Morgunblaðið - 02.06.2012, Síða 41
Það verður æ ljósara að höftin
á verslun með verðbréf í erlendri
mynt verða þjóðinni erfiðari með
hverjum deginum og hafa marg-
víslegar slæmar afleiðingar fyrir
efnahag landsins. Því skal ekki
mótmælt að höftin höfðu ýmsa
kosti fyrir okkur, þegar þeim var
komið á. Þau voru viðbrögð við
neyðarástandi. Nú eru aukaverk-
anirnar hins vegar að koma í ljós,
hið langvinna sjúkdómsástand
sem hægt og bítandi vinnur á
heilbrigði efnahagslífsins.
Þær hömlur sem lagðar hafa
verið á fjárfestingar Íslendinga
erlendis geta ekki leitt til annars
en ófarnaðar innanlands þegar
fram í sækir. Þetta kann að
hljóma ankannalega í ljósi þess,
að því er stíft á loft haldið að
efnahagslífið sé í brýnni þörf fyr-
ir erlenda fjárfestingu. En ef
grannt er skoðað kemur þó í ljós
að báðar þessar fullyrðingar eiga
vel við og haldast í hendur.
Heilbrigt efnahagslíf, þ.e. ábatasamur at-
vinnurekstur, keppir um ódýrt fjármagn
vegna umsvifa sinna. Fjármálafyrirtæki keppa
eftir vel reknum fyrirtækjum í viðskipti vegna
þess að líklegt má telja að þau standi bæði
undir viðunandi vaxtagreiðslum og endur-
greiðslu lánanna. Lífeyrissjóðirnir sækjast eft-
ir að kaupa skuldabréf slíkra fyrirtækja og
eignast jafnvel hlut í þeim. Þeir líta kosti sína
gagnrýnum augum og velja fjárfestingar í
samræmi við það.
En hvernig eru aðstæðurnar núna í fjárfest-
ingarumhverfi lífeyrisssjóðanna?
Á meðan almenningur leggur í lögbundinn
skyldusparnað í lífeyrissjóðunum eru þeim
settar skorður við fjárfestingum með því að
hefta þá við fjárfestingar hjá ís-
lenska ríkinu, íslenskum fyr-
irtækjum eða í húsnæði á Íslandi.
Það má orða það þannig að pen-
ingar hlaðast upp sem koma þarf
í lóg til að standa undir skuld-
bindingum lífeyrissjóðanna við
eigendur sína. Í raun er of-
framboð á íslensku fé til lang-
tímafjárfestinga hér á landi. Ein
afleiðing þessa kann að verða sú,
að stjórnendum lífeyrissjóðanna
daprist sýn á gæði fjárfestinga
sinna, að skerpan dofni og fjár-
fest verði í slakari verðbréfum en
við eðlilegar kringumstæður.
En afleiðingarnar ganga ekki
bara í eina átt, þær ganga í báðar
áttir. Hætt er við að íslenskt at-
vinnulíf verði einnig fyrir
barðinu á lausatökum fjármála-
fyrirtækja vegna minna aðhalds
og gagnrýnislausra lánveitinga.
Lífeyrissjóðirnir annars vegar og
atvinnureksturinn hins vegar
munu snúast um möndul gjald-
eyrishaftanna í nýjum hruna-
dansi. Það sjónarmið er mik-
ilvægt, að súrsun hugarfarsins,
sem fylgja mun einhæfu vali fjárfestinga,
meira og minna stýrðu af pólitískum sjón-
armiðum, sú súrsun mun spilla smám saman
heilbrigði efnahagslífsins eða öllu heldur koma
í veg fyrir þann bata, sem við þörfnumst svo
sárlega.
Það er lífsnauðsyn að þessari þróun verði
snúið við. Það verður ekki gert nema hleypa
fjárfestum að nýju að fjárfestingakostum er-
lendis. Það verður bæði gott fyrir rekstur at-
vinnulífsins og lífeyrisþega framtíðarinnar og
þar með allan almenning.
Það er skynsamlegt að hefja þessa vegferð
hjá lífeyrissjóðunum.
Eftir Sigurbjörn Sveinsson
» Súrsun hug-
arfarsins,
sem fylgja mun
einhæfu vali
fjárfestinga,
mun spilla
smám saman
heilbrigði efna-
hagslífsins.
Sigurbjörn Sveinsson
Höfundur er læknir.
Afnám gjaldeyris-
hafta hefjist hjá
lífeyrissjóðunum
41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012
Tekið á Þær eru ekki eftirbátar karlanna konurnar á sjónum eins og sjá má á kvennaliði World Class sem æfði sig í gær fyrir kappróður á sjómannadaginn og reru færeyskum báti.
Ómar
Nýlega var í Hæstarétti stað-
festur úrskurður Héraðsdóms
Reykjavíkur þar sem lögmanni
var gert skylt að láta skattrann-
sóknarstjóra í té yfirlit yfir nöfn
og kennitölur kvenna sem til
hans höfðu leitað eftir lög-
fræðiaðstoð vegna gallaðra
brjóstapúða. Byggðist nið-
urstaða réttarins á nýlegri
heimild í 94. gr. laga nr. 90/2003
um tekjuskatt þar sem öllum er
skylt að láta skattayfirvöldum í
té allar upplýsingar og gögn
sem þau óska eftir. Sérstaklega
er tekið fram í þessu ákvæði,
sem kom í lögin 2009, að ákvæði
annarra laga um trúnaðar-og
þagnarskyldu víki fyrir því.
Á Íslandi og flestum öðrum
ríkjum sem vilja kenna sig við
mannréttindi og vilja hafa í heiðri grunn-
reglur réttarríkisins er í stjórnarskrá ákvæði
um friðhelgi einkalífs fólks. Þessi regla, sem
ætlað er að verja einstaklinga gegn yfirgangi
stjórnvalda hverju sinni, er mikilvægasta
mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Svo
mikilvæg að sett hafa verið í lög ákvæði um
trúnaðar- og þagnarskyldu ýmissa starfs-
stétta, svo sem lögmanna, sem hafa upplýs-
ingar um viðkvæm einkamálefni fólks. Meira
að segja hafa verið sett sérstök lög um per-
sónuvernd og stofnun sett á laggirnar til að
framfylgja þeim lögum.
Í kjölfar ofangreinds dóms er eðlilegt að
spyrja sig hvort stjórnarskrárvernd einkalífs-
ins gagnvart ríkisvaldinu sé engin orðin. Það
er ekki nýtt í tíð núverandi stjórnvalda að
friðhelgi einkalífsins sé í löggjöf látin víkja
fyrir „hagsmunum“ ríkisvaldsins (sem stjórn-
málamenn á hverjum tíma kalla almanna-
hagsmuni, líka í alræðisríkjum). Um það eru
fjölmörg dæmi og fleiri slík lög í bígerð.
Hins vegar er merkilegt að dómstólar telji að
stjórnarskrárvarinn réttur um friðhelgi
einkalífs skuli víkja fyrir lagaákvæði því sem
skattayfirvöld byggja heimild sína á í máli
þessu.
Það er mikilvægt fyrir fólk að geta leitað
til lögmanna vegna sérþekk-
ingar þeirra. Að öðrum kosti er
flestum einstaklingum ekki
mögulegt að leita réttar síns
gagnvart öðrum einstaklingum
eða ríkisvaldinu. Þess vegna hef-
ur löggjafinn sett sérstök lög
um lögmenn þar sem trúnaðar-
og þagnarskyldan er mikilvægur
þáttur og í raun forsenda þess
að fólk geti leitað til þeirra. Það
er því undarlegt að löggjafinn
skuli afnema trúnaðar- og þagn-
arskylduna og veita skatta-
yfirvöldum ótakmarkaða heimild
til að fá aðgang að viðkvæmum
upplýsingum um skjólstæðinga
þeirra. Og það er skelfilegt að
dómstólar skuli meta stjórn-
arskrárverndaða friðhelgi einka-
lífs svo lítils, að þeir leggi bless-
un sína yfir löggjöf af þessu
tagi.
Er það virkilega svo að fólki
finnist almennt í lagi að skattayfirvöld fái
ótakmarkaðar upplýsingar hjá lögmönnum
um viðkvæm einkamálefni fólks við rannsókn
á því hvort læknir úti í bæ hafi skotið ein-
hverjum krónum undan skatti? Hvað er þá
því til fyrirstöðu að skattayfirvöld fái aðgang
að gögnum í vörslu skipaðra verjenda sak-
aðra manna? Samkvæmt dómi Hæstaréttar
er ekkert því til fyrirstöðu. Það er eins og
allir séu sofandi á verðinum yfir þessum mik-
ilvægu einstaklingsréttindum. Og það er í
raun ótrúlegt að nokkrum manni skuli finn-
ast hagsmunir skattayfirvalda vega þyngra
en hagsmunir þeirra kvenna sem hér um
ræðir.
Í því hugarfari sem ræður nú ríkjum hér á
landi er augljóst að augað á veggnum í
frægri sögu Orwells lifir góðu lífi. Ein-
staklingurinn og réttindi hans skipta engu
máli þegar hagsmunir ríkisvaldsins eru ann-
ars vegar. Og það er óþolandi fyrir fólk sem
þarf á þjónustu lögmanna að halda að rík-
isvaldið geti, þegar því sýnist svo, krafið þá
um afhendingu upplýsinga og gagna um
einkamálefni þess. Erfitt er að trúa því að ís-
lendingar vilji búa í slíku samfélagi.
Eftir Brynjar
Níelsson
» Það er mik-
ilvægt fyrir
fólk að geta leit-
að til lögmanna
vegna sérþekk-
ingar þeirra.
Brynjar Níelsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður,
Augað á veggnum