Morgunblaðið - 02.06.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 02.06.2012, Qupperneq 32
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Skvass » Spinning » Karfa » Golfhermir » Tækjasalur » Gufubað 14 daga námskeið fyrir 13-16 ára 11.-22. júní • Æfingar og fræðsla • 3 tímar á dag • Næringarfræðsla fyrir foreldra Á námskeiðinu verður kennt mikilvægustu atriðin varðandi • hvernig á að velja rétta næringu • hvernig á að þjálfa rétt fyrir sinn aldur • hvernig þú getur hámarkað árangur þinn Hugmyndafræðin við námskeiðið er byggð á The Window of Opportunity sem kemur frá fyrrum styrktarþjálfara Chicago Bulls • Námskeiðið hentar öllum ungmennum 13-16 ára • Þeim sem æfa íþróttir, eru í undirþyngd, eru í yfirþyngd og þeim sem vilja byrja að æfa. Verð kr. 15.000 Þjálfarar á námskeiðinu eru Mark Kislich styrktarþjálfari meistaraflokks KR og Selfoss í knattspyrnu og Hilmar H. Gunnarsson íþróttakennari Nú er tækifærið til að læra rétta þjálfun og næringu 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Boðið verður upp á nám í fjallamennsku við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) á Höfn í Hornafirði nú í haust. Námið verður 60 eininga sérnám sem tekur eitt ár og er lögð áhersla á verklegt útinám á fjöllum og í óbyggðum. Einnig verða bóklegar námslotur við skólann. Náminu lýkur svo með starfs- þjálfun hjá ferðaþjónustufyrirtæki næsta sum- ar. „Við teljum okkur vel í sveit sett með svona nám. Við keyrum klukkutíma frá skólastofunni og þá erum við komin upp á jökul. Við höfum svo mikla möguleika á alls kyns landslagi. Þetta er mjög góð staðsetning fyrir svona nám,“ segir Sigurður Mar Halldórsson, kennari við skólann. Fjallamennskunámið var kennt í tilrauna- skyni í vetur og útskrifuðust ellefu nemendur þaðan nú í vor. Þar á meðal voru ýmsir reyndir björgunarsveitar- og leiðsögumenn. Skráningar fyrir haustið eru þegar hafnar en Sigurður segir skólann renna nokkuð blint í sjó- inn með það hversu margir sæki um. „Ef það koma fleiri en æskilegt þykir skiptum við bara í tvo hópa. Það er nóg til af fjöllum,“ segir hann. Klifur Ferðir upp á jökla, fjöll og firnindi eru hluti af náminu í fjallamennsku við FAS. Ellefu nemendur lögðu stund á námið í vetur. Fjallamennskunám á vel heima á Höfn  Ný braut í Fram- haldsskólanum í Aust- ur - Skaftafellssýslu Tæplega þrítug kona situr í gæslu- varðhaldi eftir að hún reyndi að smygla nær hálfu kílói af fíkniefn- um í leggöngum sínum til landsins. Konan, sem er af erlendu bergi brotin, var að koma frá Kaup- mannahöfn og vaknaði grunur um að hún væri með fíkniefni í fórum sínum við hefðbundið eftirlit toll- gæslu. Þegar farið var að ræða nánar við hana „missti“ hún á fimmta hundrað grömm af ecstasy-dufti niður úr leggöngum sínum, líkt og það er orðað í tilkynningu frá lög- reglunni. Úrskurðuð í gæsluvarðhald Lögreglan á Suðurnesjum var þá kvödd í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, þar sem konan hafði misst efnin og var hún handtekin og færð á lögreglustöð. Hún var skömmu síðar úrskurðuð í gæslu- varðhald. Rannsókn lögreglu er á lokastigi. Með hálft kíló af fíkniefnum í leggöngunum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Um þriðjungur af tekjum veiðikorta- sjóðs fer í rekstur veiðikortakerfisins. Það sem eftir stendur fer til rann- sókna á villtum dýrum. Veiðikorta- sjóður úthlutaði nýlega rannsókna- styrkjum upp á 28,4 milljónir. Tekjur sjóðsins byggjast á tekjum af sölu veiði- og hlunnindakorta vegna veiða á villtum dýrum, aðallega veiðikort- um til skotveiðimanna. Gylfi Ástbjartsson, sviðsstjóri fjár- mála og reksturs Umhverfisstofnun- ar, sagði kveðið á um það í reglugerð um veiðar á villtum dýrum (291/1995) hvernig tekjum sjóðsins skuli varið. Umhverfisráðuneytið gaf síðan út vinnureglur um hve stórt hlutfall af tekjunum mætti fara til rekstursins, eða allt að 40% af tekjum sjóðsins. Gylfi sagði reynt að halda reksturs- kostnaði veiðikortakerfisins í lág- marki. Hann sagði töluverða umsýslu vera í kringum útgáfu 12-13 þúsund veiðikorta á ári. Kerfinu tilheyrir einnig að halda utan um og vinna úr veiðiskýrslum veiðimanna. Umsýslukostnaður veiðikortakerf- isins hefur verið í kringum 16 millj- ónir á ári undanfarin þrjú ár og tekj- urnar í kringum 48 milljónir á ári, samkvæmt upplýsingum í Veiðidag- bók Umhverfisstofnunar 2012. Þar er birt yfirlit yfir fjölda útgefinna veiði- korta og tekjur og rekstrarkostnað veiðikortasjóðsins allt aftur til ársins 1995 þegar kerfið var sett á laggirnar. Þar sést að umsýsla kerfisins á árum áður nam allt frá 28% af tekjum og upp í 48% af tekjum sjóðsins á ári. Umsýslukostnaðurinn hefur því minnkað hlutfallslega undanfarin ár. Um þriðjungur tekna fer í umsýslu Morgunblaðið/Ingó Veiði Tekjur sjóðsins byggjast á tekjum af sölu veiðikorta. Hún er söm við sig hún Lína langsokkur og heillar krakka upp úr skónum hvar sem hún kemur með sínum prakkarastrikum og frumlegheitum. Þessi skemmti- lega stelpa sem Astrid Lindgren skapaði fyrir margt löngu lifnaði við einu sinni enn í gær þegar 6. bekkur Rimaskóla setti upp leiksýningu úti í góða veðrinu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Langsokkurinn Lína gerir mikla lukku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.