Morgunblaðið - 02.06.2012, Page 32

Morgunblaðið - 02.06.2012, Page 32
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Skvass » Spinning » Karfa » Golfhermir » Tækjasalur » Gufubað 14 daga námskeið fyrir 13-16 ára 11.-22. júní • Æfingar og fræðsla • 3 tímar á dag • Næringarfræðsla fyrir foreldra Á námskeiðinu verður kennt mikilvægustu atriðin varðandi • hvernig á að velja rétta næringu • hvernig á að þjálfa rétt fyrir sinn aldur • hvernig þú getur hámarkað árangur þinn Hugmyndafræðin við námskeiðið er byggð á The Window of Opportunity sem kemur frá fyrrum styrktarþjálfara Chicago Bulls • Námskeiðið hentar öllum ungmennum 13-16 ára • Þeim sem æfa íþróttir, eru í undirþyngd, eru í yfirþyngd og þeim sem vilja byrja að æfa. Verð kr. 15.000 Þjálfarar á námskeiðinu eru Mark Kislich styrktarþjálfari meistaraflokks KR og Selfoss í knattspyrnu og Hilmar H. Gunnarsson íþróttakennari Nú er tækifærið til að læra rétta þjálfun og næringu 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Boðið verður upp á nám í fjallamennsku við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) á Höfn í Hornafirði nú í haust. Námið verður 60 eininga sérnám sem tekur eitt ár og er lögð áhersla á verklegt útinám á fjöllum og í óbyggðum. Einnig verða bóklegar námslotur við skólann. Náminu lýkur svo með starfs- þjálfun hjá ferðaþjónustufyrirtæki næsta sum- ar. „Við teljum okkur vel í sveit sett með svona nám. Við keyrum klukkutíma frá skólastofunni og þá erum við komin upp á jökul. Við höfum svo mikla möguleika á alls kyns landslagi. Þetta er mjög góð staðsetning fyrir svona nám,“ segir Sigurður Mar Halldórsson, kennari við skólann. Fjallamennskunámið var kennt í tilrauna- skyni í vetur og útskrifuðust ellefu nemendur þaðan nú í vor. Þar á meðal voru ýmsir reyndir björgunarsveitar- og leiðsögumenn. Skráningar fyrir haustið eru þegar hafnar en Sigurður segir skólann renna nokkuð blint í sjó- inn með það hversu margir sæki um. „Ef það koma fleiri en æskilegt þykir skiptum við bara í tvo hópa. Það er nóg til af fjöllum,“ segir hann. Klifur Ferðir upp á jökla, fjöll og firnindi eru hluti af náminu í fjallamennsku við FAS. Ellefu nemendur lögðu stund á námið í vetur. Fjallamennskunám á vel heima á Höfn  Ný braut í Fram- haldsskólanum í Aust- ur - Skaftafellssýslu Tæplega þrítug kona situr í gæslu- varðhaldi eftir að hún reyndi að smygla nær hálfu kílói af fíkniefn- um í leggöngum sínum til landsins. Konan, sem er af erlendu bergi brotin, var að koma frá Kaup- mannahöfn og vaknaði grunur um að hún væri með fíkniefni í fórum sínum við hefðbundið eftirlit toll- gæslu. Þegar farið var að ræða nánar við hana „missti“ hún á fimmta hundrað grömm af ecstasy-dufti niður úr leggöngum sínum, líkt og það er orðað í tilkynningu frá lög- reglunni. Úrskurðuð í gæsluvarðhald Lögreglan á Suðurnesjum var þá kvödd í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, þar sem konan hafði misst efnin og var hún handtekin og færð á lögreglustöð. Hún var skömmu síðar úrskurðuð í gæslu- varðhald. Rannsókn lögreglu er á lokastigi. Með hálft kíló af fíkniefnum í leggöngunum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Um þriðjungur af tekjum veiðikorta- sjóðs fer í rekstur veiðikortakerfisins. Það sem eftir stendur fer til rann- sókna á villtum dýrum. Veiðikorta- sjóður úthlutaði nýlega rannsókna- styrkjum upp á 28,4 milljónir. Tekjur sjóðsins byggjast á tekjum af sölu veiði- og hlunnindakorta vegna veiða á villtum dýrum, aðallega veiðikort- um til skotveiðimanna. Gylfi Ástbjartsson, sviðsstjóri fjár- mála og reksturs Umhverfisstofnun- ar, sagði kveðið á um það í reglugerð um veiðar á villtum dýrum (291/1995) hvernig tekjum sjóðsins skuli varið. Umhverfisráðuneytið gaf síðan út vinnureglur um hve stórt hlutfall af tekjunum mætti fara til rekstursins, eða allt að 40% af tekjum sjóðsins. Gylfi sagði reynt að halda reksturs- kostnaði veiðikortakerfisins í lág- marki. Hann sagði töluverða umsýslu vera í kringum útgáfu 12-13 þúsund veiðikorta á ári. Kerfinu tilheyrir einnig að halda utan um og vinna úr veiðiskýrslum veiðimanna. Umsýslukostnaður veiðikortakerf- isins hefur verið í kringum 16 millj- ónir á ári undanfarin þrjú ár og tekj- urnar í kringum 48 milljónir á ári, samkvæmt upplýsingum í Veiðidag- bók Umhverfisstofnunar 2012. Þar er birt yfirlit yfir fjölda útgefinna veiði- korta og tekjur og rekstrarkostnað veiðikortasjóðsins allt aftur til ársins 1995 þegar kerfið var sett á laggirnar. Þar sést að umsýsla kerfisins á árum áður nam allt frá 28% af tekjum og upp í 48% af tekjum sjóðsins á ári. Umsýslukostnaðurinn hefur því minnkað hlutfallslega undanfarin ár. Um þriðjungur tekna fer í umsýslu Morgunblaðið/Ingó Veiði Tekjur sjóðsins byggjast á tekjum af sölu veiðikorta. Hún er söm við sig hún Lína langsokkur og heillar krakka upp úr skónum hvar sem hún kemur með sínum prakkarastrikum og frumlegheitum. Þessi skemmti- lega stelpa sem Astrid Lindgren skapaði fyrir margt löngu lifnaði við einu sinni enn í gær þegar 6. bekkur Rimaskóla setti upp leiksýningu úti í góða veðrinu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Langsokkurinn Lína gerir mikla lukku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.