Morgunblaðið - 02.06.2012, Side 26

Morgunblaðið - 02.06.2012, Side 26
VIÐTAL Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sífellt fleiri nemendur á sama tíma og opinber framlög hafa dregist saman og tilkostnaður hefur aukist mjög er veruleiki sem Slysavarna- skóli sjómanna stendur andspænis. Afleiðingarnar eru meðal annars þær að Sæbjörgin hefur varla farið úr höfn í Reykjavík frá hruni. Því hafa sjómenn þurft að sækja í þenn- an mikilvæga skóla sinn til Reykja- víkur. Þeir virðast þó aldrei hafa verið áhugasamari og öryggisvitund þeirra hefur vaxið og dafnað. „Margir þættir eru að baki þeirri sprengingu sem orðið hefur í fjölda nemenda í skólanum,“ segir Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarna- skóla sjómanna, sem Slysavarna- félagið Landsbjörg hefur rekið frá árinu 1985. Starfið fer að mestu fram um borð í Sæbjörgu, 38 ára gömlu skipi sem kom hingað til lands árið 1982 og sigldi milli Reykjavíkur og Akraness undir nafni Akraborgar fram til 1998 að Hvalfjaðargöngin voru tekin í notk- un. Ríkið gaf þá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu skipið, sem kom í stað eldri Sæbjargar, sem áður var varð- skipið Þór og er núna verið að rífa í brotajárn í Reykjanesbæ. Héldu að þeir væru hættir sjómennsku „Aðstæður margra, sem héldu að þeir væru hættir sjómennsku og höfðu fundið störf í landi, breyttust með hruninu og þeir flykktust aftur á sjóinn,“ segir Hilmar. „Þeir þurftu að rifja upp öryggisþættina og sóttu fjölmargir námskeið hjá okkur. Á sama tíma tóku gildi reglur um end- urmenntun sjómanna á fimm ára fresti og það jók á sókn í námskeiðin okkar. Einnig var lögum breytt þannig að smábátar féllu undir lög um lögskráningu og smábátasjó- menn voru þar með skyldaðir til að sækja grunnmenntun í skólann og síðan endurmenntun.“ Fleiri krónur hafa komið í kass- ann með fjölgun nemenda og aukn- um námskeiðsgjöldum, en Hilmar segir að það vegi tæpast upp á móti 18% skerðingu á styrk ríkisins til skólans samfara gífurlegum hækk- unum á olíu og öllum öðrum tilkostn- aði. Nú fær skólinn 60 milljónir króna frá ríkinu, en fyrirtæki og samtök útvegsmanna og sjómanna hafa verið skólanum ómetanlegur bakhjarl. Hilmar segir æskilegt að Sæ- björgin sigli á hafnir landsins og námskeið séu haldin í sjávarpláss- unum. Slíkt sé skilgreint sem eitt af hlutverkum skólans, það sé mik- ilvæg hvatning fyrir sjómenn og minnki kostnað þeirra við að sækja menntun um öryggismál. Hann seg- ist vona að það geti orðið á næsta ári, en viðurkennir að hann hafi átt þann draum á hverju ári frá hruni að staðan verði skárri á næsta ári. Eitt fárra skipa á sjó Hann segir olíukostnað vera mestu hindrunina, en skipið sjálft sé í ágætu standi. Þannig verði haffær- isskírteini og öll leyfi klár fyrir hátíð hafsins og sjómannadaginn um helgina þegar sjóræningjar taka völdin um borð í Sæbjörgu sem sigl- ir um Sundin. Þá verður Sæbjörg eitt fárra skipa á sjó. Rúmlega 40 þúsund nemendur hafa sótt námskeið Slysavarnaskól- ans frá því að skólinn var sjósettur árið 1985. „Árangurinn mælum við ekki aðeins í fjölda þeirra sem sótt hafa námskeiðin heldur höfum við líka tölur sem sýna árangur svart á hvítu,“ segir Hilmar. „Að vísu hvílir sá skuggi yfir sjómannadeginum í ár að fjórir íslenskir sjómenn hafa látið lífið á sjó frá síðasta sjómannadegi. Þeirra verður minnst með fjórum stjörnum í fána sjómannadagsins við sjómannamessu í Dómkirkjunni. Ár- in 2008 og 2011 fórst enginn íslensk- ur atvinnusjómaður á sjó og einn hvort áranna 2009 og 2010. Skráningar á slysum á sjó eru ná- kvæmari hjá okkur en gengur og gerist meðal annarra þjóða vegna þess að í lögum njóta sjómenn staðgengilslauna í ákveðinn tíma í veikindum og eftir slys. Því er hvati í kerfinu til að tilkynna öll óhöpp sem verða, hvort sem þau leiða til fjar- vista frá vinnu eða ekki. Þessum skráningum hefur fækkað talsvert, en því miður er það þannig að slys á sjó eru oft mjög alvarleg. Á vaktinni með sóma Almennt er ég þeirrar skoðunar að okkur hafi tekist vel til og að ör- yggismál sjómanna séu almennt í góðum farvegi á Íslandi. Á nám- skeiðum okkar er fjallað um fjöl- mörg atriði sem geta komið upp á en umgjörðin, sem byggir á lögum, reglum og þjónustu, er til að auka mjög öryggi á sjó. Ég nefni þjálfun, tilkynningaskyldu, veðurupplýs- ingakerfi, skráningu, haffæris- skírteini, björgunarbáta og -bún- inga. Síðast en ekki síst hefur öryggisvitund sjómanna aukist. Ég óttaðist að úr henni drægi með niðursveiflu í samfélaginu en þvert á móti hefur meira verið lagt í þjálfun sjómanna síðustu ár. Á alheimsvísu hefur einmitt verið sterklega hvatt til þess að draga ekki úr þjálfun þeg- ar kreppir að. Þarna höfum við stað- ið vaktina með sóma,“ segir Hilmar. Hann segist hafa orðið þess áskynja á ferðum sínum erlendis hversu víða pottur sé brotinn og margar erlendar þjóðir geti lært af Íslendingum. Hilmar lofar sam- starfið við Landhelgisgæsluna og segist hafa heyrt það oftar en einu sinni frá útlendingum hversu vel ís- lenskir sjómenn séu í stakk búnir til að taka á móti aðstoð þyrlu. Ef Ís- lendingar séu um borð séu engin vandkvæði í samskiptum. Alltaf á öryggisvaktinni  Aðsókn í Slysavarnaskóla sjómanna meiri en nokkru sinni  Gamlir sjómenn flykktust til fyrri starfa eftir hrun  Olía og annar tilkostnaður hefur hækkað mjög og Sæbjörg fer varla úr höfn Morgunblaðið/Styrmir Kári Með hönd á stýri Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Dreymir þig nýtt eldhús! Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús og allar innréttingar sem hugurinn girnist. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili. Skráð slys á sjómönnum Samkvæmt skráningu Tryggingastofnunar og Sjúkraskrá Íslands 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 37 8 38 1 36 1 34 8 41 3 37 9 31 1 3 63 26 6 42 3 29 0 23 8 2 79 25 1 Fjöldi eftir árum 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 Nemendur í Slysavarnaskóla sjómanna 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 943 3.112 Árið 1937 var smíðað björgunar- skip fyrir Slysavarnafélag Íslands í Fredrikssund í Danmörku og tekið í notkun í mars 1938. Skipið fékk nafnið Sæbjörg og var við gæslu í Faxaflóa á vetrarvertíðum en leigt ríkissjóði til landhelgisgæslustarfa og síldarrannsókna yfir sumar- mánuðina. Skipaútgerð ríkisins og Landhelgisgæslan ráku skipið í fjölda ára, en 1967 fór Sæbjörg í hringferð um landið á vegum Slysavarnafélagsins. Eftir ferðina var skipinu lagt og það síðan selt. Árið 1951 fékk ríkissjóður afhent varðskip frá Aalborg Værft A/S. Skipinu var gefið nafnið Þór og var notað sem varðskip til ársins 1983 að alvarleg vélarbilun varð í skip- inu. Árið 1986 fékk SVFÍ skipið keypt á eitt þúsund krónur til nota fyrir öryggisfræðslu sjómanna. Þessi Sæbjörg sigldi tíu sumur á innanlandshafnir til námskeiða- halds. Skipinu var lagt árið 1998. Þriðju Sæbjörgina fékk Slysa- varnafélag Íslands, nú Slysavarna- félagið Landsbjörg, árið 1998 til að leysa það eldra af hólmi. Þá gaf ríkisstjórn Íslands félaginu ferjuna Akraborg til nota fyrir starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna. Sæbjargirnar þrjár BJÖRGUNAR- OG ÖRYGGISMÁL SJÓMANNA Björgunarskip Þriðju Sæbjörgina fékk Slysavarnafélagið árið 1998.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.