VG bregða
birtu á greiningu flokksins á vand-
anum og þær leiðir sem flokkurinn
vildi fara til lausnar hans.
5. mars 2009 ályktaði svæðisfélag
VG á Vestförðum að það væri „for-
gangsverkefni fyrir samfélagið á Vest-
fjörðum að brugðist [væri] við vaxandi
atvinnuleysi á svæðinu“.
Dæmir álverin „úr leik“
Sautján dögum síðar, 22. mars 2009,
héldu Vinstri grænir landsfund undir
yfirskriftinni Vegur til framtíðar varð-
aður. Sagði þar í þriðja lið með undir-
fyrirsögninni Trygg atvinna - vegur til
framtíðar: „Leggjum áherslu á at-
vinnusköpun á forsendum sjálfbærrar
þróunar með mörgum störfum og
mikinn innlendan virðisauka en lítinn
stofnkostnað. Slík áhersla dæmir
mengandi orkufreka stóriðju eins og
álver úr leik. Styðjum við bakið á
litlum og meðalstórum fyrirtækjum.“
Þriðjudaginn 7. apríl 2009 var eld-
húsdagur á þingi. Formaður VG steig
þá í pontu og vék að erfiðri stöðu á
vinnumarkaði. „Baráttan gegn at-
vinnuleysi hlýtur að verða algjört for-
gangsatriði. Störfum þarf að fjölga og
verðmætasköpun að aukast með öllum
tiltækum ráðum.“
Sama dag ályktuðu fulltrúar VG í
þremur þingnefndum vegna fyrir-
hugaðra framkvæmda í Helguvík:
„Fulltrúar Vinstri-grænna í þremur
nefndum Alþingis hafa lýst andstöðu
sinni við frumvarp um fjárfestingar–
samning um álver í Helguvík og telja
óverjandi að samþykkja frumvarpið
enda séu á því miklir annmarkar.“
Ekki er úr vegi að rifja upp að hálfu
ári síðar, laugardaginn 21. nóvember
2009, flutti Jóhanna Sigurðardóttir,
forsætisráðherra og formaður Sam-
fylkingar, ræðu á fundi flokksstjórnar
flokks síns í Reykjanesbæ:
„Forráðamenn Norðuráls segja nú
að framkvæmdir við álver í Helguvík
fari á fullt í vor og það mun skapa
mikla atvinnu. Ég hef einnig góðar
vonir um að vinna við Búðar-
hálsvirkjun hefjist með vorinu en orku
frá henni verður að verulegu leyti ráð-
stafað til endurnýjaðs álvers í
Straumsvík. Við erum hér að tala um
ársverk í þúsundum meðan á þessum
framkvæmdum stendur.“
Hverfum aftur til aprílmánaðar
2009. Fimmtudaginn 9. apríl það ár
kynnti VG tillögur sínar í atvinnu-
málum. Var blaðamannafundinum lýst
með þessum orðum á vef VG:
„Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur VG, kynnti þá greinargerð hreyf-
ingarinnar fyrir því hvernig til geta
orðið að minnsta kosti 16-18 þúsund
störf á næstu árum með réttum skil-
yrðum og stuðningi stjórnvalda.
Vinstri græn leggja hins vegar
áherslu á að störf eru ekki sköpuð af
stjórnmálaflokkunum sjálfum, og eft-
irfarandi tillögur eru því ekki loforð
um ný störf, hvorki á vegum hins op-
inbera né annars staðar, heldur grein-
argerð um það hvernig störf geta orð-
ið til með framsækinni stefnumótun
og stuðningi stjórnvalda,“ sagði á vef
VG og var lesendum svo boðið að nálg-
ast áætlunina, sex blaðsíðna skjal,
Fleiri störf með réttum skilyrðum,
sem hefst á útskýringu á því hvers
vegna markið er sett á sköpun minnst
16-18 þúsund starfa.
Fari niður í „þolanleg mörk“
„Skráð atvinnuleysi í febrúar var
8,2% eða að meðaltali 13.276 manns.
Spár gera ráð fyrir að atvinnuleysi
aukist talsvert á árinu og nálgist 10% í
lok ársins eða rúmlega 16 þúsund
manns að meðaltali. Til að vinna gegn
atvinnuleysi og ná því niður í þolanleg
mörk fyrir lok næsta kjörtímabils
þurfa því að verða til að minnsta kosti
16-18 þúsund störf,“ segir í inngangi
skjalsins og eru störfin svo útlistuð.
2.500-3.000 störf áttu að verða til við
þjónustu við erlenda ferðamenn; 500
störf vegna viðhalds, endurbóta og ný-
bygginga í tengslum við ferðaþjón-
ustu, 400 störf vegna aukinna ferða-
laga Íslendinga um eigið land, 200
störf í heilsutengdri ferðaþjónustu,
200 störf í samgöngum innanlands,
alls 3.800-4.300 störf í ferðaþjónustu
og tengdum greinum.
Næsti flokkur er „hefðbundnar
framleiðslugreinar“. 1.000-1.500 störf
áttu að verða til í landbúnaði og mat-
vælaframleiðslu, 500-800 störf í sjáv-
arútvegi og fiskvinnslu, 1.000 störf í
„greinum sem dregist hafa saman
undanfarin ár“, svo sem skipaiðnaður,
húsgagnaframleiðsla og minja-
gripagerð, 500 störf í byggingariðnaði
á landsbyggðinni „með byggingar-
framkvæmdum, jafnvel nýbygg-
ingum, á landsbyggðinni í tengslum
við að atvinnustarfsemi færist í aukn-
um mæli út á landsbyggðina aftur“.
Samanlagt gerðu þetta 3.000-3.800
Settu markið á 16-18.000 störf
Morgunblaðið/Ómar
Flokksráðsfundur VG í febrúar Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, telur að botninum hafi verið náð 2010.
Markmið VG í atvinnumálum hafa tekið breytingum á kjörtímabilinu Mikill munur milli ára
Flokkurinn vildi ekki álver Formaður VG taldi krónuna hafa varnað mun meira atvinnuleysi
Morgunblaðið/Golli
JÁKVÆÐ MERKI
ÚR ATVINNULÍFINU
55% FLEIRI
ÞJÓNUSTUSAMNINGAR
RAFHOLT ehf.
Það eru jákvæð teikn á lofti í íslensku atvinnulífi. Fjölmörg fyrirtæki
eru að ná eftirtektarverðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður.
Rafverktakafyrirtækið Rafholt ehf. er dæmi um fyrirtæki sem
náði góðum árangri á árinu 2011.
23% fjölgun starfsmanna · 55% fleiri þjónustu-
samningar · 12% fjölgun verksamninga
Arion banki fagnar þessum góða árangri.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
2
-1
0
3
9