Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012
Árin segja sitt1979-2012
BISTRO
Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is
Fjögurra daga hátíð hefst í Bretlandi í dag í til-
efni af því að sextíu ár eru liðin síðan Elísabet II
varð drottning. Á hátíðinni verður m.a. við-
hafnarsýning báta á Thames og tónleikar fyrir
utan Buckingham-höll með Paul McCartney og
fleiri þekktum tónlistarmönnum. Búist er við að
um milljón manna fylgist með bátasýningunni.
Margir tjölduðu í grennd við Buckingham-höll í
gær, þ.á m. þessi þjóðholli drottningarvinur.
AFP
Haldið upp á 60 ára valdaafmæli drottningar
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Nýjar hagtölur hafa leitt í ljós að fjármagnsflótt-
inn frá Spáni nam nær 100 milljörðum evra á
fyrsta fjórðungi ársins. Fjármálakreppan hefur
orðið til þess að margir erlendir fjárfestar hafa
selt spænsk hlutabréf og ríkisskuldabréf í miklum
mæli.
Seðlabanki Spánar sagði að í marsmánuði ein-
um hefði fjármagnsflóttinn numið 66,2 milljörðum
evra og aldrei verið meiri frá því að mælingarnar
hófust árið 1990. Fyrstu þrjá mánuði ársins tóku
fjárfestar alls 97 milljarða evra út úr spænska
hagkerfinu. Þessi fjárhæð samsvarar um 10% af
vergri landsframleiðslu Spánar, að sögn Financial
Times.
Sérfræðingar telja að fjármagnsflóttinn hafi
haldið áfram eða jafnvel aukist í apríl og maí. „Ég
hef áhyggjur af því að við höfum ekki séð síðustu
tölurnar sem gætu verið enn verri,“ hefur Fin-
ancial Times eftir Raj Badiani, hagfræðingi hjá
IHS Global Insight sem sérhæfir sig í hagspám og
markaðsrannsóknum.
Ríkið tekur bankana með sér í fallinu
Hagtölurnar staðfestu það mat hagfræðinga að
erlendir fjárfestar væru að losa sig við spænsk
verðbréf. Nýleg rannsókn sérfræðinga J.P. Morg-
an bendir til þess að aðeins 26% spænskra ríkis-
skuldabréfa hafi verið í eigu erlendra fjárfesta í
mars. Ári áður áttu erlendir fjárfestar um 40%
ríkisskuldabréfanna.
Seðlabanki Evrópu hefur veitt bönkum í evru-
löndum lán á lágum vöxtum til að gera þeim kleift
að kaupa ríkisskuldabréf og þessi aðstoð hefur ýtt
undir fjármagnsflóttann frá Spáni. Spænskir
bankar eiga nú 67% af spænsku ríkisskuldabréf-
unum og það er hærra hlutfall en í nokkru öðru
evrulandi.
Verðmæti ríkisskuldabréfanna hefur minnkað
vegna skuldavanda spænska ríkisins og sú þróun
hefur veikt stöðu spænsku bankanna frekar, að
sögn Landons Thomas, fréttaskýranda The New
York Times. Hann segir að örlög spænska ríkisins
og bankanna tvinnist saman að þessu leyti, ríkið
taki bankana með sér í fallinu.
Mikill fjármagnsflótti frá Spáni
Erlendir fjárfestar tóku nær 100 milljarða evra út úr spænska hagkerfinu
„Við höfum ekki séð
síðustu tölurnar sem
gætu verið enn verri.“
Hagfræðingur
IHS Global Insight
Írar samþykktu stöðugleikasátt-
mála Evrópusambandsins með
60,3% atkvæða í þjóðaratkvæða-
greiðslu í fyrradag, samkvæmt
lokatölum sem birtar voru í gær.
Niðurstaðan er mikill léttir fyrir
írsku ríkisstjórnina sem lagði
áherslu á að ef Írar samþykktu ekki
sáttmálann gætu þeir ekki fengið
aðstoð úr björgunarsjóði ESB. Her-
man Van Rompay, forseti ráðherra-
ráðs ESB, fagnaði niðurstöðunni og
lýsti henni sem „mikilvægu skrefi í
átt að efnahagsbata í Evrópu“.
Samkvæmt sáttmálanum fær ESB
m.a. vald til að refsa ríkjum sem
uppfylla ekki skilyrði um aðhald í
ríkisfjármálum.
Stöðugleikasáttmáli
ESB samþykktur
ÍRLAND
Stjarnfræðingar
hafa notað gögn
frá Hubble-
geimsjónauk-
anum til að
reikna út hvenær
vetrarbraut okk-
ar sameinast
Andrómedu-
stjörnuþokunni.
Niðurstaða
þeirra er að sam-
runinn hefjist eftir fjóra milljarða
ára og tveimur milljörðum ára síð-
ar verði vetrarbraut okkar og
Andrómeda ein stjörnuþoka.
Sameinast eftir
fjóra milljarða ára
Andrómeda-
þokan.
ALHEIMUR
Rannsókn vísindamanna í Ástralíu
hefur leitt í ljós að dagleg neysla á
100 grömmum af dökku súkkulaði,
sem inniheldur 70% kakó eða
meira, getur dregið úr líkunum á
því að fólk deyi af völdum hjarta-
áfalls eða heilablóðfalls. Rann-
sóknin bendir til þess að súkku-
laðineyslan geti hindrað 70 dauðs-
föll á hverja 10.000 íbúa á tíu ára
tímabili. Skýrt er frá rannsókninni í
læknablaðinu British Medical
Journal.
Dökkt súkkulaði
bjargar mannslífum
ÁSTRALÍA
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu
þjóðanna, Navi Pillay, sagði í gær að
morð á rúmlega 100 óbreyttum
borgurum í borginni Houla í Sýr-
landi í vikunni sem leið kynnu að
vera glæpur gegn mannkyni. Á með-
al þeirra sem voru myrtir voru 49
börn.
Pillay sagði í ræðu á fundi Mann-
réttindaráðs Sameinuðu þjóðanna
að samtökin þyrftu að gera allt sem í
valdi þeirra stæði til að „binda enda
á refsileysið“ og tryggja að þeir sem
fremdu slík grimmdarverk yrðu
sóttir til saka.
Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi
sögðu í gær að vopnaður hópur
stuðningsmanna sýrlensku stjórnar-
innar hefði framið annað fjöldamorð
í fyrradag. Árásarmennirnir hefðu
skotið þrettán verkamenn til bana
eftir að hafa neytt þá til að fara út úr
rútu á leið í verksmiðju nálægt bæn-
um Qusair í vesturhluta landsins.
Engin íhlutun án samþykkis SÞ
Nefnd, sem sýrlenska stjórnin
skipaði til að rannsaka manndrápin í
Houla, sagði að uppreisnarmenn
hefðu framið morðin með það að
markmiði að fá erlend ríki til að
hefja hernað gegn sýrlensku stjórn-
inni. Sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum sagði að ekk-
ert væri hæft í þessu, niðurstaðan
væri „helber lygi“.
Leon Panetta, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði að of-
beldið í Sýrlandi væri „óþolandi“ en
hernaðaríhlutun kæmi ekki til
greina án stuðnings öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna. „Nei, ég get
ekki séð það fyrir mér,“ svaraði
Panetta þegar hann var spurður
hvort Bandaríkjastjórn kynni að
styðja hernað gegn stjórn Sýrlands
án samþykkis öryggisráðsins.
AFP
Mótmæli Sýrlenskir stjórnarand-
stæðingar mótmæla manndrápum.
Kann að vera glæp-
ur gegn mannkyni
Fulltrúi SÞ fordæmir fjöldamorð