Morgunblaðið - 02.06.2012, Side 39

Morgunblaðið - 02.06.2012, Side 39
FRÉTTIR 39Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Þægilegar íbúðir af ýmsum stærðum, í nálægð við Spöngina. Fallegir garðar og góð bílastæði. Glæsileg þjónustumiðstöð með tengigangi við öryggisíbúðir Eirar verður tekin í notkun fyrri hluta ársins 2014. Öryggisvöktun allan sólarhringinn, tengd hjúkrunarvakt Eirar. Matsalur og fjölþætt félagsstarf. Sjúkraþjálfun og dagdeild í nýrri þjónustumiðstöð. • • • • • Búseturéttur að hluta og/eða leiga. Aðstoðað er við val á hagstæðum búseturéttar- og/eða leigukjörum. OPIÐ HÚS Í ÖRYGGISÍBÚÐUM EIRBORGA LAUGARDAGINN 2. JÚNÍ MILLI KL. 14 OG 17 Eirborgir, Fróðengi 1-11, 112 Reykjavík Notaleg þjónusta í hlýlegu og glæsilegu umhverfi Sýning á íbúðum virka daga Vinsamlegast pantið tíma í síma: 522 5700 Eir hjúkrunarheimili • 112 Reykjavík • skrifst@eir.is Jakarta. AFP. | „Ég ákvað að upplifa Jakarta- borg eins og hún er í raun og veru,“ sagði ferðamaður og steig varfærnislega milli ýldu- polla og rottu sem skaust á milli hreysanna. Þetta er staður sem sést aldrei á póstkortum. Rohaizad Abu Bakar, 28 ára bankastarfs- maður frá Singapúr, kvaðst ekki hafa trúað eigin augum þegar hann gekk um fátækra- hverfið í indónesísku höfuðborginni. Við hon- um blöstu hundruð hreysa, sum þeirra aðeins um metra frá járnbrautarteinum. Svonefnd „fátæktarferðaþjónusta“ nýtur nú vaxandi vinsælda í Jakarta. Þeir sem bjóða upp á skoðunarferðir um fátækrahverfin segja þær vekja fólk til vitundar um samfélags- vandamálin og peningarnir frá ferðafólkinu séu notaðir til að hjálpa fátæka fólkinu. Aðrir segja hættu á að fátæka fólkið verði misnotað í gróðaskyni og fátækt eigi aldrei að nota til að laða að ferðamenn. Slíkar ferðir hafa einnig notið vaxandi vin- sælda í löndum á borð við Brasilíu og Indland. Helmingurinn notaður í samfélagsverkefni „Við sýnum hvernig Jakarta er í raun og veru,“ sagði Ronny Poluan, 59 ára Indónesi sem stofnaði fyrirtækið Jakarta Hidden Tours árið 2008. Fyrirtækið sérhæfir sig í ferðum um fátækrahverfin og er ekki rekið í hagn- aðarskyni. „Við förum í um tíu ferðir á mánuði, með tvo til fjóra ferðamenn í einu. Sífellt fleiri notfæra sér þjónustuna, sumir koma jafnvel til borgar- innar í þeim tilgangi einum að fara í slíka ferð með okkur … Þetta er ekki aðeins bakpoka- fólk, heldur einnig kaupsýslumenn og banka- stjórar,“ sagði Poluan um viðskiptavinina. Hver ferðamaður greiðir 500.000 rúpíur, sem svarar um 7.000 krónum, fyrir ferðina. Helminginn fær fyrirtækið upp í rekstrar- kostnað en hinn helmingurinn fer í ýmis verk- efni til að bæta kjör íbúanna, t.a.m. sjá þeim fyrir heilsugæslu og menntun. „Ég gef ekki íbúunum peninga, heldur borga til dæmis læknunum milliliðalaust,“ sagði Poluan. Wardah Hafidz, talsmaður samtaka sem berjast fyrir bættum kjörum fátækra Indó- nesa, kveðst vera andvígur því að fátækra- hverfin verði gerð að ferðamannastöðum. „Það ætti ekki að sýna fólk eins og apa í dýragörð- um.“ Fátæktin laðar að ferðamenn  Fátæktarferðaþjónusta nýtur vaxandi vinsælda í Indónesíu og fleiri löndum  Ágóðinn af ferðum um fátækrahverfin notaður til að bæta kjör íbúanna  Fátækt fólk sýnt eins og apar í dýragörðum? AFP Hættulegt Algengt er að börn leiki sér á járnbrautarteinum við hreysin. Lítil stúlka dó nýlega þegar hún hljóp á eftir ketti og varð fyrir lest.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.