Morgunblaðið - 02.06.2012, Síða 40

Morgunblaðið - 02.06.2012, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ekki er von ágóðu þegarþingflokks- formaður Vinstri grænna, sem jafn- framt á sæti í at- vinnuveganefnd Al- þingis, fullyrðir að engin tengsl séu á milli frumvarpanna um veiðigjald og stjórn fisk- veiða. Hann heldur því blákalt fram að engu skipti þó að veiði- gjaldsfrumvarpið sé tekið út úr nefnd og til umræðu áður en hitt sé afgreitt úr nefnd. Björn Valur Gíslason telur sem sagt að það breyti engu um rekstur útgerðarinnar í landinu hvernig stjórnkerfi fiskveið- anna er, afkoma fyrirtækjanna sé algerlega óháð því. Hann heldur því fram að það sé ein- göngu heildaraflamarkið sem skiptir máli í þessu sambandi, en allir sem skilning hafa á sjávarútvegi, fiskveiðistjórn- arkerfi og rekstri útgerðarfyr- irtækja vita að fleira ræður af- komu greinarinnar og einstakra fyrirtækja en heild- araflinn. Væri heildaraflinn það eina sem hefði áhrif væri vitaskuld óþarfi að hafa miklar áhyggjur af stjórnkerfi fiskveiða, en þar sem Björn Valur hefur alger- lega rangt fyrir sér hafa Íslend- ingar og margar aðrar þjóðir haft fyrir því að setja upp skyn- samlegt stjórnkerfi í fisk- veiðum. Stjórnkerfið hér á landi hef- ur því miður verið teygt dálítið og togað og er því ekki eins hagkvæmt og það gæti verið. Á hinn bóginn er það enn býsna gott og grundvallarþátturinn í því um úthlutun framselj- anlegra aflaheimilda er lyk- ilatriði í því að hægt sé að reka útgerð á jafn hagkvæman hátt og raun ber vitni hér á landi. Verði stjórnarflokkunum að ósk sinni um að teygja kerfið enn frekar en orðið er og svo mjög að grundvallarforsendur þess slitni, þá hefur það aug- ljóslega áhrif á rekstur fyr- irtækjanna í greininni. Þegar einn helsti talsmaður ríkis- stjórnarinnar og ákafamaður í málinu skilur þetta ekki er ekki von á góðu. Og það er ekki heldur von á góðu þegar sami maður heldur því fram að tekið hafi verið mikið tillit til þeirra athugasemda sem fram hafa komið, en þær eru ófáar og afar neikvæðar. Þegar litið er til þessara at- hugasemda og svo þess sem stjórnarflokkarnir reyna nú að keyra í gegnum þingið, er engin leið að halda því fram að tillit hafi verið tekið til gagnrýn- innar. Þvert á móti er anað áfram sömu braut eins og kem- ur til að mynda fram í ummæl- um þess sérfræðings sem stjórnarflokkarnir hafa sjálfir einna helst kallað til sem álits- gjafa. Daði Már Kristófersson, dósent við Háskóla Íslands, er einn þeirra sem gagnrýndu fyrri útgáfu frumvarpanna harðlega og gaf það álit að hluti útgerðarfyrirtækjanna myndi ekki geta staðið undir veiði- gjöldunum og að frumvörpin myndu hafa slæm áhrif á sjáv- arbyggðir. Í samtali við Morg- unblaðið í gær sagði Daði Már að gagnrýnin stæði óhögguð þrátt fyrir breytingartillög- urnar. Ríkisstjórnin ætlaði að leika þann leik að leggja fyrst fram tvö frumvörp sem myndu kalla á mikla gagnrýni og valda ótta um framtíð sjávarútvegsins. Það tókst. Síðan var ætlunin að gera smávægilegar útlitsbreyt- ingar og reyna að koma því inn hjá fólki að sú útgáfa væri miklu betri en sú fyrri. Það mistókst. Þó að skammur tími sé liðinn frá því að breytingarnar voru birtar og reynt sé að slá ryki í augu fólks af sömu mönnum og kepptust ítrekað við að hengja Icesave-klyfjarnar á þjóðina, er ljóst að hinn ógeðfelldi leikur ríkisstjórnarinnar misheppn- aðist. Fólk sér í gegnum spun- ann og vonandi sjá þingmenn stjórnarflokkanna að sér og hætta við þessa nýjustu árás á undirstöðuatvinnuveg þjóð- arinnar. Enn einn sjó- mannadagurinn verður nú haldinn í skugga árása ríkisstjórnarinnar á sjávarútveginn} Ekki von á góðu Vinstrivaktinvakti athygli á því nýlega að sjálf- ur „stækkunar- stjórinn hafi orðið sér til minnkunar“ með framgöngu sinni í heim- sókn til litla landsins í biðröð- inni. Vinstrivaktin segir að „kommissararnir í Brussel tugti Íslendinga ýmist til með blíðmælum eða hótunum. Þeir tileinka sér hið fornkveðna: fagurt skal mæla en flátt hyggja.“ Réttilega var bent á að stækk- unarstjórinn hafði endaskipti á stað- reyndum varðandi auðlindir og mak- ríl. En stækkunarstjórinn sagði Ísland heldur ekki afsala sér neinu þótt lokaorðið í sjávar- útvegi færðist þaðan til Bruss- el! – Ísland mun eiga sæti í salnum þar sem þau mál verða rædd, sagði stækkunarstjórinn. Voru sigurlaun í landhelgis- stríðum aftasta sætið í salnum? Stækkunarstjórinn fór frjálslega með í ferð sinni} Sætið í salnum Í vikunni kynntu UNICEF á Íslandi nýja skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem boðaði þau fagnaðartíð- indi að hvergi í heiminum byggju færri börn við fátækt en á Íslandi. Landið var efst á lista, eða neðst, eftir því hvernig á það er litið, bæði hvað varðar skort barna á efnislegum gæðum og hlutfallslega fátækt, en aðeins 0,9% íslenskra barna reyndust árið 2009 búa við skort og 4,7% við hlutfallslega fátækt. Þetta er vissulega frábær árangur, sem við megum vera stolt af, en tölfræðin segir bara hálfa söguna. Á bak við þessa lágu prósentu- tölu, 0,9, eru 685 börn. 685 börn hvers fjöl- skyldur höfðu ekki ráð á tveimur eða fleiri at- riðum af fyrirfram skilgreindum lista yfir fjórtán atriði, sem þykja hefðbundin og nauð- synleg barni í efnahagslega þróuðu hagkerfi. 0,9% á blaði virðist, og er, afar lágt hlutfall en þegar maður hugsar til þess að 685 börn á Íslandi fái ekki þrjár máltíðir á dag, hafi ekki rými eða næði til að læra heima, eigi ekki kost á því að stunda tómstundir eða fái aldrei nýja (ónotaða) flík, dregur úr gleðinni. Þá skilur maður betur af hverju UNICEF á Íslandi hvetur til þess að sér- staklega verði fylgst með fátækt barna hérlendis og hlut- læg markmið sett í því samhengi. Það er huggun harmi gegn að ekkert íslenskt barn skorti fleiri en þrjú atriði af fyrrnefndum lista en í Rúm- eníu, sem kom áberandi verst út úr könnuninni, skorti 46,8% barna fimm eða fleiri atriði af listanum, í Þýska- landi 2,8% og Bretlandi 1,3%. Á bak við þess- ar tölur eru fjöldamörg börn. Bergsteinn Jónsson, verkefnastjóri hjá UNICEF á Ís- landi, bendir þó á að eitt af því sem þurfi að skoða varðandi skortmælinguna, sé hvort fýsi- legra væri að vega atriðin. Það væri t.d. hugs- anlega eðlilegra að það að fá þrjár máltíðir á dag, og eina sem innihéldi kjöt eða fisk, hefði meira vægi en internettenging. Þetta sé eitt af því mörgu sem þurfi að ræða í sambandi við mæl- ingar á fátækt barna. Hann bendir einnig á að eftirlit með þess- um málum sé ekki síst mikilvægt á þeim viðsjárverðu tímum sem við lifum núna. Í skýrslunni kemur fram að raunar hafi hlut- fallsleg fátækt barna aukist á Íslandi síðan upplýsingunum í skýrslunni var safnað sam- an og hún sé nú yfir 5%. Í skýrslunni er líka fjallað um áhrif heimskreppunnar á fjárhagslega stöðu fjölskyldna og barna út um allan heim og leiddar að því líkur að ástandið muni fara versnandi, nú þegar loftið sé farið úr þeim öryggispúðum sem tóku mesta höggið af fólki fyrir rúmum þremur árum. Þar er einnig nefnd sú staðreynd að í aðhalds- aðgerðum hefur bæði dregið úr grunnþjónustu við fjöl- skyldur og þeim fjölgað sem þurfa á henni að halda. Þetta þekkjum við hér heima, ekki síst hvað varðar heil- brigðisþjónustuna, en þarna þarf líka að hafa börnin í huga. Heilbrigðisþjónustan er einn þeirra öryggispúða sem alls ekki má klikka. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Íslendingar á réttri braut STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Sex manna þverpólitískurmeirihluti umhverfis- ogsamgöngunefndar lagði frambókun við afgreiðslu sam- gönguáætlunar á fimmtudag, þar sem farið var fram á að frumvarpi um Vaðlaheiðargöng yrði vísað til nefnd- arinnar og framkvæmdin sett inn í samgönguáætlun. Segir meirihlutinn ótvírætt að um ríkisframkvæmd sé að ræða og ekki sé hægt að samþykkja göngin „án samhengis við almenna for- gangsröðun jarðganga í landinu enda væri þá verið að brjóta gegn sann- gjörnum vinnureglum“. Þá kemur einnig fram að forgangsraða ætti Dýrafjarðargöngum og Norðfjarð- argöngum framar en Vaðlaheiðar- göngum. Bókunin hefur stuðning þingmanna úr öllum flokkum en undir hana rita Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Mörður Árnason, Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Birgir Ármannsson. Þá kemur fram að Þór Saari, áheyrnarfulltrúi Hreyfing- arinnar, hafi verið samþykkur bók- uninni. Voru númer 13 í röðinni „Málið er að mínu mati búið að vera í tómu klúðri í mjög langan tíma og ástæðan er fyrst og fremst sú að það er lagt upp með það á svo skökkum forsendum. Þetta er kallað einka- framkvæmd, þótt ríkið komi að sem fjármögnunaraðili og eignaraðili; sé allt í kringum borðið, og það er notað sem röksemd fyrir því að taka þetta út fyrir samgönguáætlun og út fyrir alla röð,“ segir Birgir Ármannsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, og segir sér- fræðinga sammála um að forsendur framkvæmdarinnar, s.s. umferðarspár og lánamöguleikar, byggist á veikum grunni. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir að æskilegt hefði verið að afgreiða samgönguáætlun endanlega með Vaðlaheiðargöng inni í myndinni en ekki hafi þótt réttlæt- anlegt að bíða með afgreiðslu hennar þar sem margt annað liggi undir. Hún segir ómögulegt að segja fyrir um hvort farið verði að kröfum meirihluta nefndarinnar en hún líti svo á að verði af því jafngildi það því að fram- kvæmdin fari inn í samgönguáætlun. Ólína ítrekar að með því væri þó ekki verið að slá göngin út af borðinu. „Ef Vaðlaheiðargöng koma til um- fjöllunar í samgöngunefnd þá er ekki þar með sagt að verið sé að blása göng- in af. Þá er einfaldlega verið að raða þeim í samhengi við tvær brýnustu jarðgangaframkvæmdirnar, Norð- fjarðargöng og Dýrafjarðargöng, og jafnvel þótt þau yrðu númer þrjú í röð- inni erum við að tala um kannski þriggja eða fimm ára töf,“ segir Ólína. Hún bendir á að göngunum hafi upp- haflega verið raðað í 13. sæti á sam- gönguáætlun. Frumvarpið verði samþykkt Frumvarp um Vaðlaheiðargöng var á dagskrá þingsins í gær en þeir þing- menn sem rætt var við voru sammála um að það myndi þurfa að bíða, jafnvel fram yfir helgi, þar sem viðbúið væri að umræður um veiðigjöld myndu dragast á langinn. Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingar, sem lagði fram bókun minnihluta nefndarinnar ásamt Þuríði Backman og Árna John- sen, sagðist ekki eiga von á öðru en það yrði samþykkt og að framkvæmdin yrði áfram utan samgönguáætlunnar. Hann sagði það fyrirkomulag rétt- lætanlegt í ljósi þess að hægt yrði að fjármagna göngin að öllu leyti með veggjöldum. Þá kemur fram í bókun minnihlutans að að göngunum verði hagræðing, þau verði atvinnuskapandi og auki umferðaröryggi og áreiðan- leika samgangna milli Húsavíkur og Akureyrar. Vilja Vaðlaheiðargöng á samgönguáætlun Morgunblaðið/Skapti Hallgríms Göng? Menn eru sammála um að Vaðlaheiðargöng eru umdeild. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður umhverfis- og sam- göngunefndar, segir það fagn- aðarefni að samgönguáætlun skuli hafa verið afgreidd. „Við erum náttúrlega mjög ánægð með að vera að leggja til flýtingu ýmissa brýnna fram- kvæmda, sem tengjast m.a. fjárfestingaráætlun ríkisstjórn- arinnar. Við erum að leggja til stóraukið framlag til svokall- aðra tengivega um allt land og leggja til flýtingu Norðfjarð- arganga og Dýrafjarðarganga og Dynjandisheiði og flýta mjög framkvæmdum við nýja brú á Ölfusá ásamt ýmsu fleiru,“ seg- ir Guðfríður. Mörg mikilvæg verkefni bíði þó enn og þess vegna vilji nefndin leggja áherslu á að Vaðlaheiðargöng verði skoðuð í samhengi við aðrar fram- kvæmdir en Norðfjarðargöng og Dýrafjarðargöng séu til að mynda mun brýnni af ýmsum ástæðum. Flýta ýmsum framkvæmdum SAMGÖNGUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.